Síða 2 af 2

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 20:53
af MarsVolta
GuðjónR skrifaði:Ég gerði mér ferð í "búðina" til að kanna málið.
Nánar til tekið í mosó í dag, var drekka eina flösku af Egils Malt Jólabjór og bjórinn er alveg eins og hann á að vera. Fær toppeinkun hjá mér.
Ég held að ég viti hvað fór úrskeiðis hjá þér, þú hefur drukkið hann of kaldann, ef þú gerir það þá hverfur allt maltbragð.

Núna er ég hins vegar að smakka Tuborg Christmas Brew, og þar þykir mér eitthvað hafa farið úrskeiðis.
Hann er virkilega "hrár" ... eins og hann hafi verið settur og snemma á dósirnar.
Svona "heimabrugs" bragð af honum, kannski of mikið ger...veit ekki. Fær falleinkun hjá mér.

Mynd
Ég var að enda við að opna og smakka annann og það er sama sagan, það er lítið sem ekki neitt maltbragð af honum. Ég ætla að fara og skila honum á morgun ef það er hægt :(.
Og já, þessi var við stofuhita !.

En í sambandi við Tuborg Christmas Brew þá hef ég smakkað hann seinustu 3 árin og mér hefur alltaf fundist hann vondur.

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:00
af cure
MarsVolta þú átt allveg að geta skipt því sem verslað er í ríkinu :) þarf ekki einusinni að hafa kvittun.

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:01
af MarsVolta
cure82 skrifaði:MarsVolta þú átt allveg að geta skipt því sem verslað er í ríkinu :) þarf ekki einusinni að hafa kvittun.
Flott er :), þarf ég ekki samt að fara í sömu verslun :D ?

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:05
af cure
nei ekki einusinni :) ég allavega fékk 3 sinnum dýra Cognac flösku í jólagjöf frá fyrirtækinu sem ég var að vinna fyrir og fór bara með hana í eithvað ÁTVR og fékk alltaf að skipta því í bara það sem mig langaði, ég veit að þetta er líka svona með rauðvín þannig það hljóta að gilda sömu reglur með bjór :D

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:26
af GuðjónR
Egils Jólagull að renna niður núna...metnaðar lítill bjór.
Frekar vatnskenndur. Örugglega góður fyrir þá sem þola ekki sterka bjóra þar sem hann er mjög mildur.
Ekki eins vondur og Tuborginn en langt frá því að vera merkilegur bjór. Það vantar alla froðu í hann, frekar flatur.
5/10

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:44
af cure
hvaða jólabjór ætti maður að fá sér um helgina ? Tuborg jólabjórinn hefur mér alltaf fundist rosa góður og var orðinn svo spenntur fyrir honum :/ eru einhverjir aðrir sem þið mælið með fyrir utan Egils malt ?

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:48
af Daz
Jóla Kalda. Alltaf Jóla Kalda.

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:51
af cure
Daz skrifaði:Jóla Kalda. Alltaf Jóla Kalda.
Tjakka á honum um helgina takk fyrir :)

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 21:57
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Ég gerði mér ferð í "búðina" til að kanna málið.
Nánar til tekið í mosó í dag, var drekka eina flösku af Egils Malt Jólabjór og bjórinn er alveg eins og hann á að vera. Fær toppeinkun hjá mér.
Ég held að ég viti hvað fór úrskeiðis hjá þér, þú hefur drukkið hann of kaldann, ef þú gerir það þá hverfur allt maltbragð.

Núna er ég hins vegar að smakka Tuborg Christmas Brew, og þar þykir mér eitthvað hafa farið úrskeiðis.
Hann er virkilega "hrár" ... eins og hann hafi verið settur og snemma á dósirnar.
Svona "heimabrugs" bragð af honum, kannski of mikið ger...veit ekki. Fær falleinkun hjá mér.

Mynd

#-o

Guðjón, svona stór fyrirtæki klikka ekki og setja of mikið ger, og ef það kæmi fyrir myndir þú ekki taka eftir neinu því get ég lofað þér.

Hugsanlegt er að ef þú færð þér 1 bjór og smakkar svo annan þá eru bragðlaukarnir "brenglaðir" eftir fyrsta smakk, besta leiðin til að "núlla" bragðlaukana er með að fá sér 1-2 ritzkex (hrein) og svo næstu tegund af bjór.

Er að drekka Tuborg Xmas brew núna og þykir hann virkilega góður, smakkaði fyrr í kvöld Jóla Bock, mæli einnig vel með honum. (þykir tuborg x-mas þó betri)

Á morgun verður svo smakkað Brúnöl Stekkjastaur og nýja jólabjórinn frá Einstök Brugghús ;) (man ekki nafnið)


Varðandi Jóla Kalda, þá hef ég smakkað allar tegundir af kalda og þykir enginn af þeim næginlega góður til að sækjast eftir.

Er meira fyrir IPA sjálfur svo ég versla oftast Úlf IPA eða Einstök Brugghús Icelandic Pale Ale, sem er alveg SVAKALEGUR bjór og #1 í uppáhaldi hjá mér!

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 22:40
af GuðjónR
Tuborg var nú fyrsti bjórinn sem ég smakkaði í kvöld,not my cup of tea.

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:09
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Tuborg var nú fyrsti bjórinn sem ég smakkaði í kvöld,not my cup of tea.

Prófaðu Einstök Brugghús IPA :) hann er í uppáhaldi sem stendur, fullur og þéttur bjór með flotta froðu! (reyndar ekki jólabjór, en alveg þrusumagnaður)

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:20
af GuðjónR
Maini skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Tuborg var nú fyrsti bjórinn sem ég smakkaði í kvöld,not my cup of tea.

Prófaðu Einstök Brugghús IPA :) hann er í uppáhaldi sem stendur, fullur og þéttur bjór með flotta froðu! (reyndar ekki jólabjór, en alveg þrusumagnaður)
Tékka honum næst ;)

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:22
af Klaufi
Tuborg julebryg! :goodbeer

Góður af krana - "Meh" í dós - Yndislegur úr 1L dós frá DK!

SKÁL :beer

Nenni ekki að finna hinn þráðinn til að skála,, aðeins of margir julebryg síðan ég nennti því..

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:31
af cure
Klaufi skrifaði:Tuborg julebryg! :goodbeer

Góður af krana - "Meh" í dós - Yndislegur úr 1L dós frá DK!

SKÁL :beer

Nenni ekki að finna hinn þráðinn til að skála,, aðeins of margir julebryg síðan ég nennti því..
ég elska alla bjóra í DK :) bjórinn einhvernveginn bragðast betur þar þótt maður kaupi viking gull í fríhöfninni þá finnst mér hann bragðast einhverneginn betur í DK annars er uppáhalds bjórinn minn í Danmörku
FF = Fine festival held að það sé ekki hægt að fá hann hérna á klakanum :thumbsd (myndi væntanlega samt ekki bragðast eins vel hehe)
*Edit* það að hann sé bragðbetri gæti líka verið að það liggur alltaf svo vel á manni í DK :) veit samt ekki, kanski er það loftslagið eða eithvað annað

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:33
af Klaufi
cure82 skrifaði: ég elska alla bjóra í DK :) bjórinn einhvernveginn bragðast betur þar þótt maður kaupi viking gull í fríhöfninni þá finnst mér hann bragðast einhverneginn betur í DK annars er uppáhalds bjórinn minn í Danmörku
FF = Fine festival held að það sé ekki hægt að fá hann hérna á klakanum :thumbsd (myndi væntanlega samt ekki bragðast eins vel hehe)
Á yndislega systur sem færir mér 6x 1L dósir á ári, fór sjálfur út í fyrra og náði mér í, maður varð að prufa J-day allavega einu sinni..

Ef ég á að velja einn uppáhaldsbjór, þá er það Carl's Special, beint af krana í Carlsberg verksmiðjunni..

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:36
af cure
ég á J-day allveg eftir :) en já bjórinn er fínn í carlsberg verksmiðjunni fer alltaf til Enghave í hvert skipti þegar ég kem til köben til að taka 1 hring

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fim 17. Nóv 2011 23:36
af Plushy
Shit hvað mér langar í bjór þegar ég sé þessar myndir.

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fös 18. Nóv 2011 04:21
af everdark
Er Julebryg ekki bruggaður hér á landi þetta árið?

Stendur amk á dósunum sem ég fékk í fríhöfninni um daginn "Brewed and canned by Ölgerðin" ... í fyrra stóð bara "Bottled". Var líka töluvert betri þá..

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fös 18. Nóv 2011 13:37
af MarsVolta
Ég fór og skipti bjórnum rétt áðann. Ég fékk mér Jóla Bock, Jóla kalda og einn Guinness í staðinn :santa

Re: Egils Malt Jólabjór, hvað er í gangi !?

Sent: Fös 18. Nóv 2011 14:26
af gardar
cure82 skrifaði:MarsVolta þú átt allveg að geta skipt því sem verslað er í ríkinu :) þarf ekki einusinni að hafa kvittun.

Þú átt víst að þurfa að vera með kvittun, fyrir sterku áfengi amk.