Síða 2 af 2
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Mið 20. Jún 2012 15:02
af dori
pattzi skrifaði:Hef verið að versla mér heyrnartól,símahulstur og fleira á ebay á c.a 1.99 dollara eða 0.99 einhvað fáránlega lítið og ég þarf alltaf að borga 550 kr í toll fáránlegt tollmeðferðargjald
Þú skilur ekki hvað við erum að tala um. Það er alveg jafn mikil vinna fyrir þá að búa til pappíra fyrir sendingu sem er 200 króna virði og sendingu sem er 20000 króna virði. Ef þú vilt ekki borga tollmeðferðargjald fyrir svona litla pakka hættu þá að panta þá því að þetta hefur alltaf verið svona og ef þú slappst einu sinni varstu bara heppinn. Þetta er nú einusinni á verðskránni hjá Póstinum.
goldmattress skrifaði:Ég keypti Blackwidow af breskum clanmate mínum borgaði honum 60$ fyrir borðið og sendinga kostanað(um 20 pund). Þegar ég fæ toll skýrsluna metur tollurinn notað lyklaborð á 18,000, nýtt kostar borðið 13000. Ég nennti ekki að vera að rífast við tollinn en ef hann gerir þetta við all þá getur verið að ríkið hafi talsvert uppúr þessu svindli.
Það er náttúrulega alltaf vesen með notaða hluti þegar þú ert ekki með nótu frá "alvöru seljanda". Í þessu tilfelli hefðirðu átt að geta sýnt þeim nákvæmlega hvað þú borgaðir honum og þeir þannig séð geta ekki rifist við þig. Ef þú getur ekki sýnt neina pappíra (sem er stundum tilfellið þegar það eru svona "milli vina" viðskipti) þá geta þeir metið hlutinn m.v. hvað hann kostar almennt úti. Og þá finna þeir yfirleitt það dýrasta sem hann er seldur á. Ég veit um mjög slæmt tilfelli af þessu þar sem félagi minn var að fá jólagjöf frá fyrirtæki og hefði átt að borga rugl mikinn pening í tolla og gjöld þegar þetta var miklu minna virði m.a.s. af síðu framleiðanda (ennþá ódýrara á ebay t.d.) en þeir fundu þetta á einhvern meiri pening einhversstaðar á netinu og neituðu að fara eftir öðru en því.
En hérna erum við samt að tala um Tollinn. Það vita allir að Tollurinn elskar að vera með bögg og hirða meiri peninga af okkur en þeir ættu að gera. Þessi þráður snýst um Toll
miðlun Póstsins og hvernig þeir áætla hluti sem er hvergi tekið fram án þess að láta vita og láta þig borga meira en þú ættir að þurfa.
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Mið 20. Jún 2012 16:23
af blitz
Núna get ég flutt mótorhjól ókeypis frá Evrópu til Íslands (með skipi). Tekur tollurinn það ekki gilt og bullar einhverja upphæð í flutningskostnað þegar tollur/vsk er reiknaður?
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Þri 04. Des 2012 19:47
af beggi90
Afsakið að ég sé að vekja upp gamlan þráð en þar sem margir hér eru að fá sendingar um jólin þá á þessi þráður mjög vel við.
Var að fá sendingu frá póstinum áðan, lóðstöð sem af eitthverjum undarlegum ástæðum var flokkuð sem
Sængurlín, borðlín, baðlín og eldhúslín:
6302.3100 Úr baðmull
Þetta munar ca. 1500 kr á reikningnum og ég mun hafa samband við póstinn á morgun.
Verum vakandi um jólin.
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Þri 04. Des 2012 20:55
af andrespaba
Fékk um daginn sendann pakka með jólakortum prentuðum í BNA sem komu í tveim kössum, á þá var límd kvittunin með sama pöntunarnúmeri, sendingarnúmeri og sama verði. Pósturinn tekur þetta sem 2 óskyldar sendingar og ætlar að tvírukka mig, því tók ég nú ekki og lét endurmeta tollinn. Hefði ég ekkert verið að fylgjast með þá væri tollurinn búinn að rukka mig um 70% af kaup- og sendingarkostnaðinum.
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Þri 04. Des 2012 21:30
af methylman
beggi90 skrifaði:Afsakið að ég sé að vekja upp gamlan þráð en þar sem margir hér eru að fá sendingar um jólin þá á þessi þráður mjög vel við.
Var að fá sendingu frá póstinum áðan, lóðstöð sem af eitthverjum undarlegum ástæðum var flokkuð sem
Sængurlín, borðlín, baðlín og eldhúslín:
6302.3100 Úr baðmull
Þetta munar ca. 1500 kr á reikningnum og ég mun hafa samband við póstinn á morgun.
Verum vakandi um jólin.
Þetta er tollskrárnúmerið sem er DEFAULT í hausnum á einhverjum rugluðum þarna uppfrá. Ég hef fengið sængurlín í bóluumslagi 10x20cm
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Þri 04. Des 2012 23:58
af chaplin
goldmattress skrifaði:Ég keypti Blackwidow af breskum clanmate mínum borgaði honum 60$ fyrir borðið og sendinga kostanað(um 20 pund). Þegar ég fæ toll skýrsluna metur tollurinn notað lyklaborð á 18,000, nýtt kostar borðið 13000. Ég nennti ekki að vera að rífast við tollinn en ef hann gerir þetta við all þá getur verið að ríkið hafi talsvert uppúr þessu svindli.
Borgaðir þú 12.500 kr fyrir lyklaborð sem kostar 13.000 kr nýtt?
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Mið 05. Des 2012 00:35
af methylman
Þú þarft bara að sýna t.d. paypal reikninginn eða hvað sem þú notaðir til þess að flytja peningana á milli og fá endurgreitt. Það er enginn að leika sér að því að snuða fólk en mistök eru gerð allt of oft.
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Mið 05. Des 2012 08:23
af dori
Ég er hættur að láta þá meta þetta sjálfa og senda áfram á pósthús. Fer alltaf frekar í Tollmiðlunina þarna við Gullinbrú (miklu lengra að fara fyrir mig en...) og læt þá fá reikninginn og í hvaða tollflokk þetta á að fara. Ef maður er s.s. með númerin á öllu á hreinu og kemur ekki rétt fyrir lokun þá gera þeir þetta alveg almennilega fyrir mann.
Þarna er ég samt auðvitað að vinna vinnuna fyrir þá með því að fletta upp öllum tollanúmerum sjálfur. Það á ekki að vera svona erfitt að fá þjónustu sem maður er virkilega að borga, þannig séð slatta (hlutfallslega m.v. virði pakka), fyrir.
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Fim 06. Des 2012 23:54
af pattzi
Sumt er lika bandvitlaust merkt frá fyrirtækjunum eða sendandanum sjalfum, stendur oftast framana hvað er i pakkanum og hvað hún er virði hef keypt vöru á 0.99 dollara með shipping og tollurinn rukkaði eins og þetta væru 35 dollarar því það stoð a umslaginu þetta ég kvartaði og fekk endurgreitt.
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
Re: Er tollmiðlun póstsins markvisst að svindla á okkur?
Sent: Fös 07. Des 2012 00:45
af Stuffz
Stundum hugsar maður með sér hvort réttur tollur sé ekki bara algjört lottó
t.d. þegar ég fer á ebay innkaupa leiðangur og panta margt í einu (oftast nokkra litla hluti), þá er það algjör happadrætti að átta sig á hvaða pakki er hvað því þeir koma allir á svipuðum tíma og frá sama staðnum Hong Kong
Samt reddast þetta að lokum því t.d. 6 pakkar og 6 reikningar gera sömu loka upphæðina.
leiðinda 500 kall afgreiðslugjald eða hvað það heitir,
eg arf alltaf að kaupa svona a.m.k. 3 stk af ódýrum smáhlutum til að það borgi sig.