Síða 2 af 12
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 16:36
af arons4
AntiTrust skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Nú er ég ekki fróður um VPN, get ég setti forritið upp og notað vélina á mörgum WIFI? Ss. bæði heima, hjá öðrum, á hotspots, skólanetum ofl., eða miðast þetta við eina tengingu?
VPNið miðast bara við tölvur, ekki staðsetningar eða ytri IP. Gætir verið tengdur heima hjá þér, tekið lappann í skólann og svo vinnuna, og notað sömu VPN tenginguna allstaðar.
OpenVPN er í raun bara forrit sem beinir netumferð í ákveðinni tölvu í gegnum VPN server, breytir engu hvar forritið er eða á hvaða nettengingu. Skilar sér yfirleitt í aðeins minni hraða og nær alltaf lengra response time af því að merkið þarf að fara auka krók á leiðinni út.(hraðinn fer eftir gæðum þjónustunnar).
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 17:35
af Klemmi
Miðast 2000kr.- bara við eina tölvu?
Ef ekki, kemur eitthvað annað en heiðarleiki í veg fyrir að einstaklingar kaupi áskrift og leyfi vinum og vandamönnum að nota?
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 17:58
af arons4
Klemmi skrifaði:Miðast 2000kr.- bara við eina tölvu?
Ef ekki, kemur eitthvað annað en heiðarleiki í veg fyrir að einstaklingar kaupi áskrift og leyfi vinum og vandamönnum að nota?
Þetta er náttúrulega takmarkað við 1 TB þannig að ef að margir stórnotendur væru að nota þetta myndi það teljast upp nokkuð hratt.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 19:38
af soring
Gúrú skrifaði:Af því að það væri svoooo erfitt að nota TrueCrypt m. 256 bita AES til að gera það sama með nákvæmlega hvaða hýsingarþjónustu sem er í heiminum og hvaða fjarskiptafyrirtæki sem er?
PedoNet er bara fínt nafn yfir hvaða net sem er, hvort sem það er internetið eða innra netið þitt, ef þú vilt horfa á það þannig.
Ef þú hefur þá tæknilegu þekkingu sem það krefst þá er það lítið mál, en svo er hitt málið að gera úr því business á Íslandi.
Kaemkai skrifaði:
soring skrifaði:þá sé ég alveg fyrir mér fréttina í Kastljósi þegar einhver barnaperrinn verður uppvís að því að nota Lokun.is til að komast í barnaklámið sitt, sporlaust. Ég held að PedoNet væri æskilegra nafn á þessa þjónustu ykkar.
Barnaperrar hafa þegar alveg jafn mikið og jafnvel meira nafnleysi á netinu. Við erum ekki að bæta neinu við Tor og austur-evrópskar VPN þjónustur. Ég efast um að ódýrara niðurhal sé á leiðinni að fá barnaperra til að yfirgefa þjónustur með þekkt reputation fyrir að vernda þá.
Ef við værum fyrsta nafnlausa VPN þjónusta heims hefði ég hugsað mig tvisvar um.
Það er dagsatt að það er lítið mál að gera sig nafnlausann á netinu, eða allt að því. En það er annað að bendla sig við slíkar þjónustur í trássi við þau lög sem þið heyrið undir. En getið þið ef til vill útskýrt nánar afhverju þið viljið ekki logga umferð um vpn þjónustuna ykkar?
Nafnleysi getur varla verið ástæðan þar sem það er ekkert sem tengir ip tölu við nafn nema þá að þú fengir dómsúrskurð sem þvingaði viðkomandi ISP'a til að upplýsa um það.
Ef dómsúrskurður næði líka yfir logga væri ykkur einungis skyllt að afhenda
"IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda" . Ef viðkomandi hefði til dæmis verið að skoða hina alræmdu slembingur.* sem var í shared hosting þá gæti sá sem hefði þessi lágmarksgögn ekki mögulega vitað hvort þú hefðir skoðað slembingur.* eða ble.lt þar sem engar DNS upplýsingar eru í þessum gögnum.
Kaemkai skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Maður þarf ekki að vera að stunda e-ð ólöglegt til þess að vilja vera 'ósýnilegur' á netinu.
Einmitt.
Einmitt
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 19:39
af Baldurmar
Var að fá Beta lykil, sennilega er þetta vandamál með server load, enda prime time á internetinu akkúrat núna. En svona er mæling á sama server í UK(London Area):
Á Lokun VPN netinu:
Á venjulegu tengingunni minni(50mbps Vodafone):
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 20:17
af arons4
Baldurmar skrifaði:Var að fá Beta lykil, sennilega er þetta vandamál með server load, enda prime time á internetinu akkúrat núna. En svona er mæling á sama server í UK(London Area):
Á Lokun VPN netinu:
Á venjulegu tengingunni minni(50mbps Vodafone):
Skil alveg hraðann, en áhugavert með pingið.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 20:30
af natti
Kaemkai skrifaði:
Vil líka ítreka að við erum ekki bara fyrir "venjuleg heimili". Stórnotendur og fyrirtæki eru líka velkomin. Ef þig vantar t.d. sér IP tölu til að hýsa eitthvað með miklar bandvíddarkröfur má endilega ræða það við okkur þegar við erum up and running.
Þetta er reyndar áhugaverður vinkill (að "fyrirtæki" séu velkomin.)
Og á þeim forsendum langar mig að spyrja aftur:
Komið þið til með að styðja/bjóða upp á/nota IPv6?
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Þri 02. Apr 2013 20:34
af Dormaster
einhver sem gæti sent mér invite ?
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 03:30
af Kaemkai
Baldurmar skrifaði:Var að fá Beta lykil, sennilega er þetta vandamál með server load, enda prime time á internetinu akkúrat núna. En svona er mæling á sama server í UK(London Area):
Á Lokun VPN netinu:
Á venjulegu tengingunni minni(50mbps Vodafone):
Auðvitað er þetta ekki nógu gott. Var einfaldlega meiri traffík en við gátum höndlað á þessum tíma, þetta er ástæðan fyrir að betan er ókeypis. Var að ljúka við að fjórfalda capacityið okkar, ef allt gengur vel með það á morgun förum við að gefa út fleiri boðslykla.
natti skrifaði:Kaemkai skrifaði:
Vil líka ítreka að við erum ekki bara fyrir "venjuleg heimili". Stórnotendur og fyrirtæki eru líka velkomin. Ef þig vantar t.d. sér IP tölu til að hýsa eitthvað með miklar bandvíddarkröfur má endilega ræða það við okkur þegar við erum up and running.
Þetta er reyndar áhugaverður vinkill (að "fyrirtæki" séu velkomin.)
Og á þeim forsendum langar mig að spyrja aftur:
Komið þið til með að styðja/bjóða upp á/nota IPv6?
Ekkert IPv6 eins og er, mögulega í framtíðinni.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 03:36
af FuriousJoe
Segir sig bara sjálft, Beta = Testing phase.
= Ekki tilbúið.
+ Er Ókeypis.
= Þú ert að hjálpa.
+ Þú tilkynnir vesen.
= Betri þjónusta.
+ Æðislegt framtak.
= Björt framtíð.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 09:05
af Baldurmar
Enda var þetta alls ekki tilraun til að kvarta, ég tek glaður á mig sem beta tester allar þær villur og þau vandamál sem geta komið upp. Mögulega vilja Lokun slíkar athugasemdir sendar í tölvupósti frekar en hingað. Held hinsvegar líka að margir á þessu borði séu spenntir fyrir þessu verkefni og vilji fylgjast með.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 09:12
af benediktkr
Baldurmar skrifaði:Enda var þetta alls ekki tilraun til að kvarta, ég tek glaður á mig sem beta tester allar þær villur og þau vandamál sem geta komið upp. Mögulega vilja Lokun slíkar athugasemdir sendar í tölvupósti frekar en hingað. Held hinsvegar líka að margir á þessu borði séu spenntir fyrir þessu verkefni og vilji fylgjast með.
Við við höfum ekkert á móti svona athugasemdum hingað. Svo lengi sem þær eru einhverstaðar þar sem við sjáum þær.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 11:32
af AntiTrust
Notaði þetta talsvert í gær, fannst bara alveg ásættanlegur hraði á þessu m.v. uppgefið álag á þjóninum. Ekki beint Netflix-hæft en alveg vel browsanlegt. Fannst þó innlendar síður svara hægar á VPN tengingunni, þrátt fyrir að tracert og ping væru að gefa upp nákvæmlega sömu svartíma, virtist þó vera rosalega random á milli mínútna. Hljómar e-ð svo ólíklega samt þar sem að routing töflurnar sem forritið eltir er væntanlega geymt local á vélinni hjá mér?
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 12:20
af benediktkr
AntiTrust skrifaði:Notaði þetta talsvert í gær, fannst bara alveg ásættanlegur hraði á þessu m.v. uppgefið álag á þjóninum. Ekki beint Netflix-hæft en alveg vel browsanlegt. Fannst þó innlendar síður svara hægar á VPN tengingunni, þrátt fyrir að tracert og ping væru að gefa upp nákvæmlega sömu svartíma, virtist þó vera rosalega random á milli mínútna. Hljómar e-ð svo ólíklega samt þar sem að routing töflurnar sem forritið eltir er væntanlega geymt local á vélinni hjá mér?
Forritiði púllar lista af íslenskum netum frá
http://rix.is" onclick="window.open(this.href);return false; og bendir þær á þinn upphaflega default gateway. Þannig að ef þú breytir engu þá fer erlend traffík ekki gegnum okkur. (Ég er þó bara að tala um windows clientinn).
Við erum núna búnir að stækka sambandið, prufaðu aftur og sjáðu hvernig þér finnst það vera í dag. Í tilefni af því mun Kaemakai gefa út fleiri boðslykla í dag. Það var hellingur í gær sem bað um lykil en fékk ekki, við munum byrja á þeim sem beðið hafa lengst
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 12:32
af AntiTrust
benediktkr skrifaði:
Forritiði púllar lista af íslenskum netum frá
http://rix.is" onclick="window.open(this.href);return false; og bendir þær á þinn upphaflega default gateway. Þannig að ef þú breytir engu þá fer
erlend traffík ekki gegnum okkur. (Ég er þó bara að tala um windows clientinn).
Þú meinar væntanlega innlend traffík?
En jújú þetta stemmir alveg við tracert sem ég bara saman í gær, þess vegna fannst mér þetta skrýtið. Ætla að prufukeyra þetta betur, sjá hvað setur.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 12:39
af benediktkr
AntiTrust skrifaði:Þú meinar væntanlega innlend traffík?
En jújú þetta stemmir alveg við tracert sem ég bara saman í gær, þess vegna fannst mér þetta skrýtið. Ætla að prufukeyra þetta betur, sjá hvað setur.
Rétt!
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 13:14
af svavaroe
Ég væri til í boðslykil takk kærlega.
Langar virkilega að prufa þetta ofaná IPTables Firewall og Cisco græjum.
takk takk.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 14:13
af AntiTrust
Hmm, er að lenda í undarlegu vandamáli. Adapterinn (TAP-32 OAS) tengir ekki. Búinn að endurræsa vél, búinn að enduruppsetja forritið, no luck, og AFAIK engin leið til að manually connecta apdaterinn öðruvísi en í gegnum clientinn ykkar, sem virkar ekki.
Henti Lokun clientinum út, setti upp OpenVPN clientinn og tengdi mig við hina VPN tenginguna mína, flýg beint inn.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 14:59
af benediktkr
AntiTrust skrifaði:Hmm, er að lenda í undarlegu vandamáli. Adapterinn (TAP-32 OAS) tengir ekki. Búinn að endurræsa vél, búinn að enduruppsetja forritið, no luck, og AFAIK engin leið til að manually connecta apdaterinn öðruvísi en í gegnum clientinn ykkar, sem virkar ekki.
Henti Lokun clientinum út, setti upp OpenVPN clientinn og tengdi mig við hina VPN tenginguna mína, flýg beint inn.
Prufaðu að downloada config frekar en .exe skránni? Þá færðu bara lyklana og openvpn config.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 15:13
af Zorba
boðslykil á mig!
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 15:37
af Klemmi
Já, ég væri alveg til í að prófa þetta
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 17:13
af Kaemkai
Klemmi skrifaði:Miðast 2000kr.- bara við eina tölvu?
Ef ekki, kemur eitthvað annað en heiðarleiki í veg fyrir að einstaklingar kaupi áskrift og leyfi vinum og vandamönnum að nota?
Eins margar tölvur og þú vilt, við verðum bara að treysta þér. Mundu að lykillinn þinn er innbyggður í forritið og hver sem hefur það getur afritað hann og notað gagnamagnið þitt. Ef þetta er vandamál fyrir okkur í framtíðinni höfum velt fyrir okkur þeim möguleika að takmarka fjölda IP talna sem geta tengst á sama tíma undir sama aðgangi. Þannig geta ótakmarkað margar tölvur á sama heimili tengst okkur en ekki ótakmarkað mörg heimili. Eingar ákvarðanir hafa verið teknar um þann möguleika en við viljum komast hjá því.
AntiTrust skrifaði:Hmm, er að lenda í undarlegu vandamáli. Adapterinn (TAP-32 OAS) tengir ekki. Búinn að endurræsa vél, búinn að enduruppsetja forritið, no luck, og AFAIK engin leið til að manually connecta apdaterinn öðruvísi en í gegnum clientinn ykkar, sem virkar ekki.
Henti Lokun clientinum út, setti upp OpenVPN clientinn og tengdi mig við hina VPN tenginguna mína, flýg beint inn.
Getur notað vanilla OpenVPN client líka eins og Benedikt lýsir. Ef þú kemst að meiru um hvað er að forritinu, endilega sentu okkur nánari upplýsingar.
Búinn að gefa út slatta af boðslyklum í viðbót, verður áhugavert að sjá hvað gerist þegar allir nýju aðgangarnir setja allt í botn.
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 17:21
af Orri
Virkar ágætlega hjá mér, Chrome virðist vera svolítið lengi að "Sending request..." en um leið og síðan byrjar að hlaðast þá hrekkur allt í gang.
Er með 12mb ADSL hjá Vodafone, staðsettur í Mosfellsbæ og er í tölvu með Windows 8 tengt við router með snúru.
Í gegnum Lokun:
Venjulega:
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 18:31
af AntiTrust
Orri skrifaði:Virkar ágætlega hjá mér, Chrome virðist vera svolítið lengi að "Sending request..." en um leið og síðan byrjar að hlaðast þá hrekkur allt í gang
Tekuru líka eftir þessu á innlendum síðum?
Re: Lokun Beta - Endalaust ókeypis utanlandsniðurhal
Sent: Mið 03. Apr 2013 18:54
af elvarg09
Ég væri mjög mikil til í að prófa