Síða 2 af 2
Re: Fermingarvél 200þús
Sent: Þri 27. Mar 2012 21:36
af tdog
Hvaað með bara iPad? Er Námsgagnastofnun ekki með eitthvað tilraunaverkefni í gangi fyrir rafbækur? iPadinn er léttur, fyrirferðarlítill, spilar leiki, ritvinnsla með bluetooth lyklaborði er leikur einn, svo er náttúrulega til hellingur af öppum í græjuna.
Re: Fermingarvél 200þús
Sent: Mið 28. Mar 2012 10:22
af HalistaX
Domnix skrifaði:Fermist núna og það eru 2 ár í að klára grunnskóla.. Í flestum menntaskólum er nánast óþarfi að hafa fartölvu og í mörgum er bannað að hafa þær opnar í tímum. Fartölva er fjárfesting uppá svona 3 ár. Sé það ekki borga sig að eyða fermingarpeningunum sínum í fartölvu svona ungur. Frekar borðtölvu eða láta þá ávaxtast á banka
Það er gaman að segja frá því að í fjölbrautarskólanum sem ég reyndi að stunda nám við(FSu) var nánast krafist þess að við ættum fartölvur til þess að vinna verkefni á í tímum og fóru margir tímar einmitt í það. Reyndar skaffaði skólinn þessar skít hægu fartölvur en já. Fermingarveĺin mín entist í 3 ár eða 9-10 bekk í grunnskóla og svo fyrsta árið í framhaldsskólanum sem ég tel vera bara helvíti góða endingu. Stráksi er líka ekki kominn út á vinnumarkaðinn en sumarið eftir fyrstabekk í framhaldsskóla ætti hann að vera kominn út á markaðinn og geta halað inn peningnum í nýja tölvu.
tdog skrifaði:Hvaað með bara iPad? Er Námsgagnastofnun ekki með eitthvað tilraunaverkefni í gangi fyrir rafbækur? iPadinn er léttur, fyrirferðarlítill, spilar leiki, ritvinnsla með bluetooth lyklaborði er leikur einn, svo er náttúrulega til hellingur af öppum í græjuna.
Haha já, það hefði kannski bara verið málið
Gæjinn er alveg harðkjarna Apple fan og talar ekki um annað en þessa iMac sem félagar hans eiga.
En mér skilst að pollinn hafi í sameiningu við foreldra okkar pantað þessa tölvu sem var að koma í póstinum fyrir ca. 15 mínútum.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2150" onclick="window.open(this.href);return false;
Við, ég og Brotheroriginal, þökkum kærlega fyrir góð svör og óskum ykkur gleðilega páska.
