Síða 2 af 3

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 00:53
af intenz
Væri gaman að fá app í símann með söngtextum/gítargripum. Snilld fyrir partýið/útileigurnar. Tiltölulega auðvelt (auðveldara) þar sem höfundar íslensku síðunnar Gítargrips (nú Guitarparty) eru búnir að búa til þeirra eigin API þar sem fólk getur komist í gagnagrunninn þeirra:

http://www.guitarparty.com/developers/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 02:30
af Marmarinn
Ekki hugmynd, en..

Android tölvuleikur eftir íslending.

http://mbl.is/frettir/taekni/2012/03/14 ... andi_ferd/" onclick="window.open(this.href);return false;

Virkilega flott.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 04:14
af vikingbay
Swooper skrifaði: Opnunartími er ekki tímabil, heldur tímapunkturinn þegar verslun er opnuð. Afgreiðslutími er tímabilið milli opnunartíma og lokunartíma.
vá ég þurfti að lesa þetta allveg þrisvar.. fanst ég vera voða klár þegar ég skildi þetta síðan :-k

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 04:55
af DJOli
Tölvupóst app.

Hvar ertu með tölvupóstinn?
Símanum?
Vodafone?
Snerpu?
Tal?
Yahoo?
Hotmail?
AOL?
Inbox?
FastMail.FM?
mail.com?
LycosMail?
Care2?
Zenbe?
Gmx?
Gawab?

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 12:04
af Swooper
Ég fatta ekki. Af hverju þarf séríslenskt tölvupóst app? Geturðu ekki notað eitt af þeim fjölmörgu sem eru fáanleg á Market Play Store?

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 16:24
af Gúrú
Að hafa það innbyggt inn í opnunartíma (á verslunum) appið hvaða vöruúrval er hvar væri snilld.
Hafa það bara samfélagsumannað "wiki" um hvaða verslanir eru t.d. með Euroshopper orkudrykki(Að vísu auðvelt: Þær í eigu Haga)
eða ákveðna pasta/núðlutegund o.s.frv.

Þyrfti ekkert að vera í rauntíma (ættir aldrei að reiða þig 100% á þetta) en þetta væri einstaklega hentugt.

Swooper skrifaði:
urban skrifaði:
Swooper skrifaði: Annars, plís strákar (og stelpur, ef það eru einhverjar svoleiðis hér), hættið að segja "opnunartími" þegar þið meinið "afgreiðslutími". Þetta eru ekki samheiti. #-o


hver viltu meina að sé munurinn ??

ef að ég sem kúnni er afgreiddur í búð þá er hún væntanlega opin.
og ef að ég sem kúnni labba inní opna búð þá verð ég væntanlega afgreiddur

Opnunartími er ekki tímabil, heldur tímapunkturinn þegar verslun er opnuð. Afgreiðslutími er tímabilið milli opnunartíma og lokunartíma.
Sorrí, það er bara massíft pet peeve hjá mér þegar fólk fer rangt með þetta, sérstaklega þegar þetta er jafnvel prentað á hurðina á einhverri verslun...

Ef að þú kallar 'afgreiðslutími' ekki einu sinni 'afgreiðslutímabil' þá sé ég ekkert rangt við það að einhver kalli þetta
opnunartíma (tíma þegar að opið er) eða afgreiðslutíma (tíma þegar að afgreitt er).
Verslunin er opin í þennan tíma = opnunartími. Þetta getur oft verið exclusive við afgreiðslutíma. Þér er t.d. alltaf
kleift að skoða bíla á bílasölu (hún er opin) en þú færð enga afgreiðslu nema að starfsmaður sé við.

Mjög heimskulegt pet peeve hjá þér að mínu mati. :japsmile

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 17:37
af intenz
Swooper skrifaði:Ég fatta ekki. Af hverju þarf séríslenskt tölvupóst app? Geturðu ekki notað eitt af þeim fjölmörgu sem eru fáanleg á Market Play Store?
Sammála, auk þess gleymdi hann Gmail. :hnuss

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Fim 15. Mar 2012 18:37
af Nuketown
shift worker er snilld fyrir vinnutíma, er samt ekki íslenskt.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 09:23
af PepsiMaxIsti
Hvernig væri að gera einhverja hugmynd af game center, eins og er í apple, fynnst það algjör snild, veit að það er frekar mikið og stórt verk, en væri samt gaman að sjá þannig í android :D

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 12:10
af capteinninn
Ef einhver býr til email forrit sem maður getur stillt þannig að það athugi bara póst þegar maður er á WiFi fær hann endalaust þakklæti frá mér

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 12:18
af arnif
PepsiMaxIsti skrifaði:Hvernig væri að gera einhverja hugmynd af game center, eins og er í apple, fynnst það algjör snild, veit að það er frekar mikið og stórt verk, en væri samt gaman að sjá þannig í android :D
http://openfeint.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 12:36
af PepsiMaxIsti
Gúrú skrifaði:Að hafa það innbyggt inn í opnunartíma (á verslunum) appið hvaða vöruúrval er hvar væri snilld.
Hafa það bara samfélagsumannað "wiki" um hvaða verslanir eru t.d. með Euroshopper orkudrykki(Að vísu auðvelt: Þær í eigu Haga)
eða ákveðna pasta/núðlutegund o.s.frv.

Þyrfti ekkert að vera í rauntíma (ættir aldrei að reiða þig 100% á þetta) en þetta væri einstaklega hentugt.

Swooper skrifaði:
urban skrifaði:
Swooper skrifaði: Annars, plís strákar (og stelpur, ef það eru einhverjar svoleiðis hér), hættið að segja "opnunartími" þegar þið meinið "afgreiðslutími". Þetta eru ekki samheiti. #-o


hver viltu meina að sé munurinn ??

ef að ég sem kúnni er afgreiddur í búð þá er hún væntanlega opin.
og ef að ég sem kúnni labba inní opna búð þá verð ég væntanlega afgreiddur

Opnunartími er ekki tímabil, heldur tímapunkturinn þegar verslun er opnuð. Afgreiðslutími er tímabilið milli opnunartíma og lokunartíma.
Sorrí, það er bara massíft pet peeve hjá mér þegar fólk fer rangt með þetta, sérstaklega þegar þetta er jafnvel prentað á hurðina á einhverri verslun...

Ef að þú kallar 'afgreiðslutími' ekki einu sinni 'afgreiðslutímabil' þá sé ég ekkert rangt við það að einhver kalli þetta
opnunartíma (tíma þegar að opið er) eða afgreiðslutíma (tíma þegar að afgreitt er).
Verslunin er opin í þennan tíma = opnunartími. Þetta getur oft verið exclusive við afgreiðslutíma. Þér er t.d. alltaf
kleift að skoða bíla á bílasölu (hún er opin) en þú færð enga afgreiðslu nema að starfsmaður sé við.

Mjög heimskulegt pet peeve hjá þér að mínu mati. :japsmile
Þetta forrit er þannig séð til, nema bara að það eru ekki mikið af íslenskum vörum né búðum, væri gaman að geta bætt við og uppfært til þeirra sem að búa til forritið, þannig að maður getur gert lista og annað til að versla eftir og séð hvar er líklega ódyrast að versla.
https://play.google.com/store/apps/deta ... FkZ2V0Il0.

Hef notað þetta, en nenni ekki að bæta inn öllu sjálfur endalaust, væri gaman að þeir myndu bæta inn því sem að maður sendir þeim, þannig að maður geti leitað eftir landi eða búð.

Veit að það eru einhverjir sem að hafa verið að búa til lista sem að aðrir hafa fengið að nota og setja inn hjá sér, en það er ekki beint úr appinu, þarf að fara smá krókaleiðir.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 13:33
af HalistaX
Bíó-app.
Þar að segja gætiru notað það til þess að sjá hvar og hvenar t.d. Hunger Games er sýnd á fimmtudögum. Væri hægt að browse'a öll bíóin auk þess að geta einfaldlega skrifað 'Hunger Games', ýtt á 'Search' og séð þá summary og svo fyrir neðan það staði og stund.
Er það svo slæm hugmynd?
Ég fer svo sem ekki oft í bíó, versla heldur aldrei inná Tónist.is en samt sem áður er ég með Tónlist.is appið í símanum bara til öryggis ;)

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 13:45
af steinarorri
HalistaX skrifaði:Bíó-app.
Þar að segja gætiru notað það til þess að sjá hvar og hvenar t.d. Hunger Games er sýnd á fimmtudögum. Væri hægt að browse'a öll bíóin auk þess að geta einfaldlega skrifað 'Hunger Games', ýtt á 'Search' og séð þá summary og svo fyrir neðan það staði og stund.
Er það svo slæm hugmynd?
Ég fer svo sem ekki oft í bíó, versla heldur aldrei inná Tónist.is en samt sem áður er ég með Tónlist.is appið í símanum bara til öryggis ;)
Væri frábært... svo ef það væri hægt að kaupa miða og fá miðann sendan í símann... djöfuls snilld væri það

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 14:12
af capteinninn
HalistaX skrifaði:Bíó-app.
Þar að segja gætiru notað það til þess að sjá hvar og hvenar t.d. Hunger Games er sýnd á fimmtudögum. Væri hægt að browse'a öll bíóin auk þess að geta einfaldlega skrifað 'Hunger Games', ýtt á 'Search' og séð þá summary og svo fyrir neðan það staði og stund.
Er það svo slæm hugmynd?
Ég fer svo sem ekki oft í bíó, versla heldur aldrei inná Tónist.is en samt sem áður er ég með Tónlist.is appið í símanum bara til öryggis ;)
Það er til m.kvikmyndir.is og þar geturðu séð allar myndir í bíó og fleira. Það er samt auðvitað ekki jafn responsive og forrit myndi vera en ég nota þetta frekar mikið þegar ég er að meta að fara í bíó

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 14:15
af gardar
hannesstef skrifaði:
HalistaX skrifaði:Bíó-app.
Þar að segja gætiru notað það til þess að sjá hvar og hvenar t.d. Hunger Games er sýnd á fimmtudögum. Væri hægt að browse'a öll bíóin auk þess að geta einfaldlega skrifað 'Hunger Games', ýtt á 'Search' og séð þá summary og svo fyrir neðan það staði og stund.
Er það svo slæm hugmynd?
Ég fer svo sem ekki oft í bíó, versla heldur aldrei inná Tónist.is en samt sem áður er ég með Tónlist.is appið í símanum bara til öryggis ;)
Það er til m.kvikmyndir.is og þar geturðu séð allar myndir í bíó og fleira. Það er samt auðvitað ekki jafn responsive og forrit myndi vera en ég nota þetta frekar mikið þegar ég er að meta að fara í bíó

m.midi.is er líka til

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 14:25
af dori
hannesstef skrifaði:Ef einhver býr til email forrit sem maður getur stillt þannig að það athugi bara póst þegar maður er á WiFi fær hann endalaust þakklæti frá mér
Slökktu bara á 3g data tengingu.

Annars finnst mér þessi þráður allur vera eins og vonduhugmyndaleikur. Nær allar hugmyndirnar hérna eru til í betri/fullkomnari útfærslu erlendis eða er eitthvað sem er enginn grundvöllur fyrir.

Srsly, leit í bíóappi? Það er ekki eins og það sé mikið úrval í kvikmyndahúsum hérna. Ég prufaði rétt áðan og það tók mig rúma hálfa mínútu að opna vafra, skrifa inn m.kvikmyndir.is, opna síðuna, velja "í bíó" og lesa allar niðurstöðurnar. Ég er ekki á wifi heldur 3g.

Það væri samt mjög gaman að sjá eitthvað svona "hvaða vörur eru til hvar" og hvaða búð er opin forrit. Þá aðallega af því að það væri kúl að geta skráð það sem maður kaupir (lesið barcode og skráð verð).

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 15:17
af tlord
tlord skrifaði:app fyrir skutl. verður e.k klubbur þar sem menn skutla hver öðrum og fá debit eða kredit í kílometrum. væntanlega ekki löglegt að peningar komi við sögu eða hvað?
er þetta ekki sæmileg hugmynd? fólk getur séð á korti hvar næsti bíll er (gps) og sá sem er í bílnum sér alla sem vantar að komast eitthvert, flott fyrir þá sem rúnta á fyrirtækjabílum að safna kredit. :D . osfv flott líka um helgar til að skutla fólki heim af djammi, svo er hægt að nota kreditið til að komast í tölvubúð.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 17:03
af gardar
dori skrifaði:Annars finnst mér þessi þráður allur vera eins og vonduhugmyndaleikur. Nær allar hugmyndirnar hérna eru til í betri/fullkomnari útfærslu erlendis eða er eitthvað sem er enginn grundvöllur fyrir.
Alveg svolítið mikið svoleiðis :lol:
Myndi ekki vilja vinna með þessu fólki hér að businesshugmyndum
tlord skrifaði:
tlord skrifaði:app fyrir skutl. verður e.k klubbur þar sem menn skutla hver öðrum og fá debit eða kredit í kílometrum. væntanlega ekki löglegt að peningar komi við sögu eða hvað?
er þetta ekki sæmileg hugmynd? fólk getur séð á korti hvar næsti bíll er (gps) og sá sem er í bílnum sér alla sem vantar að komast eitthvert, flott fyrir þá sem rúnta á fyrirtækjabílum að safna kredit. :D . osfv flott líka um helgar til að skutla fólki heim af djammi, svo er hægt að nota kreditið til að komast í tölvubúð.

Mjeh, ekki myndi ég vilja að menn sjái í símanum sínum hvar ég er að keyra, ef þú virkilega vilt skutla fólki heim af djamminu... Taktu þá bara rúnt og opnaðu gluggann til að bjóða fólki far, maður stundaði þetta aðeins þegar maður var yngri... Alveg hægt að fá ágætis pening fyrir þetta en líka hægt að lenda í bölvuðu djöfulsins vesen með sumt fólk :lol:

Forrit þar sem þú gætir séð næsta lausa leigubíl og leigubílarnir séð þig á korti eftir að þú pantar bíl væri hinsvegar eitthvað sem væri hægt að skoða.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 17:11
af capteinninn
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:Ef einhver býr til email forrit sem maður getur stillt þannig að það athugi bara póst þegar maður er á WiFi fær hann endalaust þakklæti frá mér
Slökktu bara á 3g data tengingu.
Sniðugur ertu, þá þarf ég að slökkva og kveikja á því fram og til baka sem ég hef engan áhuga á. Ég vill að forritið geri það sjálfkrafa.

Ef þú hefur ekki einhverjar góðar hugmyndir eða uppbyggilegt að segja slepptu því bara að kommenta, kemur með vont ráð og dissar svo alla hérna. Allskonar hugmyndir sem hljóma kannski heimskulega en virka frábærlega í framkvæmd, bíóforrit væri alveg sniðugt, einhver bjó til forrit sem heitir skíðó og það er alger snilld og ég nota það mjög oft, svo er líka ekki til heimabankaapp hjá landsbankanum en þeir eru með síðu í staðinn, er þá bara heimskuleg hugmynd að það sé til app fyrir það, nei.

Svo kannski fær einhver góða hugmynd líka útfrá hugmynd annars aðila.

/offtopicrant

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 22:22
af dori
hannesstef skrifaði:Sniðugur ertu, þá þarf ég að slökkva og kveikja á því fram og til baka sem ég hef engan áhuga á. Ég vill að forritið geri það sjálfkrafa.

Ef þú hefur ekki einhverjar góðar hugmyndir eða uppbyggilegt að segja slepptu því bara að kommenta, kemur með vont ráð og dissar svo alla hérna.
Ég er alveg viss um að fleira fólki finnst það vond hugmynd að eyða tíma og peningum í að búa til fítus sem gagnast mjög fáum notendum heldur en að kveikja á data þegar þú þarft á því að halda og slökkva á því þegar þú ert búinn. Þetta er ekkert vont ráð. Ef þú vilt ekki að síminn noti 3g þá slekkurðu á því.
hannesstef skrifaði:Allskonar hugmyndir sem hljóma kannski heimskulega en virka frábærlega í framkvæmd, bíóforrit væri alveg sniðugt, einhver bjó til forrit sem heitir skíðó og það er alger snilld og ég nota það mjög oft, svo er líka ekki til heimabankaapp hjá landsbankanum en þeir eru með síðu í staðinn, er þá bara heimskuleg hugmynd að það sé til app fyrir það, nei.
Ég get sagt þér það vitandi hversu mikið mál er að búa til svona forrit að það er engin ástæða til að gera app bara fyrir bíótíma. Settu bókamerki í m.kvikmyndir.is á forsíðuna og þú ert kominn með allt sem þú þarft að hafa til að vita hvað er í bíó. Ég stunda ekki skíði og hef ekki kynnt mér þetta forrit sem þú bendir á en þar ertu með eitthvað sem sækir upplýsingar á marga staði til aðila sem eru ekki með góða síðu fyrir handtæki. Það er allt annar hlutur og getur alveg verið góð hugmynd.

Það er ástæða fyrir því að Landsbankinn er ekki með eitthvað svona app. Þeir græða miklu meira á því að hugsa um alla kúnnana sína og gera mjög góða vefsíðu sem styður handtæki því að það er ekkert sem svona app gerir sem er ekki hægt að gera með vefsíðu. Með því að gera bara góða vefsíðu þá ertu búinn að leysa aðgengivandamál fyrir alla síma. Sama hvort það er Blackberry, Android eða iPhone.

Svo er ég nokkuð viss um að þeir bankar sem eru með Android app séu bara að embedda vefsíðunni inní appið frekar en að útfæra þessa hluti sérstaklega fyrir tækið. Það eina sem ég sé að væri sniðugt að gera með svona app væri að sleppa því að þurfa auðkennislykil. En ég held að bankarnir hafi ekki gert það svo að það er alveg jafn gagnlegt og bókamerki.

Bottom line, það er enginn að fara að útfæra þessar heimskulegu hugmyndir sem hafa komið inn hérna (allar nema 1-2 eru mjög vondar) nema ef sá aðili hefur hagsmuni af því. T.d. gæti miði.is fundist það góð hugmynd að vera með app, þá værirðu allt í einu kominn með svona óbeint bíó app. Ég efa það reyndar stórlega en það gæti alveg gerst.

Svo er þessi lína "íslensk APPS" frekar heimskuleg útaf fyrir sig. Augljóslega er fullt af hlutum sem er gaman að gera eins og "hvenær kemur Strætó", "hverjir eru veikir í dag" (Tækniskólinn) etc. En þessir aðilar eru bara að byrja að leika sér. Það sem þeir eru að gera væri alveg hægt að leysa jafn auðveldlega með vefsíðu. Það væri hins vegar gaman að sjá þá nota það sem þeir græða á appi yfir vefsíðu. Notification þegar strætóinn sem þú tekur í vinnuna er svo nálægt að þú þarft að fara út eða þegar kennari sem kennir þér í dag er veikur. Ég veit að þessir aðilar hafa ekki gert það eins og er því að þá ertu kominn útí flóknari vinnu með UX hönnun og slíkt sem þeir hafa bara ekki tíma í.

Hins vegar er það að koma með hugmyndir eins og "ég þarf eitthvað til að tracka hversu mikið ég vinn" eða "email forrit nema það gerir eitthvað smá öðruvísi en það sem allir aðrir í heiminum nota" og biðja um að það sé gert sér íslenskt. Þú hlýtur að sjá hvað það er mikill vonduhugmyndaleikur. Ef þú heldur að þessi hugmynd þín sé t.d. góð skaltu bara koma henni á framfæri við Google og ef hún er virkilega góð og fólk fílar hana þá verður hún örugglega framkvæmd. Hérna er support forum fyrir android application frá google.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 23:04
af vesi
hmm.. vonduhugmyndir,, sko Edison gerði ca1000 tilraunir áður en hann fann leið til að láta ljósaperu virka. Hann sagðist aldrei hafa mistekist 1000 sinnum, heldur fann hann 1000 leiðir til þess að láta ljósaperu "ekki" virka. My point is: 1000 vondar hugmyndir hlítur 1 góð koma út úr þessum pælingum.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Þri 27. Mar 2012 23:57
af capteinninn
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:Sniðugur ertu, þá þarf ég að slökkva og kveikja á því fram og til baka sem ég hef engan áhuga á. Ég vill að forritið geri það sjálfkrafa.

Ef þú hefur ekki einhverjar góðar hugmyndir eða uppbyggilegt að segja slepptu því bara að kommenta, kemur með vont ráð og dissar svo alla hérna.
Ég er alveg viss um að fleira fólki finnst það vond hugmynd að eyða tíma og peningum í að búa til fítus sem gagnast mjög fáum notendum heldur en að kveikja á data þegar þú þarft á því að halda og slökkva á því þegar þú ert búinn. Þetta er ekkert vont ráð. Ef þú vilt ekki að síminn noti 3g þá slekkurðu á því.
hannesstef skrifaði:Allskonar hugmyndir sem hljóma kannski heimskulega en virka frábærlega í framkvæmd, bíóforrit væri alveg sniðugt, einhver bjó til forrit sem heitir skíðó og það er alger snilld og ég nota það mjög oft, svo er líka ekki til heimabankaapp hjá landsbankanum en þeir eru með síðu í staðinn, er þá bara heimskuleg hugmynd að það sé til app fyrir það, nei.
Ég get sagt þér það vitandi hversu mikið mál er að búa til svona forrit að það er engin ástæða til að gera app bara fyrir bíótíma. Settu bókamerki í m.kvikmyndir.is á forsíðuna og þú ert kominn með allt sem þú þarft að hafa til að vita hvað er í bíó. Ég stunda ekki skíði og hef ekki kynnt mér þetta forrit sem þú bendir á en þar ertu með eitthvað sem sækir upplýsingar á marga staði til aðila sem eru ekki með góða síðu fyrir handtæki. Það er allt annar hlutur og getur alveg verið góð hugmynd.

Það er ástæða fyrir því að Landsbankinn er ekki með eitthvað svona app. Þeir græða miklu meira á því að hugsa um alla kúnnana sína og gera mjög góða vefsíðu sem styður handtæki því að það er ekkert sem svona app gerir sem er ekki hægt að gera með vefsíðu. Með því að gera bara góða vefsíðu þá ertu búinn að leysa aðgengivandamál fyrir alla síma. Sama hvort það er Blackberry, Android eða iPhone.

Svo er ég nokkuð viss um að þeir bankar sem eru með Android app séu bara að embedda vefsíðunni inní appið frekar en að útfæra þessa hluti sérstaklega fyrir tækið. Það eina sem ég sé að væri sniðugt að gera með svona app væri að sleppa því að þurfa auðkennislykil. En ég held að bankarnir hafi ekki gert það svo að það er alveg jafn gagnlegt og bókamerki.

Bottom line, það er enginn að fara að útfæra þessar heimskulegu hugmyndir sem hafa komið inn hérna (allar nema 1-2 eru mjög vondar) nema ef sá aðili hefur hagsmuni af því. T.d. gæti miði.is fundist það góð hugmynd að vera með app, þá værirðu allt í einu kominn með svona óbeint bíó app. Ég efa það reyndar stórlega en það gæti alveg gerst.

Svo er þessi lína "íslensk APPS" frekar heimskuleg útaf fyrir sig. Augljóslega er fullt af hlutum sem er gaman að gera eins og "hvenær kemur Strætó", "hverjir eru veikir í dag" (Tækniskólinn) etc. En þessir aðilar eru bara að byrja að leika sér. Það sem þeir eru að gera væri alveg hægt að leysa jafn auðveldlega með vefsíðu. Það væri hins vegar gaman að sjá þá nota það sem þeir græða á appi yfir vefsíðu. Notification þegar strætóinn sem þú tekur í vinnuna er svo nálægt að þú þarft að fara út eða þegar kennari sem kennir þér í dag er veikur. Ég veit að þessir aðilar hafa ekki gert það eins og er því að þá ertu kominn útí flóknari vinnu með UX hönnun og slíkt sem þeir hafa bara ekki tíma í.

Hins vegar er það að koma með hugmyndir eins og "ég þarf eitthvað til að tracka hversu mikið ég vinn" eða "email forrit nema það gerir eitthvað smá öðruvísi en það sem allir aðrir í heiminum nota" og biðja um að það sé gert sér íslenskt. Þú hlýtur að sjá hvað það er mikill vonduhugmyndaleikur. Ef þú heldur að þessi hugmynd þín sé t.d. góð skaltu bara koma henni á framfæri við Google og ef hún er virkilega góð og fólk fílar hana þá verður hún örugglega framkvæmd. Hérna er support forum fyrir android application frá google.
Er búinn að googla þetta og lenda á helling af forum posts þar sem fólk er að spyrja um WiFi email stillingu, ég var ekki að biðja um að gera það á Íslensku endilega. Það eru nú milljón stillingar að breyta skins og litum og einhverju svoleiðis rugli í flestum email apps sem ég hef prófað, það er nokkuð tilgangslaust að mínu mati og t.d. finnst mér mun sniðugra að bæta við stillingum sem breyta hegðun forritsins sjálfs eins og hvernig hann nær í póst.
Ég get alveg sagt þér að ég hef hugsað um að skipta um banka bara útaf því að mér finnst mobile vefsíðan vera frekar unresponsive, ég nota heimabankann mikið í símanum. Þeir geta stækkað út þjónustu sína við viðskiptavini með því að gera líka android/iOs app jafnvel þótt þeir séu bara að beinfæra beint af vefsíðunni og inní forrit.

Þessar hugmyndir eru líka held ég mikið til ætlaðar til að fólk sem er að leika sér að búa til svona forrit geti fengið hugmyndir héðan þrátt fyrir að þær eru frekar tilgangslausar flestar. Allavega finnst mér það fáránlegt ef einhver ætlar að gera einhvern bisness að búa til apps og hefur enga hugmynd um hvernig apps á að gera.

Og skíðó tekur held ég upplýsingar beint frá http://www.skidasvaedi.is" onclick="window.open(this.href);return false; síðunni þannig að það er ekki að ná í upplýsingar frá fullt af mismunandi stöðum.

Það er fljótlegra að opna app þar sem maður sér bíóin eins og á m.kvikmyndir.is, svo er líka bara novelty factor við það.

Ætla bara að endurtaka það sem ég sagði áðan, ef þú hefur ekki neitt uppbyggilegt að segja eða koma með hugmyndir máttu bara sleppa því að kommenta, gaman að sjá hugmyndaflæði hjá fólki þótt þær séu kannski missniðugar. Ekki nema þú sért svo rosalega stressaður yfir því að við séum að taka pláss í staðinn fyrir mikilvægar umræður. Ég kommenta örugglega á svona max 10% af spjallþráðum sem ég skoða því mér finnst þeir flestir vera frekar pointless og hef engan áhuga á þeim, skil ekki til hvers að kommenta bara til að vera með leiðindi við eitthvað fólk út í bæ.

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 00:30
af dori
hannesstef skrifaði:Ætla bara að endurtaka það sem ég sagði áðan, ef þú hefur ekki neitt uppbyggilegt að segja eða koma með hugmyndir máttu bara sleppa því að kommenta, gaman að sjá hugmyndaflæði hjá fólki þótt þær séu kannski missniðugar. Ekki nema þú sért svo rosalega stressaður yfir því að við séum að taka pláss í staðinn fyrir mikilvægar umræður. Ég kommenta örugglega á svona max 10% af spjallþráðum sem ég skoða því mér finnst þeir flestir vera frekar pointless og hef engan áhuga á þeim, skil ekki til hvers að kommenta bara til að vera með leiðindi við eitthvað fólk út í bæ.
Ég er ekkert að reyna að vera leiðinlegur en þetta er bara að miklu leyti vondar hugmyndir. Það er margt hægt að segja um app vs. mobile web og hvernig það performar en ég nenni ekki að fara eitthvað mikið yfir það. En allavega þá þarf hvort eð er að sækja sömu gögn þegar þú ert með app og vefsíðu og það er mjög lítill munur ef þú gengur rétt frá hlutunum vef megin. Reyndar gera svona app hönnuðir oft mjög heimskulega hluti varðandi performance og transfer á gögnum af því að allt er async og þeir komast upp með það.
En endilega gerið þetta allt. Ég skal prufa öll forrit sem vaktarar nenna að gera og koma með uppbyggjandi gagnrýni. Ég sjálfur, ef ég hefði tíma, myndi samt ekki eyða honum í nema 1 eða 2 hugmyndir hérna. En það er kannski ekkert svo slæm nýting...

Re: [ATH] Hugmyndir að íslenskum "APPS"

Sent: Mið 28. Mar 2012 01:02
af SteiniP
hannesstef skrifaði:Ef einhver býr til email forrit sem maður getur stillt þannig að það athugi bara póst þegar maður er á WiFi fær hann endalaust þakklæti frá mér
Ég myndi frekar búa til forrit sem að slekkur og kveikir á email forritinu (og öðrum forritum) sjálfkrafa eftir stöðunni á wifi.
Það myndi örugglega gagnast mikið fleirum heldur enn einn email client með fítus sem sparar þér kannski 3-4MB (ef þú færð MIKINN póst) af bandvídd á dag. Reyndar alveg möguleiki að það forrit sé til.
Svo er líka örugglega hægt að stilla einhver af þessum email forritum til að sækja bara ný skilaboð þegar þú opnar þau.