Síða 2 af 2

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fim 25. Apr 2013 22:48
af appel
Haxdal skrifaði:
appel skrifaði:Maður veltir fyrir sér í þessari umræðu um yfirráð yfir "landsléninu" .is, ef stjórn á þessu landsléni væri í höndum stjórnvalda hvort það væri ekki strax búið að loka á thepiratebay.is? T.d. eftir símhringingu frá ráðherra í forstjóra slíkrar stofnunar?

ISNIC má eiga það, hvernig sem eigandamálum er háttað, að þetta hefur verið ákveðinn klettur í íslenskri internetsögu.
Var einmitt að velta þessu fyrir mér í dag, hvort að Stjórnvöld myndu ekki láta undan þrýstingi erlendra hagsmunaaðila og látið loka á þetta um leið ef ISNIC væri ríkisrekið.
Jamm.... það er ekki gott að segja.

Grænland lét loka á thepiratebay.gl, en það voru ekki stjórnvöld að verki heldur einkarekið fjarskiptafyrirtæki.

En eina sem maður hefur hérna á Íslandi er sagan, það hefur sýnt sig að ISNIC er treystandi, þeir hafa ekki lokað á lén frá stofnun, en ráðamenn eru sífellt að skipta sér af stofnunum, t.d. RÚV og fleiri. I'll go with that.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fim 25. Apr 2013 22:54
af gardar
Einkavæðing :happy

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 00:31
af intenz
gardar skrifaði:Einkavæðing :happy
=D>

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 00:37
af worghal
ef það kæmi fram dómsúrskurður að svifta TPB um þetta .is lén.
nákvæmlega á hvaða grundvelli væri það sett?
hvaða lög væru það sem gæti rekið þá burt?
ég trúi því skamt að þetta falli undir þessi blessuðu copyright lög sem við höfum.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 00:48
af intenz
Jú, ætli þeir geti ekki fengið lögbann eins og með Istorrent. Istorrent var ekki að hýsa neitt ólöglegt efni, en þar sem síðan var viðriðin þá var fengið á hana lögbann. Ætli það verði ekki eins með þetta.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 00:49
af worghal
intenz skrifaði:Jú, ætli þeir geti ekki fengið lögbann eins og með Istorrent. Istorrent var ekki að hýsa neitt ólöglegt efni, en þar sem síðan var viðriðin þá var fengið á hana lögbann. Ætli það verði ekki eins með þetta.
en istorrent var hýst á íslandi og gaf því byr undir þá málsókn og lögbann?

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 01:16
af tdog
Æj æj, SMÁÍS ætlar að fara fram á það við ISNIC að léninu verði lokað. Hvenær ætla þessi samtök að átta sig a því að þau hafa ekkert umboð til eins né neins?

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 01:32
af AntiTrust
intenz skrifaði:Jú, ætli þeir geti ekki fengið lögbann eins og með Istorrent. Istorrent var ekki að hýsa neitt ólöglegt efni, en þar sem síðan var viðriðin þá var fengið á hana lögbann. Ætli það verði ekki eins með þetta.
torrent.is lénið er samt sem áður ekki dautt, og vísar bara yfir á istorrent bloggið. Þeas, það hefur greinilega ekkert lögbann verið sett á lénið sjálft, eingöngu vefsíðuna sjálfa sem slíka.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 08:37
af dori
Svo má ekki gleyma að tæknileg útfærsla torrent.is og TPB er gjörólík. TPB reka enga trackera. TPB hýsa engin torrent skjöl. TPB er bara flokkuð leitarvél sem hentar aðeins betur í að finna svona efni en google.

Ég held að í efnisatriðum séu torrent.is og TPB það ólík að allar niðurstöður fyrir dómstólum í fyrra málinu ættu ekki við um TPB. Dómarar þyrftu að taka afstöðu til þess hvort það sem TPB gerir nægi til að brjóta einhver lög. Og þegar það er komið er spurning hvort google.is verði ekki líka tekið fyrir í leiðinni.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 10:43
af KermitTheFrog
Nú vill Snæi meina að pírataflokkurinn tengist þessu...

Maðurinn er alveg að tapa glórunni held ég.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 10:56
af Kasper
Að gamni mínu fór ég á ISNIC og flétti þar upp "PirateBay.is" ekki "ThePirateBay.is" og þá kom eftirfarandi...

PirateBay.is
Lén: piratebay.is
Nafn rétthafa: 1984 ehf
Heimilisfang: Pósthólf 126
Borg/Sveitarfélag: Reykjavík
Póstnúmer: 121
Land: IS
Netfang: 1984@1984.is

Skráð: 11. apríl 2013
Næsta endurnýjun: 11. apríl 2014
Síðast breytt: 26. apríl 2013

NIC-Auðkenni tengiliða:
Tengiliður rétthafa: EH59-IS
Greiðandi: EH59-IS
Tæknilegur: EH59-IS
Vistun: EH59-IS

Nafnaþjónar:
ns0.1984.is
ns1.1984.is
ns2.1984.is
http://www.isnic.is/is/whois/mini.php?t ... ratebay.is

Svo þegar ThePirateBay.is er skoðað kemur þetta:
Lén: thepiratebay.is
Nafn rétthafa: Fredrik Neij
Heimilisfang: Brevia 1407
Borg/Sveitarfélag: Stockholm
Póstnúmer: 11479
Land: SE
Sími: +46707323819
Netfang: tiamo@tfr.org

Skráð: 11. apríl 2013
Næsta endurnýjun: 11. apríl 2014
Síðast breytt: 24. apríl 2013

NIC-Auðkenni tengiliða:
Tengiliður rétthafa: XB2-IS
Greiðandi: JF37-IS
Tæknilegur: AA218-IS
Vistun: ES84-IS

Nafnaþjónar:
ns6.thepiratebay.am
ns7.thepiratebay.org
ns8.thepiratebay.se
ns4.thepiratebay.mu
http://www.isnic.is/is/whois/mini.php?t ... ratebay.is


Svo spurning mín er ef skoðað er dagsetningin á skráningu þessara léna, afhverju í ósköpunum er 1984 ehf að kaup þetta lén ?

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 13:37
af intenz
Kasper skrifaði:Að gamni mínu fór ég á ISNIC og flétti þar upp "PirateBay.is" ekki "ThePirateBay.is" og þá kom eftirfarandi...

[...]

Svo spurning mín er ef skoðað er dagsetningin á skráningu þessara léna, afhverju í ósköpunum er 1984 ehf að kaup þetta lén ?
Og á nákvæmlega sama degi og thepiratebay.is var skráð. Athyglisvert.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 13:39
af Icarus
Í gær var þetta skráð á annan aðila, en hýst hjá 1984.is

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 13:45
af emmi
Er Mörður (eigandi 1984.is) ekki Pírati? :megasmile

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 15:28
af skoffin
Afstaða Isnic er bara heppni - einkavædd ritskoðun er ekkert skárri en ríkisrekin, sbr. Valitor og Wikileaks málið.
http://www.visir.is/valitor-tharf-ad-op ... 3130429468" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 15:35
af Moldvarpan
Þetta er engan veginn sambærilegt.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 16:29
af benediktkr
Moldvarpan skrifaði:Þetta er engan veginn sambærilegt.
Snýst bæði um málfrelsi.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 16:30
af Haxdal
skoffin skrifaði:Afstaða Isnic er bara heppni - einkavædd ritskoðun er ekkert skárri en ríkisrekin, sbr. Valitor og Wikileaks málið.
http://www.visir.is/valitor-tharf-ad-op ... 3130429468" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki sambærilegt, Valitor er þjónustuaðili fyrir Vísa og Mastercard og þeir fengu bara skipanir frá fyrirtækinu sem á Vísa kortasystemið um að hætta annars hefðu þeir getað lokað á allt heila draslið hjá Valitor.

Ef þú vilt meina að þetta sé sambærilegt þá þyrfti einhver að eiga alla DNS þjóna í heiminum (eða sjá um það ICANN?) og sá aðili þyrfti að biðja ISNIC sem er bara þjónustuaðili fyrir .is um að loka léninu/þjónustuna.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 16:50
af skoffin
Haxdal skrifaði:
skoffin skrifaði:Afstaða Isnic er bara heppni - einkavædd ritskoðun er ekkert skárri en ríkisrekin, sbr. Valitor og Wikileaks málið.
http://www.visir.is/valitor-tharf-ad-op ... 3130429468" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki sambærilegt, Valitor er þjónustuaðili fyrir Vísa og Mastercard og þeir fengu bara skipanir frá fyrirtækinu sem á Vísa kortasystemið um að hætta annars hefðu þeir getað lokað á allt heila draslið hjá Valitor.

Ef þú vilt meina að þetta sé sambærilegt þá þyrfti einhver að eiga alla DNS þjóna í heiminum (eða sjá um það ICANN?) og sá aðili þyrfti að biðja ISNIC sem er bara þjónustuaðili fyrir .is um að loka léninu/þjónustuna.
Þetta þarf ekkert að vera nákvæmlega sambærilegt. Ég vildi bara koma því á framfæri að einkafyrirtæki geta stundað ritskoðun - í samhengi við þessa athugasemd:
Haxdal skrifaði:...Var einmitt að velta þessu fyrir mér í dag, hvort að Stjórnvöld myndu ekki láta undan þrýstingi erlendra hagsmunaaðila og látið loka á þetta um leið ef ISNIC væri ríkisrekið.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 19:10
af appel
Haxdal skrifaði:
skoffin skrifaði:Afstaða Isnic er bara heppni - einkavædd ritskoðun er ekkert skárri en ríkisrekin, sbr. Valitor og Wikileaks málið.
http://www.visir.is/valitor-tharf-ad-op ... 3130429468" onclick="window.open(this.href);return false;
Ekki sambærilegt, Valitor er þjónustuaðili fyrir Vísa og Mastercard og þeir fengu bara skipanir frá fyrirtækinu sem á Vísa kortasystemið um að hætta annars hefðu þeir getað lokað á allt heila draslið hjá Valitor.

Ef þú vilt meina að þetta sé sambærilegt þá þyrfti einhver að eiga alla DNS þjóna í heiminum (eða sjá um það ICANN?) og sá aðili þyrfti að biðja ISNIC sem er bara þjónustuaðili fyrir .is um að loka léninu/þjónustuna.
Þetta snýst um gerða samninga, ekki málfrelsið.

Valitor braut samning sem hafði verið gerður um greiðslugátt, þeir lokuðu gáttinni og brutu samninginn. Héraðsdómur og hæstiréttur dæmdi þá seka um þetta.

Hvað ISNIC varðar þá tengist þetta ekki málfrelsinu, heldur eru þetta aftur samningar. Þegar þú kaupir lén hjá ISNIC þá er gerður samningur sem byggir á skilmálmum ISNIC. Það er ekkert í skilmálum ISNIC sem leyfir ISNIC eða stjórnvöldum að loka á lén, nema dómsstólar úrskurði um það. Ef ISNIC myndi loka á thepiratebay.is án slíks úrskurðar þá væri hægt að fara í mál.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Fös 26. Apr 2013 19:48
af Stuffz
skoffin skrifaði:Afstaða Isnic er bara heppni - einkavædd ritskoðun er ekkert skárri en ríkisrekin, sbr. Valitor og Wikileaks málið.
http://www.visir.is/valitor-tharf-ad-op ... 3130429468" onclick="window.open(this.href);return false;
hmm það er ekki umræðuefnið hérna, myndi mæla með að stofna sér þráð bara fyrir það efni "Ríkisrekið v.s. Einkarekið".

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Þri 30. Apr 2013 16:20
af Arkidas
Jæja þá er þetta búið:

http://thepiratebay.sx" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Þri 30. Apr 2013 16:25
af hkr
Arkidas skrifaði:Jæja þá er þetta búið:

http://thepiratebay.sx" onclick="window.open(this.href);return false;
However, in today’s complaint the Swedish prosecutor suggests that the court has jurisdiction over the .is domain because it is registered to Fredrik Neij, who has Swedish nationality.
https://torrentfreak.com/the-pirate-bay ... ns-130430/" onclick="window.open(this.href);return false;

Já okey... ](*,)

Þannig ef einhver íslendingur býður sig fram til þess að vera með thepiratebay.se skráð á sig að þá geta svíjar ekkert gert?

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Þri 30. Apr 2013 16:27
af AntiTrust
Hvernig getur aðili í Svíþjóð lagalega séð beðið um "eignatöku" á .is léni?

EDIT: Þetta viðhorf þeirra svarar þessu hálfpartinn, tekið úr fréttinni.
However, in today’s complaint the Swedish prosecutor suggests that the court has jurisdiction over the .is domain because it is registered to Fredrik Neij, who has Swedish nationality.

Re: Thepiratebay kominn með .is lén

Sent: Þri 30. Apr 2013 22:56
af DJOli
AntiTrust skrifaði:Hvernig getur aðili í Svíþjóð lagalega séð beðið um "eignatöku" á .is léni?

EDIT: Þetta viðhorf þeirra svarar þessu hálfpartinn, tekið úr fréttinni.
However, in today’s complaint the Swedish prosecutor suggests that the court has jurisdiction over the .is domain because it is registered to Fredrik Neij, who has Swedish nationality.
úr sömu grein.

Update: After publication ISNIC’s Marius Olafsson informed TorrentFreak that they do not intend to take away Pirate Bay’s domain based on a Swedish court order.

“When and if such an “order” is received by ISNIC we will refer that to our legal council and will of course respond – how remains to be seen. Remember that ISNIC is an Icelandic company operating under Icelandic laws,” Olafsson says.

“I am not a lawyer, but would think that in general Swedish courts do not have jurisdiction over Icelandic companies operating in Iceland. The only thing a Swedish court can do in this case is to order the registrant (who is Swedish) to delete the domain. I fail to see how they can order ISNIC to do anything.”

“ISNIC will legally fight attempts to use the domain name registry system to police/censor the net. We believe that to be ineffective, wrong and dangerous to the stability of the DNS as a whole.”