Síða 2 af 2

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 17:04
af Hnykill
sko !! ég er hjá geðlækni sem veit af þessu öllu.. er búinn að prófa fullt af lyfjum síðust 2 ár og ekkert virkar af þessu. og nei ég spauga ekki með svona. ég bara snappaði á einhverjum þræði hérna og kom út eins og geðsjúklingur, svo ég ákvað bara að segja ykkur frá því ef eitthvað þvílíkt skyldi gerast á ný.

en með tölvur og tölvuráð er ég enn nokkuð heill á geði :crazy

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 17:16
af Moldvarpan
Það eru mjög margir í okkar samfélagi veikir á geði.


Það er mjög jákvætt að þú gerir þér grein fyrir því og getur greint á milli ruglsins og raunveruleikans.

Haltu áfram þínu striki, en ekki einangra þig of mikið og mjög gott væri að eiga einhvern að til að geta talað við um þetta.

Gangi þér vel með þín veiknindi og Gleðileg Jól :D

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 17:18
af Garri
Hnykill skrifaði:sko !! ég er hjá geðlækni sem veit af þessu öllu.. er búinn að prófa fullt af lyfjum síðust 2 ár og ekkert virkar af þessu. og nei ég spauga ekki með svona. ég bara snappaði á einhverjum þræði hérna og kom út eins og geðsjúklingur, svo ég ákvað bara að segja ykkur frá því ef eitthvað þvílíkt skyldi gerast á ný.

en með tölvur og tölvuráð er ég enn nokkuð heill á geði :crazy
Ef þú ert hjá Geðlækni treystu honum þá en ekki þínum "sjúka" huga. Hugur þinn er að blekkja þig. Kemur með villandi hugsanir og skilaboð sem þú túlkar síðan jafnvel vitlaust. Í því felast veikindi þín.

Þess vegna er það í all verulegri mótsögn þegar þú segist skilja betur en Geðlæknar hvað þig hrjáir (skv. þér, aðrar verur að tala við þig)

Sendu þessum Geðlækni sem og þínum heimilislækni öll innlegg þín á þessum þræði sem og á þræðinum sem þú misstir þig, getur gert það á email þar sem þú ert hvort sem er þegar búinn að birta þetta á opinberum vettvangi. Láttu síðan þessa menn dæma um hvort sú meðferð sem þú ert í, sé að skila árangri.

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 17:28
af Moldvarpan
Slakið á fordómunum.

Maðurinn er veikur, ekki hryðjuverkamaður.

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 17:51
af Hnykill
hahaha þið eruð ágætir.. þið sæjuð það ekki á mér að það væri nokkuð að :droolboy og nei er ekkert hættulegur mér eða öðrum.

hehe en já. Gleðileg jól :klessa

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 19:20
af haywood
Moldvarpan skrifaði:Slakið á fordómunum.

Maðurinn er veikur, ekki hryðjuverkamaður.
:happy :happy

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 20:59
af vesley
Finnst allavega gott að sjá bæði með þessum þræði og því sem þú ert að segja að þú ert að reyna að leita þér hjálpar og viðurkennir allavega að eitthverju leyti að þú átt við vandamál að stríða og vilt fá lausn á því.

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Fös 20. Des 2013 23:09
af Squinchy
Flottur þráður, leiðinlegt hvað svona umræða er mikið taboo á okkar litla íslandi

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Þri 24. Des 2013 23:46
af joibs
nú hef ég verið að lesa þennan þráð og fynst þetta mjög skondnar pælingar hjá þér, meika sens en síðan fer maður að hugsa þær til enda og sér þá blekkinguna í þessu

en eftir að þú talaðir um að það væri ein "aðal" persóna þá fór þetta að minna mig á það sem menn tala um sem eru mikið í lucid dreaming
þar segja menn að í draumum þínum getur maður "fundið" sína innri hugsun sem persónu og spurt hana um þig sjálfann og hvernig þín innrimeðvitund er

það er líka oft talað um svipað í tengingu með "innri frið" í hugleiðingum

nú spyr ég kanski eins og hálviti en gæti verið að þessi geðröskun sé í leiðini að tengja þig við þína innri hugsun/meðvitund

spurning hvernig þessi vera sem þú sérð viti meira um þig enþú gerir þér grein um að þú vitit um sjálfann þig?
ef svo er væri kanski gott að spurja hana meðal annars af hverju þú ert hræddur við það sem þú ert hræddur við, hversvegna þú sérð þessar "ofsjónir" og hvort hún telur að þetta sé geðröskun sem þú ert að berjast við

ég veit ég veit, soldið djúp hugsun hjá mér en hérna erum við með stórt tækifæri til að fá útskíringar hvernig hanns veruleiki er
alveg eins og þegar maður hittir blindann mann sem hefur samt ekki verið blindur frá fæðingu þá vill ég alltaf vita hvernig hann "sér"
smá birtu eða svart allann sólahringinn?

en þar sem mér skilst að þú sért alveg með það á nótonum að þetta seithver geðröskun sem þú ert að berjast við þá óska eg þér velgengni með að ná því undir controle :happy

Re: Ég er geðveikur !

Sent: Mið 25. Des 2013 00:44
af Sallarólegur
Merkilegt video. Útskýrir ágætlega hvað það getur verið erfitt að vera paranoid schizophrenic á þeirra verstu stundum.


Re: Ég er geðveikur !

Sent: Mið 25. Des 2013 08:52
af GönguHrólfur
joibs skrifaði:nú hef ég verið að lesa þennan þráð og fynst þetta mjög skondnar pælingar hjá þér, meika sens en síðan fer maður að hugsa þær til enda og sér þá blekkinguna í þessu

en eftir að þú talaðir um að það væri ein "aðal" persóna þá fór þetta að minna mig á það sem menn tala um sem eru mikið í lucid dreaming
þar segja menn að í draumum þínum getur maður "fundið" sína innri hugsun sem persónu og spurt hana um þig sjálfann og hvernig þín innrimeðvitund er

það er líka oft talað um svipað í tengingu með "innri frið" í hugleiðingum

nú spyr ég kanski eins og hálviti en gæti verið að þessi geðröskun sé í leiðini að tengja þig við þína innri hugsun/meðvitund

spurning hvernig þessi vera sem þú sérð viti meira um þig enþú gerir þér grein um að þú vitit um sjálfann þig?
ef svo er væri kanski gott að spurja hana meðal annars af hverju þú ert hræddur við það sem þú ert hræddur við, hversvegna þú sérð þessar "ofsjónir" og hvort hún telur að þetta sé geðröskun sem þú ert að berjast við

ég veit ég veit, soldið djúp hugsun hjá mér en hérna erum við með stórt tækifæri til að fá útskíringar hvernig hanns veruleiki er
alveg eins og þegar maður hittir blindann mann sem hefur samt ekki verið blindur frá fæðingu þá vill ég alltaf vita hvernig hann "sér"
smá birtu eða svart allann sólahringinn?

en þar sem mér skilst að þú sért alveg með það á nótonum að þetta seithver geðröskun sem þú ert að berjast við þá óska eg þér velgengni með að ná því undir controle :happy
>spurning hvernig þessi vera sem þú sérð viti meira um þig enþú gerir þér grein um að þú vitit um sjálfann þig?

Ég mundi ekki vera að ýta undir neinar ranghugmyndir hjá manninum, hann er augljóslega nógu djúpt inni í sjálfum sér eins og er, og að hvetja hann til þess að kafa dýpra er ekki beint það besta ráð sem um er að ræða.

Fyrir mér þá er brúin á milli heillrar og óheillrar geði hversu vel maður nær að jafna upplifun á milli þess sem gerist í huga manns og þess raunveruleika sem að allir menn upplifa allstaðar í kringum okkur, það er að segja þann raunveruleika sem að úr efni er gerður.

Að yfirgefa hugarheim og lifa eingöngu í þeim efnislega heim er að mínu mati mjög álíka mikil geðröskun og að lifa eingöngu inni í höfðinu á sjálfum sér.

Og með enda þessara orða yfirgnæfandi visku af hinum óendanlega viskubrunni sem að er minn heili; vill ég óska ykkur gleðilegra jóla!