Síða 2 af 2
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Sun 16. Ágú 2015 03:22
af Danni V8
Það þarf einhver að fara þangað inn með falda myndavél einhvern tíman....
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Sun 16. Ágú 2015 14:33
af vesi
Hún er one of a kind!.
Hann er gull af manni og vill allt fyrir alla gera. Mín reynsla.
Málið er að það er alltaf nóg að gera hjá þeim. Allavega það sem ég hef séð af. Og ef hún væri ekki þarna frammi með sitt "attitude" væri hann alltaf í greiða og redda starfsemi fyrir alla. og væri farinn á hausinn fyrir löngu. þætti gamann að sjá hvort Nesradio hefði nokkurntíman skipt um KT.
Ef maður nær að Ignora "hana" og nær sambandi við "hann" þá fær maður frábæra þjónustu. (mín Reynsla).
Ég fór eitt sinn með bíl og lét Nesradió setja í hann græjur, Spilara,keilur,hátalara frammí og afturí og þeir bættu við tveeterum mér að kostnaðarlausu til að fá betra sound, einnig var sett fjarstart og þjófavörn.
ég var rukkaður um 2-3 tíma í vinnu og fékk flott verð á pakkanum., en þar sem þetta var ameríkutípa af bíl var víraflækja einhverstaðar og þeir unnu í bílnum frá 10 til ca 19 eða 20. en ég var samt ekkert rukkaður um það.
Mín reynsla af Nesradió er frábær. Auðvitiað hefur "hún" farið í taugarnar á mér nokkrum sinnum, en eftir að ég náði/lærði að ignora hana þá fer ég ekki annað.
Ef "hún" væri ekki á staðnum væri "hann", Nesradíó öruglega löngu farið á hausin.
Re: Nesradíó
Sent: Sun 16. Ágú 2015 16:09
af chaplin
Ripparinn skrifaði:Svo spurðist ég eftir radarvara og hún neitaði að selja mér hann því ég er svo ungur enþá og sagði mér að fara í húsasmiðjuna og fá mér spítukubb undir bensíngjöfina
Þetta er það besta sem ég hef lesið hérna á Spjallinu í langan tíma. Liked!
Og mv. mína reynslu á sjálfum mér og félögum mínum þegar við fengum bílpróf, she's not wrong..
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Sun 16. Ágú 2015 19:01
af atlifreyrcarhartt
hún á sína góðu daga og sína slæmu vest að þeir slæmu eru 355 dagar ársins og hinir 10 er hún í sumarfríi
ég er mikið að tengja græjur og það eru þónokkrir hættir viðskiptum við nesradíó utaf henni
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Sun 16. Ágú 2015 19:24
af Krisseh
Merkilegt, kíkti þangað inn á föstudaginn svona um kl 15:30, nákvamlega sama og þú ert að lýsa, kallinn var að skammast sín vegna pöntun sem hún hætti ekki að þrasa um, fór að skoða úrvalið á Alpine m/bluetooth möguleikan sem tók mig mínútu, það var skammarlegt að vera þarna inni meðan hún var að þrasa yfir kallinn, svo þegar ég var hálfa leiðinni út um dyrnar, „Get ég aðstoðað þig?“ Ég: „Nei takk, bara að skoða útvarp“ Hún: „Jájá“ með yfirburðum lélegum tón.
Annað skiptið sem ég kem þangað inn og hún er við afgreiðslu, algjörleg mín mistök því ég var varaður við fyrsta skiptið.
Frosinn skrifaði:Ekki úr vegi að koma með update á 4ra ára gamlan þráð...
Fór í Nesradíó í fyrradag til að athuga með Stalk Control Adapter fyrir Mercedes E270, þar sem ég var búinn að rífa hið forna Mercedes kassettutæki úr bílnum og þurfti millistykki til að tengja nýjan geislaspilara í bílinn þannig að hækka/lækka virkin í stýrinu myndi halda sér.
Konan frussaði út úr sér að í fyrsta lagi þyrfti ekkert millistykki, þar sem það væri ISO tengi í þessari tegund af Mercedes, og ef þetta virkaði ekki hjá mér þá yrði ég bara að panta tíma á verkstæðinu hjá henni til að láta strákana hennar græja þetta. Svo gargaði hún á mann á miðjum aldri þarna inni (sem hlýtur að hafa verið eiginmaður hennar fyrst hann lét þetta yfir sig ganga) eitthvað um að hætta að lofa dagsetningum á afhendingu. Og svo svaraði hún símanum. Ég stóð þarna eins og álka, vissi ekki hvort ég ætti bara að fara, en beið þolinmóður eftir að símtalinu hennar lyki. Hún spurði hranalega hvort ég væri með gamla kassettu-útvarpið, þannig að hægt væri að skoða að sérsmíða snúrur fyrir þetta. Ég sagði henni að útvarpið væri komið í ruslatunnuna klukkustund áður, en ég vissi að þetta tengi væri til sem stock-lausn víða á netinu og þyrfti líklega ekki sérsmiði. Hún spurði hvort ég gæti ekki bara skotist eftir gamla útvarpinu og ég sá að það þýddi ekkert að eiga orðastað við konuna, sagði "jújú, ég geri það bara", settist upp í bílinn og lét ekki sjá mig þarna framar.
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Fös 06. Nóv 2015 15:38
af Danni V8
Shiii hahaha eftir að hafa verslað þarna nokkrum sinnum yfir svona 8 ára tímabil þá lenti ég í fyrsta skiptið á þessari afgreiðslukonu síðasta föstudag.
Mig vantaði loftnetsmillistykki í BMW-inn minn þar sem ég var að setja útvarpstæki úr 2004 árgerð af E46 í 1999 árgerð af eins bíl, og það var breyting á loftnetstenginu einhverja hluta vegna þarna á milli. Útvarpið komið í bílinn og virkaði alveg, var bara orðinn þreyttur á sömu cd diskunum eftir 2 mánuði.
Var búinn að Googla og finna mynd af millistykkinu sem ég þurfi. Fór inn og bauð góðan dag, útskýrði hvað mér vantaði og spurði hana hvort þau gætu mögulega átt þetta til.
"Nei. Svona gerir fólk ekki. Þetta útvarp mun aldrei virka í bílnum þínum."
eeehhhh... það er búið að virka í honum í 2 mánuði, vantar bara millistykki til að tengja loftnetið..
"Já, það er ekki til hér. Þú verður að panta það. Við erum ekki með nein svona sér tengi fyrir BMW"
Jæja, ég fór út og settist inní bíl aftur. En þverhausinn sem ég er þá var ég ekki alveg nógu sáttur með að stærsta bíltækjabúð og verkstæði landsins ætti ekki til svona einfalt millistykki, sem er btw það sama í margar aðrar tegundir af bílum. Þannig ég fór í símann og Googlaði alveg nákvæmlega hvað mig vantaði, það er að segja Female Fakra to Female ISO aerial adapter. Fór þangað inn aftur og beið á meðan hún þrasaði við næsta viðskiptavin. Síðan kom maðurinn út af verkstæðinu og ég greip tækifærið og spurði hann hvort hann kannaðist við Fakra loftnetsmillistykki.. jú heldur betur! Nóg til af þessu hjá þeim.
Keypti eitt og setti í bílinn fyrir utan hjá þeim og keyrði í burt X-ið 977 á full blast
Segir mér enginn að eitthvað sé ekki hægt þegar ég veit að það er hægt!
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Mán 14. Sep 2020 12:44
af Roggo
Var að hringja þangað því að ég lenti í veseni með að færa græjurnar yfir í nýja bílinn. Vildi láta einhverja sem kunna vel til græja þetta og hef bara heyrt góða hluti um vinnubrögðin hjá Nesradíó. Hef annars haft reynslu af henni áður og ætlaði að gera þetta ferli eins þægilegt fyrir hana eins og ég gat. Vildi helst bara skilja bílinn eftir, sækja, borga. Ágætlega sama um hvert verðið væri svo lengi sem vinnan væri góð. Fyrst svarar hún símanum og er að klára eitthvað stutt einkasamtal, heyri ég, án þess að hún segi eitthvað við mig svo loks þegar hún svarar segist ég vilja fá einhvern sem veit hvað hann er að gera til þess að tengja útvarp og bassabox í bílinn minn (gefandi í skyn að ég hafi litla reynslu af þessu sjálfur). Þá meina ég semsagt einhvern "aðila" ekki endilega karlmann auðvitað. Auðvitað tekur hún því þannig að ég vilji ekki tala við hana heldur frekar einhvern karlmann á svæðinu :/ Segir svo eftirá að hún hafi verið að grínast... Ég gerði alveg ráð fyrir því að ég myndi klára símtalið með henni. Reyndi svo eitthvað að bjarga þessum samskiptum og halda áfram með símtalið en mætti bara hroka. Símtalið entist ekki í mínútu. Ég eyði þá bara tíma í þetta og finn út þessu sjálfur I guess....
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Mán 14. Sep 2020 19:57
af mikkimás
Þetta er mögulega besti þráður allra tíma.
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Mán 14. Sep 2020 20:02
af jonsig
Ég spurði hana í den um strák sem ég þekkti úr skólanum sem var að taka samninginn í rafeindavirkjun hjá þeim. Og hún sagði mér að hann væri frekar glataður í faginu ogsfr. og það væri stutt í að hann yrði látinn fara. Sem stemmdi svosem alveg við það sem mér datt í hug. Mjög viðeigandi..
Re: Nesradíó - Reynslusögur af eldri afgreiðslukonuni
Sent: Þri 15. Sep 2020 09:42
af Black
Frosinn skrifaði:Ekki úr vegi að koma með update á 4ra ára gamlan þráð...
Fór í Nesradíó í fyrradag til að athuga með Stalk Control Adapter fyrir Mercedes E270, þar sem ég var búinn að rífa hið forna Mercedes kassettutæki úr bílnum og þurfti millistykki til að tengja nýjan geislaspilara í bílinn þannig að hækka/lækka virkin í stýrinu myndi halda sér.
Konan frussaði út úr sér að í fyrsta lagi þyrfti ekkert millistykki, þar sem það væri ISO tengi í þessari tegund af Mercedes, og ef þetta virkaði ekki hjá mér þá yrði ég bara að panta tíma á verkstæðinu hjá henni til að láta strákana hennar græja þetta. Svo gargaði hún á mann á miðjum aldri þarna inni (sem hlýtur að hafa verið eiginmaður hennar fyrst hann lét þetta yfir sig ganga) eitthvað um að hætta að lofa dagsetningum á afhendingu. Og svo svaraði hún símanum. Ég stóð þarna eins og álka, vissi ekki hvort ég ætti bara að fara, en beið þolinmóður eftir að símtalinu hennar lyki. Hún spurði hranalega hvort ég væri með gamla kassettu-útvarpið, þannig að hægt væri að skoða að sérsmíða snúrur fyrir þetta. Ég sagði henni að útvarpið væri komið í ruslatunnuna klukkustund áður, en ég vissi að þetta tengi væri til sem stock-lausn víða á netinu og þyrfti líklega ekki sérsmiði. Hún spurði hvort ég gæti ekki bara skotist eftir gamla útvarpinu og ég sá að það þýddi ekkert að eiga orðastað við konuna, sagði "jújú, ég geri það bara", settist upp í bílinn og lét ekki sjá mig þarna framar.
Úff..Lenti í því sama með bíl sem ég átti, vantaði Aux útgang á original útvarp og svarið frá henni var að það væri aðili að sérsmíða þessi tengi fyrir þau í kína.Og tæki nokkrar vikur að fá afhent.Áætlað verð var 12-15k
Ég pantaði stykkið á Ebay og var komið hingað í sömu viku undir 10k