Síða 2 af 2
Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara
Sent: Fim 30. Ágú 2012 19:51
af wicket
Gúrú skrifaði:
Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar.
Ekki sé hægt að eyrnamerkja Gagnaveitunni alla þrettán milljarðana í dag, en megnið sé vissulega í fyrirtækinu.
Ekki tólf.
Skv. fréttinni já en megnið er vissulega í fyrirtækinu þannig að þó að talan sé 9 milljarðar, 10 milljarðar eða 11 milljarðar eða 12 milljarðar að þá er það samt svo að búið er að ausa miklum fjármunum í fyrirtækið. Fjármunum sem ekki voru til og ekki inneign til fyrir sem er alvarlegt mál í mínum huga þar sem um er að ræða Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í eigu borgarbúa.
Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara
Sent: Fim 30. Ágú 2012 22:47
af sigurfr
wicket skrifaði:
Hvaða vitleysu... OR er stórskuldugt, það er vitað mál og það er búið að ausa peningum, ábyrgjast lán og fleira fyrir Gagnaveituna. Þetta kostar allt peninga, peninga sem eru ekki til. Eina sem ég sagði var mín skoðun að mér finnst að það eigi að slaka á þessum framkvæmdum í stað þess að taka lán, borga kostnað sem því fylgir og allt það. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála um það.
Ég tók ekki 12 milljarða töluna uppúr hatti. Hún er staðfest hér af stjórn Orkuveitunnar, eina eiganda Gagnaveitunnar. Sjá frétt frá júní 2012 :
http://www.visir.is/or-hefur-lagt-millj ... 2706169943" onclick="window.open(this.href);return false;
Án þess að ég viti hvernig þessar tölur sem hann gefur upp þarna eru fengnar, þá geri ég ráð fyrir að búið sé að taka tillit til gengisvísitölu milli ára, sem hefur verið mjög óhagstæð og mögulega núvirða...en ég er alls ekki með þetta á hreinu.
Einnig hafa ekki allar fjarskiptafjárfestingar OR verið í ljósleiðarakerfinu fyrir stofnun GR.
En ég skil allavega vel hvaðan þú fékkst þessa 12 milljarða frá og afsakaðu að ég var að pirra mig á því...
Kv. S.
Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara
Sent: Fös 31. Ágú 2012 00:17
af tdog
Frétt skrifaði:Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi.
Frétt skrifaði:Ekki sé hægt að eyrnamerkja Gagnaveitunni alla þrettán milljarðana í dag, en megnið sé vissulega í fyrirtækinu.
„Megn“ í þessu tilviki þýðir væntanlega meira en 50%, þannig að GR skuldar OR væntanlega meira en 6.5 milljarð.