Síða 2 af 3

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 02:31
af urban
Daz skrifaði: Hvort sem það er verðhækkun eða lækkun grunar mig að heildarupphæðin sem hægt er að kreista útúr Íslendingum væri sú sama
Afbragð svarleysi hjá mér.
tjahh
er það ??? ég er ekki að fara að vera án internets nema að netreikningurinn hækki um töluvert mikið meira en 300%
ég kem auðvitað til með að breyta minni netnotkun, en íslendingar almennt eru ekkert að fara að hætta að ná í gögn erlendis frá

þannig að verðhækkun vs. verðlækkun
þetta er þannig vara að menn kaupa hana.
saman ber það að ég veit ekki hversu margir ætluðu að hætta að keyra bílana sína þegar að bensínið fór í 120 krónur.
sömu aðilar ætluðu sko aldrei að keyra aftur ef að það færi í 150 krónur.
þegar að það var í 185 krónum þá sögðust þessir aðilar ætla að brenna bílana sína ef að það færi í 200 krónur.

bensínið fór í rúmar 250 krónur og allir eiga þessir aðilar bíl sem að brennir bensíni.
það sama kemur til með að gerast með internetið.

jújú, að sjálfsögðu kemur hellingur af einstaklingum til með að minnka netnotkun sína alveg gríðarlega og nota farice sem allra allra minnst (ekki gleyma því að facebook og youtube fara í gegnum facebook samt) en það þýðir bara að önnur notkun yrði dýrari, önnur notkun yrðu þar á meðal fyrirtækja notkun og þar að leiðandi yrði vara (og hugsanlega skólavist) hérna mun dýrari fyrir vikið.

tl;dr ???
fólk er ekki að fara að hætta að nota internetið, mesta lagi að breyta sinni netnotkun.
cure skrifaði:Ef allir stæðu saman væri svo lítið mál að mótmæla þessu.. þyrfti að byrta heila blaðsíðna auglýsingu í Mogganum, Dv og fréttablaðinu um það að allir skili router-um inn og segi upp þjónustu..
ok ég nenni ekki að útbúa meme
en....

talar um að skila inn routernum fyrir internetið

á internetinu....

líttu nú á þetta raunhæft, ertu virkilega að fara að verða netlaus það sem að eftir er ???
þegar að ég fermdist árið 1995 hefði mér þótt það ekkert mál að vera netlaus það sem að eftir er.
en síðan þá er heil kynslóð búin að fæðast og fá bílpróf og hlutirnir eru bara aðeins öðruvísi

ef að fyrirtækið rekur sig ekki, þá er það sáraeinfalt, annað hvort þarf að minnka kostnað eða hækka tekjur.
kostnaðinn er erfitt að minnka í þessu máli (ekki hættiru núna við það að leggja streng sem að er kominn í hafið, þar að leiðandi þarftu að borga af lánum)
en tekjurnar er vel hægt að auka.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 02:38
af AntiTrust
DC++ tímabilið nálgast óðfluga aftur!

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 02:51
af urban
AntiTrust skrifaði:DC++ tímabilið nálgast óðfluga aftur!
sem eigandi deilir.is og tengill.is
þau lén verða ekki notuð :)

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 02:54
af AntiTrust
urban skrifaði:
AntiTrust skrifaði:DC++ tímabilið nálgast óðfluga aftur!
sem eigandi deilir.is og tengill.is
þau lén verða ekki notuð :)
Ætli þetta verði ekki gert talsvert meira hush-hush hvort sem er ef þetta poppar upp aftur ;) Þetta varð alltof public á sínum tíma.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 03:35
af rapport
Ætli það verði ekki að meiri stéttaskiptingu...

VR mun semja um þetta inn í sína kjarasamninga á mðan Eflingarfólk þarf að borga sitt sjkálft... eða e-h álíka.

Ef "netið" er farið að vera "mannréttindi" eða "kjör" þá er það sjálfsagt mál að semja um að fyrirtæki greiði fyrir internettengingu starfsmanna ;-)

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 06:24
af Minuz1
Hef lengi verið að spá í upload vs download, ef við borgum fyrir downloadið okkar, ættum við þá ekki að fá greitt fyrir upload?

Það hlýtur einhver að þurfa að borga Farice fyrir að flytja gögnin í hina áttina, ætti þá ekki Farice/netþjónustur að reyna að fá okkur til þess að uploada meira erlendis?

Er það einhvað brot að reyna að auka peningaflæðið þannig?

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 06:33
af Sallarólegur
Minuz1 skrifaði:Hef lengi verið að spá í upload vs download, ef við borgum fyrir downloadið okkar, ættum við þá ekki að fá greitt fyrir upload?

Það hlýtur einhver að þurfa að borga Farice fyrir að flytja gögnin í hina áttina, ætti þá ekki Farice/netþjónustur að reyna að fá okkur til þess að uploada meira erlendis?

Er það einhvað brot að reyna að auka peningaflæðið þannig?
Er hræddur um að það fari svo lítið í gegnum Ísland að það yrði bara brotabrot af því sem heimilin eru að greiða í þetta.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 13:53
af Frantic
Verður þá ekki hægt að fá sér nettengingu einungis með íslenskar síður?
Hef ekkert að gera á facebook og google hvort eð er...
:guy

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 14:06
af FriðrikH
Svo er spurning hvað 300% hækkun á gjöldum farice skilar sér í mikill hækkun hjá internetþjónustunum, vitið þið hvað gjöld til farice er hlutfallslega stór kostnaðarliður fyrir internetþjónusturnar? Ég held að launakostnaður og alm. rekstur hljóti að vera mun stærri póstur, þetta þarf því e.t.v. ekki að þýða neinar stórkostlegar hækkanir, þó að ég væri að sjálfstögðu ekkert sáttur við hækkun upp á einhverja tugi prósenta.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Lau 30. Jún 2012 14:41
af GrimurD
Hmm, þetta er vissulega áhyggjuefni. Ýminda mér að símafyrirtækin reyni að borga ekki mikið meira en þau eru að gera núna, fái bara miklu minna fyrir peninginn. Hækki svo á móti því verðin á stærstu áskriftaleiðunum um helming eða kötta þær alveg út og byrji að bjóða upp á fleiri tengingar með minna gagnamagn, þ.e.a.s. bjóða kannski upp á 10,20 og 40gb ekki bara 10 og 40. Verði svo miklu meiri verðmunur á milli þrepa heldur en er núna til að hvetja fleiri til að fara í minni leiðir. Muni kannski muna 500-1000kr á hver 10gb á þjónustuleiðunum í staðin fyrir ca 1000kr á milli leiða.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Sun 01. Júl 2012 12:42
af natti
Minuz1 skrifaði:Hef lengi verið að spá í upload vs download, ef við borgum fyrir downloadið okkar, ættum við þá ekki að fá greitt fyrir upload?

Það hlýtur einhver að þurfa að borga Farice fyrir að flytja gögnin í hina áttina, ætti þá ekki Farice/netþjónustur að reyna að fá okkur til þess að uploada meira erlendis?

Er það einhvað brot að reyna að auka peningaflæðið þannig?
Það er enginn að borga Farice eða íslenskum þjónustuaðilum fyrir umferð frá íslandi ("upload").
Þess fyrir utan þá er það ekki Farice sem rukka fyrir gagnamagn til íslands ("download"), heldur transit aðilarnir úti.

Þannig að það er hvorki grundvöllur fyrir því að borga "okkur" fyrir "upload", og í besta falli væri það slæm hugmynd því að upload getur verið alveg jafn mikið vandamál fyrir netþjónustuaðila (m.t.t. álag á kerfi, og nýtingu á tengingum).
Því hefur alveg komið upp sú umræða við og við að rukka fyrir "upload".
Þessi umræða er algengari hjá hýsingaraðilum, því eðli málsins samkvæmt þá ef þú ert með vinsæla heimasíðu, þá skilar það sér í margföldu "upload" (gagnvart hýsingaraðila) en litlu "download" (í áttina að síðunni).

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Sun 01. Júl 2012 16:06
af CurlyWurly
natti skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Hef lengi verið að spá í upload vs download, ef við borgum fyrir downloadið okkar, ættum við þá ekki að fá greitt fyrir upload?

Það hlýtur einhver að þurfa að borga Farice fyrir að flytja gögnin í hina áttina, ætti þá ekki Farice/netþjónustur að reyna að fá okkur til þess að uploada meira erlendis?

Er það einhvað brot að reyna að auka peningaflæðið þannig?
Það er enginn að borga Farice eða íslenskum þjónustuaðilum fyrir umferð frá íslandi ("upload").
Þess fyrir utan þá er það ekki Farice sem rukka fyrir gagnamagn til íslands ("download"), heldur transit aðilarnir úti.

Þannig að það er hvorki grundvöllur fyrir því að borga "okkur" fyrir "upload", og í besta falli væri það slæm hugmynd því að upload getur verið alveg jafn mikið vandamál fyrir netþjónustuaðila (m.t.t. álag á kerfi, og nýtingu á tengingum).
Því hefur alveg komið upp sú umræða við og við að rukka fyrir "upload".
Þessi umræða er algengari hjá hýsingaraðilum, því eðli málsins samkvæmt þá ef þú ert með vinsæla heimasíðu, þá skilar það sér í margföldu "upload" (gagnvart hýsingaraðila) en litlu "download" (í áttina að síðunni).
Ég er svosem ekkert fróður um þetta á neinn máta, en éf ég skyldi hann rétt þá minuz við að þegar við downloadum einhverju erlendis, þá sé það væntanlega upload frá þeim, og við borgum fyrir það svo að þegar við uploadum einhverju til útlanda, sem er þá download hjá þeim, ættum við (eða farice) þá ekki að fá borgað fyrir það að þeir séu að downloada frá okkur?

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:06
af tlord
farice selur ekki gagnamagn í heilsölu til símafyrirtækjana

þeir selja tengingar - td 1000Mb/s lína til London kostar X kr per mánuð

það væri gaman ef einhver gæti komið með einhverjar tölur

td
hvað eru símafyrirtækin með mikið af tengingum og hvað eru þau að borga í dag?

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:10
af GuðjónR
http://visir.is/gagnaver-fa-thjonustuna ... 2120709866" onclick="window.open(this.href);return false;
Kannski er ég að misskilja fréttina? En ég skil hana þannig að þeir ætli að hækka verð til almennings til þess að geta boðið gagnaverum ódýrari tengingar.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:19
af tlord
GuðjónR skrifaði:http://visir.is/gagnaver-fa-thjonustuna ... 2120709866
Kannski er ég að misskilja fréttina? En ég skil hana þannig að þeir ætli að hækka verð til almennings til þess að geta boðið gagnaverum ódýrari tengingar.
svona fréttir eru auðvitað í besta falli hálf-sannleikur.

samt, strengurinn hefur næstum bara fastan rekstrarkotnað, þannig að fleiri kúnnar lækka kostnað hvers kúnna (vonandi)

edit:
farice er líka í samkeppni um viðskipti við gagnaver

en EKKI um viðskipti við ísl. notendur (almenning)

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:45
af dori
tlord skrifaði:
GuðjónR skrifaði:http://visir.is/gagnaver-fa-thjonustuna ... 2120709866
Kannski er ég að misskilja fréttina? En ég skil hana þannig að þeir ætli að hækka verð til almennings til þess að geta boðið gagnaverum ódýrari tengingar.
svona fréttir eru auðvitað í besta falli hálf-sannleikur.

samt, strengurinn hefur næstum bara fastan rekstrarkotnað, þannig að fleiri kúnnar lækka kostnað hvers kúnna (vonandi)

edit:
farice er líka í samkeppni um viðskipti við gagnaver

en EKKI um viðskipti við ísl. notendur (almenning)
Strengurinn sjálfur hefur fastan rekstrarkostnað en þeir þurfa væntanlega sjálfir að kaupa jafn stóran uplink og það sem þeir selja. Svo að það er einhver fasti fyrir hvert MB/s sem þeir bjóða uppá.

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 12:59
af tlord
dori skrifaði:
tlord skrifaði:
GuðjónR skrifaði:http://visir.is/gagnaver-fa-thjonustuna ... 2120709866
Kannski er ég að misskilja fréttina? En ég skil hana þannig að þeir ætli að hækka verð til almennings til þess að geta boðið gagnaverum ódýrari tengingar.
svona fréttir eru auðvitað í besta falli hálf-sannleikur.

samt, strengurinn hefur næstum bara fastan rekstrarkotnað, þannig að fleiri kúnnar lækka kostnað hvers kúnna (vonandi)

edit:
farice er líka í samkeppni um viðskipti við gagnaver

en EKKI um viðskipti við ísl. notendur (almenning)
Strengurinn sjálfur hefur fastan rekstrarkostnað en þeir þurfa væntanlega sjálfir að kaupa jafn stóran uplink og það sem þeir selja. Svo að það er einhver fasti fyrir hvert MB/s sem þeir bjóða uppá.
farice er bara að selja snúru milli A og B, ekkert annað.

Siminn/Voda borgar einhverjum erlendum aðila fyrir að fá að stinga snúrunni í samband erlendis, sá kostnaður er ekki að hækka

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 13:57
af GuðjónR
Ég vissi það! Almenningur á að niðurgreiða bandvíddina fyrir gagnaverin..
Svona svipað og við niðurgreiðum rafmagnið fyrir stóriðjuna...
http://visir.is/-rikid-ad-lata-almennin ... 2120709845" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo hækkar vísitalan við þetta og lánin okkar í leiðinni ... æðisleg :pjuke

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 14:02
af gullielli
GuðjónR skrifaði:Ég vissi það! Almenningur á að niðurgreiða bandvíddina fyrir gagnaverin..
Svona svipað og við niðurgreiðum rafmagnið fyrir stóriðjuna...
http://visir.is/-rikid-ad-lata-almennin ... 2120709845" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo hækkar vísitalan við þetta og lánin okkar í leiðinni ... æðisleg :pjuke
Ég var einmitt að lesa þetta... Spurning hvað við, neytendur, gerum í þessu. Ef ég þekki okkur íslendinga rétt þá gerist ekkert og þessi hækkun gengur í gegn án þess að nokkur segir eitt eða neitt. Ég vona nú samt að allt verður brjálað og þessar fáranlega hækkanir á almenning gangi til baka. (er ekkert nema hækkanir á almenning þegar þeir ætla að rukka símafyrirtækin þrefalt hærra) - Frekar að hækka verðin á gagnaverin þó það sé engin lausn heldur, fælir bara þau fjárfestingartækifæri burt.

..eigum við ekki að sleppa þessu neti bara? bara vesen, eintóm vitleysa og tímaþjófur :megasmile

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 14:12
af tlord
það mætti 'leysa' þetta með því að S/V kaupi fleiri tengingar, það myndi auka tekjur farice OG bæta þjónustu.

veit einhver hversu mörghundruð miljónir Fatice þarf á ári auka til að meika það?

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 15:07
af Xovius
Hvetja opinberlega til erlends niðurhals (piratebay) og setja alla á fullt í það að auka aðeins nýtinguna á þessum streng :D

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 15:22
af rapport
"Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu.
Það er ekki furða að þeir séu að fara með þetta á hausinn...

Íslensk gagnaver eru ekki og verða aldrei "ódýr" þar sem þekkingin þarf er varla til á landinu, stærðarhagkvæmnin er litil sem engin og bandbreiddin til að sinna þeirri stærð sem "stærðarhagkvæmnin" þarf er ekki til staðar.

Við þurfum að vera eins og "lífrænt ræktað grænmeti" s.s. að skilgreina á hvaða sillu íslensk gagnaver keppa á á markaði.

Að ætla að fara head on á móti þeim ódýrustu er bláköld og yfirdrifin heimska og er í raun sjálfsmorð fyrir þessi gagnaver.

Þau eiga að höfða til umhverfisvitundar og þeirra eiginleika sem íslenskt umhverfi hefur "kalt" = þarf ekki að eyða mikilli orku í að kæla, a.m.k. minni orku en í Kaliforníu.

Þessi fyrirtæki ættu líka að átta sig á að kostnaðurinn við að mæla gagnamagn er meiri en ábatinn af því.

Það ætti hiklaust að bjóða upp á mismunandi hraða á tengingum en allar ættu að vera með ótakmarkað gagnamagn og allir mundu borga og vera glaðir.

Alveg útúr kú að sja hvernig Íslendingar haga sér á þessum markaði og er dæmigert fyrir íslenska viðkiptaóvita með ´silenskt viðskiptavit (sem ÓRG fer liklega að flytja út aftur á næstunni)...

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Mán 02. Júl 2012 15:35
af tlord
rapport skrifaði:
"Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu.
Það er ekki furða að þeir séu að fara með þetta á hausinn...

Íslensk gagnaver eru ekki og verða aldrei "ódýr" þar sem þekkingin þarf er varla til á landinu, stærðarhagkvæmnin er litil sem engin og bandbreiddin til að sinna þeirri stærð sem "stærðarhagkvæmnin" þarf er ekki til staðar.

Við þurfum að vera eins og "lífrænt ræktað grænmeti" s.s. að skilgreina á hvaða sillu íslensk gagnaver keppa á á markaði.

Að ætla að fara head on á móti þeim ódýrustu er bláköld og yfirdrifin heimska og er í raun sjálfsmorð fyrir þessi gagnaver.

Þau eiga að höfða til umhverfisvitundar og þeirra eiginleika sem íslenskt umhverfi hefur "kalt" = þarf ekki að eyða mikilli orku í að kæla, a.m.k. minni orku en í Kaliforníu.

Þessi fyrirtæki ættu líka að átta sig á að kostnaðurinn við að mæla gagnamagn er meiri en ábatinn af því.

Það ætti hiklaust að bjóða upp á mismunandi hraða á tengingum en allar ættu að vera með ótakmarkað gagnamagn og allir mundu borga og vera glaðir.

Alveg útúr kú að sja hvernig Íslendingar haga sér á þessum markaði og er dæmigert fyrir íslenska viðkiptaóvita með ´silenskt viðskiptavit (sem ÓRG fer liklega að flytja út aftur á næstunni)...

http://blogs.cisco.com/sp/cisco-helps-i ... more-68906" onclick="window.open(this.href);return false;

samkvæmt þessu er allt að gerast... \:D/

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Þri 03. Júl 2012 17:21
af Xberg
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... s-af-thvi-

Nú stendur hins vegar til að tvöfalda verðskrána og segir Ómar það gert til að skapa svigrúm til afslátta til stórra viðskiptavina, íslensku símafélaganna og erlendra gagnavera.

Flott skita, hækka verðið til að veita afslátt, svo endar öll verðhækkunin á smánotendum eins og okkur...

Re: 3föld hækkun á internetþjónustu yfirvofandi...

Sent: Þri 03. Júl 2012 18:41
af appel
Xovius skrifaði:Hvetja opinberlega til erlends niðurhals (piratebay) og setja alla á fullt í það að auka aðeins nýtinguna á þessum streng :D
Þú ert ekki alveg að skilja þetta.

Farice selur ekki bandvídd, heldur aðeins fastar tengingar við útlönd. Símafyrirtækin eru væntanlega að kaupa ákveðið stórar tengingar og borga fast gjald fyrir það, óháð umferðarþunga.

Því næst þurfa símafyrirtækin að kaupa tengingu á hinum endanum á Farice, af erlendum heildsölutengingaraðilum. Þar þarf að borga fyrir notkun.

Þannig að hvetja til aukins niðurhals hefur engin áhrif á stöðu símafyrirtækjanna gagnvart Farice, enda er þeim sama hvort það er 0% álag eða 100% álag á tengingunni, heldur í raun eykur bara kostnað enn meira því símafyrirtækin þurfa að borga erlendum heildsölutengingaraðilum úti meira.



Annars minnir Farice mig á þessar tómu kínversku verslunarmiðstöðvar, sem voru reistar á einhverjum hæpnum rökum um að það yrðu fullt af viðskiptavinum sem áttu bara að koma einhversstaðar frá. Svo nokkrum árum eftir bygginu eru 1 verslun starfrækt í miðstöð sem getur hýst 400 verslanir, ein leikfangabúð. Hver ætli leigukostnaður þessarar leikfangabúðar er? :-k