Síða 2 af 8

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:31
af hkr
Sé ekki betur en maður getur:
1. fundið ef einhver var að skoða dónasíður með netvörnina á og af hvaða ip tölu
2. fundið út hver á ip töluna
3. ???

Svo eru líka alveg slatti af ágætlega klúrum SMS'um þarna inni, sé ekki hvernig vodafone gat gefið út að þarna væru ekki persónulega upplýsingar.. höfðu þeir enga hugmynd um hvað var tekið?

edit:
maður getur líka séð hver las t.d. þessa grein af mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2011/10/11 ... yrir_born/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:33
af dandri
Vandræðalegt fyrir vodafone með einsdæmum.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:36
af kiddi88
En skil ekki alveg hvernig hann komst yfir sms. Geyma þeir upplýsingar um sms hjá sér eða eru þetta sms sem voru send af vodafone.is?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:40
af Gislinn
kiddi88 skrifaði:En skil ekki alveg hvernig hann komst yfir sms. Geyma þeir upplýsingar um sms hjá sér eða eru þetta sms sem voru send af vodafone.is?
Lýtur út fyrir að vera sms sem send voru af heimasíðunni þeirra.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:42
af GuðjónR
Þarna er einhver margmiðlunarfræðingur að fá eða senda SMS.
Logga símafyrirtækin öll SMS skeyti sem maður sendir og fær? Og ef svo til hvers í fjandanum???

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:44
af dandri
Þeir logga sms-in til að eiga eintak ef eitthvað vafasamt var sent í gegnum þjónustuna, hótanir sem dæmi.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:51
af Stuffz
þetta gæti þessvegna verið NSA + verkfæri

nei úps þeir þurfa ekki að hakka, allir bara afhenda þeim upplýsingar óumbeðnir.

þetta gerðist líka í ameríkunni, eru öryggis hagsmunir okkar ekki alveg rosalega samtvinnaðir Könunum :roll:

ok segja þessir aðilar hver tilgangur aðgerðanna/árásarinnar var, oftast eru þeir að gera minna gagn en þeir halda þessir gaurar, þeir virðast nefnilega halda að að sé í lagi að ráðast á aðila sem eru með léleg öryggismál en svo túlka öryggisráðgjafar o.s.f. þetta sem bókstafleg stafræn hryðjuverk og hrella þannig opinbera aðila og stofnanir/fyrirtæki sem eyða svo meiri pening í búnað og mannskap sem oft þessir öryggisráðgjafar hafa persónulega hagsmuni af að sé fjárfest í og almennir notendur upplifa sig milli steins og sleggju, annarsvegar hackerar að trufla afnot af þjónustum og birta persónuupplýsingar og hinsvegar opinberar stofnanir og samstarfsaðilar að njósna og safna upplýsingum um notendur ef skildi vera að þeir séu hakkerar eða wtf..

þetta eru svo FUBAR aðstæður að það er ekki fyndið.
dandri skrifaði:Þeir logga sms-in til að eiga eintak ef eitthvað vafasamt var sent í gegnum þjónustuna, hótanir sem dæmi.
voru það ekki lög sem samþykkt voru þarna 2005 í maí sem skilduðu fjarskiptafyrirtæki að halda upplýsingum í allt að 2 mánuði, man eftir að Netfrelsi var mikið á móti setningu laganna sem samþykkt voru þá af XD og XF, hvar er netfrelsi í dag?

EDIT:

ég fór og skoðaði, þetta eru reyndar önnur lög þarna 2005 maí en voru engu betri samt http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=131&dbnr=1850" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 12:58
af rango
Kominn með þetta. Ætla ekki að deila linknum enn þetta er á tvitter síðunni.

79Þ SMS í sms_history held ég
Og öruglega hátt í 200Þ í greind_1
Frá 200Þ yfir í 1.1M er þetta bara "undefined"

Þar líka er 'contacts' soldið skondið.
,('XXXXXXXX', 'XXXX', 'o, bin laden', '0', '', 'XXXXX', 'hridjuverk@XXXXX.is', NULL)
Greind_1.sql
,('XXXX', 'XXXX', '2013-09-15 10:16:05', 'Far?egar ATH! Vegna ?ve?urs ? Su?austanver?u landinu, falla eftirfarandi fer?ir ni?ur: \rLei? 51 kl. 10:25 fr? H?fn ? Hornafir?i til V?kur ? M?rdal ?lei?is til Reykjav?kur\rLei? 51 kl. 14:45 fr? V?k ? M?rdal til Hafnar ? Hornafir?i. Lei? 51 sem fer fr? Reykjav?k kl. 11:30 fer semsagt ekki lengra en til V?kur. \rN?nari uppl?singar er h?gt a? finna ? http://www.straeto.is'" onclick="window.open(this.href);return false;,
v2_1 er með ip tölu og UAG s.s. hver fór hvert
,('XXXX', '/internet/netvorn/blokkun/?category=Pornography&url=livecams21.com/', 'http://livecams21.com/', NULL, 'XXXX', '127.0.0.1', 'Mozilla/5.0 (Windows NT 6.1) AppleWebKit/535.1 (KHTML, like Gecko) Chrome/13.0.782.220 Safari/535.1')
Er búinn að filtera þetta, Enn má gera ráð fyrir því að maðurinn á bakvið þetta gríðarlega öryggi sé laus við vinnuna sína? :-k

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:01
af Revenant
Getur líka verið að þessi aðili/aðilar hafi verið þarna lengi sbr. emv2012.sql (eða þetta er gamalt gangagrunnsdump):

Kóði: Velja allt

-- MySQL dump 10.13  Distrib 5.1.58, for debian-linux-gnu (i686)
--
-- Host: localhost    Database: v2
-- ------------------------------------------------------
-- Server version	5.1.58-1ubuntu1-log

-- Dump completed on 2012-01-11 11:57:42
5.1.58-1ubuntu1-log var release-að 2011-07-25.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:02
af appel
Hægt að les SMS þingmanna og ráðherra
http://ruv.is/frett/haegt-ad-les-sms-th ... g-radherra" onclick="window.open(this.href);return false;


Úff... þetta er að verða einn alvarlegasti "leki", eða hvað sem menn vilja kalla þetta, fjarskiptafyrirtækis á Íslandi. Mér dettur ekki neitt annað sambærilegt í hug. Nú held ég að Póst- og Fjarskiptastofnun og Persónuvernd fari á stjá.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:03
af blitz
Dísus kræst.

Vel gert Vodafone!

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:07
af Gislinn
rango skrifaði:Kominn með þetta. Ætla ekki að deila linknum enn þetta er á tvitter síðunni.
Linkur er líka á screenshotti á mynd með frétt á mbl.is.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:09
af bixer
er maður semsagt að fara að skipta um símfyrirtæki? er sem betur fer bara með farsímann hjá þeim...frekar mikið klúður hjá þeim.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:14
af hkr
áhugavert að sjá allar SQLi aðferðirnar sem sendar voru á 'sendingarmati' í sso_vodafone_is.sql skránni, ef það var leiðin sem viðkomandi komst inn að þá kæmi mér ekki á óvart að þetta væri eitthvað SQLi tól sem hefði verið notað, við erum að tala um sirka 1000 SQLi (er reyndar ekki time stamp á þessu).

Maður hefði nú haldið að Vodafone hefði nú einhvern WAF, IPS, IDS eða eitthvað...
Revenant skrifaði:Getur líka verið að þessi aðili/aðilar hafi verið þarna lengi sbr. emv2012.sql (eða þetta er gamalt gangagrunnsdump):

Kóði: Velja allt

-- MySQL dump 10.13  Distrib 5.1.58, for debian-linux-gnu (i686)
--
-- Host: localhost    Database: v2
-- ------------------------------------------------------
-- Server version	5.1.58-1ubuntu1-log

-- Dump completed on 2012-01-11 11:57:42
5.1.58-1ubuntu1-log var release-að 2011-07-25.
Spurning hvort þeir hafi haft aðgang að SQL database'inu og að þeir hafi bara geta tekið það sem búið að var að dömpa?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:15
af Captaintomas
Hvar sjá menn þessi sms?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:17
af Plushy
Captaintomas skrifaði:Hvar sjá menn þessi sms?
á twitter síðu hakkarins er fólki boðið að downloada pakka með öllum sms-unum sem þeir náðu.

Þarft samt að eiga eitthvað premium account af einhverri download síðu til að nálgast það,

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:20
af jagermeister
Þarf maður að hafa loggað sig inn á mínar síður hjá Vodafone til að eiga það á hættu að upplýsingarnar hafi lekið?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:20
af dandri
hann er búinn að taka vd467876.rar af síðunni.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:26
af Revenant
hkr skrifaði:áhugavert að sjá allar SQLi aðferðirnar sem sendar voru á 'sendingarmati' í sso_vodafone_is.sql skránni, ef það var leiðin sem viðkomandi komst inn að þá kæmi mér ekki á óvart að þetta væri eitthvað SQLi tól sem hefði verið notað, við erum að tala um sirka 1000 SQLi (er reyndar ekki time stamp á þessu).

Maður hefði nú haldið að Vodafone hefði nú einhvern WAF, IPS, IDS eða eitthvað...
Revenant skrifaði:Getur líka verið að þessi aðili/aðilar hafi verið þarna lengi sbr. emv2012.sql (eða þetta er gamalt gangagrunnsdump):

Kóði: Velja allt

-- MySQL dump 10.13  Distrib 5.1.58, for debian-linux-gnu (i686)
--
-- Host: localhost    Database: v2
-- ------------------------------------------------------
-- Server version	5.1.58-1ubuntu1-log

-- Dump completed on 2012-01-11 11:57:42
5.1.58-1ubuntu1-log var release-að 2011-07-25.
Spurning hvort þeir hafi haft aðgang að SQL database'inu og að þeir hafi bara geta tekið það sem búið að var að dömpa?

Af þessum loggum má gera ráð fyrir að þetta hafi verið notað: http://www.acunetix.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Hvort það sé factor í þessari árás er ekkert hægt að segja út frá gögnunum.

Annars eru WAF/IDS/IPS nánast gagnslausir nú til dags því þeir reiða sig á signatures en það er fáránlega einfalt að breyta SQL fyrirspurn í eitthvað obscure.

Sjá t.d. http://youtu.be/qBVThFwdYTc þar sem WAF og IDS er tekin í nefið.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:31
af Gislinn
jagermeister skrifaði:Þarf maður að hafa loggað sig inn á mínar síður hjá Vodafone til að eiga það á hættu að upplýsingarnar hafi lekið?
Notendanöfn, e-mail, lykilorð og þess háttar upplýsingar eru upplýsingar frá mínum síðum. Ég man ekki hvort vodafone hafi boðið uppá sms sendingar á síðunni sinni án þess að sendandinn sé skráður inn frá þessum tíma sem þessi sms eru frá.

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:33
af Gislinn
Plushy skrifaði:á twitter síðu hakkarins er fólki boðið að downloada pakka með öllum sms-unum sem þeir náðu.

Þarft samt að eiga eitthvað premium account af einhverri download síðu til að nálgast það,
Ég þurfti ekki premium account þegar ég sótti þetta.

EDIT: Ætlaði að edita fyrri póstinn en af gömlum vana valdi ég óvart senda. ](*,)

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:39
af Snorrmund
Hvað er þessi .rar fæll stór ?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:40
af Gislinn
Snorrmund skrifaði:Hvað er þessi .rar fæll stór ?
64.759.268 bytes

EDIT: Ég er ekki að fara að áframsenda þessi gögn.

EDIT2: Fyndið að sjá top searches á speedy share. linkur

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:52
af plus1298
Getur ekki einhver hér skellt file-inum upp á cloud?

Re: Búið að hakka vodafone?

Sent: Lau 30. Nóv 2013 13:53
af rango
plus1298 skrifaði:Getur ekki einhver hér skellt file-inum upp á cloud?
deildu?