Síða 2 af 3

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 20:41
af Moldvarpan
gardar skrifaði:Endurvinnsla er bullshit!

http://www.youtube.com/watch?v=CqyVmwcuvqQ" onclick="window.open(this.href);return false;

Mikið rétt.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 20:53
af Bjosep
Endurvinnsla er kjaftæði í BNA ... væntanlega. En við erum ekki þar er það?

Það er tilgangslaust að flokka rusl ef það er ekki til staðar að endurvinna það.

Ég sá þennan þátt fyrir löngu og nenni ekki að horfa á hann aftur. Var þetta ekki niðurlag þáttarins?

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 21:00
af gardar
Bjosep skrifaði:Endurvinnsla er kjaftæði í BNA ... væntanlega. En við erum ekki þar er það?
Kjaftæði þar jú og einnig hér, við þurfum að senda ruslið lengra frá okkur til þess að fá það endurunnið. Vissirðu að tómar mjólkurfernur eru sendar út í Svíþjóð til þess að endurvinna þær?

Endilega horfðu aftur á þáttinn.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 21:03
af worghal
gardar skrifaði:
Bjosep skrifaði:Endurvinnsla er kjaftæði í BNA ... væntanlega. En við erum ekki þar er það?
Kjaftæði þar jú og einnig hér, við þurfum að senda ruslið lengra frá okkur til þess að fá það endurunnið. Vissirðu að tómar mjólkurfernur eru sendar út í Svíþjóð til þess að endurvinna þær?

Endilega horfðu aftur á þáttinn.
þessi þáttur bendir samt meira á kostnaðinn, ekki það að ruslahaugar eru ógeðslegir og eru að verða of stórir.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 21:06
af gardar
worghal skrifaði:
gardar skrifaði:
Bjosep skrifaði:Endurvinnsla er kjaftæði í BNA ... væntanlega. En við erum ekki þar er það?
Kjaftæði þar jú og einnig hér, við þurfum að senda ruslið lengra frá okkur til þess að fá það endurunnið. Vissirðu að tómar mjólkurfernur eru sendar út í Svíþjóð til þess að endurvinna þær?

Endilega horfðu aftur á þáttinn.
þessi þáttur bendir samt meira á kostnaðinn, ekki það að ruslahaugar eru ógeðslegir og eru að verða of stórir.

Þú hefur ekki horft á allan þáttinn. Þátturinn tekur á þessu öllu, kostnaðinn, mengunina og ruslahaugana.

Hérna er talað um ruslahaugana: http://www.youtube.com/watch?v=CqyVmwcuvqQ&t=24m29s" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 21:20
af Moldvarpan
Það á að urða þetta allt saman, búa til metan gas og dæla því á bílana okkar.

Svo gróðursetja 2 tré fyrir hvert 1 sem er fellt, endurvinnsla er kjaftæði(nema á áli og öðrum málmum).

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 22:31
af Rach
First they came for the communists,
and I didn't speak out because I wasn't a communist.

Then they came for the trade unionists,
and I didn't speak out because I wasn't a trade unionist.

Then they came for the Jews,
and I didn't speak out because I wasn't a Jew.

Then they came for me
and there was no one left to speak out for me.

Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta. Þetta byrjar með að skoða eftir Pappír síðan fer þetta lengra og lengra.
Fólk þarf að standa fyrir rétti sínum til einkalífs núna. Ef þetta verður leyft ganga þeir bara lengra næst.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 22:38
af GuðjónR
Ef þeir láta mig hafa bláa tunnu án þess að rukka mig fyrir það þá er skal ég henda pappír í hana, en það er ekki séns að ég borgi fyrir hana.
Og þeir segjast flytja pappan til Svíþjóðar í endurvinnslu, hvað kostar að flytja 1x gám út? 3-400k ? og á sú fyrirhöfn að borga sig?
Það er ekki beint umhverfissvænn flutningur né ódýr.

Maður veit nákvæmlega hvaða daga þeir losa tunnurnar, ég held maður hendi bara einhverjum óþverra efst í tunnuna, t.d. notuðum dömubindum eða einhverju sulli sem þeir verða þá að fara í gegnum ef þeir ætla að RITSKOÐA sorpið.
:pjuke

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Sun 17. Jún 2012 22:42
af Hargo
gardar skrifaði: Þú hefur ekki horft á allan þáttinn. Þátturinn tekur á þessu öllu, kostnaðinn, mengunina og ruslahaugana.

Hérna er talað um ruslahaugana: http://www.youtube.com/watch?v=CqyVmwcuvqQ&t=24m29s" onclick="window.open(this.href);return false;
Mjög athyglisverður þáttur, var að klára hann. Takk fyrir þetta :)

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 00:19
af Benzmann
GuðjónR skrifaði:
Bjosep skrifaði:
Breytingarnar taka fyrst gildi á Kjalarnesi þann 1. október á þessu ári en áætlað er að þær taki seinast gildi í Vesturbænum í maí 2013.
:guy :guy

Læturðu okkur ekki bara vita hvernig gengur? :troll
Ég ætla ekki að kaupa bláa tunnu, mjólkurfernur og pappír fara áfram í þá svörtu þetta endar hvort sem er allt á Álsnesi í urðun.

Guðjón, ef þú myndir halda áfram að henda óflokkuðu rusli í tunnuna hjá þér eftir að þessar breytingar verða gerðar, þá annað hvort geta þeir neitað að losa tunnuna þína, eða þú munnt fá flokkunargjald skráð á reikninginn hjá þér, sem getur numið mörgum þúsundköllum :)

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 00:23
af Benzmann
Leviathan skrifaði:Ef það borgaði sig að endurvinna pappír, væri skilagjald á honum. :P
það er tæknilega séð skilagjald á bylgupappa, ef þú safnar saman hreinum bylgjupappa, þá borga flest sorphirðu fyrirtæki fyrir pappann,

eins og t.d bónus og hagkaup og svona stórar verslanir, það safnast upp mjög mikill bylgjupappi frá þeim (pappakassar ofl.) sem þeir flokka í sér gám, og svo fá þeir borgað fyrir hann þegar hann verður losaður hjá þeim.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 01:20
af Minuz1
http://www.facebook.com/permalink.php?s ... 3732224805" onclick="window.open(this.href);return false;

Sýnið viðbrögð.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 02:10
af Sallarólegur
gardar skrifaði:Endurvinnsla er bullshit!

http://www.youtube.com/watch?v=CqyVmwcuvqQ" onclick="window.open(this.href);return false;
Vissulega margt til í þessu, en það er eru ekki allir jafn heimskir og kanar.
Get alveg trúað þessu rökum fyrir þá, en ég held að það sé hægt að gera þetta 'rétt'.

Finnst reyndar fáránlegt að skylda alla til þess að greiða fyrir þessa tunnu, það er nú rétt 'ef það borgar sig, þá áttu að fá borgað fyrir það' eins og þeir segja í þættinum.

En þá komum við að öðru, tökum absúrd dæmi, ef það myndi koma uppgötvun að bílar menguðu milljón sinnum meira en þeir gera í raun og veru, og við yrðum búin með andrúmsloftið innan 20 ára(sem dæmi), þyrfti ekki að skylda alla til að hætta að nota bíla? Þó það fengi ekki greitt fyrir það, og því myndi fylgja kostnaður fyrir einstaklinga?

Bara að skjóta þessu fram, kannski þurfum við að hugsa hvort við viljum fá plastið ofan í jörðina og framleiða meira plast, eða að nýta það í eitthvað sem 'sparar framleiðslu'?

Kemur í ljós.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 02:12
af worghal
Sallarólegur skrifaði:
gardar skrifaði:Endurvinnsla er bullshit!

http://www.youtube.com/watch?v=CqyVmwcuvqQ" onclick="window.open(this.href);return false;
Vissulega margt til í þessu, en það er eru ekki allir jafn heimskir og kanar.
Get alveg trúað þessu rökum fyrir þá, en ég held að það sé hægt að gera þetta 'rétt'.

Finnst reyndar fáránlegt að skylda alla til þess að greiða fyrir þessa tunnu, það er nú rétt 'ef það borgar sig, þá áttu að fá borgað fyrir það' eins og þeir segja í þættinum.
að fá borgað fyrir það mundi líka ýta undir það að fleiri flokki ruslið sitt. :happy

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 02:19
af gardar
Sallarólegur skrifaði: Vissulega margt til í þessu, en það er eru ekki allir jafn heimskir og kanar.
Get alveg trúað þessu rökum fyrir þá, en ég held að það sé hægt að gera þetta 'rétt'.
Mögulega, heldurðu þó að það sé verið að gera það á íslandi? Við erum ekki með græjur til þess að endurvinna mjólkurfernur og þurfum því að senda þær úr landi með tilheyrandi kostnað og mengun, ég leyfi mér líka að halda því fram að það séu fleiri hlutir sem við getum ekki endurunnið hér heima án þess að þekkja það þó. Við getum hinsvegar framleitt metan úr því rusli sem er urðað og er það gert nú þegar.

Bandaríkin er stórt ríki og þeir þurfa væntanlega ekki að senda ruslið sitt jafn langa leið og við. Ef það borgar sig ekki fyrir þá að endurvinna ruslið er þá ekki nokkuð ljóst að það borgi sig ekki fyrir okkur?

Það væri gaman að sjá ef einhver gæti sett upp þetta reikningsdæmi á Íslandi.

worghal skrifaði: að fá borgað fyrir það mundi líka ýta undir það að fleiri flokki ruslið sitt. :happy

En ef það fylgir því meiri kostnaður og mengun að endurvinna en að urða úrganginn, afhverju ætti þá að ýta undir það að fólk flokki ruslið sitt?

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 03:21
af rapport
Málið er að í allri þessari pælingu P&T þá sleppa þeir t.d. málmum og gleri sem augljóslega borgar sig að endurvinna.

Pappír og plast líka.

T.d. er ekki hægt að vinna plast og málma fra grunni hér á Íslandi en hægt væri að líta á þetta rusl sem hráefni EF það er endurunnið.

Að starta endurvinnslufyrirtækjum hérna er hreinlega viðskiptatækifæri, það vantar bara akkúrat þetta frá ríki/borg til að bakka það upp, sbr. graenframtid.com

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 07:40
af upg8
Það voru nú Bandaríkjamenn ólmir í að flytja sorp hingað til Íslands og oft þurfa þeir að flytja sorp langar leiðir. Bandaríkin eru risastór og varla urða þeir sorp við hverja stórborg nema þá kannski til bráðabyrgða.

Skipið sem flytur pappírsgáma til Svíþjóðar er ekki eingöngu að flytja pappír ;) Skipið er hvort sem er að flytja vörur til Evrópu svo varla að það mengi mikið meira útaf smá pappír.

Ein aðal ástæðan fyrir að það er skilagjald á flöskum og svoleiðis er að þú ert raunverulega að fá endurgreitt, þú ert að borga hærra verð fyrir flöskuna þegar þú kaupir hana. Tíðkast í mörgum löndum. Skilagjald á pappír = væntanlega dýrari pappír.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 09:43
af jericho
Moldvarpan skrifaði:Það á að urða þetta allt saman, búa til metan gas og dæla því á bílana okkar.

Svo gróðursetja 2 tré fyrir hvert 1 sem er fellt, endurvinnsla er kjaftæði(nema á áli og öðrum málmum).
Það næst margfalt meiri nýtni ef lífrænn úrgangur er flokkaður frá öðru sorpi og það sett í hauggasframleiðslu í gasgerðarstöð, sem er inni á áætlun SORPU og er áætluð að verði klár 2014. Það er í raun sóun að urða það, samanborið við gasgerðarstöðina; m.v. urðun á 30.000 tonnum af lífrænum úrgangi myndi losna rúmlega 800.000 Nm3 af metangasi í andrúmsloftið. Ef þetta lífræna sorp færi í gasgerðarstöð myndi aðeins um 42.000 Nm3 losna í andrúmsloftið.

Það er því hrein og klár geðveiki að halda áfram að urða lífræna sorpið, að undanskilinni allri lyktinni sem því fylgir og það vandamál yrði úr sögunni með tilkomu gasgerðarstöðvarinnar.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 10:04
af Minuz1
rapport skrifaði:Málið er að í allri þessari pælingu P&T þá sleppa þeir t.d. málmum og gleri sem augljóslega borgar sig að endurvinna.

Pappír og plast líka.

T.d. er ekki hægt að vinna plast og málma fra grunni hér á Íslandi en hægt væri að líta á þetta rusl sem hráefni EF það er endurunnið.

Að starta endurvinnslufyrirtækjum hérna er hreinlega viðskiptatækifæri, það vantar bara akkúrat þetta frá ríki/borg til að bakka það upp, sbr. graenframtid.com
Heyrðu, ef það borgar sig fyrir fyrirtæki að endurvinna dót, afhverju þarf þá að borga peninga til þess að það geri það?

Ég vinn á veitingarstað og ég þarf ekki að borga gaurnum sem kemur og hirðir djúpsteikingarfeitina, þarf ekki að kaupa tunnu fyrir hann eða neitt, hann kemur og tekur það frítt...og ég þarf ekki að borga sorphirðugjald...

Þetta er win win situation...sem er eina vitið í viðskiptum.

Þegar kemur að endurvinnslu þá þarf þetta greinilega ekki að vera góð viðskiptahugmynd...bara látum fólk borga fyrir þetta.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 10:04
af Minuz1
jericho skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það á að urða þetta allt saman, búa til metan gas og dæla því á bílana okkar.

Svo gróðursetja 2 tré fyrir hvert 1 sem er fellt, endurvinnsla er kjaftæði(nema á áli og öðrum málmum).
Það næst margfalt meiri nýtni ef lífrænn úrgangur er flokkaður frá öðru sorpi og það sett í hauggasframleiðslu í gasgerðarstöð, sem er inni á áætlun SORPU og er áætluð að verði klár 2014. Það er í raun sóun að urða það, samanborið við gasgerðarstöðina; m.v. urðun á 30.000 tonnum af lífrænum úrgangi myndi losna rúmlega 800.000 Nm3 af metangasi í andrúmsloftið. Ef þetta lífræna sorp færi í gasgerðarstöð myndi aðeins um 42.000 Nm3 losna í andrúmsloftið.

Það er því hrein og klár geðveiki að halda áfram að urða lífræna sorpið, að undanskilinni allri lyktinni sem því fylgir og það vandamál yrði úr sögunni með tilkomu gasgerðarstöðvarinnar.
Þú mátt flokka saurinn minn frítt.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 10:39
af dori
rapport skrifaði:Málið er að í allri þessari pælingu P&T þá sleppa þeir t.d. málmum og gleri sem augljóslega borgar sig að endurvinna.
Þeir reyndar tóku það fram að áldósir (+málmar) væri eitthvað sem borgaði sig að endurvinna.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 12:15
af agust1337
Þetta er búið að vera svona lengi hérna á Sauðárkróki, þetta er verulega leiðinlegt :thumbsd

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 12:41
af GuðjónR
Gaman að sjá að allir hafa skoðun á þessu. Ég er ekki á móti flokkun og endurvinnslu, síður en svo. Er í raun mjög hlynntur því að bera virðingu fyrir umhverfinu og endurnýta verðmæti. Það er framkvæmdin á þessu sem ég er að gagnrýna. Allt í einu eru allir skikkaðir til að "kaupa" sér tunnu og skulu flokka með góðu eða íllu annars verða refsað. Eftirlitsmenn munu ferðast með sorpbílum og gramsa í rusli og leita að nýtilegu sorpi. Þetta er algjörlega út í hött og fáránleg nálgun.

T.d. hérna á Kjalarnesinu þá var endurvinnslustöð Sorpu lokað fyrir rúmu ári síðan í "sparnaðarskyni" á sama tíma var sett á sorpugjald á alla íbúnana með fasteignagjöldunum. Skurðir og móar hérna í kring eru að fyllast af sorpi þar sem sumir hafa ekki bíl til umráða til að ferðast með ruslið sitt 26km leið í sorpu í Mosó. Grendargámar eru heldur ekki í boði, en þeir bjóða íbúunum að koma með dósir milli kl 15 og 19 á föstudögum.

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 12:41
af jericho
Minuz1 skrifaði:Þú mátt flokka saurinn minn frítt.
Flott plan sem þú ert að reyna að hefja umræðuna upp á. Klapp fyrir þér. =D>

Re: Stóri bróðir gramsar í ruslinu þínu

Sent: Mán 18. Jún 2012 13:00
af GuðjónR
Nokkrar myndir sem ég tók út í móa fyrir 2-3 mánuðum.
Bein afleiðing þess að Sorpa lokaði í sparnaðarskyni.
Þeir áætla að spara 3 milljónir á ári sem er c.a. hálfvirði forstjórabíls Sorpu.

Á sama tíma eiga íbúarnir að leigja sér bláa tunnu fyrir mjólkurfernur. Þetta meikar engan sens.