Síða 2 af 2

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fim 23. Ágú 2012 18:22
af braudrist
JoiKulp skrifaði:
Kosmor skrifaði:http://www.case-mate.com/Samsung-Galaxy ... -Cases.asp

þetta er lausnin!
Þetta er í þriðja skiptið sem ég sé einhverja svona linka á einhver case og kemst svo að því að þeir senda ekki til Íslands.
Eru allir að nota ShopUSA?
Hvaða almennilegu vefsíður eru í gangi sem eru að selja símaaukahluti OG senda til Íslands?

Til að halda sér hluta til on topic þá keypti ég mér S3 og ég sé alls ekki eftir því.
En ég keypti hann á jafnmikið og S2 kostar hérna heima.
Hefði aldrei farið að borga 130þús fyrir hann.
Plastið aftaná rispast ekkert rosalega auðveldlega en ég er samt með tvær pínulitlar rispur.
Hérna :D

http://www.mobilefun.co.uk/cat/Galaxy-S ... ay_level=4" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=ca ... 3&_sacat=0" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:47
af Kosmor
JoiKulp skrifaði:
Kosmor skrifaði:http://www.case-mate.com/Samsung-Galaxy ... -Cases.asp

þetta er lausnin!
Þetta er í þriðja skiptið sem ég sé einhverja svona linka á einhver case og kemst svo að því að þeir senda ekki til Íslands.
Eru allir að nota ShopUSA?
Hvaða almennilegu vefsíður eru í gangi sem eru að selja símaaukahluti OG senda til Íslands?

Til að halda sér hluta til on topic þá keypti ég mér S3 og ég sé alls ekki eftir því.
En ég keypti hann á jafnmikið og S2 kostar hérna heima.
Hefði aldrei farið að borga 130þús fyrir hann.
Plastið aftaná rispast ekkert rosalega auðveldlega en ég er samt með tvær pínulitlar rispur.
ég keypti mitt af ebay frá usa, tók 10 dags

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:10
af Glazier
Er eitthvað annað en þetta app sem heitir "Play Store" í símanum sem hægt er að downloada apps?
Og hvaða gps navigation appi mælið þið með (frítt)?

Pabbi er með eitthvað sem heitir "Europe Navigation" eða eh álíka sem vinnufélagi hans setti í símann en kostar 59.99 pund á þessu Play Store dóti ](*,)


Önnur pæling.. get ég stillt þannig ég sjái uppí í horninu prósentu stöðuna á batterýinu eða þarf ég alltaf að fara inní settings til að sjá það?
Hvernig eyði ég appi sem ég er búinn að downloada? (Virkar ekki að halda inni og færa það svo í ruslatunnuna)
Er eðlilegt að hann sé búinn að vera í 40 mín að hlaða sig um 10% í sambandi við tölvuna?
Afhverju bannar síminn mér að downloada 71mb uppfærslu og gefur mér ástæðuna að batterýið sé of lítið til þess þegar síminn er í sambandi við rafmagn og tengdu við wifi?
Ooog hvernig loka ég öllum forritum sem eru enþá í gangi eftir að hafa verið notuð?

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fös 24. Ágú 2012 10:21
af Swooper
Glazier skrifaði:Er eitthvað annað en þetta app sem heitir "Play Store" í símanum sem hægt er að downloada apps?
Getur gúglað eftir .apk skrám og installað þannig. Passaðu þig bara að vírusskanna svoleiðis alltaf áður en þú setur það í símann hjá þér. Svo.. uhh, ég held að það sé mögulega einhver leið til að svindla sér inn í Amazon app store dæmið? Ekki viss, getur gúglað það sjálfur ef þú hefur áhuga.
Önnur pæling.. get ég stillt þannig ég sjái uppí í horninu prósentu stöðuna á batterýinu eða þarf ég alltaf að fara inní settings til að sjá það?
Náðu þér í battery monitor app bara. Mæli með GSam.
Hvernig eyði ég appi sem ég er búinn að downloada? (Virkar ekki að halda inni og færa það svo í ruslatunnuna)
Fer eftir launcher. Ef þú ert með TouchWiz minnir mig að það hafi verið bara að fara í app drawer, Menu takkinn, edit, þá eiga að birtast svona lítil mínus merki í horninu á öllum iconunum, ýtir á það til að uninstalla. Getur líka fundið appið í Play Store (appið á símanum, ekki á netinu) og valið uninstall þar, ef þú sóttir appið af Play Store upprunalega.
Er eðlilegt að hann sé búinn að vera í 40 mín að hlaða sig um 10% í sambandi við tölvuna?
Já, hann hleður mun hægar inn á sig gegnum USB port á tölvu en ef þú tengir hann við vegginnstungu.
Afhverju bannar síminn mér að downloada 71mb uppfærslu og gefur mér ástæðuna að batterýið sé of lítið til þess þegar síminn er í sambandi við rafmagn og tengdu við wifi?
Vegna þess að þetta gæti eytt batteríinu hraðar en það hleðst. Bara varúðarráðstöfun til að enginn lendi í því að síminn deyi í miðri uppfærslu, sem gæti skapað vandamál.
Ooog hvernig loka ég öllum forritum sem eru enþá í gangi eftir að hafa verið notuð?
Þú átt ekki að þurfa þess, Android sér um að höndla allt svoleiðis fyrir þig og það er yfirleitt best að leyfa því það bara. Ef þú ert hins vegar að díla við t.d. lélegt app sem heldur áfram að éta CPU þó þú sért hættur að nota það, geturðu sótt eitthvað task manager app (t.d. [urlhttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.eolwral.osmonitor]OS Monitor[/url]) og notað það til að drepa appið sem er að valda þér vandræðum. En ég ítreka, ekki gera það nema í undantekningartilfellum.

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fös 24. Ágú 2012 10:45
af Gilmore
Nýrri móðurborð eru með sérstakt USB port með hærri volt, sérstaklega til þess að hlaða spjaldtölvur og síma, ætti að virka eins og setja í samband við vegg.

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fös 24. Ágú 2012 11:04
af Daz
Það er líka hægt að fara inn í "Stillingar" -> "Forrit" -> "Vinna með forrit" (að því gefnu að þú sért með stillt á íslensku í símanum). Þar geturðu séð öll forritin sem þú hefur sótt og m.a. hent þeim út.

Mér finnst samt þægilegast að gera þetta allt í gegnum Play vefsíðuna.

Re: Val á snjallsíma ?

Sent: Fös 24. Ágú 2012 17:04
af Frantic
Task manager er samt innbyggt í S3.
Heldur inni miðjutakkanum og ýtir á task manager.
Þá sérðu öll apps sem eru í gangi.

Til að uninstalla appi í S3 fer maður í Apps og Menu og Uninstall og svo smelliru á appið sem þú vilt losna við.

btw, til hamingju með símann þinn. Hvort valdiru bláa eða hvíta?