Síða 2 af 2
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Fim 19. Maí 2011 14:52
af kubbur
Eiiki skrifaði:Þakka góð svör og góðar umræður strákar! Ég hafði hugsað mér að vinna meira verklegt við tölvubúnað frekar en að forrita og þess háttar..
hefurðu skoðað rafeindavirkjann ?
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Fim 19. Maí 2011 15:40
af gunnidg
Ekki vera hræddur við að leita út fyrir landssteinana,
svona án þess að reyna hi-jacka þræðinum, vildi ég bara benda á
http://itu.dk
og
http://www.his.se/ og spyrja hvort þið hafið einhverja reynslu á eða þekkið til þessara skóla ?
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Fös 20. Maí 2011 20:31
af Hvati
Er einmitt í þessari sömu pælingu, er ekki viss hvort ég velji tölvunarfræði eða rafmagns- og tölvuverkfræði í Hí...
Einhverjir hér sem hafa reynslu á rafmagns- og tölvuverkfræði?
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Fös 20. Maí 2011 22:33
af jakobs
Hvati skrifaði:Er einmitt í þessari sömu pælingu, er ekki viss hvort ég velji tölvunarfræði eða rafmagns- og tölvuverkfræði í Hí...
Einhverjir hér sem hafa reynslu á rafmagns- og tölvuverkfræði?
Já, ég er núna í doktors námi við R&T verkfræði í HÍ. Ég tók BS-inn og MS-inn þar líka.
Báðar þessar deildir skila þér ágætlega undirbúnum fyrir atvinnulífið. Til að gera upp á milli þessara deilda er best að skoða
námsskránna og sjá hvaða kúrsar þér þykja áhugaverðari. Ég myndi mæla frekar með verkfræðinni enda tók ég þá línu.
Námskrá R&T
Námskrá tölvunarfræðinnar
Mér líkar mjög vel við kennarana í R&T. Ef þú sýnir náminu áhuga þá eru þeir mjög hjálplegir og auðvelt er að leita til þeirra.
Kveðja,
Jakob S.
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Lau 21. Maí 2011 18:14
af natti
jakobs skrifaði:Hvati skrifaði:Er einmitt í þessari sömu pælingu, er ekki viss hvort ég velji tölvunarfræði eða rafmagns- og tölvuverkfræði í Hí...
Einhverjir hér sem hafa reynslu á rafmagns- og tölvuverkfræði?
Já, ég er núna í doktors námi við R&T verkfræði í HÍ. Ég tók BS-inn og MS-inn þar líka.
Báðar þessar deildir skila þér ágætlega undirbúnum fyrir atvinnulífið. Til að gera upp á milli þessara deilda er best að skoða
námsskránna og
sjá hvaða kúrsar þér þykja áhugaverðari. Ég myndi mæla frekar með verkfræðinni enda tók ég þá línu.
Námskrá R&T
Námskrá tölvunarfræðinnar
Mér líkar mjög vel við kennarana í R&T. Ef þú sýnir náminu áhuga þá eru þeir mjög hjálplegir og auðvelt er að leita til þeirra.
Kveðja,
Jakob S.
&&
gunnidg skrifaði:
Ekki vera hræddur við að leita út fyrir landssteinana,
What he said.
Svo er auðvitað hægt að taka BSc hérna heima og taka master úti.
Danmörk (dtu t.d.) virðist vera vinsæll áfangastaður.
Úrvalið úti er líka töluvert betra en hérna heima (snýst ekki allt um að búa til forritara.)
Re: Háskólanám að loknum menntaskóla
Sent: Fim 02. Jún 2011 00:40
af Alcatraz
Ætla að skjóta hérna inn smá spurningu. Er einhver með reynslu af hugbúnaðarverkfræðinni í HR hérna eða þekkir til hennar?