Síða 2 af 2

Sent: Fim 07. Okt 2004 09:27
af gnarr
nei, ég hélt að þetta væri bara sama nx7010 vél og er á 149.900kr hérna heima með ábyrgð. svo ég var að benda honum á að ef hann ætlaði sér að spara pening með því að kaupa þetta úti gæti það endað með því að það yrði dýrara en að kaupa hérna heima. fyrir utan það að ábyrgðin er í ruglinu ef eitthvað gerist.

Sent: Fim 07. Okt 2004 11:33
af goldfinger
gnarr skrifaði:nei, ég hélt að þetta væri bara sama nx7010 vél og er á 149.900kr hérna heima með ábyrgð. svo ég var að benda honum á að ef hann ætlaði sér að spara pening með því að kaupa þetta úti gæti það endað með því að það yrði dýrara en að kaupa hérna heima. fyrir utan það að ábyrgðin er í ruglinu ef eitthvað gerist.


jamm en ég er bara ekkert að fara að láta hana kaupa týpu eins og þessa þarna úti sem var með þessum svaka afslætti og þá aðeins á 149.900kr.

Ég er að fara að láta hana kaupa týpuna af nx7010 sem kostar 239.000kr. hérna á íslandi en hún kostar 113þúsund úti og það verður ekkert vesen með ábyrgð þar sem systir min á eftir að fara oftar til U.S.A og vinkona hennar kemur til íslands nokkrum sinnum á ári.

Þessi fartölva sem þú ert að tala um gnarr heitir að visu lika nx7010 en hún er ódýrasta útgáfan af henni, aðeins með 40gb hdd, 256mb minni,1,5ghz örgjörva og svo framvegis.

En þessi sem ég er að tala um að láta hana kaupa á 113þús. er með 60gb hdd, 512mb minni, 1,7ghz örgjörva með 2mb cache og svo framvegis :wink:

Svo þú getur ekki farið að bera saman verðið á útgáfunni sem þú ert að tala um (á 149.900kr.) og þessari sem ég fæ á 113þús en getur farið upp í 140þús. :8)

Sent: Fim 07. Okt 2004 20:27
af gnarr
já ég var skoðaði muninn á tölvunum áðan ;) þetta er massa tölva.

asnalegt að þesar tölvur séu samt með sama nafn!

eins og fyrr í haust, þá vorum við Cary inní kringlu að rölta. þar sjáum við eitthvða fólk sem er að kinna tölvur á skólatilboði. við förum að skoða og fáum einhvern bækling. síðan þegar ég var búinn að glugga í speccana í bæklingnum í smástund spurði ég eina konuna sem var að afgreiða þarna hvort ég gæti fengið að sjá "þessa" tölvu og benti á hana á bæklingnum.
hún tók bæklinginn og hugsaði í smástund. síðan labbaði hún í áttina að einni tölvunni og sagði að þetta væri hún. Ég fór að skoða tölvuna. hmm.. afhverju var skjárinn bara stilltur á 1024x768 en í bæklingnum stóð 1680x1200? ég athugaði properties á my computer.. 1.4GHz í staðin fyrir 1.7 og 256MB í minni í staðin fyrir 1GB.
ég labbaði til konunar og sagði við hana að þetta væri allt önnur tölva en sú sem ég hafði viljað skoða. síðan fórum við að glugga í bæklinginn.. og altíeinu segir hún: "neeei.. þetta er ekki hún. en þetta er alveg sama boddí".




...við Cary löbbuðum í burtu að kafna úr hlátri.

Sent: Fim 07. Okt 2004 21:11
af goldfinger
jamm sammála, mjög fáranlegt að hafa sama nafn, ætti að minnsta kosti að vera nx7010 og svo eitthvað aukanafn fyrir aftan, því það er ekkert ólíklegt að einhver hafi farið og keypt þessa tölvu á 149.900kr. (40.000kr. afsláttur) og verð ég nú að segja að mér finnst 149.000kr. samt ekkert ódýrt miðað við 1,5ghz örgjörva, 256mb minni og 40gb hdd sem dæmi.... en hafi bara keypt hana afþvi að þeir vissu að nx7010 væri góð fartölva (eða það er að segja dýrasta útgáfan er massíf, eins og sú sem ég ætla að fá) :P

getur orðið frekar ruglingslegt þegar að tveir menn eru að báðir að tala um nx7010 en þær eru ekki nálægt því að vera eins :roll:

Sent: Fös 08. Okt 2004 16:58
af goldfinger
systir mín mun ekki kaupa hana fyrir mig, of stuttur fyrirvari til að finna ut hvernig við áttum að borga vinkonu hennar þvi að hun hefði liklega þurft að panta hana og þar að auki langar mér frekar að sérpanta frá dell en ég mun þá fá þá tölvu 16 desember en ef að systir min hefði keypt fyrir mig þá hefði ég fengið hana 3 vikum fyrr en bara vandamálið er að hún verður svo stuttan tima hjá vinkonu sinni að ekki gefst timi til að sérpanta frá dell og að tölvan sé komin til hennar áður en að systir min fer þaðan....

Þannig að þetta er það sem ég ætla að panta frá dell:

Dell Inspiron 8600

Intel® Pentium®M Processor 725(1.60A GHz/400MHz FSB) 15.4 WSXGA+
512MB DDR SDRAM 1 Dimm
60GB-7200rpm Hard Drive (kosturinn við að sérpanta, fá 7200rpm hdd en ekki 4200rpm)
128MB DDR ATI's MOBILITY® RADEON™ 9600 PROTURBO
24X CD-RW/DVD Combo Drive with Sonic RecordNow Upgrade!
72 WHr Primary Battery - Ending 3 tímar, hleðslutimi 2 tímar (ekkert spez ending en ég get alveg stungið henni í samband í öllum skólastofum sem ég er í fyrir utan tvær stofur, og get meira segja hlaðið batteríin í skápnum mínum í skólanum)
Dell® Wireless 1450 Internal Wireless (802.11a/b/g, 54Mbps)
10/100 Network Card and Modem (innifalið í verði)
Productivity Pack including WordPerfect® (fylgir)
Microsoft® Money 2004 Standard (fylgir)
Norton Internet Security™, 90 day trial (fylgir)
Dell Media Experience™ (fylgir)
Dell Jukebox - easy-to-use music player and CD burning software (fylgir)
Paint Shop™ Pro® Trial plus Photo Album™ Starter Edition (fylgir)
Microsoft® Windows® XP Home Edition
Straumbreytir: AC adapter -90w, 19.5v

Svo ætla ég að fá mér cover utan á: Annað hvort þessa:

Burlwood QuickSnap™ Cover
Mynd

eða:

Graphite Swirl QuickSnap™ Cover
Mynd

Samtals = 1915 dollarar sem eru rétt tæpar 136þús.

Ætti að sleppa i gegn þar sem vinkona hennar kemur með 6 ameríkana með sér og einhver af þeim verður með fartölvuna svo þetta mun bara líta út eins og þetta sé þeirra fartölva :lol:

Mér finnst þessi tölva leet