Síða 2 af 2
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Lau 03. Des 2011 11:55
af ManiO
GuðjónR skrifaði:ManiO skrifaði:worghal skrifaði:læt mér nægja La Trappe Quad. 10% í 33cl :p
Hann bragðast líka fáránlega vel.
Virkilega?
Þeir bjórar sem ég hef smakkað 10%+ hafa allir verið með yfirþyrmadi spírabragði, bara hreinlega vondir.
Er ekki spírabragð af þessum?
Munkabjórar eru nánast undantekningalaust MJÖG bragðsterkir óháð áfengismagni. Þú finnur mögulega vott af áfengisbragði, en að mestu finnuru bara bragð af hreinum unaði.
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Lau 03. Des 2011 15:54
af gardar
ManiO skrifaði:GuðjónR skrifaði:ManiO skrifaði:worghal skrifaði:læt mér nægja La Trappe Quad. 10% í 33cl :p
Hann bragðast líka fáránlega vel.
Virkilega?
Þeir bjórar sem ég hef smakkað 10%+ hafa allir verið með yfirþyrmadi spírabragði, bara hreinlega vondir.
Er ekki spírabragð af þessum?
Munkabjórar eru nánast undantekningalaust MJÖG bragðsterkir óháð áfengismagni. Þú finnur mögulega vott af áfengisbragði, en að mestu finnuru bara bragð af hreinum unaði.
Af svona sterkum fínum bjór finnur maður aðallega hita tilfinningu.
En um leið og menn fara í faxe 10% eða einhvern álíka sora þá bragðast það bara eins og sambland af bjór og vodka

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Lau 03. Des 2011 16:01
af worghal
GuðjónR skrifaði:ManiO skrifaði:worghal skrifaði:læt mér nægja La Trappe Quad. 10% í 33cl :p
Hann bragðast líka fáránlega vel.
Virkilega?
Þeir bjórar sem ég hef smakkað 10%+ hafa allir verið með yfirþyrmadi spírabragði, bara hreinlega vondir.
Er ekki spírabragð af þessum?
ég mæli með að þú tekur La Trappe gjafa pakkann, færð fjóra La trappe og geðveikt glas

þú færð La trappe 6%, 7%, 8% og 10% og þetta bragðast fáránlega vel

þetta er reyndar dýr bjór, en hverrar krónu virði, kanski ekki eitthvað sem þú verslar kassa af, bara nokra fyrir sötur

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Sun 04. Des 2011 02:53
af appel
GuðjónR skrifaði:ManiO skrifaði:worghal skrifaði:læt mér nægja La Trappe Quad. 10% í 33cl :p
Hann bragðast líka fáránlega vel.
Virkilega?
Þeir bjórar sem ég hef smakkað 10%+ hafa allir verið með yfirþyrmadi spírabragði, bara hreinlega vondir.
Er ekki spírabragð af þessum?
Ekki af La Trappe. Hann er drullufínn.
Eitt lykilatriði í bjórneyslu er að drekka við rétt hitastig. Því hærra áfengishlutfall því hærra þarf hitastigið að vera á bjórnum. Því kaldari sem bjórinn er því meiri líkur eru á að þú finnur spírabragð. La Trappe þarf að fá að vera í 1-2 klst. við stofuhita áður en þú drekkur hann, þannig að hitastigið þarf að vera c.a. 12-14°c.
Ég er útskrifaður úr Bjórskólanum sko

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Sun 04. Des 2011 03:07
af cure
hehe góður

já ég er ekkert voðalega hrifinn af ísköldum bjór nema kanski á sumrin þegar það er rugl gott veður og í löndum þar sem virkilega heitt er í veðri þá er hann svona meira svalandi en að njóta hans, annars drekk ég alltaf allann bjór í stofu hita.
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Sun 04. Des 2011 11:22
af Halldóras
Krummi smakkast mjög vel, það er snilld að geta fengið sér eitt glas og sett svo tappann aftur á

Hann verður ekki flatur í næsta skipti þegar maður fær sér.
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Mán 05. Des 2011 09:13
af Jón Ragnar
Mæli með Víking Classic svo líka!
Lygilega góður bjór

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Mán 05. Des 2011 11:18
af GuðjónR
worghal skrifaði:ég mæli með að þú tekur La Trappe gjafa pakkann, færð fjóra La trappe og geðveikt glas

þú færð La trappe 6%, 7%, 8% og 10% og þetta bragðast fáránlega vel

þetta er reyndar dýr bjór, en hverrar krónu virði, kanski ekki eitthvað sem þú verslar kassa af, bara nokra fyrir sötur

Já ekki skemmir fyrir að fá flott glas, hvar fæst La trappe? Heiðrúnu only??
appel skrifaði:Eitt lykilatriði í bjórneyslu er að drekka við rétt hitastig. Því hærra áfengishlutfall því hærra þarf hitastigið að vera á bjórnum. Því kaldari sem bjórinn er því meiri líkur eru á að þú finnur spírabragð. La Trappe þarf að fá að vera í 1-2 klst. við stofuhita áður en þú drekkur hann, þannig að hitastigið þarf að vera c.a. 12-14°c
Þetta vissi ég ekki, þvert á móti ef ég drukkið rótsterka bjóra þá hef ég kælt þá í fyrstinum, taldi mig minnka spírabragðið þannig...alltaf er maður að læra eitthvað nýtt
Garðar flottur!
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 15:20
af skyrgámur
já hann Krummi Er bara fantagóður var að taka flöskuna úr frysti og þetta er að leka oní mann vel sáttur bara . en þar sem maður hefur engan til að bjóða með sér drekk ég glaður fyrir 2 Skál í botn ! jólahvað?
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 16:02
af worghal
GuðjónR skrifaði:worghal skrifaði:ég mæli með að þú tekur La Trappe gjafa pakkann, færð fjóra La trappe og geðveikt glas

þú færð La trappe 6%, 7%, 8% og 10% og þetta bragðast fáránlega vel

þetta er reyndar dýr bjór, en hverrar krónu virði, kanski ekki eitthvað sem þú verslar kassa af, bara nokra fyrir sötur

Já ekki skemmir fyrir að fá flott glas, hvar fæst La trappe? Heiðrúnu only??
appel skrifaði:Eitt lykilatriði í bjórneyslu er að drekka við rétt hitastig. Því hærra áfengishlutfall því hærra þarf hitastigið að vera á bjórnum. Því kaldari sem bjórinn er því meiri líkur eru á að þú finnur spírabragð. La Trappe þarf að fá að vera í 1-2 klst. við stofuhita áður en þú drekkur hann, þannig að hitastigið þarf að vera c.a. 12-14°c
Þetta vissi ég ekki, þvert á móti ef ég drukkið rótsterka bjóra þá hef ég kælt þá í fyrstinum, taldi mig minnka spírabragðið þannig...alltaf er maður að læra eitthvað nýtt
Garðar flottur!
færð hann í skeifunni og kringlunni, allavega hef ég bara séð hann þar
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 17:57
af GuðjónR
Djöfull er ég áhrifagjarn.
Skellti mér í búðina í moso og verslaði herlegheitin.
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 17:59
af worghal
já nú líst mér á blikuna

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 18:00
af GuðjónR
worghal skrifaði:já nú líst mér á blikuna

Svo er bara að taka á því á eftir

Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 20:08
af pattzi
Akumo skrifaði:Maður kemst ekkert í þennan á Akureyri

værir til í smakk

http://www.vinbudin.is/desktopdefault.aspx/tabid-105/" onclick="window.open(this.href);return false;
pantar hann bara og kemur í þína vínbúð :-) drekk ekki samt bara veit þetta
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 20:16
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:Djöfull er ég áhrifagjarn.
Skellti mér í búðina í moso og verslaði herlegheitin.
Eftir að hafa lesið þennan þráð, þá fór ég á mánudaginn í ríkið hérna í Hafnarfirði og verslaði mér svona öskju.
Er ekki búinn að smakka þó..
Re: Nýr bjór kominn á markað!
Sent: Þri 06. Des 2011 20:19
af Akumo
Guð minn góður hvað er að mér..
Ég meira segja vann í Vínbúðinni en var búin að steingleyma því að maður getur látið bara panta þetta fyrir sig, núna er að fara skoða úrvalið :santa