Síða 2 af 4
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 09:51
af MatroX
GuðjónR skrifaði:Danni V8 skrifaði:-fullt af góðum upplýsingum-
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Ég var að tala við AB varahluti, fer þangað á eftir og fæ nýja (rétta) klossa.
Ætla að kaupa tvo nýja diska líka 11.220 kr. settið með 15% afsl.
Þeir selja rauða olíu í béfum, ætla að fá svoleiðis hjá þeim til að smokra undir gúmmíið sem ég var búinn að fokka upp með Sonax sprayinu.
Kannski bjargast gúmmíið frá því að stækka um eitt númer.
Síðan ætla ég að pússa upp kjálkann sem spennan gengur í og setja þetta saman, og reyna að fá skoðun á bílinn.
En það sem þarf að gera í framhaldinu er að skipa um dælusett og stimpil, ég hugsa að ég láti fagmann um það, sé fyrir mér að bremsuvökvi leki út um allt ef ég fer að taka stimpilinn úr. Dælusett og einn stimpill kosta 7300 saman.
Það er líka rifin öxulhosa þeim megin sem þetta er bilað, það væri sennilegast best að láta laga þetta tvennt í einu þá þarf bara að rífa þetta einu sinni í sundur.
þú skiptir um báða stimplana og öll gúmmí fyrst þú ert að gera þetta

og ég myndi gera það um leið og þu setur nýja diska og klossa í annars gæti þetta endað svipað eða allavega að einn klossinn fari að eyðast
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 11:22
af Jón Ragnar
Alltaf skipta um diska og klossa á sama tíma
Kostar ekki svo mikið.
Fátt leiðinlegra en bremsuviðgerðir. Læt alltaf konuna redda þessu

Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 13:46
af littli-Jake
Danni V8 skrifaði:Rosa mikið
Ég var líka að vinna á umboðsverkstæði fyrir Subaru og allt sem Danni var að seigja er hárrétt. Eina sem ég mundi vilja bæta við að á bremsudiskum hjá Subaru eru tvö göt með snitti. Hugmyndinn er að þú setjir 2 8mm bolta í þau og skrúfir inn. Þar með þrýstist diskurinn af. Dásamlega þægilegt.
Ef að þér líst ekkert á verkefnið Guðjón máttu alveg senda mér PM. Er meira og minna í fríi alla virka dag fram að jólum og væri alveg til í að kíkja á þetta með þér.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 14:19
af Minuz1
Jón Ragnar skrifaði:Alltaf skipta um diska og klossa á sama tíma
Kostar ekki svo mikið.
Fátt leiðinlegra en bremsuviðgerðir. Læt alltaf konuna redda þessu

Það er fáránlegt bruðl.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 14:27
af Garri
Aðdáunarvert að menn reyni að taka svona slag.. en sýnist samt þetta vera frekar ill-vinnanlegt fyrir amatör eða lítt vanann.
Mæli sterklega með ferð á verkstæði fyrst svona er komið og sjá má á myndum. Sýnist það þurfa að skipta úr stimplum, ný gúmmí, jafnvel diska og að sjálfsögðu, bremsuklossa.
Það er ekki bara að þú lendir í vandræðum með að losa diska, stimpla og hreinsa sætin, heldur þarf sérstakt verklag og þriðja fót til að setja bremsuvökva aftur á dæluna, það er, eftir að hafa skipt um stimpla. Málið er að ef stimplarnir eru byrjaðir á að ryðga, þá fara þeir fljótt aftur og rífa gúmmíin.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 15:34
af GuðjónR
MatroX skrifaði:þú skiptir um báða stimplana og öll gúmmí fyrst þú ert að gera þetta

og ég myndi gera það um leið og þu setur nýja diska og klossa í annars gæti þetta endað svipað eða allavega að einn klossinn fari að eyðast
Góður punktur!
Garri skrifaði:Aðdáunarvert að menn reyni að taka svona slag.. en sýnist samt þetta vera frekar ill-vinnanlegt fyrir amatör eða lítt vanann.
Mæli sterklega með ferð á verkstæði fyrst svona er komið og sjá má á myndum. Sýnist það þurfa að skipta úr stimplum, ný gúmmí, jafnvel diska og að sjálfsögðu, bremsuklossa.
Það er ekki bara að þú lendir í vandræðum með að losa diska, stimpla og hreinsa sætin, heldur þarf sérstakt verklag og þriðja fót til að setja bremsuvökva aftur á dæluna, það er, eftir að hafa skipt um stimpla. Málið er að ef stimplarnir eru byrjaðir á að ryðga, þá fara þeir fljótt aftur og rífa gúmmíin.
Ég ætla að skella mér í djúpu laugina, er með tvo diska, tvö pör af klossum, gúmmísett í eina dælu, tvo stimpla, 8mm bolta til að skrúfa diskana úr og smurningu sérhannaða fyrir hemlakerfi, spurði um "rauðu olíuna" en þeir seldu mér þetta í staðinn.
Fékk svo frábærar leiðbeiningar hjá starfsmanni AB, hann sýndi mér á annari dælu hvernig hann gerir þetta en hann setur klemmu á slönguna og losar svo dæluna frá, setur síðan kubb inn í kjálkann (eins og bent var á fyrr á þessum þræði) og notar svo loftpressu til að þrýsta stimplinum úr.
Þetta ætla ég að reyna, 7-9-13
littli-Jake skrifaði:Ég var líka að vinna á umboðsverkstæði fyrir Subaru og allt sem Danni var að seigja er hárrétt. Eina sem ég mundi vilja bæta við að á bremsudiskum hjá Subaru eru tvö göt með snitti. Hugmyndinn er að þú setjir 2 8mm bolta í þau og skrúfir inn. Þar með þrýstist diskurinn af. Dásamlega þægilegt.
Ef að þér líst ekkert á verkefnið Guðjón máttu alveg senda mér PM. Er meira og minna í fríi alla virka dag fram að jólum og væri alveg til í að kíkja á þetta með þér.
Takk fyrir það! ... gott að hafa þig í bakhöndinni ef ég geri uppá bak með þetta allt saman

p.s. fékk 2x 8mm bolta þannig að diskarnir ættu að fjúga úr

Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 15:40
af dori
Metnaður. Gangi þér vel.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 16:04
af GuðjónR
dori skrifaði:Metnaður. Gangi þér vel.
Thx!
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 17:19
af NiveaForMen
Ef stimpillinn er mjög fastur mun loftið ekki nægja.
Þú losar þá næstum því alla leið úr áður en þú losar slönguna frá. Þú gerir það á sama hátt, setur eitthvað, t.d. spýtukubb eða hamarshaus fyrir stimpilinn/stimplana þannig að hann komist ekki alla leið út. Svo pumparðu með bremsufetlinum. Athugaðu það svo að það er regla að fara aldrei alla leið niður en þú gætir skemmt höfuðdæluna með því. Svo klemmirðu fyrir en gættu að því að merja slönguna ekki því þá gæti hún sprungið við næstu harkalegu bremsun.
Ég mæli sterklega með því að þú fáir einhvern sem kann handbrögðin í þetta með þér, þetta hljómar einfalt en það eru nokkur atriði sem þarf að varast og þetta er helsti öryggisbúnaður bílsins.
Þú ert ekki að bæta umferðaröryggi með því að gera þetta með óæðri endanum.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 17:29
af GuðjónR
Ég fer varlega, lofa!
Ætla að hita mig upp með því að fixa hægra megin, þar sem diskurinn er ónýtur en dælan í lagi.
Ef ég finn að ég ræð ekki við verkefnið þá hætti ég bara, verð samt að reyna

Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 17:49
af sakaxxx
Um að gera að gera þetta sjálfur þú sparar þér helling af pening og lærir helling á þessu!
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 18:02
af biturk
Gerðu þetta sjálfur og það allt, þetta er ekkert mál, maður er búinn að gera þetta í tugum ökutækja af mismunandi gerð
Eh staðar verða menn að byrja og læra en það þarf ekki að skipta um diska alltaf þegar er skipt um klossa, það er heimskulegt bruðl
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 18:22
af littli-Jake
Sé samt ad þú ert ekki með neinn bremsuvökva. Það á eftir að sullast hjá þér og total magnið er ekki nema sirka líter.
En eitt sem eg held að enginn sé buinn að minnast á. Mesta böggið við bremsudæluviðgerðir er að lofttæma kerif. Það agalega böggandi að keira bíl með loft a bremsunum og hreinlega hættulegt
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 18:34
af Garri
littli-Jake skrifaði:Sé samt ad þú ert ekki með neinn bremsuvökva. Það á eftir að sullast hjá þér og total magnið er ekki nema sirka líter.
En eitt sem eg held að enginn sé buinn að minnast á. Mesta böggið við bremsudæluviðgerðir er að lofttæma kerif. Það agalega böggandi að keira bíl með loft a bremsunum og hreinlega hættulegt
Nei. Ég talaði einmitt um það í þessu eina innleggi mínu á þessum þræði, fyrir utan þetta að sjálfsögðu.
Það er ekki bara að þú lendir í vandræðum með að losa diska, stimpla og hreinsa sætin, heldur þarf sérstakt verklag og þriðja fót til að setja bremsuvökva aftur á dæluna, það er, eftir að hafa skipt um stimpla.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 20:00
af littli-Jake
Garri skrifaði:littli-Jake skrifaði:Sé samt ad þú ert ekki með neinn bremsuvökva. Það á eftir að sullast hjá þér og total magnið er ekki nema sirka líter.
En eitt sem eg held að enginn sé buinn að minnast á. Mesta böggið við bremsudæluviðgerðir er að lofttæma kerif. Það agalega böggandi að keira bíl með loft a bremsunum og hreinlega hættulegt
Nei. Ég talaði einmitt um það í þessu eina innleggi mínu á þessum þræði, fyrir utan þetta að sjálfsögðu.
Það er ekki bara að þú lendir í vandræðum með að losa diska, stimpla og hreinsa sætin, heldur þarf sérstakt verklag og þriðja fót til að setja bremsuvökva aftur á dæluna, það er, eftir að hafa skipt um stimpla.
Jamm. Hef gert þetta margoft á þeim verkstæðum sem ég hef unnið á og ditti ekki i hug að standa i að gera þetta 1. Svosem hægt en bölvað vesen.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Mán 09. Des 2013 23:00
af GuðjónR
Jæja þá er ég búinn öðru megin, þetta var blóð sviti og tár. En gleði hafa tekist á við þetta þar sem þeta er ekki mitt svið.
Ég fór eftir öllum leiðbeiningunum, notaði slípirokkinn til að hreinsa kjaftinn sem klossunum var troðið ofan í síðan hreinsaði ég líka spennur og setti svo hágæða olíu á þá.
Diskarnir runnu ljúft í, sá reyndar rifna öxulhosu. Doldið fúlt.
Diskarnir virka 100%. ég setti smá olíu á stimplama til vonar og vara.
Prófaði virka fínt! Bremsupedalinn tekur í ofar núna en hann gerði. Þetta verður ennþá betra þegar hin bremsan lagast.
p.s. til hvers er ventillinn á efsti myndinni (blár hringur).
Rauði hringurinn sýnir líklega skrúfuna sem ég þarf að skrúfa til að losa dæluna frá bílnum.
Slangan í dæluna er mjög stíf, ég er ekkert viss um að ég nái að stoppa olíuleika með klemmu.
Spurning hvort það sé ekki best að láta bílinn blæða bara út, þe. ef þetta er bara einn líter?
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 01:19
af biturk
Setti vicegrip á hosuna og losaðu svo annars þarftu að lofttæma allan hringinn og allt verður sóðalegt, þessi bolti í rauða hringnum er með eirskinnur 2 og þú skalt ekki týna þeim
Aufpassen mit diese skinnes!
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 11:38
af littli-Jake
Góð "vicegrip" töng ætti alveg að duga til að loka þessum slöngum. En þú vilt ekki láta vökna einfaldlega leka út. Ef að kerfið tæmist ertu fyrst kominn í vesen með að lofttæma það.
Það sem blái hringurinn þinn er loftventill. Þetta dót er oftar en ekki hrikalega fast. Mæli með vírbusta, riðolíu og helst góðum hita á þetta drasl. Best fyrir þig að reyna að ná honum lausum með dæluna í höndunum ef þú getur skorðað hana. Veru alveg óhræddur við að láta nippilinn loga svoltið. Það má alveg hita þetta þangað til það fer að glóa. Mundi líka splæsa í níta koparhringi. Færð þá í AB/stillingu á svona 20 kall stikkið
Þegar þú ferð að skipta um gúmmíin í dælunni þarftu að skrapa burt gömul óhreinindi sem sitja í fölsunum fyrir gúmmíin. mjög lítið skrúfjárn sem má beygja fremst er besti vinur þinn í því verki. Þú þarft bara að skipta um hosuna sem er utan um stimpilinn og þéttihringinn sem er utan um stimpilinn innan í dælunni.
Ps. Í fyrstaskipti sem ég gerði þetta var ég í svona 20 min plús að koma þessu helvíti saman. Getur gert mann brjálaðan að koma stimplinum ofaní þegar gúmmídraslið er til staðar. Best ef þú hefur þrýstiloft. Þá er hægt að redda þessu á 0.1
Þessi öxulhosa er mökónít og á eftir að valda vandræðum ef öxulliðurinn er ekki þegar ónítur. Gífurlega sóðalegt job að skipta um þetta.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 12:04
af GuðjónR
biturk skrifaði:Setti vicegrip á hosuna og losaðu svo annars þarftu að lofttæma allan hringinn og allt verður sóðalegt, þessi bolti í rauða hringnum er með eirskinnur 2 og þú skalt ekki týna þeim
Aufpassen mit diese skinnes!
Hosan sem þú nefnir, ertu að tala um slönguna í dæluna (rauðar örvar)?
Ef ég klemmi slönguna með vicegrip er ekki hætta á að skemma hana? Þ.e. merja hana?
Ef ég fer þessa leið að setja vicegrip á slönguna, hvorn boltan ætti ég að losa, græna eða blá píla?
littli-Jake skrifaði:Þegar þú ferð að skipta um gúmmíin í dælunni þarftu að skrapa burt gömul óhreinindi sem sitja í fölsunum fyrir gúmmíin. mjög lítið skrúfjárn sem má beygja fremst er besti vinur þinn í því verki. Þú þarft bara að skipta um hosuna sem er utan um stimpilinn og þéttihringinn sem er utan um stimpilinn innan í dælunni.
Ef ég set nýja stimpla með nýju gúmmíi þá þarf ég væntanlega ekkert að skafa? Eða ertu að meina að það sé kannski eitthvað ógeð inn í dælu húsinu?
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 12:47
af Garri
Ef þú átt vicegrip töng, þá veistu að það er hægt að stilla hana. (skrúfar út bolta í öðru handfanginu) Að sjálfsögðu stillir þú hana ekki þannig að hún klemmi alla leið, heldur aðeins þannig að hún loki fyrir rennslið. Ef þykktin á gúmmí-inu er um 1mm x 2 eða 2mm alls, þá stillir þú hana sirka á 1-1.5mm osfv. Þetta hlýtur þú að hafa gert þegar þú skiptir um stimpla.. annars hefur allur glussinn lekið út og loft í öllu kerfinu.
Og já. Þú þarft að loftæma dæluna. Þarft að fá aðstoð við það. Einhvern sem pumpar og heldur niðri, þá opnar þú lokann og loft þrýstist út. Þetta endurtekur þú þar til bara glussi kemur út. Sniðugt að nota slöngu á kranann og leiða ofan í flösku með bremsu vökva í.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 12:50
af littli-Jake
Þetta bláa er ekki bolti. Ekki spá í þeim parti. Seigir sig sjálft þegar þetta fer í sundur. Jú þú getur skemt slönguna við að gera þetta en það er ekki mjög líklegt. Það eru til spes klemmur úr plasti til að gera þetta en þær eru ekki sérlega góðar nema að þú kaupir tangir sem kosta svoltið. Ódýra draslið er ódýr af ástæðu. í versta falli mundiru skipta um slönguna. Hún kostar sennilega minna en svona töng.
Ferlið er nokkurnveginn svona.
Tekur dæluna af(en aftengir hana ekki). Pumpar stimpilinn svoltið út. Sirka 3 cm frá brún á dæluhúsinu. Þar sem þú ert með tvo stimpla gæti verið að annar sitji fastar en hinn og fari því ekki af stað. Þá verðuru einfaldlega að skorða þann stimpil fastan með því að setja eitthvað á milli hans og hin enda dælunar. Gömlu klossarnir plús 1 nýr ætti að vera fínt.
Næst seturu klemmu/töng á slönguna og losar slönguna (græna örin) Þar sem stimplarnir verða komnir talsvert langt út á þessum tímapunkti verður slatti af bremsuvökva í dælunni. Bremsuvökvi er viðbjóður og dreifir sér ótrúlega. Ef þú byrjar að spora út með honum fer það í algjört mess.
Næst ferðu í að ná stimplunum úr. Það getur verið vesen ef þú ert ekki með þrýstiloft. Góð töng er oftast eina leiðinn ef þú getur ekki komið þrýsting inn í dæluhúsið. Reyndu samt að taka bara á stimplinum fyrir oftan svæðið sem gúmmíhulsan er á.
Þú þarft að skrapa óhrenindi innan úr dæluhúsinu þar sem fyrrnefnd gúmmí ligja. Það er pínu bras en með góðu verkfæri tekur það littla stund.
Næst skaltu reyna að losa upp loftnippilinn. Vírbusti, riðolía og hiti. Hugsa að þú fáir nýja gúmmíhettu á hann í settinu. Þú vilt hafa nippilinn opinn þegar þú tengir dæluna aftur.
Mig minnir að þú hafir verið kominn með bremsufeiti. Settu svoltið af henni á gúmmíin áður en þú setur þau í. Það getur verið bras að koma hulsunni fyrir í sætinu. Síðan þarftu að koma stimplinum ofan í dæluna. Getur líka verið leiðinlegt ef þú ert ekki með þrýstiloft. Settu smá bremsufeiti á stimplana. Ekkert vera að bruðla með feitina. Þú ert ekkert betur settur með þetta löðrandi í feiti.
Þegar stimplarnir eru komnir í skaltu hafa þá alveg djúft ofan í dælunni.
Dælan klár. Núna geturu klárað sömu vinnu og þú tókst hinumeginn. Þ.e. skipta um diskinn ef þú ætlar að gera það, hreinsa fyrir nýju klossunum og svo framvegis. Klossarnir eiga að vera svo léttir í að 3 ára barn gæti tekið þá úr. Þetta er aldrei of laust (innan skynsamlegra marka)
Passaðu að forðabúrið fyrir bremsurnar sé fullt upp í kjaft áður en þú ferð í næsta skref og ekki loka forðabúrinu meðan þú framkvæmir það ( bremsuvökvi er eiturógeð sem má ekki fara á lakkið á bílnum)
Núna er smá sérvisku aðferð í mér en það hefur heldur enginn haldið því fram til þessa að hún sé vitlaus. Þú tengir dæluna og kemur henni fyrir. Vertu viss um að loftnippilinn sé opinn, má vera alveg um 270°. Fáðu einhvern til að stíga þétt á bremsupedalann til að fá þrýsting á kerfið. Þegar það er þrýstingur á kerfinu tekuru töngina af. Með þessu móti færðu megnið af loftinu út úr dælunni strax og minkar líkurnar á að það nái að laumast loft inn í kerfið hjá þér. Þú þarft að vera tilbúinn með fastan lykil á loftniplinum því að þú vilt loka fyrir hann. Svona 1 til 1.5 sek frá því að þú tekur slönguna af þangað til að þú lokar honum. Þegar nipilinn er lokaður biður þú einhvern að stíga tvisvar á bremsupedalan, mjúklega og halda honum síðan niðri. Þú opnar nipilinn aftur, lætur frussast úr honum og lokar áður en bremsupedalanum er slept. Þetta þarf sennilega að endurtaka svona 2-3. Skalt kíkja á forðabúrið eftir annað hvert skipti. Óþolandi ef það fer niður fyrir lámark og fer að draga loft inn á kerfið. Þá ertu kominn í stórvesen.
Held að ég sé ekki að gleima neinu. En vá hvað það er spes að fara gegnum þetta ferli við tölvuskjáinn en ekki með draslið í höndunum.
Þetta sem Garri seigir með flösku og slöngu er alveg rétt ef þú vilt koma í veg fyrir sóðaskap en það er betra fyrir óþjálfað auga að filgjast með þessu beint af niplinum. Passaðu bara að fá þetta ekki framan í þig. Bragðvont drasl.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 14:41
af GuðjónR
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Held ég sé basicly kominn með allar þær upplýsingar sem ég þarf, verð greinilega að kaupa bremsuvökva og passa uppá levelið.
Þarf að klemma rauðu píluna, losa síðan um grænu píluna og þegar allt er done aftappa loft, blái hringurinn.
Á lofpressu þannig að ég ætti auðveldlega að ná stimplunum út. Það sem gæti orðið mesta málið er að skrúfa leiðsluna frá dælunni, þetta er mökkriðgað, en það er bara þolinmæðisverk.
Verð að passa upp á að missa ekki loft á kerfið, ræðst á þetta þegar ég hef góðan tíma.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 14:45
af Garri
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Held ég sé basicly kominn með allar þær upplýsingar sem ég þarf, verð greinilega að kaupa bremsuvökva og passa uppá levelið.
Þarf að klemma rauðu píluna, losa síðan um grænu píluna og þegar allt er done aftappa loft, blái hringurinn.
Á lofpressu þannig að ég ætti auðveldlega að ná stimplunum út. Það sem gæti orðið mesta málið er að skrúfa leiðsluna frá dælunni, þetta er mökkriðgað, en það er bara þolinmæðisverk.
Verð að passa upp á að missa ekki loft á kerfið, ræðst á þetta þegar ég hef góðan tíma.
Kannski betra fyrir þig ef þú ert slæmur í baki að aftengja dæluna.. ég mundi bara taka hana af og láta hana hanga. Finnst gott að hafa bekk á hjólum og liggja við svona verk.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 14:54
af littli-Jake
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Held ég sé basicly kominn með allar þær upplýsingar sem ég þarf, verð greinilega að kaupa bremsuvökva og passa uppá levelið.
Þarf að klemma rauðu píluna, losa síðan um grænu píluna og þegar allt er done aftappa loft, blái hringurinn.
Á lofpressu þannig að ég ætti auðveldlega að ná stimplunum út. Það sem gæti orðið mesta málið er að skrúfa leiðsluna frá dælunni, þetta er mökkriðgað, en það er bara þolinmæðisverk.
Verð að passa upp á að missa ekki loft á kerfið, ræðst á þetta þegar ég hef góðan tíma.
Í guðana bænum hafðu spítukupp upp við stimplana þegar þú þrýstir þeim út svo þeir fari ekki langt. Krafturinn er gífurlegur.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Sent: Þri 10. Des 2013 15:03
af GuðjónR
littli-Jake skrifaði:GuðjónR skrifaði:Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Held ég sé basicly kominn með allar þær upplýsingar sem ég þarf, verð greinilega að kaupa bremsuvökva og passa uppá levelið.
Þarf að klemma rauðu píluna, losa síðan um grænu píluna og þegar allt er done aftappa loft, blái hringurinn.
Á lofpressu þannig að ég ætti auðveldlega að ná stimplunum út. Það sem gæti orðið mesta málið er að skrúfa leiðsluna frá dælunni, þetta er mökkriðgað, en það er bara þolinmæðisverk.
Verð að passa upp á að missa ekki loft á kerfið, ræðst á þetta þegar ég hef góðan tíma.
Í guðana bænum hafðu spítukupp upp við stimplana þegar þú þrýstir þeim út svo þeir fari ekki langt. Krafturinn er gífurlegur.
Já, ég ætla að gera það og ekki snúa silindrunum í áttina að sjálfum mér, hef ekki áhuga á því að fá "slug" skot í mig
