Síða 2 af 2
Re: Framtíð SSD diska
Sent: Fim 14. Jún 2012 02:17
af CurlyWurly
Renndi nýlega yfir grein (las hana nú ekki alveg vel í gegn) á tomshardware þar sem að þeir voru að segja/gefa í skyn að SSD diskar ættu sér í raun ekkert mjög mikla framtíð vegna þess að bilanatíðni og fjöldi errora á víst að aukast talsvert með stærð diskanna. Nenni ekki að finna greinina núna en skal gera það á morgun ef að einhver vill.
Re: Framtíð SSD diska
Sent: Fim 14. Jún 2012 09:45
af dori
CurlyWurly skrifaði:Renndi nýlega yfir grein (las hana nú ekki alveg vel í gegn) á tomshardware þar sem að þeir voru að segja/gefa í skyn að SSD diskar ættu sér í raun ekkert mjög mikla framtíð vegna þess að bilanatíðni og fjöldi errora á víst að aukast talsvert með stærð diskanna. Nenni ekki að finna greinina núna en skal gera það á morgun ef að einhver vill.
Er það ekki nákvæmlega það sama og alltaf? Harðir diskar hafa farið í gegnum ógurlega þróun til að verða svona stórir. Fullt af rannsókn sem hefur farið í þetta. Það mun klárlega verða svipað uppá teningnum með SSD.
En í nánustu framtíð munu segulplattar verða mun hagstæðari fyrir bulk geymslu, það er engin spurning. Eftir 10-20 ár, hver veit. Manstu hvernig tölvurnar voru árið 1992?
Re: Framtíð SSD diska
Sent: Fim 14. Jún 2012 10:05
af GuðjónR
dori skrifaði:En í nánustu framtíð munu segulplattar verða mun hagstæðari fyrir bulk geymslu, það er engin spurning. Eftir 10-20 ár, hver veit. Manstu hvernig tölvurnar voru árið 1992?
Já ég man það, þá voru 512MB diskar bara nokkuð stórir diskar.
Re: Framtíð SSD diska
Sent: Fim 14. Jún 2012 10:44
af Daz
GuðjónR skrifaði:dori skrifaði:En í nánustu framtíð munu segulplattar verða mun hagstæðari fyrir bulk geymslu, það er engin spurning. Eftir 10-20 ár, hver veit. Manstu hvernig tölvurnar voru árið 1992?
Já ég man það, þá voru 512MB diskar bara nokkuð stórir diskar.
Nokkuð stórir? 1994 fékk ég nýja tölvu með 240 mb disk! Ætli fólk hafi verið farið að velta fyrir sér snúningshraða þá?