Alltaf gaman að þessum umræðum. Ég kannast samt ekki við að hafa löðrungað Darwin, hann var nokkuð vandaður vísindamaður á sínum tíma. Ég trúi því ekki að hann hefði tekið í mál að mönnum væri mismunað eftir afstöðu sinni til kenningar hans. Það eru frekar neo-darwinistar sem fá klapp á kinn frá mér fyrir ítrekaðar staðreyndarvillur (eins og að kalla þróunarkenninguna staðreynd) og vanþekkingu á því sem þeir eru að fjalla um.
Haxdal: TL:DR er alltaf góð afsökun fyrir vanþekkingu
Ég leyfi mér sjálfum samt ekki að nota hana þó að mér finnist þróunarsinnar stöðugt vera að tyggja sömu gömlu tuggurnar.
Skoðum erfðafræðina aðeins ofan í kjölin. DNA er upplýsingageymsla sem tekur alla tækni mannsins í dag í nefið, það inniheldur bæði upplýsingar og hluta af mekanismanum til að lesa upplýsingarnar. Það er þýtt yfir í RNA ýmist til reglunar í frumunni eða í prótein til notkunnar í uppbyggingu og virkni frumunar. Þegar að það er þýtt yfir í prótein er ammínósýrum raðað saman eftir 6-bita/3-basa kóðun þ.e. 3 RNA basar tengjast andhverfu sinni sem er á enda viðkomandi ammínósýru og mynda polypeptíð. Það er síðan brotið saman. Þó það gerist nokkurn vegin sjálfkrafa eru svokallaðir sameindasætaverðir (e. "molecular chaperones") sem eru til að tryggja að það fari í réttar skorður því að mistök í því ferli geta eyðilagt frumuna.
Semsagt til þess að einfalt prótein verði til þurfum við 1. Upplýsingarnar (DNA), 2. Aðferð til að flytja þær (mRNA), 3. mekanismi til að þýða þær (Ríbósómi), 4. byggingarefni fyrir próteinið (Amínósýriur) og 5. gæðaeftirlit (áður nefndir sameindasætaverðir). Þetta á við um frumur, próteinsmíði í bakteríum er dálítið flóknari og ég ætla ekki að fara út í þá sálma.
Þessir þættir þurfa að vera til staðar til að við fáum prótein sem eru nauðsynleg fyrir rétta virkni frumunnar. En allir þessir þættir byggjast á því að rétt prótein séu til staðar þannig að ný fruma verður eingöngu til við frumuskiptingu, þ.e. fruman býr til tvennt af öllu nauðsynlegu, þ.m.t. DNA-inu og skiptir sér síðan í tvennt. Öðruvísi er nær ógerlegt (og með því á ég við að það er líklegra að þú gangir á vatni og haldist ofan á yfirborðinu af skammtafræðilegum orsökum) að búa til frumu. Þetta staðfestir lögmálið um bio-genesis, þ.e. eingöngu líf getur gefið af sér líf. Menn hafa viljað afsanna þetta lögmál frá því að það var sett fram af Louis Pasteur árið 1864 en menn eru engu nær því í dag en þá.
Staðreynd: Sjálfkviknun lífs hefur aldrei átt sér stað svo vitað sé.
Enginn hefur komið fram með hugmynd sem útskýrir tilkomu fyrstu frumunar. Það eru til fullt af hugmyndum/tilgátum en þær eru takmarkaðar og yfirleitt byggðar á ónægum sönnunum. Ég ætla ekki að fara út í alla þá umræðu, en ég hef fylgst með í hart nær tuttugu ár og það eru sífellt útbreiddari efasemdir meðal vísindamanna um ágæti núverandi kenninga.
Ok, en segjum að við höfum frumu. Hvað getur ein stökkbreyting hjálpað frumunni mikið? Ekki mikið. Varla neitt! Eitt basapar sem breytist og veldur því að prótein fellur öðruvísi saman eða að reglunarmynstur frumunar breytist í engu samhengi við aðra hluti er án undantekninga missir fyrir viðkomandi frumu. Hún hefur misst eiginleika eða getuna til að nota ákveðna eiginleika rétt. Það eru til öfgakenndar aðstæður sem valda því að fruman kemst betur af með erfðagalla heldur en systkyni hennar sem eru heilbrigð líkt og gerist t.d. með bakteríur og sýklalyf.
Sýklalyf virka þannig að þau ráðast á ákveðin prótein eða ensými bakteríunnar. Gölluð baktería hefur misst getuna til að framleiða viðkomandi þátt og sleppur því við áhrif sýklalyfsins. Þessu er hampað sem sönnun um þróun en er það virkilega tilfellið? Allt sem hefur gerst er að bakterían hefur misst upplýsingar og er orðin ósamkeppnishæf við aðrar bakteríur sömu tegundar og deyr út innan fárra kynslóða ef að sýklalyfjunum er sleppt úr jöfnunni. Menn hafa bent á að frekari stökkbreytingar geta hjálpað frumunni að lifa með gallanum svona svipað og að dæld í bíl er hægt að lagfæra með því að dælda hann í öfuga átt á sama stað. En hún verður aldrei jafn fær samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar.
Staðreynd: Stökkbreytingar hafa aldrei gefið af sér aukningu á upplýsingum neinnar lífveru svo séð hafi verið.
Staðreynd: Þær fáu stökkbreytingar sem hafa orðið til góða fyrir lífverur svo vitað sé eru annað hvort þær sem endurvekja virkni sem hefur skaðast áður af stökkbreytingu eða þær sem fjarlægja virkni sem aðrar lífverur (eins og t.d. læknir með sýklalyfssprautu) eru að nota gegn henni.
Ekki misskilja mig. Ég dáist að þeim sem hafa þekkingu á þessum hlutum og sjá sér samt fært að réttlæta fyrir sér möguleikann á sjálfkviknun og óstýrðri þróun lífs. Það krefst gífurlega auðugs hugmyndarflugs, sérstaklega nú í dag. Ég dáist hins vegar ekkert sérlega að þeim sem fylgja þeim hinum sömu í blindni og halda að veigamestu spurningum um uppruna lífs hafi verið svarað.
Semsagt erfðafræðin hafa ekki gefið Darwin svörin sem hann vonaðist eftir. En þó er önnur og í raun nýrri fræði sem eru ennþá verri fyrir þann gamla og það eru upplýsingafræðin. Við ættum nefnilega að vera fyrir löngu búin að sanna þróun með hjálp tölvutækninnar en í staðin hafa menn eins og Richard Dawkins bara orðið að aðhlátursefni kolleiga sinna fyrir gena-algrími á borð við "me thinks it's like a weasel" sem átti að sýna fram á þróun en afhjúpaði í staðinn grunnhyggni (eða óheiðarleika, en ég vill trúa því besta upp á manninn) Dawkins. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessi fræði, þau eru afar skemmtileg og liggja okkur nærri þar sem þau eru grundvallaratriði í tölvutækni.
En þetta er orðið gott í bili, Guð geymi ykkur og hafið gaman af lífinu
Kv.
Guðbjartur Nilsson