Síða 2 af 2

Re: Heimabíó 5.1

Sent: Þri 08. Maí 2012 01:43
af fallen
Gigabyte HD6450, Asus HD5450 t.d.
Þetta er náttúrulega ekki að fara gera neitt í leikjaspilun, en þetta eru fullkomin HTPC kort.

Re: Heimabíó 5.1

Sent: Þri 08. Maí 2012 01:56
af magnusgu87
Ok, varstu búinn að sjá editið mitt? Ég er með ATI Radeon HD 5450 sem ég býst við að sé einnig sambærilegt kort og þá sérstaklega Asus kortinu. En þar sem það er bara 1 HDMI tengi og það er tengt við sjónvarpið fyrir mynd, myndi ég þá svo tengja aðra HDMI snúru úr sjónvarpinu yfir í magnarann eða? Hvernig get ég fengið 1 tengi (tölvan) til að fara yfir í 2 tæki (sjónvarpið og magnarann) þarf ég eitthvað breytistykki eða?

Ég hljóma kannski mökkheimskur en ég er bara að reyna fatta hvað sé hentugast og hagkvæmast í stöðunni, það lítur s.s útfyrir að ég þurfi s.s bara að fjárfesta í nýju heimabíókerfi til að njóta DTS - HD /MA

Re: Heimabíó 5.1

Sent: Þri 08. Maí 2012 02:04
af fallen
Já, þetta kort hjá þér styður bitstreaming.
Eitt HDMI tengi á skjákortinu er alveg nóg, þú notar magnarann fyrir bæði hljóð og mynd.. Tengir tölvuna í eitt af HDMI inputtunum á magnaranum og tengir svo sjónvarpið í output tengið á magnaranum..

Re: Heimabíó 5.1

Sent: Þri 08. Maí 2012 02:11
af magnusgu87
Ok þá er þetta allt saman að skýrast. Núna er einfaldlega spurning um hvort ég sé bara ekki með rangar stillingar í tölvunni, ég fór að betur í audio settings og fann þar S/PDIF Digital Audio möguleika, ég er með þetta stillt á speakers. Ég ætla að gera einhverjar tilraunir á þessu á morgun og athuga hvort ég fái hljóð með því að hafa stillt á S/PDIF möguleikann í stað Speakers, það er ekki boði að gera það núna þar sem kærastan er farinn að sofa og ég ætla að gera slíkt hið sama.

Það væri mjög gaman ef þið væruð tilbúnir að fylgjast aðeins áfram með þessum þræði og leiðbeint mér í gegnum hin og þessi vandamál sem ég á pottþétt eftir að reka mig á.

Þangað til á morgun, góðanótt. :sofa

Re: Heimabíó 5.1

Sent: Þri 08. Maí 2012 02:28
af svanur08
http://www.missingremote.com/guide/bits ... -your-htpc" onclick="window.open(this.href);return false;