Síða 2 af 4

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 10:39
af DJOli
Netsjónvarp símans hefur verið 4mb frá því ég heyrði fyrst af því, eða fyrir uþb 8 árum.

Man eftir því að hafa verið með 8mb tengingu, en hún var 4mb þegar kveikt var á netsjónvarpinu, og fór hún upp í 8 þegar slökkt var á því.

Ég man það sko vel hvað ég var ógeðslega pirraður yfir því að þurfa að átta mig á þessu.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 12:39
af gardar
kjarrig skrifaði:Hvernig ætlar þú þá að horfa á rugluðu rásirnar? Hef gert þetta varðandi MAC-addressuna á Vodafone IPTV, en sé ekki rugluðu rásirnar.

Það er þá væntanelga vegna þess að þú ert með myndlykil sem tekur við korti? Þú gætir horft á þær ef þú værir með kortalesara.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 12:47
af kjarrig
Ég tók strauminn beint úr Telsey boxinu í tölvuna í stað þess að nota Amino afruglarann, fékk þá strauminn inn á PC-vélina og gat horft á rásirnar í gegnum VLC eftir að hafa fengið playlista fyrir sjónvarps/útvarpsrásirnar.
Með einhverjum æfingum skilst mér að þú getir útbúið router sem hagar sér eins og Aminoboxið og ættir að geta horft á rugluðu rásirnar. Nema ég veit ekki hvernig straumurinn er sendur til notandans, veit til þess að í Hollandi þá er allt sent opið, en þú þarft þá afruglarann til þess að geta séð þær rásir sem þú hefur keypt aðgang að. En þetta er hlutur sem ég er mjög spenntur yfir, þ.e.a.s. geta klippt út afruglarann og fengið strauminn beint í tölvuna og horft á sjónvarpið þar.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 14:00
af Blues-
Ertu til í að pósta playlistanum ..
Er búinn að vera fikta í þessu sjálfur .. vantar bara playlistann fyrir udp unicast addressunar

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 14:35
af kjarrig
hérna er listinn http://dl.dropbox.com/u/3125317/iptv.zip.
Ef þú getur séð rugluðu rásirnar í gegnum tölvuna þína hefði ég áhuga á að vita hvernig þú fékkst það til að virka.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 14:46
af tdog
Úff hvað ég væri til í þetta, þá gæti maður sett þetta í XBMCið

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 14:48
af tdog
Blues- skrifaði:Ertu til í að pósta playlistanum ..
Er búinn að vera fikta í þessu sjálfur .. vantar bara playlistann fyrir udp unicast addressunar
Hvernig gengur þér að reverse engineera þetta? Spurning um að verða sér úti um ekta höbb, og koma upp tap0 porti og monitóra samskiptin

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 14:55
af Blues-
Sko ..
Ég setti sviss á milli Amono afruglarans og Ljósleiðarans ..
plöggaði mig inn á milli og byrjaði að sniffa ..
innan skamms var ég kominn með IP á Amino afruglaranum ..
Amino afruglarinn er linux box ..
prófaði að SSH-a mig á uptöluna .. ekkert gerðist ..
prófaðu að telneta mig inn ... Bingó .. datt beint inn sem root
Boxið notar flash minni eingöngu þannig að allt skrárkerfið er read only
var rétt byrjaður að garfa í gegnum hvað er á afruglaranum hef ekki komist lengra ..
ps. er með 3 börn ... þar af tvö sem eru 7 mánaða ... þannig að ég hef svona 30 mín lausar á sólarhring fyrir sjálfann mig :)

Reyndar er afruglari ekki réttnefni .. heldur móttakari ..
því það sem ég hef lesið er að Amino tekur á móti unicast udp straumum ... þe.a.s.. það er enginn afruglunar-lógík á boxinu sjálfu,
Einnig fann ég út að allt UI-ið er keyrt að netþjóni ISP-ans .. þanng að það væri gaman að reyna hakka sig inná það sem spoofuð Amino IPtala ..
Ætla að skoða þetta nánar í kvöld ef ég hef tíma og skal pósta því sem ég kemst að ..

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 15:06
af kjarrig
Spennandi hjá þér, sammála þér afruglarann, hef alltaf haldið að þetta væri í raun móttakari, engin afruglun á sér stað á Amino-boxinu, en það eru ekki allir sammála því. Ég hafði sviss á milli ljósleiðarans og Amino, og þá fraus alltaf hjá mér leigan. Var reyndar með 100 mbit sviss en hefði haldið að það væri nóg. Fylgist spenntur með.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 15:54
af gardar
Gaman að sjá að menn séu að fikta við þetta, bíð spenntur eftir því að sjá niðurstöður :)

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 16:54
af hagur
kjarrig skrifaði:Spennandi hjá þér, sammála þér afruglarann, hef alltaf haldið að þetta væri í raun móttakari, engin afruglun á sér stað á Amino-boxinu, en það eru ekki allir sammála því. Ég hafði sviss á milli ljósleiðarans og Amino, og þá fraus alltaf hjá mér leigan. Var reyndar með 100 mbit sviss en hefði haldið að það væri nóg. Fylgist spenntur með.
Ég er með tvo Amino A140 afruglara á sviss, sem svo er tengdur með einum kapli í Telsey. Virkar fínt og leigan frýs ekki hjá mér. Svissinn minn er líka bara 100mbit fwiw.

En, já ... þetta er spennandi umræða, fylgist spenntur með líka \:D/ .

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 17:27
af codec
Það virkar fínt að vera með swiss, passa bara að tengja ekk t.d. routerinn inn á hann líka þá getur lent í rugli.
Ég hef verið með iptv-ið hjá vodafone í tölvuni og notaði VLC, en gat ekki séð læstar stöðvar. Þurfti að spooffa mac addressu á einum amino lykli og voila.

Var að vísu bara með playlista yfir opanr rásir en þær lokuðu hljóta að vera dulkóðaðar er það ekki?

Af hverju bjóða þeir ekki bara upp á gott client forrit inn á iptv kerfið (svona eins og bbc iPlayer, Sky Go eða netflix), fyrir sína viðskiptavini það væri bara snilld og ekkert tæknilega því til fyrirstöðu. Svo væri ekki ónýtt að fá soleis í playstation vélina líka, það er þannig að ef maður er t.d. með breskan accont er fullt af TV möguleikum í boði.

aaahh! maður getur svo sem látið sig dreyma um slíka þjónustu en það gerist afskaplega lítið í svona málum hér á skerinu, sjáið t.d. framboð á HD efni hér það er sama og ekkert.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 18:43
af svanur08
HD rules! væri gaman að sjá hvað tekur langann tíma fyrir þessar ísl sjónvarpstöðvar að koma með HD.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 19:17
af tdog
Blues- skrifaði:Sko ..
Ég setti sviss á milli Amono afruglarans og Ljósleiðarans ..
plöggaði mig inn á milli og byrjaði að sniffa ..
innan skamms var ég kominn með IP á Amino afruglaranum ..
Amino afruglarinn er linux box ..
prófaði að SSH-a mig á uptöluna .. ekkert gerðist ..
prófaðu að telneta mig inn ... Bingó .. datt beint inn sem root
Boxið notar flash minni eingöngu þannig að allt skrárkerfið er read only
var rétt byrjaður að garfa í gegnum hvað er á afruglaranum hef ekki komist lengra ..
ps. er með 3 börn ... þar af tvö sem eru 7 mánaða ... þannig að ég hef svona 30 mín lausar á sólarhring fyrir sjálfann mig :)

Reyndar er afruglari ekki réttnefni .. heldur móttakari ..
því það sem ég hef lesið er að Amino tekur á móti unicast udp straumum ... þe.a.s.. það er enginn afruglunar-lógík á boxinu sjálfu,
Einnig fann ég út að allt UI-ið er keyrt að netþjóni ISP-ans .. þanng að það væri gaman að reyna hakka sig inná það sem spoofuð Amino IPtala ..
Ætla að skoða þetta nánar í kvöld ef ég hef tíma og skal pósta því sem ég kemst að ..
Ég setti gamlann höbb sem ég dró upp inn í keðjuna, þá gat ég sniffað uppi IP töluna útfrá MAC addressunni. Ég setti þessa iptölu og mac addressu í arp töfluna hjá mér og reyndi að telneta mig inn en ég næ ekki að tengjast. Er ég að gleyma einhverju? Btw, hvaða gildi notar þú í router og netmask?

---

BOOM. I'm in.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 19:42
af Some0ne
Gaman að sjá þetta spin á þræðinum, sérstaklega þar sem ég vinn hjá Voda :)

Er nokkuð viss um að kerfið sé þannig að þú getir ekki "aflæst" rásum þarsem að læsingin er sett á okkar megin í gegnum efnisveitu hér, hinsvegar er þetta sans yfir í PC vél eitthvað sem er mjög interesting :)

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 19:47
af tdog
Some0ne skrifaði:Gaman að sjá þetta spin á þræðinum, sérstaklega þar sem ég vinn hjá Voda :)

Er nokkuð viss um að kerfið sé þannig að þú getir ekki "aflæst" rásum þarsem að læsingin er sett á okkar megin í gegnum efnisveitu hér, hinsvegar er þetta sans yfir í PC vél eitthvað sem er mjög interesting :)
Hvernig annars með lögleikann á þessu snoopi... Kannski best að fá það á hreint áður en maður heldur áfram.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 19:51
af Some0ne
Veit ekki mikið um það, en svolengi sem að þú ert ekki að láta Vodafone tapa peningum þá held ég að þetta sé á svona löglega gráu svæði :)

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 20:16
af GrimurD
Some0ne skrifaði:Veit ekki mikið um það, en svolengi sem að þú ert ekki að láta Vodafone tapa peningum þá held ég að þetta sé á svona löglega gráu svæði :)
Held að það sé lítið verið að gera í því ef þeir eru ekki að aflæsa læstum stöðvum og dreifa þeim til annarra ;)

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 22:19
af kjarrig
Væri gaman að fá svar við einu og ég geri mér vonir um að some0ne geti svarað því. Ég held að þegar ég skipti um rás á Amino boxinu, þá er sent request til Gagnaveitunnar/Vodafone. Ég bið um að horfa á Stöð2, en þar sem ég er ekki með áskrift þá fæ ég engann straum, þ.a.l. get ég ekki horft á stöðina. Er þetta réttur skilningur, eða er það þannig að ég ætla að horfa á Stöð2, sendur straumur til mín, en Amino-boxið afruglar hann ekki þar sem ég er ekki með áskrift. En ég held að Amino-boxið sé í raun móttakari, en ekki afruglari, en hefði mikinn áhuga á að fá þetta á hreint.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 22:27
af tdog
Þetta er ábyggilega þannig að þegar þú ert með áskrift, þá hleypa þeir MAC addressunni á móttakaranum í strauminn og þannig færðu aðgengi að henni. Ef þú ert ekki með áskriftina þá færðu ekki að horfa á strauminn.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fim 15. Mar 2012 23:11
af svensven
appel skrifaði:
svensven skrifaði:Ég fæ fín gæði á TV hjá mér, en ég þoli ekki myndlykilinn því að litli strákurinn rekst í kortið sem stendur út úr honum og allt fer í rugl :(
Já, frekar þekkt vandamál sko :) Nýju lyklarnir eru kortalausir. Þeir gömlu (stóru) verða kortalausir innan tíðar. Þannig að vandamálið ætti vonandi að hverfa.
Vona það, ég get nefninlega ekki notað gömlu litlu þar sem þetta var ekki vandamál þar sem ég er ekki með scart tengi á TV, verður frekar þreytt að vesenast í þessu oft á dag ;)

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fös 16. Mar 2012 00:18
af tdog
Það er ekkert skemmtilegt á þessu set top boxi :(

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fös 16. Mar 2012 01:25
af Some0ne
kjarrig skrifaði:Væri gaman að fá svar við einu og ég geri mér vonir um að some0ne geti svarað því. Ég held að þegar ég skipti um rás á Amino boxinu, þá er sent request til Gagnaveitunnar/Vodafone. Ég bið um að horfa á Stöð2, en þar sem ég er ekki með áskrift þá fæ ég engann straum, þ.a.l. get ég ekki horft á stöðina. Er þetta réttur skilningur, eða er það þannig að ég ætla að horfa á Stöð2, sendur straumur til mín, en Amino-boxið afruglar hann ekki þar sem ég er ekki með áskrift. En ég held að Amino-boxið sé í raun móttakari, en ekki afruglari, en hefði mikinn áhuga á að fá þetta á hreint.
Búnaðarupplýsingar eru skráðar í kerfið hjá okkur, þú færð ekki sendann IPTV straum til þín á tæki nema að það sé skráð í bakkerfi hjá Vodafone, ofaná það þá eru þessar búnaðarupplýsingar tengdar við annað kerfi þar sem rásirnar/áskriftir eru settar á lyklana, ef að rásirnar eru ekki til staðar þar þá opnast þær ekki á lyklunum. Ég er í raun ekki 100% á því hvort að þær séu sendar samt, held að þær séu þá bara sendar blanko, svo er general opnun á alla afruglara á bæði S1 og S2 í kringum kvöldmatarleitið. Í raun er engin afruglun á þeim heldur eru bara rásirnar sendar eða ekki.

Þessvegna þarf t.d að endurræsa IPTV boxin eftir að áskrift er keypt, því að hann tengist netinu, sækir upplýsingar til þjónsins hjá Voda um hvaða rásir eigi að koma. Svo þarf að endurræsa lyklinn ef þú kaupir einhverja áskrift svo að hann sæki uppá nýtt áskriftarinfo.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fös 16. Mar 2012 14:27
af tdog
Þannig að við getum með engu móti orðið okkur úti um rásir sem við eigum ekki að hafa aðgang að. Þá er hægt að réttlæta það að við fiktum örlítið í þessu til þess að koma straumunum í mediacenterin okkar.

Re: Sjónvarp Símans myndgæði

Sent: Fös 16. Mar 2012 14:38
af kjarrig
Klárlega, þetta snýst bara um það að láta Vodafone halda að Amino-boxið sé að senda beiðni, en í raun er það HTPC vélin sem er að senda beiðni.