Síða 2 af 2
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:07
af LowRider
jamm, ekki legit samt
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:12
af Garri
Hmmm..
Getur verið M$ að bögga þig.. er langt síðan Genue glugginn kom upp?
Mundi samt líka prófa að kveikja á Dump skrá og gúgla error addressurnar sem koma upp.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:16
af Garri
Getur líka prófað þetta skan.
Ferð í start=>all programs=>accessories hægri klikkar á cmd og "run as Administrator" Ritar "sfc /scannow" (án gæsalappa) og enter.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:20
af LowRider
Það eru 1-2 vikur síðan þetta genuine dæmi koma seinast, þá kom það eftir að tölvan hafði drepið á sér og startað sér aftur og fór þá í e-ð repair vesen.
Það var einn búin að stinga upp á þessu sama og þú. En málið er bara að ég get alls ekkert startað henni lengur, hún fer yfirleitt ekkert lengra en win logoið í startup-inu (ef hún nær það langt) og drepur svo á sér.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:25
af Garri
Til að útiloka Windows-ið þá mundi ég annaðhvort setja inn W7 cd-inn bútta upp og keyra þar cmd og sfc /scannow eða bútta upp á flassi og ef tölvan endurræsir sig þá ertu búinn að einangra bilunina við hardware.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 02:51
af LowRider
ok ég prófa það
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 05:19
af LowRider
Hún loksins náði að halda sér í gangi í smá tíma. Ég keyrði þetta sfc scan, memtest og diskcheck.
Það komu nokkrar villur á sfc sem ég náði að laga með því að gera "findstr /c:"[SR]" %windir%\Logs\CBS\CBS.log" og hún sagði að tekist hefði að laga allar villur.
Það komu engar villur með memtest eða diskcheck.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 11:51
af AntiTrust
Fyrir þá sem eru að benda á að þetta gæti verið vandamál útaf löglegheitunum..
LowRider skrifaði:
..Það virðist algörlega random hvenar þetta gerist, stundum drepur hún á sér eftir nokkrar mín, stundum eftir 10 tíma. Hún reynir svo að starta sér sjálf, stundum strax, stundum eftir nokkrar sek. Hún nær stundum að starta sér, en yfirleitt drepur hún á sér eftir nokkrum sek. eftir start. Það gat því tekið smátíma að koma vélinni aftur í gang, en nú er svo komið að það virðist vonlaust að starta henni, hún drepur bara á sér strax aftur. Ef hún nær að starta, þá kemur engin mynd á skjáinn, stendur bara “no signal” og svo drepur hún á sér fljótlega.
M.v. þessa lýsingu er þetta 110% ekki vandamál vegna þess að stýrikerfið er ólöglegt. Í slíkum tilfellum þá kemur alltaf upp "Shutting down.." glugginn og drepur á tölvunni á x mínútna fresti.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 13:13
af LowRider
Ég hefði haldið það líka, allavega fá viðvörun um að hún sé að fara slökkva á sér, ég hef notað ólöglegt stýrikerfi í mörg ár án vandræða. Vélin er búin að vera í gangi núna í nokkurn tíma en ég er ekki búinn afskrifa þessa bilun strax.
Það er líka skrítið að þegar ég starta henni úr hibernate mode að þá er lengi að koma signal á skjáínn, það blikkar bara ljósið á on/off takkanum þannig ég prófa að aftengja hann við tölvuna og tengja aftur, þá kemur smá mynd en svo verður skjárinn svartur aftur. Gerist svona nokkrum sinnum áður en skjárinn síðan poppar inn.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 15:19
af Xovius
AntiTrust skrifaði:Fyrir þá sem eru að benda á að þetta gæti verið vandamál útaf löglegheitunum..
LowRider skrifaði:
..Það virðist algörlega random hvenar þetta gerist, stundum drepur hún á sér eftir nokkrar mín, stundum eftir 10 tíma. Hún reynir svo að starta sér sjálf, stundum strax, stundum eftir nokkrar sek. Hún nær stundum að starta sér, en yfirleitt drepur hún á sér eftir nokkrum sek. eftir start. Það gat því tekið smátíma að koma vélinni aftur í gang, en nú er svo komið að það virðist vonlaust að starta henni, hún drepur bara á sér strax aftur. Ef hún nær að starta, þá kemur engin mynd á skjáinn, stendur bara “no signal” og svo drepur hún á sér fljótlega.
M.v. þessa lýsingu er þetta 110% ekki vandamál vegna þess að stýrikerfið er ólöglegt.
Í slíkum tilfellum þá kemur alltaf upp "Shutting down.." glugginn og drepur á tölvunni á x mínútna fresti.
Nei, í tilfellinu sem ég sagði frá var það ekki svoleiðis heldur nokkurnveginn eins og það sem hann lýsir hérna.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 17:33
af Garri
Svo við fáum þetta á hreint.. hélst vélin fyrst í gangi þegar þú ræstir með aðkomu-stýrikerfi af cd eða flassi og náðir að keyra kerfis-skan forritið?
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 17:54
af LowRider
Já á meðan ég var með diskinn í virtist allt vera í lagi og hún hélst í gangi lengi eftir að ég tók diskinn úr og fór að nota tölvuna.
Ég náði að runna þetta scan ásamt öðrum og hún listaði niðr nokkrar villur sem hún sagðist ekki gatað lagað, þannig ég varð að laga þær manually. Ég setti líka nýja vírus vörn og lét hanna scanna allt saman og það var ekkert að þar. Hún drap á sér í dag, en ég get þó startað henni aftur núna og hún gengur allavega í smástund.
En fyrst hún heldur áfram að drepa svona á sér eftir allar þessar scannanir og ég búinn að laga allar villur sem komu upp, er þá hægt að áætla að þetta sé hardware bilun?
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 18:43
af Garri
Þú þarft að prófa að ræsa stýrikerfið á cd-diskinum. Gætir prófað að keyra þar repair fyrst. Hafðu vélina síðan í gangi í eins langan tíma og þú getur, ef hún slekkur á sér eftir að hafa keyrt stýrikerfið inn af cd-inum, þá ertu með hardware vandamál.
Ég óttast að þessar lagfæringar sem þú gerðir og system-skan forritið gat ekki lagað, hafi ekki alveg gengið upp.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 18:49
af LowRider
Hún fór í gegnum þetta repair, en það kom ekkert útúr því. Ég prófa að keyra os í gegnum diskinn þá.
Það stóð að allar villur hefðu verið lagfærðar eftir að ég gerði það manual með þessari skipun sem ég sagði frá, en ég prófa þá líka að runna þetta scan aftur eftir að ég ræsi os á disknum og sé hvað kemur út.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 18:52
af Garri
LowRider skrifaði:Hún fór í gegnum þetta repair, en það kom ekkert útúr því. Ég prófa að keyra os í gegnum diskinn þá.
Það stóð að allar villur hefðu verið lagfærðar eftir að ég gerði það manual með þessari skipun sem ég sagði frá, en ég prófa þá líka að runna þetta scan aftur eftir að ég ræsi os á disknum og sé hvað kemur út.
Ef þú skilur vélina eftir í gangi eftir að hafa ræst hana upp með cd-disknum.. drepur hún á sér eftir einhvern x-tíma?
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Lau 06. Apr 2013 19:24
af LowRider
Nei, hún gekk alveg allan tímann þegar diskurinn var í.
Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég tók diskinn úr, að þá dó hún skyndilega.
Re: Tölvan drepur á sér...
Sent: Þri 09. Apr 2013 00:38
af LowRider
þetta er e-ð skrýtið, hú segir alltaf "this version in not compatible to current version..." þegar ég reyni að repair-a með disknum í...