Síða 2 af 3

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 10:58
af natti
chaplin skrifaði:Hver stjórnandi IC greiddi sér um 11.000.000 kr (uþb. $90,000.00) í laun á síðasta ári.
Hvaða skoðun menn hafa, þá er umræðan af hinu góða.

En varðandi þetta einstaka dæmi, með laun stjórnenda, þá er ég sammála að mér fannst þau svolítið "há" fyrir charity-work.
En ég hafði engan samanburð.
Þannig að á sama stað og upplýsingar um laun stjórnanda "IC" eru gefin upp er hægt að skoða önnur "sambærileg" samtök. (Sem eru meira "virt", og fá fleiri stjörnur frá Charity Navigator.)
OG nb. sum þessara samtaka eru samtök sem að þeir sem eru "á móti " Invisible Children hafa mælt með að fólk styrki frekar.

Laun stjórnenda
Invisible Children: $84-89k
AMREF: $145k
Africare: $190k
Water.org: $131k
Haitian Health Foundation: $70k
HDF: $97k
Shared Interest: $80k
Camfed USA: $106k

Það sem "skekkir" myndina er, depending á hæð styrkja, hversu há prósenta laun stjórnenda er af innkomu samtakanna.
Skalinn er circa frá 0.3% og upp í tæp 3%, þar af er IC í kringum 1%.
Og einnig fjölda stjórnanda skekkir myndina, nennti ekki að taka saman en sum samtök eru bara með einn uppgefinn stjórnanda en önnur fleiri (IC er t.a.m. með 3).
Engu að síður eru samtök með einn stjórnanda með annan launakostnað þó það sé til einstaklinga sem eru ekki skilgreindir sem stjórnendur.

Alloft er megin-ástæða gagnrýni á "charity" samtök hvernig peningunum er eytt. Það er mjög réttmæt gagnrýni og heldur fólki á tánum og gott að fólk er meðvitað um hvað peningarnir fara í.
Það er t.a.m. mikið af íslendingum (mikið=hlutfallslega miðað við þá sem ég hef rætt þetta við) sem segir að það muni aldrei styrkja rauða krossinn, afþví að það sé fólk hjá rauða krossinum á launum og stjórnendur séu launaðir og það vill ekki að peningarnir fari í að borga laun.

Það er mjög einfalt að benda á laun stjórnarmanna og segja þau of há, þar sem þau eru vel yfir "meðal" árslaunum margra hérna heima.
En þegar þessi laun eru sett í samhengi við önnur góðgerðarsamtök, þá eru þau bara á "pari" við laun hjá mörgum öðrum samtökum.
(Auk þess eru "laun" ekki alveg sambærileg milli landa, þegar allt er tekið saman.)

Miðað við það litla sem ég hef lesið um þessi samtök þá myndi ég prívat og persónulega ekki styrkja þau. Heldur myndi ég velja mér önnur samtök til að styrkja ef ég væri á þeim buxunum.
En ákvörðunin byggist á allt öðrum forsendum en laun stjórnenda.

Engu að síður, þá er stór hluti fólks oft mjög "ignorant" á hvað er að gerast á mörgum stöðum í heiminum sambærilegt þessu, sérstaklega þegar fólki lætur sér detta í hug að líkja aðstæðum okkar íslendinga við aðstæður þessara ríkja eftir hrunið.
Þannig að svona viral-vitundar-vakning finnst mér vera af hinu góða.
Jafnvel þó að mönnum finnst samtökin vera "shady" og allt það, og þá eru skilaboðin að ná til milljóna einstaklinga og virðist vera að skapa fullt af umræðu.
Í mörgum tilfellum verður þetta jafnvel til þess að einstaklingar fara og leita sér frekari upplýsinga um hvað er að gerast á þessu svæði til að geta tekið þátt í þessum umræðum, sem að er frábært mál.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 12:10
af everdark
Slacktivism...

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 20:24
af Sucre
þetta er bara eitthvað scam

Mynd

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 20:26
af Black
Mynd

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 20:46
af Leviathan
Set stórt spurningamerki við þessa herferð. Það fyrsta sem ég hugsa er að þetta sé ný leið til að fá fólk til að styðja einhvers konar innrás Bandaríkjahers þangað. Gaddafi, Hussein og Bin Laden ruglið all over again? :P

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 20:52
af Gúrú
Leviathan skrifaði:Það fyrsta sem ég hugsa er að þetta sé ný leið til að fá fólk til að styðja einhvers konar innrás Bandaríkjahers þangað.
Það eða þá að þú last þá gríðarlega vinsælu hugmynd einhversstaðar á netinu eins og milljónr annarra.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 20:53
af chaplin
„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony."
Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."
http://visir.is/kony-2012-veldur-fjadra ... 2120308966" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 21:14
af Joi_BASSi!
chaplin skrifaði:
„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony."
Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."
http://visir.is/kony-2012-veldur-fjadra ... 2120308966" onclick="window.open(this.href);return false;
það koma framm í myndinni að hann hefði fært "svæði sitt" yfir til Congo og Súdan.
hvernig væri nú allavegana að horfa á myndina áður en að maður rengir hana.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 21:23
af Leviathan
Gúrú skrifaði:
Leviathan skrifaði:Það fyrsta sem ég hugsa er að þetta sé ný leið til að fá fólk til að styðja einhvers konar innrás Bandaríkjahers þangað.
Það eða þá að þú last þá gríðarlega vinsælu hugmynd einhversstaðar á netinu eins og milljónr annarra.
Hehe, myndaði þá skoðun reyndar alveg sjálfur?

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 21:33
af chaplin
Joi_BASSi! skrifaði: það koma framm í myndinni að hann hefði fært "svæði sitt" yfir til Congo og Súdan.
hvernig væri nú allavegana að horfa á myndina áður en að maður rengir hana.
Hey Sport, ég horfði á myndina en ekki allir hafa gefið sér tíma í það svo mér fannst lítið að því að bolda þetta. Hvernig væri svo að lesa aðeins um samtökin áður en þú "verndar" þau?

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 21:48
af natti
Joi_BASSi! skrifaði: það koma framm í myndinni að hann hefði fært "svæði sitt" yfir til Congo og Súdan.
hvernig væri nú allavegana að horfa á myndina áður en að maður rengir hana.
En hann "færði" ekki "svæðið" sitt, heldur flúði. Smá munur þar á.
Einnig er "talið" að "herinn" hans sé tiltölulega lítill now-a-days. (einhver hundruð)

Hérna er önnur ágætis grein á útlenskunni:
http://blog.foreignpolicy.com/posts/201 ... ted_things" onclick="window.open(this.href);return false;

Úganda er að díla við fullt af vandamálum, en Joseph Kony er ekki stærsta vandamálið nú og síðustu ár skv þarlendum hjálparsamtökum.

Að sama skapi er ekki "lýðræði" í Uganda og mikið um mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda, og því kannski ekki sniðugasta hugmyndin að fjármagna "hjálpar"samtök sem vilja m.a. styrkja við bakið á stjórnarhernum....

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:12
af Joi_BASSi!
Josheph Kony er ekki í Úganda.
en þetta mál er ekki um Úganda heldur um Joseph Kony. sama hvar hann er.
mér finnst ekkert betra að hann hafi "bara nokkur hundruð" börn í kynlífs og herþrælkun í Súdan og Congo.

hann færði svæði sitt yfir landamærin til að forðast stjórnarher Úganda.

ég er ekki hérna til að vernda nein samtök. reyndar skil ég ekki hvernig einhver fær það út :?

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:21
af Arnzi
Það er mín heitasta ósk að internetið myndi deyja þegar ég sé svona mikið af beljuskít.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:23
af GuðjónR
Er þetta allt SCAM ?

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:25
af worghal
Mynd

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:28
af Gerbill
Mynd

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:33
af Joi_BASSi!
Gerbill skrifaði:Mynd
já auðvitað. hvað heldurðu að þetta sé 4ára nám?

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:46
af Gerbill
Joi_BASSi! skrifaði:
Gerbill skrifaði:Mynd
já auðvitað. hvað heldurðu að þetta sé 4ára nám?
Já það held ég.

Nei, er að gera gys að því að margt fólk spáir lítið sem ekkert í þessu og öðrum svipuðum málum og svo sér það eitthvað myndband, verður ofsalega ástríðusamt "björgum þeim!!", póstar þessu á vegginn sinn á fésbók og halda að þau séu ofsalegar hetjur, svo daginn eftir eru þau búin að gleyma þessu og spá ekkert meir í þessu.
Ekki allir, en margir.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:53
af Joi_BASSi!
Gerbill skrifaði:
Joi_BASSi! skrifaði:
Gerbill skrifaði:Mynd
já auðvitað. hvað heldurðu að þetta sé 4ára nám?
Já það held ég.

Nei, er að gera gys að því að margt fólk spáir lítið sem ekkert í þessu og öðrum svipuðum málum og svo sér það eitthvað myndband, verður ofsalega ástríðusamt "björgum þeim!!", póstar þessu á vegginn sinn á fésbók og halda að þau séu ofsalegar hetjur, svo daginn eftir eru þau búin að gleyma þessu og spá ekkert meir í þessu.
Ekki allir, en margir.
mér finnst jáhvætt að fólk veiti svona löguðu áhuga. þá kemuyr í ljós að samfélagið sé ekki alveg vonlaust. þótt að það kannski breyti litlu sem engu þá gildir hugurinn allavegana einhvað.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 22:59
af worghal
http://www.youtube.com/watch?v=RvqFi_HR ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 23:03
af bulldog
er ekki komið nóg af þessu rugli :thumbsd

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 23:18
af KermitTheFrog
Þetta hafði athygli mína þar til hann nefndi þetta action kit.

Also, eins og búið var að nefna, þá endar þetta ekkert bara með því að handtaka einn mann. Þetta er stærra en það.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 23:25
af Joi_BASSi!
að kaupa auglýsingar til að kynna fólki góðgerðarmál eins og tildæmis þessa mynd kostar pening. þessar auglýsingar hafa borgað fyrir sig marg falt. svo að það er hægt að hjálpa fleirum.

annars þá er skipulagið á þessu frekar slappt.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 23:30
af worghal
Joi_BASSi! skrifaði:
að kaupa auglýsingar til að kynna fólki góðgerðarmál eins og tildæmis þessa mynd kostar pening. þessar auglýsingar hafa borgað fyrir sig marg falt. svo að það er hægt að hjálpa fleirum.

annars þá er skipulagið á þessu frekar slappt.
en að eða meirihlutanum í annað en góðgerðamálin sjálf finnst mér frekar slappt.

Re: KONY 2012

Sent: Fim 08. Mar 2012 23:43
af Joi_BASSi!
worghal skrifaði:
Joi_BASSi! skrifaði:
að kaupa auglýsingar til að kynna fólki góðgerðarmál eins og tildæmis þessa mynd kostar pening. þessar auglýsingar hafa borgað fyrir sig marg falt. svo að það er hægt að hjálpa fleirum.

annars þá er skipulagið á þessu frekar slappt.
en að eða meirihlutanum í annað en góðgerðamálin sjálf finnst mér frekar slappt.
hann tók það ekki fram hvað þatta væru nílegar uppísingar. myndin er með 38000000 wiews á 2 dögum. það er mikil athygli og það væri gaman að vita hve mikið hefur safnast.