Síða 2 af 2

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mán 15. Okt 2012 20:02
af playman
dadik skrifaði:Hvar fær maður þá almennilega crimp töng?
Án efa í miðbæjarradíó

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mán 15. Okt 2012 20:20
af N0N4M3
Keypti mína í radioshack og hef notað hana í að setja mola á hundruði cat kapla. Annars eru flestir raflagnaheildsalar með mjög góð verkfæri, nefndi nokkra í fyrri pósti.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mán 15. Okt 2012 22:09
af tdog
Að snúa saman cat streng og ætlast til þess að hann virki er ekki sniðugt.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Þri 16. Okt 2012 23:16
af krissi24
Þá skelli ég mér bara á eina svona góða töng og redda þessu á föstudag, á frídag þá og fer þá til Rvk og versla það sem til þarf :D Um að gera að gera þetta bara vel. Þoli ekki IPTV sem laggar og pixlast í sífellu! En svo var annað, Er Síminn eitthvað byrjaður að úthluta þessum nýju IPTV myndlyklum? Sá á einum Pub í Rvk fyrir stuttu þessa nýju myndlykla. Auka myndlykillinn sem ég er með er eitthvað bilaður, hann vill ekki lesa smartkortið, ég er búinn að prófa allt en hann skynjar kortið aldrei.... Þannig að mig langar bara að skipta út þá báðum IPTV myndlyklunum og fá þessa nýju í staðinn :)

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:52
af tdog
Þú þarft nýjann straumbreyti við þennan lykil sem les ekki smartkortið. Annars eru nýjir lyklar, AirTies og Sagem (svartir box lyklar) í almennri dreifingu samkvæmt minni bestu vitund. Þú einfaldlega ferð til þíns umboðsaðila fyrir Sjónvarp Símans og biður um nýrri búnað.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:03
af dori
Geturðu ekki fengið lánaða töng einhversstaðar? Það er hrikalegt waste að vera að kaupa góða töng og nota einu sinni og svo kannski aldrei neitt meira. Þessar 2-3 þúsund króna tangir eru hrikalegt junk (en virka samt) en það er samt mikið að kaupa það bara fyrir eina tengingu...

bara mín $.02

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:07
af playman
dori skrifaði:Geturðu ekki fengið lánaða töng einhversstaðar? Það er hrikalegt waste að vera að kaupa góða töng og nota einu sinni og svo kannski aldrei neitt meira. Þessar 2-3 þúsund króna tangir eru hrikalegt junk (en virka samt) en það er samt mikið að kaupa það bara fyrir eina tengingu...

bara mín $.02
Það er samt alltaf gott að eiga sína eigin töng, geta reddað vinum og vandamönnum, svo ef maður er að breyta eithvað til, þá er mjög gott að geta gengið að henni vísri.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:29
af dori
Algjörlega. En góð svona töng kostar pening og stundum þarf að forgangsraða.

btw. þá var alltaf til svona ódýr töng heima en henni var hent eftir að hún var farin að klúðra mörgum tengjum. Núna fæ ég bara lánaða góða töng þegar ég þarf á þessu að halda.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:49
af Frantic
sakaxxx skrifaði:ég mæli með þessari http://www.computer.is/vorur/2705/" onclick="window.open(this.href);return false;
ég á svona notaði hana reyndar bara einu sinni en þetta svínvirkaði og þetta virðist vera gæða vara :happy
Á þessa líka of finnst hún mjög góð.
Hefur allavega bjargað mér þónokkuð oft.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 11:00
af gardar
dori skrifaði:Geturðu ekki fengið lánaða töng einhversstaðar? Það er hrikalegt waste að vera að kaupa góða töng og nota einu sinni og svo kannski aldrei neitt meira. Þessar 2-3 þúsund króna tangir eru hrikalegt junk (en virka samt) en það er samt mikið að kaupa það bara fyrir eina tengingu...

bara mín $.02

Nákvæmlega, góð töng kostar ekki undir 30þ kalli. Frekar blóðugt að vera að punga út fyrir slíka græju og nota hana bara 1x

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 11:40
af playman
gardar skrifaði:
dori skrifaði:Geturðu ekki fengið lánaða töng einhversstaðar? Það er hrikalegt waste að vera að kaupa góða töng og nota einu sinni og svo kannski aldrei neitt meira. Þessar 2-3 þúsund króna tangir eru hrikalegt junk (en virka samt) en það er samt mikið að kaupa það bara fyrir eina tengingu...

bara mín $.02

Nákvæmlega, góð töng kostar ekki undir 30þ kalli. Frekar blóðugt að vera að punga út fyrir slíka græju og nota hana bara 1x
Erum við þá ekki farnir að tala um PRO töng? fyrir þá sem eru að plugga snúrur upp á hvern dag, og eru með útskiptanlegum hausum os.f.?

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 14:11
af krissi24
tdog skrifaði:Þú þarft nýjann straumbreyti við þennan lykil sem les ekki smartkortið. Annars eru nýjir lyklar, AirTies og Sagem (svartir box lyklar) í almennri dreifingu samkvæmt minni bestu vitund. Þú einfaldlega ferð til þíns umboðsaðila fyrir Sjónvarp Símans og biður um nýrri búnað.
Sko ég hef einusinni fengið annan lykil fyrir aðallykilinn því að það voru litlar hendur sem komust í smartkortið og ýttu því lengra inn og kortalesarinn losnaði og tók því ekki lengur á móti smartkortinu.... Þeir hjá Omnis komu og létu mig fá nýjan og tengdu og allt án endurgjalds.... Omnis er umboðsaðili fyrir Símann á Suðurnesjum....

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 15:08
af tlord
krissi24 skrifaði:Þá skelli ég mér bara á eina svona góða töng og redda þessu á föstudag, á frídag þá og fer þá til Rvk og versla það sem til þarf :D Um að gera að gera þetta bara vel. Þoli ekki IPTV sem laggar og pixlast í sífellu! En svo var annað, Er Síminn eitthvað byrjaður að úthluta þessum nýju IPTV myndlyklum? Sá á einum Pub í Rvk fyrir stuttu þessa nýju myndlykla. Auka myndlykillinn sem ég er með er eitthvað bilaður, hann vill ekki lesa smartkortið, ég er búinn að prófa allt en hann skynjar kortið aldrei.... Þannig að mig langar bara að skipta út þá báðum IPTV myndlyklunum og fá þessa nýju í staðinn :)
prófaðu bara skítmixið á meðan, ekki miklu að tapa.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Mið 17. Okt 2012 15:40
af gardar
playman skrifaði:
gardar skrifaði:
dori skrifaði:Geturðu ekki fengið lánaða töng einhversstaðar? Það er hrikalegt waste að vera að kaupa góða töng og nota einu sinni og svo kannski aldrei neitt meira. Þessar 2-3 þúsund króna tangir eru hrikalegt junk (en virka samt) en það er samt mikið að kaupa það bara fyrir eina tengingu...

bara mín $.02

Nákvæmlega, góð töng kostar ekki undir 30þ kalli. Frekar blóðugt að vera að punga út fyrir slíka græju og nota hana bara 1x
Erum við þá ekki farnir að tala um PRO töng? fyrir þá sem eru að plugga snúrur upp á hvern dag, og eru með útskiptanlegum hausum os.f.?

Jú málið er bara að þær tangir sem ekki eru pro eru ónothæfar :thumbsd

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fim 01. Nóv 2012 20:07
af krissi24
Jœja þá er maður loksins fluttur en màlið er að ég hafði aldrei tíma fyrir að setja modular plugið á inní stofu hehe, en nú er ég semsagt kominn með töng og modular tengi en ég kann ekkert að koma þessu á kapalinn sjálfan hehe. Ég keypti reyndar bara þessa þarna ódýru bláu á computer.is. En endilega öll hjálp vel þegin :)

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fim 01. Nóv 2012 20:10
af AntiTrust
Bíddu nú við, þú ert kominn með snúru, töng og mola - Hvað er að vefjast fyrir þér? :)

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fim 01. Nóv 2012 21:26
af hagur
krissi24 skrifaði:Jœja þá er maður loksins fluttur en màlið er að ég hafði aldrei tíma fyrir að setja modular plugið á inní stofu hehe, en nú er ég semsagt kominn með töng og modular tengi en ég kann ekkert að koma þessu á kapalinn sjálfan hehe. Ég keypti reyndar bara þessa þarna ódýru bláu á computer.is. En endilega öll hjálp vel þegin :)
Þetta er í raun hlægilega einfalt, en krefst smá vandvirkni. Aðalmálið er að vita í hvað röð litirnir eiga að fara inn í molann og passa að allir vírarnir fari alveg inn í "botn". Klemma svo þéttingsfast þannig að allir contactarnir nái örugglega í gegnum einangrunina á vírunum.

Skoðaðu þetta: http://www.youtube.com/watch?v=0S6cjJS5y1I" onclick="window.open(this.href);return false;

Edit: Hér er betra videó: http://www.youtube.com/watch?v=PMdvM57C ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fim 01. Nóv 2012 21:32
af JReykdal
Ég keypti mér ódyra töng fyrir mörgum árum og hef notað hana á nokkra tugi hausa með bærilegum árangri. Óþarfi að eyða tugþúsundum í eitthvað smátterí. Í versta falli þarftu að setja annan haus á snúruna. Þarft að klúðra ansi mörgum til að það fari að borga sig að kaupa pro töng :)

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fös 02. Nóv 2012 14:23
af krissi24
:mad þetta var ekki að virka í gærkvöldi, ég og konan vorum í sirka klukkutíma að þessu, nákvæmisvinna í gangi en allt kom fyrir ekki.... Þannig að við klippt um af þessu aftur og settum annan modular á en alveg sama sagan...... !!!! Þannig að við gáfumst bara upp!!! Er þetta virkilega svona snúið ?

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fös 02. Nóv 2012 14:24
af krissi24
:mad þetta var ekki að virka í gærkvöldi, ég og konan vorum í sirka klukkutíma að þessu, nákvæmisvinna í gangi en allt kom fyrir ekki.... Þannig að við klippt um af þessu aftur og settum annan modular á en alveg sama sagan...... !!!! Þannig að við gáfumst bara upp!!! Er þetta virkilega svona snúið ?

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fös 02. Nóv 2012 14:33
af Garri
Þetta þarf einhverjar lagni við, vissulega.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að dreifa úr vírunum eins og þeir fara inn í klónna og klippa af endunum með síðu-klippunni á tönginni þannig. Munar töluverðu að klippa á vírana í knippi eða vel flatta út rétt eins og þeir fara inn í 8pinna tengið.

Annað atriði er að klemma mjög fast í fyrstu atrennu og síðan losa og jafnvel klemma aftur og jafnvel enn aftur.

Tengin eru þannig að þetta eru einskonar hnífar sem ganga niður í vírinn. Þessir hnífar eru nokkuð stífir í sætunum (þurfa að vera það svo þeir gefi ekki eftir) og þess vegna þarf nokkuð mikið átak til að ýta þeim alveg niður í vírinn og gegnum einangrunina.

Auðvitað er hægt að prófa svona vír með 1.5v batterí í annan endann og peru í hinn. Fara yfir röðina og prófa hverja snertu fyrir sig meðan aðstoðarmaðurinn (konan) flytur á milli.

Ef samband næst ekki á einhverjum vírnum, þá bara nota grannt og flatt skrúfjárn og ýtta þéttingsfast á það tengi sem er fyrir viðkomandi lit á vír.

Re: Setja modular plug á Ethernet snúru

Sent: Fös 02. Nóv 2012 19:07
af krissi24
LOKSINS!!! :D Fór bara og keypti nýjan modularlausan kapal og setti modular á hann og allt svínvirkar!!! :D