Síða 2 af 2

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 05. Mar 2012 12:42
af PepsiMaxIsti
Er einhvað vitað með Hrísmóa í garðabæ, síminn var að bera út tilkynningar vegna ljósnets, en mig langar að athuga með ljósleiðara.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 05. Mar 2012 13:04
af tanketom
sigurfr skrifaði:
Kristján skrifaði:langaði að bumpa þessum þræði aðeins.

það er næstum ár síðann þessi þráður var active og var að spá hvort einhver væri með eitthvað slúður eða harðar staðreyndir um ljósleiðara í gamla hluta hafnafjarðar?

vona þetta sé í lagi.
Sæll,
Áætlanir okkar gera því miður ekki ráð fyrir að tengja heimili í gamla hluta Hafnafjarðar á þessu ári.

Kveðja
Sigurður, starfsmaður GR.
Er Setbergið hluti af gamla ''hafnarfirði''? Hvað er komið í hafnarfjörðinn?

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mið 07. Mar 2012 10:23
af sigurfr
Í Hafnarfirðinum er það einungis stór hluti Vallahverfis sem er tengdur í dag. Það er ekki á áætlun hjá okkur í dag að fara frekar í Hafnarfjörðin, nema í tilvikum þar sem við eigum rör fyrir, sem er ekki mikið eftir að Vellirnir eru tengdir.
Vissulega væri spennandi að tengja Hafnarfjörðinn enda finnum við fyrir miklum áhuga þar. En atriði eins og t.d. fjármögnun skipta verulegu máli áður en farið yrði marktvisst í heilt sveitarfélag líkt og Hafnarfjörður, þannig erum við ekki að horfa of langt fram í tímann. Útiloka samt ekki að einstaka svæði yrðu ljósleiðaravædd.

Hrísmóar í GBR eru ekki á áætlun heldur.

Bestu kveðjur.
S.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 19. Mar 2012 19:26
af kassi
Ætliði sem sagt að fara að klára vellina??????????

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Fim 22. Mar 2012 17:22
af sigurfr
Stór hluti Valla-hverfis er tengdur í dag en við erum hættir í bili framkvæmdum á Völlunum.

Kv. S.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Fös 23. Mar 2012 22:29
af kassi
Rosalega svekkjandi þegar gæjinn í næsta húsi er tengdur en ekki ég skil ekki af hverju þetta er ekki klárað allt hverfið :crying

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:21
af sigurfr
Jamm, skil vel að það er svekkjandi að fá ekki tengingu, sérstaklega þegar gaurinn í næstu götu fær það. Varðandi Vellina þá ætluðum við upphaflega bara að tengja þau heimili sem lagt var blástursrör til samhliða uppbyggingu hverfisins, en ákváðum að tengja fleiri heimili með því að fara í jarðvinnu og leggja ný rör. Einhverstaðar verðum við þó að setja verkmörk og mér heyrist þú hafa verið óheppin.
Eðlilega hefur verið meiri fókus hjá okkur að ljósleiðaravæða RVK en önnur sveitafélög, enda eiga Reykvíkingar Gagnaveituna. Hinsvegar hefur orðið viss áherslubreyting hjá okkur og við erum að fara í meiri mæli í sveitafélögin í kringum RVK, en auðvitað eru alltaf takmörk fyrir hversu mikið við getum framkvæmt hverju sinni.
Ég geri ráð fyrir að við munum seinna halda áfram að leggja í Vallahverfið enda augljóslega mikil áhugi fyrir Ljósleiðaranum þar...

Vona að þetta svari einhverju þótt þetta sé væntanlega ekki það sem þú vildir heyra.

Bestu kveðjur.
Sigurður

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:32
af GrimurD
Það kemur sér stundum vel að eiga heima útí rassgati, gat loksins pantað ljós hjá mér á Völlunum í seinustu viku :happy

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 19:11
af Moquai
Faðir minn fékk nýlega póst ( 2-3 mán frá því sem ég skrifa þetta ) frá símanum segjandi að það er að koma ljósleiðari í hverfið hans : Norðurbær : Þrúðvangur.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 19:22
af g0tlife
hvernig væri bara að fara tengja eitthvað annað í hafnarfirði heldur en þessa velli takk fyrir

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 19:26
af braudrist
Skítt með landsbyggðina, klára Rvk, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð fyrst. Mest af fólki sem býr á þessum svæðum þannig að meiri peningar í kassann fyrir ykkur.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 19:54
af kassi
Ég er með blásturrör sem kemur inn í bílskúr.Á þá ekki bara eftir að blása leiðaranum í ?

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 19:57
af wicket
kassi skrifaði:Ég er með blásturrör sem kemur inn í bílskúr.Á þá ekki bara eftir að blása leiðaranum í ?
En hver á blástursrörið sem kemur inn til þín ? Míla eða Gagnaveitan ? Eitthvað sem segir mér að þeir deili ekki rörum.

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 20:54
af kassi
Ekki hugmynd ! varla er það eitthvað misjafnt hér á völlunum!

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Mán 26. Mar 2012 22:00
af kubbur
Sæll Sigurður, veistu hvernig staðan er uppi a àsbrù?

Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.

Sent: Þri 27. Mar 2012 02:52
af tanketom
edid: oops vitlaust þráður