Síða 2 af 2

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fim 26. Apr 2012 23:57
af SkaveN
Maini skrifaði:Ég veit nú um einn félaga minn sem var að nota stera og eftir um ár eða tæpt ár, fékk hann hjartaáfall og slapp naumlega frá dauðanum, einungis vegna þess að hann var í matarboði þegar það gerðist. (ef hann hefði verið einn, kapút)

Jón Páll lést einmitt líka útaf steranotkun ef mig skjátlast ekki.
Fyrir það fyrsta þá þykir mér leitt að heyra með félaga þinn. Vonandi að hann hafði náð góðum bata.

Getur samt ekki komið með svona fullyrðingu og sagt bara að hann fékk hjartaáfall vegna þess hann tók stera, hvernig stera var hann að taka? í hvað miklu magni? hvað lengi? gerði hann viðeigandi ráðstafanir fyrir PCT eftir kúrinn? hélt hann áfram að taka eitthvað annað en stera? Fór hann í blóðrannsókn fyrir og eftir að hann tók stera?

Þú segir að hann hafi fengið hjartaáfall ári eftir að hann tók stera? Ef hann hefur tekið 3 mánaða keyrslu og klárað PCT eins og maður þá væri ekki vottur af neinnum efnum eða einhverjum áhrifum frá steranum enþá í líkamanum hjá honum eftir 1 ár. Auðvita meðan þú ert á sterum þá ertu að setja auka álag á allan líkamann og ef þú ert með einhverja sjúkdóma þá myndi ég aldrei koma nálagt þessu, ef þú ert nú þegar með háan blóðþrýsting og hvað þá hjartagalla eða einhvað álíka þá ýta sterar auðvita undir allt svona. Þannig alltaf gott að vera búinn að fara til læknis og i blóðrannsókn til að sjá hvort líkaminn hjá þér er ekki að virka alveg eðlilega áður en þú myndir gera nokkuð.

Veistu nánar hvað orskaði þetta hjartaáfall? ertu með meiri upplýsingar um hvað nákvæmlega var að honum félaga þínum? :)

Ætla ekki að fara ræða Jón Páll neitt hérna

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 00:17
af coldcut
Við skulum bara orða þetta svona...

Það er ómögulegt að buffa sig svona svakalega upp og skera sig svo svona svakalega niður aftur og aftur og aftur og aftur með löglegum leiðum!

Vandamálið við stera er að fólk verður háð þessu og háð vöðvum. Vöðvafíkn er ekkert grín og er alvöru vandamál!

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 08:44
af ManiO
Ég sé aðeins eina ástæðu fyrir því að taka stera (anabólíska), og það er með læknisráði. Sumir þurfa að taka þetta af læknisfræðilegum ástæðum.

Ef þú þarft að sprauta þig til að auka þyngdir í ræktinni er ekki tími til kominn að líta í spegil og spyrja sig hvort það sé ekki tímabært að slaka aðeins á?

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 09:55
af blitz
SkaveN skrifaði:Ef þú ert búinn að vera lyfta í 3-4 ár og ert með mataræðið alveg 100% á hreinu og hefur "stoppað" algjörlega í þyngum og árangri í ræktinni þá getur þú prófað að taka eina keyrslu. Ef þú ert yngri en 24 þá myndi ég aldrei hugsa um þetta. Ef þú ert nýbyrjaður í þessu og nennir ekki að mæta 5-6x i viku og vilt bara taka stera til að fá árangurinn þá er það ekki fyrir þig.

Fólk hérna segir að þetta sé fyrir aumingja og sé bara shortcut,finnst leitt að heyra að fólk sjái bara 18 ára útur steraðan gaur i worldclass og hugsi með sér að þetta allt sé algjör steypa og engin ætti að gera þetta.
Það sem þið ættuð að hugsa úti er að margir hverjir sem eru á sterum eru bunir að að vera lyfta lengi, með mikla reynslu í þessu og MIKLU meiri metnað en þeir sem taka ekki neitt inn, er alls ekki að segja að þetta sé í öllum tilfellum og auðvita eru margir krakkar sem "abusa" stera alveg hrikalega og vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það kallast að skemma líkamann sinn.

Það geta allir verið massaðir með að taka keyrslu en það geta ekki allir haldið árangrinum, fyrst og fremst fellst það í PCT, sem ungir krakkar nenna ekkert að spá í. því einfaldlega það eru ekki "sterar"

En ef þú hefur áhuga og ert búinn að lyfta lengi og ert í góðu formi, hugsa að þú sért ungur og vilt stækka, staðinn fyrir að taka cut? Það er alltaf "betra" fyrir likaman að sprauta sig útaf því að töflurnar sem þú tekur eru með efni í sér svo að þær lifi ferðina i gegnum lifrina á þer svo að efnið i töflunum komist úti blóðið. Það er mjög erfitt fyrir lifrina.

Ef þú sprautar þig þá fer það beint í vöðva og þaðan úti blóðið. Aldrei byrja á neinnu öðru heldur en Testosterone fyrir fyrstu keyrslu, líkaminn framleiðir það sjálfur og ert þú einfaldlega að pumpa upp skammtinn töluvert. Talað er um að 30 karlmaður framleiði 70mg af Testosterone á viku.(minnir að ég hafi lesið það). Fyrir fyrstu keyrslu væri kannski 250-500mg alveg nóg. :) en er búinn að skrifa of mikið vonandi að þú skiljir hvað þú ert að fara úti, því þetta er meira en að segja það.
=D>

Flottur póstur!

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 10:00
af Lanzo
Þú getur tekið stera á réttan hátt og svo á rosalega vitlausan hátt.

Þú sért oft stráka stækka svakalega og minnka svakalega aftur útaf þeir taka pásu eftir kúr, oftast minnkar þeir útaf þeir hætta að æfa jafn grimmt.

Myndi lesa mig helling um þetta áður en þú ferð út í þetta, ef þú gerir þetta rétt er þetta næstum hættulaust. Myndi ekki fara í töflu stera því lifrinn á þér höndla það ekki til lengri tíma.

Þarft lika að pæla á því hvort þú sért að æfa nóg og grimmt og ert nóg of ákveðinn að vilja stækka þýðir ekkert að sprauta sig og halda að þú verður stór,

Fólk sem er að tala um að þetta sé shortcut það er bull fólkið sem er að nota þetta er útaf það vil fá max árangur og er að æfa grimmt (þú verður ekki stór á að taka stera og æfa lítið)

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 10:12
af AntiTrust
Lanzo skrifaði:Fólk sem er að tala um að þetta sé shortcut það er bull fólkið sem er að nota þetta er útaf það vil fá max árangur og er að æfa grimmt (þú verður ekki stór á að taka stera og æfa lítið)
Auðvitað er þetta ekkert nema shortcut?

Flestir sem eru að nota stera gætu komist á sama stað án þeirra, bara á lengri tíma. Fyrir vikið sleppuru við allar þær aukaverkanir sem sterar geta haft, og yfirleitt færðu mikið fallegri líkama.

Það er örugglega hægt að taka stera semi-safe, en það eru fleiri aukaverkanir en líkamlegar. Þeir geta verið ávanabindandi eins og önnur efni, geta valdið skapgerðarbreytingum eins og allir þekkja þótt sögurnar séu vissulega oft ýktar, fokkað verulega upp hormónastarfseminni í þér og flr. stærri og sjaldgæfari vandamál.

Það er enginn heilbrigð manneskja betur sett á sterum en án þeirra, einfalt.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 10:16
af Kalli9900
SkaveN er vissulega með málefnalega umræðu gott mál:)

Ef það er verið að ræða um þessi mál er best að fara til læknis og láta hann vera meðvitaðan um notkunn þína. Láta mæla reglulega blóðfitu og lifrar og nýrna virkni og að vera undir eftirlyti.

Það er ekki mikið rætt hér um hgc og beta og estrógen blockera og það er vissulega gríðar mikilvægt.

En vill benda á að missnotkun og og notkun er alls ekki sami hluturinn og er áfengi þar gott dæmi.

Öll lyf hafa aukaverkanir og því má ekki gleima og það er hægt að drepa sig á Mcdonalds og kóki líka. :knockedout

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 10:23
af GuðjónR
Mesta hættan við sterana er sú að þeir stækka hjartað sem er jú vöðvi.
Þegar hjartað stækkar þá minnka hólfin í því og það þarf að hafa meira fyrir því að dæla blóðinu.
Það getur orsakað hjartaáfall eða hugsanlega styttri líftíma. Sterar eru alltaf áhætta.

Var ekki sagt að hjartað í Jóni Páli hefði verið á stærð við hjarta í 400kg nauti?
Sú saga gekk allavegana í denn þegar ég var að æfa Gym80.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 12:12
af Gúrú
GuðjónR skrifaði:Var ekki sagt að hjartað í Jóni Páli hefði verið á stærð við hjarta í 400kg nauti?
Sú saga gekk allavegana í denn þegar ég var að æfa Gym80.
Er þetta nú ekki bara einhver skáldsaga vegna þess að þetta hljómar "hardcore"?

Hjartavandamál voru þekkt í ætt Jóns og hann dó vegna þess að ósæðin hans rifnaði í vinstra hjartahvolfinu (Sem að Wiki segir að sé specifically þekkt vandamál í ætt hans en hefur enga skráða heimild).

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 12:18
af AntiTrust
Gúrú skrifaði:Er þetta nú ekki bara einhver skáldsaga vegna þess að þetta hljómar "hardcore"?

Hjartavandamál voru þekkt í ætt Jóns og hann dó vegna þess að ósæðin hans rifnaði í vinstra hjartahvolfinu (Sem að Wiki segir að sé specifically þekkt vandamál í ætt hans en hefur enga skráða heimild).
Sterarnir stækkuðu hjartað en ekki ósæðina, skilst að ósamræmið þar á milli hafi í rauninni valdið þessu rofi. Svo var ekki einu sinni hægt að reyna lífgunartilraunir þar sem hann var svo vöðvamikill um brjóstkassann.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 12:57
af tanketom
Myndi mæla með að þú horfir á þessa mynd

http://www.imdb.com/title/tt1151309/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 13:02
af playman
Mæli einnig með því að horfa á National Geographic - Superhuman Faking It

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 13:20
af raekwon
Flest er hollt í hófi en það eru margir farnir að tala um þetta eins og þú sért bara kominn í margra ára neyslu leið og hugsar um að byrja.
Með Jón pál .Nei reyndar var hann með í grunninn óvenju lítið hjarta þannig að það þurfti að hafa miklu meira fyrir dælingunni, og þótt hafi stækkað eitthvað útaf steraneyslu var það ekki í grunninn byggt til að þola álagið, bara að vera hávaxinn eins og hann var og svo líka bara þessar massívu æfingar sem hann gerði, fáir sem nokkurntíman hafa lagt jafn mikið á sig og jón páll, var að þyngja sig og létta til skiptis á met hraða, hjólaði í gufubaði þangað til datt út og hné niður og svo þegar var búið að draga hann út og vaknaður aftur fékk sér smá að drekka og bara jæja næsta sett og fór aftur inn í gufuna. og eftir að opnaði gym 80 þá hætti hann nánast að sofa og borðaði ekki nógu rétt og oft, var að vinna í gyminu og svo slakaði hann ekkert á æfingum þess á milli og var virkilega farið að sjást á honum að þurfti að slaka á en hann hlustaði ekki á það, sagði við félaga hans pabba að maður eins og ég verður aldrei gamall =)
Fullt af strákum í fótbolta og rugby hafa verið að hrynja niður á æfingum og í leikjum án þess að mælist nokkuð undarlegt í þeim.
svo væri hægt að fara í hina áttina og tala um þá sem misnotuðu stera alveg endalaust á sínum tíma af því að þá var ekki þekkt neitt áhrif til langs tíma eða mismunur milli efna, swartzenegger, lue ferigno, stallone og þessir gaurar hafa alveg sagt að þetta var ekki sparað á sínum tíma og bara aukið í þegar virtist ekki virka eins vel og bætt við fleiri tegundum osfv og þeir eru alveg sprellifandi í dag,
en þetta er allt extreme gaurar sem að voru kannski ekkert að hætta á sterum neitt sérstaklega inn á milli kannski minnkuðu skammtinn eða skiptu um efni, og búnir að vera 10-15 ár samfleytt á sterum mað takmörkuðum pásum, ekkert í líkingu við það að þú sért að spá í að boosta aðeins upp og keyra í gang.
helsta sem þarf að hafa í huga er æfa rétt því að það er létt að skemma hluti í líkamanum sem getur tekið áratugi að laga ef lagast aftur, svo er spurngin hvað ætlar að gera, flestir vilja bara hressa upp á útlitið og það er hægt að gera æfingar þannig að stækkar vöðvana og líta vel út en ert kannski ekkert að fá neitt massívann styrk endilega og svo er hægt að fá geðsjúkann styrk en líta ekkert endilega út fyrir að vera svo hraustur, félagi minn var bara rétt um 93kg 180 á hæð og setti 200 á stöngina og tók 2-3 lyftur, hann var líka í mörg ár 4x í viku stundum oftar í ca 2 tíma í ræktinni og aldrei slakað á. svo voru aðrir miklu breiðari og vatnaðri sem að dóu næstum við að ná 140kg einu sinni,
fólk áttar sig oft ekki á því sem eru að lyfta og alltaf að bera sig við þessa gaura að það er ekki mikið hlutfall af fólki í heiminum sem hefur tekið yfir 100kg í bekknum og það er góður árangur, hugsaðu frekar um til að byrja með alllavega að lyfta eins og þú vilt líta út styrkurinn kemur smám saman, ef þú hefur ekki góðann grunn áður en byrjar á sterum þá geturðu skropppið hratt saman leið og hættir að lyfta
Eitt get ég sagt við alla sem eru að lyfta með eða án stera að kaupa þessa bók og gera sér svo prógram eftir henni miðað við hvað ætlar að gera, hér er farið í gegnum mataræði æfingar, hvaða nýtni hvaða blóðflokkur fær úr hvaða fæðu og bara allt um eitthvað sem tengist hreyfingu með eða án stera. því að hver einasti sem þú talar við hefur sérstaka sögu.

http://www.ebay.com/itm/Manifesto-of-Ma ... 500wt_1156" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 14:16
af bixer
Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 16:19
af Bjosep
bixer skrifaði:Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.
Þegar þú segir "náttúrulega" meinarðu þá ekki löglega? Eða má vera á sterum í kraftlyftingum?

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 16:26
af CendenZ
Hættið að tala um Jón Pál og dauða hans tengdan sterum.

Ég er nokkuð viss um að hann hafi verið með galla í teygju ósæðarinnar, minnir að sonur hans hafi þurft að fara í skiptiaðgerð út því.
En þetta auðvitað bætti ekki úr skák, en sannanlega ekki orsökin ef þetta er rétt.

potato have skin... ;)

...allir sem taka stera deyja, höfum það á hreinu.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 16:28
af vesley
Bjosep skrifaði:
bixer skrifaði:Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.
Þegar þú segir "náttúrulega" meinarðu þá ekki löglega? Eða má vera á sterum í kraftlyftingum?
Það er ekkert mikið verið að fylgjast mikið með steranotkun kraftlyftingamanna hér á landi, það er alveg augljóst.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 16:30
af bixer
vesley skrifaði:
Bjosep skrifaði:
bixer skrifaði:Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.
Þegar þú segir "náttúrulega" meinarðu þá ekki löglega? Eða má vera á sterum í kraftlyftingum?
Það er ekkert mikið verið að fylgjast mikið með steranotkun kraftlyftingamanna hér á landi, það er alveg augljóst.
þegar ég sagði náttúrulega þá var ég að meina löglega. Það er alls ekki mikið eftirlit með steranotkun almennt en ég held að það sé sérstaklega lítið eftirlit á Íslandi

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 16:31
af AntiTrust
Bjosep skrifaði:Þegar þú segir "náttúrulega" meinarðu þá ekki löglega? Eða má vera á sterum í kraftlyftingum?
Það er 2 ára keppnisbann ef þú fellur á lyfjaprófi, allavega innan IPF. Svipaðar reglur innan IFBB minnir mig, þótt það sé auðvitað vitað mál að það lyfjaprófar enginn topp mennina innan þeirra deilda.

Maður getur nánast gleymt því að keppa innan IFBB sem natural, notkunin er svo mikil, og þykir svo eðlileg að manni blöskrar.

Þótt ég sé rosalega mikið fyrir "benefit of the doubt" þá eru sumir ungir drengir að þyngjast svo hratt og bæta sig svo rosalega á milli móta í kraftlyftingunum að það er bara með öllu ólíklegt að þetta sé bara afrakstur mikill æfinga og góðs matarræðis.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 17:03
af aaxxxkk
bixer skrifaði:Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.
Þeir sem eru ekki að stera og keppa í kraftlyftingum hér á íslandi keppa í Kraft sem er í ÍSÍ og það er lyfjaprófað.

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 17:13
af Gerbill
aaxxxkk skrifaði:
bixer skrifaði:Ekki byrja á sterum ef þú ætlar að fara að keppa.

Ég er búinn að ná miklum árangri í bekkpressu og átti möguleika á að setja nýtt Íslandsmet um daginn en þá var það bætt af gaur sem ég hef nánast fengið staðfest að hafi verið á sterum í næstum 2 ár(on/off)

Það er ógeðslega ósanngjarnt fyrir þá sem ætla að gera þetta náttúrulega að það séu einhverjir aðrir með svona forskot. En mér er alveg sama hvað áhugamenn eru að gera.
Þeir sem eru ekki að stera og keppa í kraftlyftingum hér á íslandi keppa í Kraft sem er í ÍSÍ og það er lyfjaprófað.
Þeir sem eru lummulegir með notkun sína keppa hjá Kraft meinarðu?

(note; ekki að segja að það steri allir hjá Kraft, alls ekki, bara smá hæðni hjá mér, það verður seint komist algjörlega hjá steranotkun, sama hvaða íþrótt)

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 17:31
af bixer
það eru því miður dæmi um steranotkun innan kraft

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 17:50
af fremen
Það eru alltaf jafn margir prófessorar í lyftingum og næringarfræði í svona þráðum á hverju einasta spjallborði, partýi, o.s.frv. þar sem maður er staddur.

Sterar eru ekkert hættulegir ef þeir eru rétt notaðir og þú ert ekki með undirliggjandi hjarta-vandamál í líkamanum. En ef þú ert með undirliggjandi hjarta-vandamál sem dæmi þá geturðu alveg hrunið niður á föstudegi í 10/11 meðan þú ert að versla í kvöldmatinn, alveg uppúr þurru.

Tala bara við lækni áður en þú byrjar og taka tjékk og svo fylgjast með hvernig líkaminn hagar sér í ferlinu, ef eitthvað er off þá bara stoppa og tala við lækni. Það eru til fullt af mjög gagnlegum upplýsingum á netinu um hvernig á að gera þetta rétt, þ.e.a.s hvernig eigi að byrja og hvernig eigi að enda.

Eina vandamálið sem ég sé við stera er þegar menn byrja á einhverjum ákveðnum sterum og ná að byggja vöðva á x mg og halda svo að þeir geti byggt meira með 2x mg, ÞÁ ferðu að stofna þér í hættu.

Ég hef persónulega aldrei notað stera og veit ekki hvort ég muni nokkurntíman gera það. Ef ég gerði það myndi ég ekkert skammast mín fyrir það og ljúga til um það. En það að ENGINN eigi að taka stera vegna þess að þeir séu STÓR HÆTTULEGIR er bara bull og vitleysa og mér finnst óþolandi að lesa þetta.

Þeir sem segja svo að steranotkun sé svindl - það er rangt. Því ultimately eiga steranotendur að keppa í öðrum flokki en þeir sem eru án stera. EF steranotandi er að keppa með 'natural' mönnum og reglurnar segja að sterar séu bannaðir, ÞÁ er það auðvitað svindl, annars ekki. Þess vegna er natural bodybuilding og bodybuilding tvennt ólíkt í USA.

Sterar eru shortcut - Já, stundum. Að byggja MIKIÐ af LBM tekur mörg MÖRG ár og jafnvel ENN fleiri ár fyrir suma og margir vilja kannski frekar stytta tímann aðeins niður með sterum. Mér finnst það persónulega allt í lagi svo lengi sem þeir passi sig - fari eftir leiðbeiningum um notkun - og HÆTTI þegar þeir eiga að hætta/ef líkaminn byrjar að haga sér eitthvað skringilega. Og að sjálfsögðu fari reglulega til læknis.

Hins vegar er algjört bull að byrja á sterum strax og menn byrja að lyfta. Það er ekkert með það að gera strax - færð þessi fínu nýliði gains í svolítinn tíma. Endilega lyfta í 1-2 ár almennilega með tiltölulega þéttu dieti og RÉTTUM lyftum áður en þú pælir í sterum.

(Þetta comment er ekki beint til OP heldur meira umræða um svörin sem hafa komið)

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 17:52
af CendenZ
Að nota stera er alveg jafn siðlaust og photoshoppa módel...

























:troll

Re: Anabólískir Sterar

Sent: Fös 27. Apr 2012 18:09
af Nördaklessa
það er allt gott í hófi...