Síða 2 af 2

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 10:54
af coldcut
upg8 skrifaði:Í UK er búið að dæma þetta ógilt the use of a sliding gesture to unlock a touchscreen device enda voru amk 1-2 símar framleiddir með slíkt áður en iPhone kom á markað...
Evrópskir dómarar eru líka nokkuð óspilltir en þegar kemur að USA þá veit maður aldrei.
upg8 skrifaði: Coldcut Apple heimtar bönn, vill helst ekki leigja út nein einkaleyfi. Voru duglegir að kæra þá sem voguðu sér að gera adaptars fyrir iPod. Microsoft býður fyrirtækjum að borga lága upphæð fyrir afnot af sínum einkaleyfum. Skil ekki hvernig þú getur sett öll þessi fyrirtæki í sama flokk.
Þarna sést ágætlega að þú þekkir ekki sögu Microsoft nógu vel. Mútur, undirboð, markaðsmisnotkun, kaup á einkaleyfum og blackmail-ing, svo ég nefni aðeins nokkra hluti og það allt með núverandi CEO í fararbroddi!
Apple má þó eiga það að þeir kæra allt sem þeir telja að brjóti á þeirra einkaleyfum á meðan MIcrosoft hótar kæru ef litlu fyrirtækin borga ekki ákveðna prósentu af söluhagnaði til þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir litlu fyrirtækin (minni en Microsoft) að borga þessa upphæð heldur en að fara fyrir dóm og eyða nokkrum árum og helling af peningum í dómsmál sem þeir vinna svo. Því að þótt þau (litlu fyrirtækin) vinni málið þá fá þeir ekkert af þessum peningum til baka.


En bottomline er að þetta einkaleyfakerfi í USA er algjörlega fáránlegt og þessi stóru fyrirtæki gera ekki orðið annað en að nýta sér veikleika kerfisins. Google hélt sig mjög lengi utan þessa rugls en neyddust svo til þess að fara að versla sér einkaleyfi til þess að verja sig frá þessum endalausu lögsóknum.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 12:13
af upg8
http://apple.slashdot.org/story/12/03/0 ... bill-gates" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég þekki sögu þessara fyrirtækja mjög vel og Microsoft hafa margt óhreynt í pokahorninu en eins og þú segir sjálfur þá ráða lítil fyrirtæki frekar við þá leið sem Microsoft velur, t.d. borgar HTC $5 á hvert Android tæki en leið Apple er að standa í löngum málaferlum og bönnum. Microsoft eru undir ströngu eftirliti útaf atburðum sem gerðust fyrir mörgum árum, þeir eru að bæta ímynd sína. Android brýtur á óteljandi einkaleyfum og Microsoft veitir fyrirtækjum patent sharing samninga fyrir óvenjulega lágar upphæðir.

Einkaleyfakerfið er í rúst og það hindrar framfarir í þeirri mynd sem það er, ég er alls ekki að verja það.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 12:51
af KermitTheFrog
Eins frábærar og Apple vörur geta verið þá drepur fantaskapurinn og framgangurinn í þeim alla löngum til að versla við þá. Kæmi mér ekki á óvart ef þeir reyndu að setja patent á notification drawerið líka þó þeir hafi tekið það frá Google.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 12:53
af Frantic
Philosoraptor skrifaði:Mér finnst persónulega að fleiri stjórnendur hjá apple ættu að deyja.. Steve jobs var greinilega ekki nóg.......
Mjög heimspekileg og þroskuð athugasemd...
Mamma þín hefur greinilega ekki kennt þér að það er ljótt að óska einhverjum dauða.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 15:40
af appel
Þetta er eðlileg notkun á patentum:

HP's see-through screen proposals secure US patent
http://www.bbc.com/news/technology-18719608" onclick="window.open(this.href);return false;

HP er búið að eyða miklum peningum í að þróa þessa tækni, hví ættu þeir ekki að fá patent?

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 19:42
af GuðjónR
Svo eru aðrir sem kæra Apple.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 20:35
af appel
GuðjónR skrifaði:Svo eru aðrir sem kæra Apple.
Einkenni af sama meiði, alltof mikið af dómsmálum, málssóknum og öðru rugli í gangi í þessum klikkaða heimi :-k

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 21:41
af upg8
You are collateral damage in the patent wars
http://betanews.com/2012/07/05/you-are- ... tent-wars/

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 22:17
af appel
upg8 skrifaði:You are collateral damage in the patent wars
http://betanews.com/2012/07/05/you-are- ... tent-wars/
Góð grein, og staðfestir skoðanir manns á þessu rugli. Ég veit ekki hvernig þetta er hérna á Íslandi, hvort við þurfum að beygja okkur undir bandarísk patent.

Ég vinn nú við svona viðmótshönnun að hluta, og öll viðmót sem ég hanna og notendavirkni er "original", ég er ekki að stela. En svo þarf maður að hafa áhyggjur af einhverjum bandarískum patentum um að það sé búið að fá einkaleyfi á að nota hnappa sem er staðsettir efst uppi á skjánum og blikka þegar notandinn smellir á þá? Ég meina W-T-F. Það er ekki hægt að starfa í þannig heimi, að fá á sig málssókn útaf einhverju þvílíku rugli og þurfa punga út milljónum í málsvarnarkostnaðar.

Það þarf að standa upp á móti svona kerfi, mótmæla því, berjast gegn því og bara nánast beita borgaralegri óhlýðni. Þingmenn eru svo DRULLUHEIMSKIR að geta ekki lagfært hlutina, gert umhverfið skapandi. Ekki bara hér á Íslandi heldur annarsstaðar í heiminum.

Ég mæli bara með afnámi á patentum, til fjandans með þau. Ef þessi stórfyrirtæki geta ekki hagað sér, þá bara fá þau ekkert að halda patentunum sínum.

Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA

Sent: Fim 05. Júl 2012 22:24
af dori
appel skrifaði:
upg8 skrifaði:You are collateral damage in the patent wars
http://betanews.com/2012/07/05/you-are- ... tent-wars/
Góð grein, og staðfestir skoðanir manns á þessu rugli. Ég veit ekki hvernig þetta er hérna á Íslandi, hvort við þurfum að beygja okkur undir bandarísk patent.

Ég vinn nú við svona viðmótshönnun að hluta, og öll viðmót sem ég hanna og notendavirkni er "original", ég er ekki að stela. En svo þarf maður að hafa áhyggjur af einhverjum bandarískum patentum um að það sé búið að fá einkaleyfi á að nota hnappa sem er staðsettir efst uppi á skjánum og blikka þegar notandinn smellir á þá? Ég meina W-T-F. Það er ekki hægt að starfa í þannig heimi, að fá á sig málssókn útaf einhverju þvílíku rugli og þurfa punga út milljónum í málsvarnarkostnaðar.

Það þarf að standa upp á móti svona kerfi, mótmæla því, berjast gegn því og bara nánast beita borgaralegri óhlýðni. Þingmenn eru svo DRULLUHEIMSKIR að geta ekki lagfært hlutina, gert umhverfið skapandi. Ekki bara hér á Íslandi heldur annarsstaðar í heiminum.

Ég mæli bara með afnámi á patentum, til fjandans með þau. Ef þessi stórfyrirtæki geta ekki hagað sér, þá bara fá þau ekkert að halda patentunum sínum.
Einkaleyfi eru náttúrulega rugl. Annars eru einkaleyfi flókin, þú sækir um þau á svæðum. Bandaríkin eru eitt svæði, Evrópa annað (ég fór á fyrirlestur um þetta einhverntíma en mér finnst þetta svo heimskulegt að ég vil ekki muna það).

Varðandi að það eigi að afnema patent þá ættirðu að skoða "Uppsala Declaration" hjá the Pirate Party
The Uppsala Declaration skrifaði:reform of patent law, particularly stating that patents on life (including patents on seeds and on genes) and software should not be allowed
Om nom nom... Mig langar í Pirate Party.