Síða 2 af 2

Re: Ólöglegt að

Sent: Mið 28. Mar 2012 21:42
af Gúrú
AronOskarss skrifaði:Hélt það væri nokkuð vitað að það kippir símanum úr viðgerð að fikta í stýrikerfi eða roota.
Ef að við pössuðum okkur allir að skrifa orðin sem að við eigum við þá væri þessi þráður öllu skárri. :)

Þú átt við 'framleiðandaábyrgð' þarna, ekki satt?
En þá segi ég enn og aftur: Það skiptir ekki máli fyrir íslenska neytendur hvað framleiðendur tíðka.
Framleiðandi hefur allt það frelsi sem hann vill í sumum löndum til þess að gera eigin ábyrgðarskilmála.
Íslenskir seljendur vörunnar fá ekki það tækifæri og bera 2 ára lögbundna ábyrgð á tækjunum. Tækjunum.

Re: Ólöglegt að "root-a" síma frá Símanum?

Sent: Fim 29. Mar 2012 12:23
af AronOskarss
Haha, sjii. Jújú ábyrgð er það sem átti að standa þarna.
Og það gildir um okkur líka að það megi ekki messa í tækinu.
Þó við séum ekki undir sama lagaramma og fyrirtækið sem hannar og framleiðir símana þá þurfum við að fylgja þeirra reglum ef við viljum fá ábyrgðar viðgerð frá þeim.
Annars væru þessar græjur ekki seldar á íslandi.
Þar að segja, ef þessir skilmálar væru ekki gildir hér... fengjum við ekkert að selja símana hér á landi.

En er mjög sammála því að ef myndavél bilar, þá eigi ég rétt á ábyrgðar viðgerð sama hvað ég er buinn að gera við stýrikerið.


Setið bara stock upp og sendið svo í viðgerð!
Ekki flókið.

Re: Ólöglegt að

Sent: Fim 29. Mar 2012 12:43
af Daz
Gúrú skrifaði:...snippsnapp...
Íslenskir seljendur vörunnar fá ekki það tækifæri og bera 2 ára lögbundna ábyrgð á tækjunum. Tækjunum.
Nú veit ég ekki hvort það hafi reynt á það einhverntíman en það er grátt svæði þar sem "tækið" (vélbúnaðurinn) hættir og hugbúnaðurinn byrjar. Ég fengi líklega ekki ábyrgðarviðgerð á þvottavélinni minni ef ég myndi flasha firmware-ið á henni.

Re: Ólöglegt að

Sent: Fim 29. Mar 2012 12:48
af Leviathan
Daz skrifaði:
Gúrú skrifaði:...snippsnapp...
Íslenskir seljendur vörunnar fá ekki það tækifæri og bera 2 ára lögbundna ábyrgð á tækjunum. Tækjunum.
Nú veit ég ekki hvort það hafi reynt á það einhverntíman en það er grátt svæði þar sem "tækið" (vélbúnaðurinn) hættir og hugbúnaðurinn byrjar. Ég fengi líklega ekki ábyrgðarviðgerð á þvottavélinni minni ef ég myndi flasha firmware-ið á henni.
Custom firmware á þvottavél! =D>

Re: Ólöglegt að "root-a" síma frá Símanum?

Sent: Fim 29. Mar 2012 14:29
af DabbiGj
Þetta er ekki flókið vélbúnaður er í ábyrgð en hugbúnaður ekki, það er óvinnandi verk fyrir tölvuverslanir t.d. að fara að bjóða ábyrgð á hugbúnaði án þess að fara að hækka verð uppúr öllu valdi eða bara útí það að flasha vélar og henda öllu útaf þeim.

Sama gildir um síma og tölvur, ef síminn þinn er í fokki afþví að þú flashaðir hann er það á þína ábyrgð svo lengi sem að vélbúnaðurinn sjálfur er ekki ónýtur.

Re: Ólöglegt að "root-a" síma frá Símanum?

Sent: Fim 29. Mar 2012 15:44
af DJOli
Ég segi bara að fólk ætti að halda sig frá þessum lg símum.

Ekki myndi ég kaupa vörur frá fyrirtæki sem er þekkt fyrir að framleiða raftæki (t.d. græjumagnara) sem takkarnir detta af.
Já auðvitað, við erum að tala um Goldstar (Nú þekkt sem LG).

Re: Ólöglegt að

Sent: Fim 29. Mar 2012 16:12
af Gúrú
Daz skrifaði:
Gúrú skrifaði:...snippsnapp...
Íslenskir seljendur vörunnar fá ekki það tækifæri og bera 2 ára lögbundna ábyrgð á tækjunum. Tækjunum.
Nú veit ég ekki hvort það hafi reynt á það einhverntíman en það er grátt svæði þar sem "tækið" (vélbúnaðurinn) hættir og hugbúnaðurinn byrjar. Ég fengi líklega ekki ábyrgðarviðgerð á þvottavélinni minni ef ég myndi flasha firmware-ið á henni.
Ef þú myndir flasha firmwareið, sem að stýrir mekanískum hlutum sem að geta auðveldlega skemmt hvorn annan ef að þeir eru vitlaust stilltir,
þá er gríðarlega auðvelt fyrir seljandann að sýna fram á það að þú hafir skemmt vélina með því að custom roota það, ef að það skemmdi vélina.

Ef að þú skemmir símann með custom rootinu, símann sjálfan, ekki hugbúnaðinn, þá á síminn ekki að vera í ábyrgð.
Ef að þú skemmir símann ekki, en hann er með custom rooti sem að gerir símanum engan skaða, þá á síminn að sjálfsögðu að vera í ábyrgð og engin ástæða til annars.

Re: Ólöglegt að

Sent: Fim 29. Mar 2012 20:59
af dori
Gúrú skrifaði:Ef að þú skemmir símann ekki, en hann er með custom rooti sem að gerir símanum engan skaða, þá á síminn að sjálfsögðu að vera í ábyrgð og engin ástæða til annars.
Það reynir örugglega mjög sjaldan á það hvort sími sé í ábyrgð ef það er ekkert að honum. En, mjög skiljanlega, ef þú ferð með hann í viðgerð með custom firmware þá er því alltaf klínt á það að þú sért með "ekki standard" firmware. Kannski ef þetta er þekktur galli fengirðu þetta í gegn en það er samt ekkert gefið.

Annars þá er mjög spes ef þú skiptir um stýrikerfi að hann falli úr ábyrgð. En þarf maður ekki alltaf að flassa símann með nýju firmware til að roota eða setja upp annað stýrikerfi? Ég er ekki nógu vel inní þessu. Allavega, ef þú ert búinn að skipta um firmware og ferð með hann í viðgerð útaf einhverju basic dóti. Þá er alveg skiljanlegt að þeir reyni að sleppa undan ábyrgðarviðgerð með því að benda bara á að þú sért að keyra firmware sem er ekki standard og að þú gætir hafa eyðilagt símann með því (sem er alveg "rétt"). Þá lendir það á þér að sýna fram á að það hafi verið eitthvað annað sem hafi verið að. Sem ég held að sé mjög erfitt nema þetta sé einhver algengur þekktur galli.