Síða 2 af 4

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 12:29
af corflame
GuðjónR skrifaði:Í gær þá beilaði þvottavélin mín heldur betur, sló út rafmanginu á húsinu og mér sýnist eins og tromlan hafi dottið niður um svona 5cm...
Þetta er AEG sem ég keypti "íslanska parið" á sínum tíma og núna 7 árum síðar er þurrkarinn búinn að bila og núna þvottavélin..helv...drasl.

Ætla að kanna hvað kostar að gera við vélina, ef það fer yfir 50k þá hendi ég henni frekar. En hvernig sem fer þá er ég að spá í aðra vél, erum það mörg að það væri gott að vera með 1-2 vélar.

Búinn að skoða á netinu hvað er í boði, ætla ekki að kaupa dýra vél því þær endast ekkert betur, heimilistæki í dag eru ekki gerð til að endast lengur en 5-7 ár hversu dýr sem þau eru.

Er að spá í þessa... einhverjar reynslusögur?
Mæliði með einhverju sérstöku? ... budget...c.a. 100k.
AEG er drasl í dag, átti þvottavél og þurrkara sem dóu eftir annarsvegar 4 ár og hins vegar 3 ár og 1 mánuð.
Mæli alls ekki með Hotpoint eða Aniston, ódýrt, en ert líka að fá endingu eftir því.
Whirlpool eru svo misjafnir að get ekki mælt með þeim, rosalega algengt að lenda á einhverjum mánudagseintökum sem eru sífellt að bila.

Mæli hins vegar með Miele, rándýrar, en þeir eru að garantera allt að 10 ára endingu m.v. ~2,5klst notkun á dag, sem er væntanlega svipaður notkunartími og með þessa 10 ára endingu hjá Samsung. Svo skemmir ekki fyrir að þetta eru tiltölulega hljóðlátar vélar.

** edit **
whoops, var ekki búinn að sjá budgetið
Hef einnig ágæta reynslu af Candy þvottavélum, ein slík entist mér í 7 ár.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 12:52
af Vaski
Í Neytendablaðinu í júní eða júlí var gæðakönnun á þvottavélum, ef þú ert meðlimur í http://www.ns.is" onclick="window.open(this.href);return false; að þá ættir þú að geta skoða þessa könnun á vefnum þeirra.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 16:36
af tdog
Pandemic skrifaði:Í bandaríkjunum eru þeir margir með svona á heimilstækjunum.
Maður hefur heyrt fréttir hér á landi að heimilstæki hafi bilað eftir að orkuveitan hafi sent "rangan" straum inná kerfið.
Ég beini spurningunni til fróðari manna, er þetta eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af?
Straumurinn skiptir engu, öryggin slá ut ef að straumurinn verður of mikill. Það er spennuflökktið sem er mesti áhrifavaldurinn, stóriðjan er böðull á rafmagnstæki.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 16:36
af GuðjónR
Fór með þvottavélina á verkstæði...hún er ónýt. :crying
Dempararnir höfðu gefið sig sem orsakaði að gormarnir aftan í tromlunni brotnuðu og hún hrundi á mótorinn og braut þar straumstýringuna sem orsakaði skammhlaup á front panelnum sem splundraði stýringunni þar. Það myndi kosta meira að gera við hana en kaupa nýja. Ég baust til að gefa honum vélina í varahluti en hann hafði ekki einu sinni áhuga á því. :crying

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 17:12
af tdog
Ég er einmitt að gefast upp á minni sambyggðu vél, ætla að kaupa nýja í vikunni.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 17:15
af Gúrú
GuðjónR skrifaði:Fór með þvottavélina á verkstæði...hún er ónýt. :crying
Dempararnir höfðu gefið sig sem orsakaði að gormarnir aftan í tromlunni brotnuðu og hún hrundi á mótorinn og braut þar straumstýringuna sem orsakaði skammhlaup á front panelnum sem splundraði stýringunni þar. Það myndi kosta meira að gera við hana en kaupa nýja. Ég baust til að gefa honum vélina í varahluti en hann hafði ekki einu sinni áhuga á því. :crying
Enda hljómar þetta eins og að það hafi ekki verið neinir varahlutir eftir. :shock:

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 17:21
af GuðjónR
Gúrú skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Fór með þvottavélina á verkstæði...hún er ónýt. :crying
Dempararnir höfðu gefið sig sem orsakaði að gormarnir aftan í tromlunni brotnuðu og hún hrundi á mótorinn og braut þar straumstýringuna sem orsakaði skammhlaup á front panelnum sem splundraði stýringunni þar. Það myndi kosta meira að gera við hana en kaupa nýja. Ég baust til að gefa honum vélina í varahluti en hann hafði ekki einu sinni áhuga á því. :crying
Enda hljómar þetta eins og að það hafi ekki verið neinir varahlutir eftir. :shock:
hehehe true...fólk vill fá nýtt í tækið ef það bilar.
Ef einhver á svona vél og vill fá þessa í varahluti þá er það velkomið...
Er með hana í bílnum, var ekki alveg tilbúinn að henda henni í sorpu en líklegast endar hún þar.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 17:52
af biturk
corflame skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Í gær þá beilaði þvottavélin mín heldur betur, sló út rafmanginu á húsinu og mér sýnist eins og tromlan hafi dottið niður um svona 5cm...
Þetta er AEG sem ég keypti "íslanska parið" á sínum tíma og núna 7 árum síðar er þurrkarinn búinn að bila og núna þvottavélin..helv...drasl.

Ætla að kanna hvað kostar að gera við vélina, ef það fer yfir 50k þá hendi ég henni frekar. En hvernig sem fer þá er ég að spá í aðra vél, erum það mörg að það væri gott að vera með 1-2 vélar.

Búinn að skoða á netinu hvað er í boði, ætla ekki að kaupa dýra vél því þær endast ekkert betur, heimilistæki í dag eru ekki gerð til að endast lengur en 5-7 ár hversu dýr sem þau eru.

Er að spá í þessa... einhverjar reynslusögur?
Mæliði með einhverju sérstöku? ... budget...c.a. 100k.
AEG er drasl í dag, átti þvottavél og þurrkara sem dóu eftir annarsvegar 4 ár og hins vegar 3 ár og 1 mánuð.
Mæli alls ekki með Hotpoint eða Aniston, ódýrt, en ert líka að fá endingu eftir því.
Whirlpool eru svo misjafnir að get ekki mælt með þeim, rosalega algengt að lenda á einhverjum mánudagseintökum sem eru sífellt að bila.

Mæli hins vegar með Miele, rándýrar, en þeir eru að garantera allt að 10 ára endingu m.v. ~2,5klst notkun á dag, sem er væntanlega svipaður notkunartími og með þessa 10 ára endingu hjá Samsung. Svo skemmir ekki fyrir að þetta eru tiltölulega hljóðlátar vélar.

** edit **
whoops, var ekki búinn að sjá budgetið
Hef einnig ágæta reynslu af Candy þvottavélum, ein slík entist mér í 7 ár.

þurrkarinn til dæmis frá ariston sem ég á er búinn að endast á bilana í 15 ár og er eins og nýr ennþá.........það er góð ending og sama má segja um þvottavélina sem að amma mín á, búin að endast í 10 ár + og ekkert feilpúst

ariston er ódýrt en mjög gott merki að mínu mati og menn verða ekki sviknir af því

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 17:59
af blitz
Miele, AEG eða Electrolux.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 18:06
af GuðjónR
blitz skrifaði:Miele, AEG eða Electrolux.
Miele og ASKO eru án efa "Rolls" í þvottavélunum...
Vil ekki sjá AEG aftur..í vor fór hitastýringin í þurrkaranum og núna drapst þvottavélin...7-8 ára gömul tæki, þetta var dýrasta eða næst dýrasta þvottavélin frá AEG á sínum tíma 1600 snúninga vinda og alles...never again.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 18:09
af tdog
GuðjónR skrifaði:
blitz skrifaði:Miele, AEG eða Electrolux.
Miele og ASKO eru án efa "Rolls" í þvottavélunum...
Vil ekki sjá AEG aftur..í vor fór hitastýringin í þurrkaranum og núna drapst þvottavélin...7-8 ára gömul tæki, þetta var dýrasta eða næst dýrasta þvottavélin frá AEG á sínum tíma 1600 snúninga vinda og alles...never again.
Mér finnst 7-8 ára ending alveg nokkuð gott á tæki sem þjösnast alla daga allt árið á hrikalegum titringi.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 18:10
af GuðjónR
Það finnst mér ekki, lítið mál að hanna tækin þannig að þau endist í 20 ár plús.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:34
af Steini B
Afhverju er ekki komin þvottavél sem tengist símanum?
Algjör snilld ef maður væri með app sem mundi stýra henni og sýna hvað er mikill tími eftir :)

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:01
af BjarniTS
Væri til í að sjá vélina hjá Acid_Rain , örugglega ekki einn orginal partur eftir í þeirri vél.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:04
af BjarniTS
Steini B skrifaði:Afhverju er ekki komin þvottavél sem tengist símanum?
Algjör snilld ef maður væri með app sem mundi stýra henni og sýna hvað er mikill tími eftir :)
Þú ert alltaf háður því að þurfa að setja í vélina og taka úr henni , þetta væri hugbúnaður/vélbúnaður sem myndi aldrei borga sig fyrr en það væri kominn þvottavél með innbyggðum óhreinatausflokkara sem þú gætir svo stjórnað með appi. Gætir stjórnað magni þvottaefnis , litaval , hita, , prógram o.s.f

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:23
af OliA
Langar aðeins að skjóta inn í þessa umræðu með kostnað og viðhald á heimilistækjum :)

Ef þið kaupið ykkur sæmilegustu þvottavél, segjum 200.000 og hún þvær 1 þvott á dag í 5 ár.
Þá þvær hún c.a 1780 þvotta á líftíma sínum og þvotturinn kostar þig 113 krónur, og af því fær skatturinn 22 krónur.

Sparnaðarráð dagsins ;)

En mig langar að benda mönnum á að nota íslensk þvottaduft (Mjöll-frigg Milt c.a. 50gr í þvott) þar sem þau eru hönnuð fyrir íslenskt vant og það þarf að nota töluvert minn af þvottaefni í hvert skipti. Þetta á líka við um uppþvottavélar, og ef þið eruð að nota kubbana frá finish, þá þarf svona 1/4 úr kubb til að ná góðum þvotti ;)

Svo eitt í sambandi við spennuflökt, þá er surgeprotector klárlega eitthvað sem má allveg hafa í huga, sér í lagi ef um dýr tæki er að ræða, eins og sjónvörp og tölvur. Þar sem við erum hringtengt og það hefur marg sannað sig að stóriðan getur haft gríðarleg áhrif á spennugæði til okkar, t.d. eins og spennusprengingin í Alcoa og vesenið á Grundartanga.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:28
af GuðjónR
Já ég sagði viðgerðarmanninum frá því hvernig ÖLL heimilistækin hafa bilað undanfarin 4 ár og það fyrsta sem hann spurði mig var hvort ég væri nálægt stóriðju. Þegar Grundartangi er að slá út Akranesi þá slær hann líka út Kjalarnesi. Hann sagði mér að álverið væri skaðabótaskylt fyrir milljónum út af tjónum sem það hefur valdið uppá skaga.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:29
af audiophile
Steini B skrifaði:Afhverju er ekki komin þvottavél sem tengist símanum?
Algjör snilld ef maður væri með app sem mundi stýra henni og sýna hvað er mikill tími eftir :)
http://www.elkjop.no/product/hvitevarer ... n-f14a8qds" onclick="window.open(this.href);return false;

Elko var með svona vél. Hérna er appið https://play.google.com/store/apps/deta ... .lglaundry" onclick="window.open(this.href);return false;

:happy

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:35
af mainman
Steini B skrifaði:Afhverju er ekki komin þvottavél sem tengist símanum?
Algjör snilld ef maður væri með app sem mundi stýra henni og sýna hvað er mikill tími eftir :)
Það má eiginlega segja að það sé komið.
Ég horfði á The Gadget Show þátt fyrir tvemur árum þar sem þau testuðu allar flottustu þvottavélarnar, mældu straumnotkun, vatnsnotkun, mældu db og hvað þvotturinn var þungur eftir að prógrammið kláraðist og það var ein vél sem var bara langbest í öllu og það var LG vél. Mig hefur síðan eftir þetta alltlaf langað að prófa svoleiðis vél og í seinustu viku þegar whirlpool fimm ára gamla vélin okkar skeit á sig þá fór ég í elkó og verslaði svoleiðis á tæplega 120 þús.
Viti menn, hún er ógeðslega flott. maður þarf að horfa í gegnum gluggann á henni til að sjá hvort hún er að snúast eða ekki því það heyrist ekkert í henni og konan er geðveikt ánægð með vélina því hún segir að gamlir bolir sem hafi alltaf komið hálf gráir úr vélinni okkar séu núna að koma hvítir.
Til að toppa allt þá sá ég í owners manual að ef hún klikkar þá á maður að hringja í help line hjá þeim og fulltrúinn setur í gang prógramm, síðan á maður að halda inni skol takkanum í þrjár sec, halda símanum nokkra cm frá hátalaranum í stjórnborðinu og þá byrjar véiin að tala við hina tölvuna með svona faxhljóðum og eftir það fær maður að vita hvað er að hrjá vélina. HOW COOL IS THAT!
Ég skil núna af hverju þessi vél fékk bestu dómana í öllum testum.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:37
af urban
Voðalega eru þessi tæki að endast stutt hjá ykkur.

ég fékk mína þvottavél notaða
fygldi með íbúð sem að ég keypti mér.

þegar að ég kaupi þá var þvottavélin 3 eða 4 ára (seljandinn var ekki alveg klár á því hvort það var)
þetta var árið 2004, þannig að hún er 11 eða 12 ára núna og virðist eiga nóg eftir.

Þurrkarinn minn (er reyndar ekki með hann sjálfur núna) er allavega eldri en litli bróðir minn sem að er að verða 19 ára gamall.
eina sem að hefur verið gert við hann er að skipta um kol í mótornum og skipta um eina nælon pakkningu

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 22:23
af GuðjónR

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Þri 21. Ágú 2012 00:47
af g0tlife
BjarniTS skrifaði:Væri til í að sjá vélina hjá Acid_Rain , örugglega ekki einn orginal partur eftir í þeirri vél.
Veit ekki afhverju en ég hló upphátt. Thank you

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Þri 21. Ágú 2012 00:55
af GuðjónR
mainman skrifaði: Það má eiginlega segja að það sé komið.
Ég horfði á The Gadget Show þátt fyrir tvemur árum þar sem þau testuðu allar flottustu þvottavélarnar, mældu straumnotkun, vatnsnotkun, mældu db og hvað þvotturinn var þungur eftir að prógrammið kláraðist og það var ein vél sem var bara langbest í öllu og það var LG vél. Mig hefur síðan eftir þetta alltlaf langað að prófa svoleiðis vél og í seinustu viku þegar whirlpool fimm ára gamla vélin okkar skeit á sig þá fór ég í elkó og verslaði svoleiðis á tæplega 120 þús.
Viti menn, hún er ógeðslega flott. maður þarf að horfa í gegnum gluggann á henni til að sjá hvort hún er að snúast eða ekki því það heyrist ekkert í henni og konan er geðveikt ánægð með vélina því hún segir að gamlir bolir sem hafi alltaf komið hálf gráir úr vélinni okkar séu núna að koma hvítir.
Til að toppa allt þá sá ég í owners manual að ef hún klikkar þá á maður að hringja í help line hjá þeim og fulltrúinn setur í gang prógramm, síðan á maður að halda inni skol takkanum í þrjár sec, halda símanum nokkra cm frá hátalaranum í stjórnborðinu og þá byrjar véiin að tala við hina tölvuna með svona faxhljóðum og eftir það fær maður að vita hvað er að hrjá vélina. HOW COOL IS THAT!
Ég skil núna af hverju þessi vél fékk bestu dómana í öllum testum.
Nerdfactor! I like that!!
Ætla að skoða LG á morgun það er alveg klárt, manstu hvaða týpa vélin er?

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Þri 21. Ágú 2012 01:44
af CendenZ
http://www.bestbuy.com/site/Samsung+-+4 ... Id=5020918" onclick="window.open(this.href);return false;

ekkert smá falleg tæki, og STÓR!

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Þri 21. Ágú 2012 08:06
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Ætla að skoða LG á morgun það er alveg klárt, manstu hvaða týpa vélin er?
Hér er ein.

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 91QDP#elko