Síða 2 af 2

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Lau 16. Júl 2011 14:57
af hauksinick
Vitaskuld

Nei að sjálfsögðu ekki,eins og @rapport sagði "Það er engin regla að seljandi verði að svara öllum fyrirspurnum, þú ert ekki að díla við Ríkiskaup."

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Lau 16. Júl 2011 15:18
af einarhr
Hvernig væri að læsa þessu þræði ? Bulldog er komin með svar og óþarfi að leyfa honum að pósthórast í þessum þræði.

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Lau 16. Júl 2011 15:25
af biturk
hauksinick skrifaði:Vitaskuld

Nei að sjálfsögðu ekki,eins og @rapport sagði "Það er engin regla að seljandi verði að svara öllum fyrirspurnum, þú ert ekki að díla við Ríkiskaup."

nei en það er almenn kurteisi ef þú ert að selja að svara fyrirspurnum og tilboðum

eitthvað sem íslendingar eru algerlega ófærir um í netviðskiptum, heiðarleiki, sanngirni og kurteisi :thumbsd

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Lau 16. Júl 2011 16:52
af hauksinick
Já talandi um það,þá eru Íslendingar svona allflestir bara algerir dólgar!

Var í Svíþjóð nýlega og komst í opna skjöldu yfir því hversu kurteysir allir voru =D>

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Lau 16. Júl 2011 16:53
af hsm
Það er almenn kurteisi að svara tilboðum, "Nei takk" eða "of lágt" getur ekki verið erfitt að pikka inn.

Og hvað eru menn að vitna í Ríkiskaup, er einhver regla þar um að svara öllum tilboðum ?
Seinast þegar ég vissi þá svara þeir bara hæstu tilboðum, enda kemur það fram á heimasíðu þeirra hvað hæðsta tilboðið er.
Og þar ertu EKKI skuldbundinn þínu tilboði.

Ég held að við getum allir verið sammála um að sína kurteisi hér á vaktinni.
Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.

Þetta er ekki í reglum og á ekki að vera þar, en það stendur samt að maður á að nota skynsemina, svo notið hana.

Re: eðlileg bið eftir svari

Sent: Sun 17. Júl 2011 01:55
af rapport
Ég vitnaði í Ríkiskaup vegna útboðsreglna...

Það er skilda skv. lögum að svara öllum tilboðum í útboðum og þar eru tilboðsgjafar bundnir af sínum tilboðum.

Hvernig tilboð eru opnuð og birt er svo annað mál, stundum t.d. er um örútboð innan rammasamnings að ræða hjá einum aðila.


Þú ert að rugla rammasamningi þar sem samið er við marga aðila saman við innkaup lögaðila.

Í rammasamning eru lögaðilarnir ekki bundnir neina nema verlsa við einhvern aðila rammasamningsins.

t.d. er mjög algengt að EJS, Nýherji og OK séu aðilar rammasamnings.

Örútboð innan rammasamnings leiðir til þess að lögaðili gerir samning um tölvukaup við einn af þessum aðilum (aðilar utan rammasamnings mega ekki gera tilboð í örútboðinu).


:sleezyjoe

I do/did this for a living.... 8-[