Re: MW 3 eða BF 3
Sent: Mán 31. Okt 2011 23:24
Battlefield 3 kom síðastliðinn föstudag (28. október) og fæst í flestum tölvuleikjabúðum hér á landi á PC, Playstation 3 og XBOX360 og er kaupanlegur á PC í gegnum Origin sem er umsjá EA og er líkt Steam.psteinn skrifaði:Sko ég ættla að kaupa mér annahvort MW 3 eða BF 3 en ég veit ekki hver ættli sé betri. :-s
Það væri snilld ef þið gætuð komið með tilögur um hver ættli sé betri, en já vitið þið líka eithvað um hvaða dagsetningu þeir koma á Ísland.´
:shooting
Kv pétur
Hann notast við BattleLog sem er í raun vefsíða sem ræsir Campaign, Co-op eða Multiplayer og á þessari síðu finnurðu servera til að tengjast (getur búið "Platoon" sem er eins og samféleg sem þú getur boðið öðrum að verða hluti af).
Auk þess geturðu séð allt um þinn Battlefield 3 feril á þessari síðu.
Grafíkin í Battlefield er örugglega það albesta sem ég hef séð hingað til og hljóðið mjög vandað og gefur leiknum auka brjálæði.
Multiplayerinn í Battlefield 3 er og hefur verið þungamiðjan í öllum (eða allflestum) Battlefield leikjunum. Það er bara hreint út sagt klikkun.
Getur flogið þyrlum og þotum, keyrt bíla og skriðdreka og siglt bátum sprengt nánasta hvern einasta vegg niður og það er bara aaaaallt að gerast.
Hef ekki prófað Co-op ennþá en það er víst þannig að þú og einhver annar gæji úti í heimi (eða vinur þinn) eruð að vinna saman og klára einhver missions.
Campaign-ið er flott og það koma ágætlega svöl atriði inn á milli.. en allt í allt er það ekki nálægt því að eiga möguleikana á að narta í hælana á Multiplayernum að mínu mati.
Að vísu þarftu geimskip til að ráða við hann á PC almennilega en það er bara aukaatriði .
Call of Duty: Modern Warfare 3 kemur 8. nóvember og hann mun án alls efa vera líka seldur í flestum tölvuleikjabúðum í PC, Playstation 3 og XBOX360. Líka er hægt að kaupa hann í gegnum Steam.
Ég er ekki búinn að kynna mér hann frá toppi til táar en af því sem ég er búinn að sjá úr honum þá verður hann eflaust mjög líkur fyrri leikjunum í seríunni. Bara búið að krydda hann smá.
Grafíkin er nánast eins og í fyrri leikjunum.
Ég hef spilað öll campaignin síðan Call of Duty 4: Modern Warfare og þau hafa öll verið fantagóð að mínu mati (fyrir utan í CoD: "World at War").
Multiplayerinn er líka aðal dæmið í Call of Duty leikjunum og það er mjög skemmtilegt að detta í CoD og hoppa yfir bíl, taka 360° í loftinu og noscope-a gæjann hinum megin á mappinu.
Síðan verðu víst nýr fítus í leiknum sem heitir eitthvað Survival mode. En í því ertu held ég með vinum þínum að reyna að lifa af eins lengi og hægt er gegn öldum af óvinum.
En það er mjög erfitt að bera þessa tvo leiki saman því að þeir eru mjög mismunandi í spilun. Að vísu báðir nútíma, fyrstu persónu stríðs-skotleikir.
En ef þú vilt vinna að mestu leiti 1 og sleppa við að þurfa að hafa áhyggjur af liðsfélögum þínum þá eru CoD leikirnir málið.
Ef þú vilt spila einn magnaðasta Fyrstu Persónu skotleik sem völ er á þá mæli ég með Battlefield 3. Hann er bara sjúkur.
Já þú hefur eflaust tekið eftir því að ég hallast örlítið í áttina að Battlefield 3 en hvaða leik þú átt að taka er algjört smekksatriði. Ættir helst að fá að prófa þá báða til að finna út hvern þú átt að taka
- Þossi