Síða 2 af 2
Re: flix.is
Sent: Sun 20. Okt 2013 22:08
af tdog
Ég elska Garðar.
Re: flix.is
Sent: Sun 20. Okt 2013 22:42
af worghal
djöfull elska ég þessa rannsóknarvinnu sem fylgir því að eitthvað svona dubious kemur upp
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:07
af dabbijo
Hæ, ég er Davíð Bachmann Jóhannesson og ég er með þessa þjónustu. Ekkert scam í gangi hér, skil ykkur ekki alveg varðandi það.
Ef þið eruð tala um secondary DNS-inn, þá er hann bara frá openDNS til þess að fólk verði ekki netlaust ef vefþjónninn minn fer niður tímabundið.
Hvað Ómar varðar þá er hann gamall félagi minn og hann seldi mér félagið (sem nú heitir Vefveldið ehf.) Ársreikningum fyrir síðustu ár hafa verið skilað inn, en það tekur tíma að endurreikna það og birta.
Ég nota Paypal vegna þess að það er ódýrara fyrir mig. Ég er þó í samningaviðræðum við Borgun og Netgíró, sé til hvað ég geri.
Ekki vera að kalla fólk "scammers" út í bláinn.
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:19
af GuðjónR
En máttu selja þjónustu, taka við peningum og vera með lokað VSK númer á sama tíma?
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:23
af tdog
Já hann má það, en þá þarf hann samt að skrifa upp reikning fyrir hverri færlsu og geyma 25% upphæðarinnar á bankabók þar til að heiðarlegi bókhaldarinn hans skilar virðisaukaskýrslu til skattmanns sem rukkar hann síðan ...
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:24
af Sucre
afhverju er fólk að borga fyrir eitthvað sem hægt er að fá frítt ? ég gerði bara trial account og playmo.tv og setti inn á appletv dns serverinn þeirra og hef notað þetta í nsætum ár fyrir netflix og ekki borgað krónu nema nátturulega áskriftina að netflix
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:28
af worghal
dabbijo skrifaði:Hæ, ég er Davíð Bachmann Jóhannesson og ég er með þessa þjónustu. Ekkert scam í gangi hér, skil ykkur ekki alveg varðandi það.
Ef þið eruð tala um secondary DNS-inn, þá er hann bara frá openDNS til þess að fólk verði ekki netlaust ef vefþjónninn minn fer niður tímabundið.
Hvað Ómar varðar þá er hann gamall félagi minn og hann seldi mér félagið (sem nú heitir Vefveldið ehf.) Ársreikningum fyrir síðustu ár hafa verið skilað inn, en það tekur tíma að endurreikna það og birta.
Ég nota Paypal vegna þess að það er ódýrara fyrir mig. Ég er þó í samningaviðræðum við Borgun og Netgíró, sé til hvað ég geri.
Ekki vera að kalla fólk "scammers" út í bláinn.
þú verður samt að skilja það að um leið og ómar tengist einhverju, þá máttu búast við að orðið "scam" komi við því.
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 00:36
af beatmaster
Eftirfarandi er frítt og virkar fínt ef að þið eruð að horfa á Netflix í gegnum Chrome eða Firefox á tölvu.
https://mediahint.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: flix.is
Sent: Mán 21. Okt 2013 01:04
af Squinchy
Sucre skrifaði:afhverju er fólk að borga fyrir eitthvað sem hægt er að fá frítt ? ég gerði bara trial account og playmo.tv og setti inn á appletv dns serverinn þeirra og hef notað þetta í nsætum ár fyrir netflix og ekki borgað krónu nema nátturulega áskriftina að netflix
Same here
Re: flix.is
Sent: Fim 07. Nóv 2013 09:06
af lukkuláki
Er einhver ykkar að nota þetta? Er traustur aðili með þetta eða er skítalykt af þessu?
Re: flix.is
Sent: Fim 07. Nóv 2013 10:42
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:Er einhver ykkar að nota þetta? Er traustur aðili með þetta eða er skítalykt af þessu?
Skilgreindu "traustur".
Re: flix.is
Sent: Fim 07. Nóv 2013 11:44
af Daz
Ef það er verðið sem freistar, þá rukka t.d.
https://adfreetime.com/" onclick="window.open(this.href);return false; 2 $ á mánuði fyrir sína þjónustu. Sem virkar fínt.
Re: flix.is
Sent: Fim 07. Nóv 2013 12:46
af rapport
Þekki smá til Davíðs
Finnst þessi gagnrýni hér vera örlítið óverðskulduð.
Það er augljóslega einstök óheppni að hafa tengst þessum Ómari.
En mér finnst spennandi að einhver taki sig til og stilli sér upp fyrir framan Smáís og opni þessa "tækni" og veiti þessa þjónustu til almennings.
Þó að það kosti örlítið meira, þá ætla ég að þjónusta fylgi þessu og með því að hafa þetta upp á borðunum og innanlands, þá verða yfirvöld, Smáís og samfélagið að taka afstöðu til þess hvernig miðlun efnis hefur breyst og hvað lögin eru ekki að gera neinum gagn.
Re: flix.is
Sent: Fös 08. Nóv 2013 20:39
af Sallarólegur
Mæli með þessu addon fyrir Chrome ef þið viljið unblocka þessar síður án vandræða, hefur virkar 100% hjá mér:
https://chrome.google.com/webstore/deta ... meio?hl=en" onclick="window.open(this.href);return false;
Fær 4,5 / 5 í einkunn af 1400 votes.
Re: flix.is
Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:21
af brynjarsig71
Kíkið á
http://www.hola.org" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er að frítt og virkar á flest allt sem ég hef prufað.
Re: flix.is
Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:53
af gutti
Sallarólegur skrifaði:Mæli með þessu addon fyrir Chrome ef þið viljið unblocka þessar síður án vandræða, hefur virkar 100% hjá mér:
https://chrome.google.com/webstore/deta ... meio?hl=en" onclick="window.open(this.href);return false;
Fær 4,5 / 5 í einkunn af 1400 votes.
virkar hjá mér líka
Re: flix.is
Sent: Lau 09. Nóv 2013 06:57
af braudrist
Nú, ég hélt að Ómar Daði væri orðinn yfirverkefnastjóri hjá Volkswagen í Ameríku
http://www.linkedin.com/in/omardadi" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: flix.is
Sent: Fim 26. Des 2013 18:02
af intenz
1819.is er líka á vegum Vefveldisins ehf.
Re: flix.is
Sent: Mið 01. Jan 2014 20:29
af Tiger
Var að setja Netflix upp hjá mér loksins eftir að hafa heyrt annan hvern mann tala um þetta og hversu frábær þetta er. Ég er ekki að skilja hvað fuzzið er??? Það er eintómt gamalt efni þarna inni, George of the Jungle 2 er í "New realese" t.d.
Er ég að misskilja þetta eitthvað eða?
Re: flix.is
Sent: Mið 01. Jan 2014 21:29
af lukkuláki
Tiger skrifaði:Var að setja Netflix upp hjá mér loksins eftir að hafa heyrt annan hvern mann tala um þetta og hversu frábær þetta er. Ég er ekki að skilja hvað fuzzið er??? Það er eintómt gamalt efni þarna inni, George of the Jungle 2 er í "New realese" t.d.
Er ég að misskilja þetta eitthvað eða?
Frekar gamlar bíómyndir en nýjir þættir og mikið af athyglisverðum þáttum um sakamál ofl.
Re: flix.is
Sent: Mið 01. Jan 2014 21:37
af AntiTrust
Netflix er ekki fyrir nýjasta efnið, þá er Hulu og Amazon Prime betur til fallið. Netflix er hinsvegar með rosalega gott safn af góðu klassísku efni, ásamt verulega góðu safni af heimildarmyndum.
Re: flix.is
Sent: Mið 01. Jan 2014 22:16
af Tiger
He he skellti Hulu Plus upp, í 2. sæti þar yfir vinsælar myndir er SpaceBalls frá 1987
Held ég haldi mig bara við torrent enn um sinn.