Síða 2 af 6

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:04
af Gummzzi
ManiO skrifaði:Unglingar eru líka að drekka áfengi, er ekki bara best að banna það í leiðinni?

Unglingar eru einnig að reykja gras og slysast til að fá hvítt duft í nefið, eigum við ekki að banna það líka? Bíddu, nei, það er búið að banna það....
:face


Afhverju ekki að banna áfengi í leiðini ? :-# , og gras og snjó notkun unglinga er ekki sambærileg tóbaksnotkunar..

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:06
af Sallarólegur
Jim skrifaði:Málið er að þetta snýst ekki bara um neytandann sjálfan heldur alla þjóðina. Tóbak rústar á þér líkamanum og það bitnar á heilbrigðiskerfinu. Þó að sala á tóbaki skili aurum í kassann þá kostar það líka þjóðina stórfé.


Bönn eru ekki til þess að minnka vandann. Ef fólk vill ná sér í tóbak þá reddar það sér tóbaki, alveg eins og með önnur ólögleg efni. Eini munurinn er sá að ríkið fær ekkert í kassann ef þetta verður selt ölöglega, og þá er verið að búa til glæpamenn alveg eins og með grasið.

Áfengisbannið í bandaríkjunum hafði það t.d. upp á sig að mafían blómstraði og dauðar af völdum eitraðs víns urðu gríðarlega tíðir. Ég er ekki að segja að það gerist, en bönn hafa ekkert upp á sig nema tap fyrir ríkið.

En talandi um boð og bönn, þá vil ég benda á þetta graf sem var birt af virtasta læknatímariti heims(The Lancet), en það er efni í annan þráð.
Skaðsemi vs. ávanabinding



Mynd

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:07
af ManiO
Eitt varðandi munntóbakið, rannsóknir hafa sýnt fram á það að krabbameinsvaldandi efnið í tóbaki er í miklu minna magni í þess konar tóbaki (minnst í sænska) og myndun þess staðnar þegar að tóbakið er geymt í kæli (og flest allir þeir sem ég þekkja sem taka sænskt geyma það í kæli). Þannig að ekki bara er munntóbakið engan vegin skaðlegt fyrir fólk sem er í kringum munntóbaksneytendur heldur er það minna skaðlegt heldur en reykingar.

Eina landið sem virðist vera að átta sig á þessu og fer skynsamlegri leið til að minnka reykingar eru Bandaríkin, en þau eru mikið í að markaðsetja sína eigin framleiðslu og sænsku.

Gummzzi skrifaði:
ManiO skrifaði:Unglingar eru líka að drekka áfengi, er ekki bara best að banna það í leiðinni?

Unglingar eru einnig að reykja gras og slysast til að fá hvítt duft í nefið, eigum við ekki að banna það líka? Bíddu, nei, það er búið að banna það....
:face


Afhverju ekki að banna áfengi í leiðini ? :-# , og gras og snjó notkun unglinga er ekki sambærileg tóbaksnotkunar..


Nú? Þó svo að fáir séu að stunda þetta daglega hafa þessi efni skaðleg áhrif og eru vanabindandi.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:07
af beggi90
coldcut skrifaði:bíddu what? Banna neftóbak en ekki sígarettur? :-k


Því það á bara að banna það sem þykir töff hjá unglingum á hverjum tíma.
Leggjum bönn á allt sem mögulega gæti ógnað heilsu okkar, sérstaklega ef það er eitthvað sem er notað í of miklum mæli.

Ég heyrði að unglingar væru að nota mjög mikinn sykur, getur verið stórhættulegt og offita er rándýr fyrir heilbrigðiskerfið...

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:09
af Gummzzi
Ég hef skipt um skoðun, leyfa nef- munntóbak og grasið í leiðini :happy :megasmile

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:10
af Sallarólegur
beggi90 skrifaði:
coldcut skrifaði:bíddu what? Banna neftóbak en ekki sígarettur? :-k


Því það á bara að banna það sem þykir töff hjá unglingum á hverjum tíma.
Leggjum bönn á allt sem mögulega gæti ógnað heilsu okkar, sérstaklega ef það er eitthvað sem er notað í of miklum mæli.

Ég heyrði að unglingar væru að nota mjög mikinn sykur, getur verið stórhættulegt og offita er rándýr fyrir heilbrigðiskerfið...

Vilt þú banna sykur fyrir öllum bara af því að nokkrir einstaklingar neyta of mikils af honum? Skattar sem koma af sykruðum vörum í ríkiskassann eru miklu meira en nóg til að covera þennan heilbrigðiskostnað, það á frekar að hjálpa þessu fólki sem á í vanda en að gera allt ölöglegt og búa til glæpamenn úr strangheiðarlegu fólki.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:17
af beggi90
Sallarólegur skrifaði:Vilt þú banna sykur fyrir öllum bara af því að nokkrir einstaklingar neyta of mikils af honum? Skattar sem koma af sykruðum vörum í ríkiskassann eru miklu meira en nóg til að covera þennan heilbrigðiskostnað, það á frekar að hjálpa þessu fólki sem á í vanda en að gera allt ölöglegt og búa til glæpamenn úr strangheiðarlegu fólki.


Sorry nennti ekki að kvóta alla sem ég var að svara og hélt að kaldhæðnin hefði verið augljós.
Þessu var beint mjóg til Jim

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:26
af Frussi
Ég er á móti svona bönnum. Frekar á að efla forvarnir.
Einhvernveginn finnst mér að maður sjái minna af forvarnarauglýsingum og herferðum en áður.

Örlítið off topic, en samt tengt þessu: Lífefnafræði kennarinn minn talaði um í fyrra að ef efnin nikótín og koffín yrðu uppgötvuð í dag yrðu þau strax sett á bannlista. Þau hafa bæði áhrif á miðtaugakerfið, ekki ólíkt amfetamíni, kókaíni og skyldum efnum, þó þau séu ekki eins sterk ;)

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:42
af Sallarólegur
Frussi skrifaði:Örlítið off topic, en samt tengt þessu: Lífefnafræði kennarinn minn talaði um í fyrra að ef efnin nikótín og koffín yrðu uppgötvuð í dag yrðu þau strax sett á bannlista. Þau hafa bæði áhrif á miðtaugakerfið, ekki ólíkt amfetamíni, kókaíni og skyldum efnum, þó þau séu ekki eins sterk ;)


Eflaust rétt, en það er hægt að búa til endalausan lista yfir hluti sem væru bannaðir ef þeir væru uppgötvaðir í dag.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:43
af Hargo
Mér finnst svona boð og bönn ansi varasöm. Hvar skal draga línuna? Af hverju ekki að fara alla leið og banna þá sígarettur líka? Hver eru rökin fyrir því að banna eitt en ekki annað? Hvað með áfengið?

Ætli sænskt tóbak fari þá ekki að aukast hér á landi ef framleiðslu verður hætt á þessu íslenska.

Fólk getur farið illa með sig á margan hátt og það bitnar á heilbrigðiskerfinu að lokum, það er ekki bara tóbaksnotkun sem kostar. Menn éta t.d. óhóflega og óhollt og því fylgja ýmsir kvillar og hættulegir sjúkdómar. Var ekki Ögmundur einhver tíma að tala um sykurskatt til að minnka sykurneyslu?

Ég tek það fram að ég hef aldrei reykt og aldrei notað tóbak á ævinni en tóbaksnotkun truflar mig ekki svo lengi sem hún hefur ekki bein áhrif á mig, eins og var t.d. ástæðan fyrir því að reykingar voru bannaðar á skemmtistöðum. Ég skyldi rökin fyrir því banni enda eru óbeinar reykingar ekki eitthvað sem allir kæra sig um.

Hinsvegar er ég er ekki aðdáandi forræðishyggju og get því ekki beint fagnað þessari frétt. Ég vil þó auðvitað ekki sjá æsku landsins skemma á sér kjaftinn með fáfræði. Spurning hvort að forvarnir myndu ekki skila betri árangri heldur en boð og bönn...

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 18:47
af Sallarólegur
Það sem gleymist líka í þessari umræðu er að ástæðan fyrir því að sænskt tóbak er bannað er að það eru sölt og glereindir í því sem fara munn verr með slímhúðina en íslenska tóbakið. Sala á því myndi þá væntanlega rjúka upp úr öllu valdi og vandinn gæti aukist til muna. Fyrir utan allt tapið sem heilbrigðiskerfið verður fyrir.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 19:04
af kubbur
fyrst að íslandi er stjórnað eins og þetta er núna þá mættu þeir alveg taka út venjulegt tóbak í leiðinni, væri bara helvíti gott að losna við þennan óþverra

sjálfur hef ég reykt í um 10 ár

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 19:18
af dabb
Mér finnst fyndið að sumir hérna eru að kvarta undan óhreinum vöskum eins og þeir séu nýkomnir úr húsmæðraskólanum.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 19:35
af urban
Skiptir mig engu hvort að þetta sé gert eða ekki, reyndar finnast mér menn sem að nota þetta í vörina alltaf líta jafn kjánalega út.

En ég er persónulega á móti því að banna þetta, af sömu ástæðum og eru komnar hérna fram, ríkið á ekki að vera í "big brother" leik

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 19:39
af BjarniTS
Hvað kosta sjúkdómar og aðgerðir sem að læknar þurfa að framkvæma vegna þess að fólk er að eyðileggja sjálft sig ?

Ef að við ættum að taka þá tölu á ári , og deila henni í fjölda reykingamanna þá ættu þessir pakkar ykkar að kosta mörg þúsund.

Vona bara að þetta verði bannað eða hækkað upp í eðlilegt verð :)

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:05
af ManiO
Sallarólegur skrifaði:Það sem gleymist líka í þessari umræðu er að ástæðan fyrir því að sænskt tóbak er bannað er að það eru sölt og glereindir í því sem fara munn verr með slímhúðina en íslenska tóbakið. Sala á því myndi þá væntanlega rjúka upp úr öllu valdi og vandinn gæti aukist til muna. Fyrir utan allt tapið sem heilbrigðiskerfið verður fyrir.


Þessi lygi fer svo óheyrilega í taugarnar á mér. Þeir setja salt í tóbakið til þess að opna æðarnar, en það hefur ALDREI verið gler í munntóbaki, enda ætti hvaða heilvita maður að átta sig á því að slíkt er fáránlegt.


BjarniTS skrifaði:Hvað kosta sjúkdómar og aðgerðir sem að læknar þurfa að framkvæma vegna þess að fólk er að eyðileggja sjálft sig ?

Ef að við ættum að taka þá tölu á ári , og deila henni í fjölda reykingamanna þá ættu þessir pakkar ykkar að kosta mörg þúsund.

Vona bara að þetta verði bannað eða hækkað upp í eðlilegt verð :)


Hve mikið kosta íþrótta meiðsl og þess konar aðgerðir? Hvað kostar svo líka að halda uppi fólki sem lifir vel yfir 60?

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:08
af dabb
ManiO skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það sem gleymist líka í þessari umræðu er að ástæðan fyrir því að sænskt tóbak er bannað er að það eru sölt og glereindir í því sem fara munn verr með slímhúðina en íslenska tóbakið. Sala á því myndi þá væntanlega rjúka upp úr öllu valdi og vandinn gæti aukist til muna. Fyrir utan allt tapið sem heilbrigðiskerfið verður fyrir.


Þessi lygi fer svo óheyrilega í taugarnar á mér. Þeir setja salt í tóbakið til þess að opna æðarnar, en það hefur ALDREI verið gler í munntóbaki, enda ætti hvaða heilvita maður að átta sig á því að slíkt er fáránlegt.


Ég held að hann sé að tala um kísil.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:14
af worghal
dabbtech skrifaði:Mér finnst fyndið að sumir hérna eru að kvarta undan óhreinum vöskum eins og þeir séu nýkomnir úr húsmæðraskólanum.

hefuru komið að vöskum fullum af þessum viðbjóði, eða ert þú kanski einn af þeim sem losar í vaska með afsökunina "hvert annað á ég að losa ?"

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:25
af AntiTrust
Mér er slétt sama þótt fólk noti munn og neftóbak, það er þó helvíti skárra en reykingar fyrir okkur tóbakslausa fólkið, en hvernig þessir aðilar nenna að líta út eins og bölvaðir mongólítar með tunguna í efri vörinni eða brúnt hor lekandi niðrá vör er mér ómögulegt að skilja, en kemur mér að sjálfsögðu ekkert við :)

Það sem angrar mig hinsvegar langmest er eins og e-r hérna kom inn á, að vera í ræktinni eða í sundi og koma reglulega að öllum vöskum fullum af þessum djöfuls viðbjóði.

En heldur myndi ég nú fyrr banna reykingar en munn og neftóbak, það er þá allavega bara í 'andlitinu' á neytanda, öfugt við helvítis sígaretturnar.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:40
af 69snaer
Þetta er fáránlegt en þó kannski ágætt fyrir mig þar sem hef ætlað að drullast til að hætta í nokkur ár!

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 20:55
af MarsVolta
AntiTrust skrifaði:Mér er slétt sama þótt fólk noti munn og neftóbak, það er þó helvíti skárra en reykingar fyrir okkur tóbakslausa fólkið, en hvernig þessir aðilar nenna að líta út eins og bölvaðir mongólítar með tunguna í efri vörinni eða brúnt hor lekandi niðrá vör er mér ómögulegt að skilja, en kemur mér að sjálfsögðu ekkert við :)

Það sem angrar mig hinsvegar langmest er eins og e-r hérna kom inn á, að vera í ræktinni eða í sundi og koma reglulega að öllum vöskum fullum af þessum djöfuls viðbjóði.

En heldur myndi ég nú fyrr banna reykingar en munn og neftóbak, það er þá allavega bara í 'andlitinu' á neytanda, öfugt við helvítis sígaretturnar.


Bölvaðir mongólítar ?? Ertu að líkja saman fólki með Down's heilkenni og fólki sem notar nef/munntóbak ? Þú ert eitthvað skemmdur vinurinn.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 21:00
af kubbur
MarsVolta skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Mér er slétt sama þótt fólk noti munn og neftóbak, það er þó helvíti skárra en reykingar fyrir okkur tóbakslausa fólkið, en hvernig þessir aðilar nenna að líta út eins og bölvaðir mongólítar með tunguna í efri vörinni eða brúnt hor lekandi niðrá vör er mér ómögulegt að skilja, en kemur mér að sjálfsögðu ekkert við :)

Það sem angrar mig hinsvegar langmest er eins og e-r hérna kom inn á, að vera í ræktinni eða í sundi og koma reglulega að öllum vöskum fullum af þessum djöfuls viðbjóði.

En heldur myndi ég nú fyrr banna reykingar en munn og neftóbak, það er þá allavega bara í 'andlitinu' á neytanda, öfugt við helvítis sígaretturnar.


Bölvaðir mongólítar ?? Ertu að líkja saman fólki með Down's heilkenni og fólki sem notar nef/munntóbak ? Þú ert eitthvað skemmdur vinurinn.


útlit, hann var að tala um útlit, ekki hegðun eða gáfur, en svona fyrst þú minnist á þetta þá má alveg líta á það þannig að þeir sem að bagga séu að gera grín af fólki með downs

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 21:04
af AntiTrust
MarsVolta skrifaði:Bölvaðir mongólítar ?? Ertu að líkja saman fólki með Down's heilkenni og fólki sem notar nef/munntóbak ? Þú ert eitthvað skemmdur vinurinn.


Flott vinur, snúðu útúr þessu eins og þú vilt. Getur líka skipt orðinu "mongólíta" út fyrir 'kjánalegur', eins og ég hugsa að flestir lesi þetta, nema hugsanlega þeir sem sitja fyrir framan tölvuna með útroðinn kjaft. Ég á 2 vini sem eiga systkini sem eru mongólítar og hvorugur þeirra tekur svona orðalag nærri sér, enda ekki mikið óalgengara orð en þroskaheftur, fáviti, hálviti og svo framvegis, sem hægt er að túlka á ýmsa vegu ef viljinn er fyrir hendi.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 21:06
af MarsVolta
kubbur skrifaði:
MarsVolta skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Mér er slétt sama þótt fólk noti munn og neftóbak, það er þó helvíti skárra en reykingar fyrir okkur tóbakslausa fólkið, en hvernig þessir aðilar nenna að líta út eins og bölvaðir mongólítar með tunguna í efri vörinni eða brúnt hor lekandi niðrá vör er mér ómögulegt að skilja, en kemur mér að sjálfsögðu ekkert við :)

Það sem angrar mig hinsvegar langmest er eins og e-r hérna kom inn á, að vera í ræktinni eða í sundi og koma reglulega að öllum vöskum fullum af þessum djöfuls viðbjóði.

En heldur myndi ég nú fyrr banna reykingar en munn og neftóbak, það er þá allavega bara í 'andlitinu' á neytanda, öfugt við helvítis sígaretturnar.


Bölvaðir mongólítar ?? Ertu að líkja saman fólki með Down's heilkenni og fólki sem notar nef/munntóbak ? Þú ert eitthvað skemmdur vinurinn.


útlit, hann var að tala um útlit, ekki hegðun eða gáfur, en svona fyrst þú minnist á þetta þá má alveg líta á það þannig að þeir sem að bagga séu að gera grín af fólki með downs


Ég veit alveg að hann var að tala um útlitið, Ég þekki nokkra með Down's Syndrome og mér finnst þeir ekkert líkir fólki sem tekur í vörina.....

En AntiTrust ég er ekki að snúa neitt útúr ég er bara að gera athugasemd við nákvæmlega það sem þú skrifaðir.

Re: banna munn og neftóbak

Sent: Mið 11. Maí 2011 21:12
af AntiTrust
MarsVolta skrifaði:
Ég veit alveg að hann var að tala um útlitið, Ég þekki nokkra með Down's Syndrome og mér finnst þeir ekkert líkir fólki sem tekur í vörina.....

En AntiTrust ég er ekki að snúa neitt útúr ég er bara að gera athugasemd við nákvæmlega það sem þú skrifaðir.


Ef þú stendur við það, þá tek ég fyrrnefnd orð til baka, og biðst að sjálfsögðu afsökunar ef samlíkingin var móðgandi.