Ég sit hérna og skrifa úr Macbook pro 15'' vél.
Vél sem er alveg komin til ára sinna en þetta er besta vél sem að ég hef verið með undir höndum.
Svo nota ég Acer vél í skólann og hún er að þjóna mér mjög vel þar bara.
Tölvur eru verkfæri , að segja að mac sé betri en pc er eins og að segja að flatt-skrúfjárn sé betra en stjörnu-skrúfjárn.
Þetta þjónar bara misjöfnum hópum og uppfyllir mismunandi kröfur hvert fyrir sig.
Annars þá legg ég til að þú Gunnar (biturk) hættir að tjá þig í söludálknum þar sem að þú ert eiginlega bara að koma ó-orði á vaktina og því sem hún stendur fyrir með staðhæfingum sem eru ekki byggðar á neinu öðru en eigin fordómum.
Þú ert búinn að skemma þessa sölu fyrir manninum með stöðugri gagnrýni ,fordómum og heimsku. Þú skuldar honum í raun nýjan söluþráð sem að við vitum allir hér að er á leiðinni , eða í það minnsta tiltekt. Ásamt því skuldar þú honum afsökunarbeyðni.
Leyfðu manninum bara að selja tölvuna sína án þess að gefa í skyn að hann sé þjófur eða að einhverju leyti illa gefinn. Fólk borgar það sem það er tilbúið til að borga fyrir vörur og þeir sem ætla að eyða peningum í tölvur þeir kynna sér hlutina á sínum eigin forsendum , hvað varðar verð og fleira.
Það er ekki þitt hlutverk að passa að enginn hagnist eða hagnist ekki í viðskiptum , fólk á þessum vef er flest fjárráða og ráðstafar sínum peningum eftir eigin höfði.
biturk skrifaði:þetta er náttúrulega bara útúr korti verð!
(Þetta er dónaskapur og fáfræði þín)
biturk skrifaði:munurinn á 2.3 og 2.53 ghz er nánast ekki finnanlegur í vinnslu og skiptir þess vegna eeeeengu máli
(Þetta er ekki ghz talan heldur brand sem um er að ræða , þú virðist ekki skilja muninn)
biturk skrifaði:þú ert að biðja um verð sem er hærra heldur en er sanngjarnt, það eru ekki heiðarlegir viðskiptahættir
(Þú gefur í skyn að hann sé óheiðarlegur)
biturk skrifaði:það er slæmt ef að þú ert að biðja um verð sem er hærra heldur en er sanngjarnt, það eru ekki heiðarlegir viðskiptahættir
(Þú gefur í skyn að hann sé óheiðarlegur)
biturk skrifaði:þetta er verðvaktin, hér eru verðlöggur og hér er leitast eftir besta verði fyrir kaupanda og seljanda og mikið lagt uppúr því
(Þú leitast eftir verði sem er kaupanda í hag en þú gefur lítið fyrir hag seljanda. Með því ertu í raun að spila alveg sama leik og þú gagrnýnir sjálfur. Það er hræsni)