Síða 2 af 46
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Sun 27. Feb 2011 17:37
af snaeji
gardar skrifaði:
Verst að motorola eru alveg horfnir af evrópskum markaði... Er búinn að vera að spá mikið í einum motorola android síma, en hann fæst bara í gegnum verizon í bandaríkjunum, og eitthvað bölvað vesen með að fá hann aflæstann

Var að skoða það en það er víst ekki svo mikið mál að aflæsa símanum, á ekki að vera flóknara en að setja inn unlock code
En já þetta MHL finnst mér ekkert sérstakt.. hef aldrei og mun líklegast aldrei tengja síma við sjónvarp og sýnist þetta í raun bara vera að sameina HDMI og MicroUsb tengi
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Sun 27. Feb 2011 17:44
af gardar
snaeji skrifaði:gardar skrifaði:
Verst að motorola eru alveg horfnir af evrópskum markaði... Er búinn að vera að spá mikið í einum motorola android síma, en hann fæst bara í gegnum verizon í bandaríkjunum, og eitthvað bölvað vesen með að fá hann aflæstann

Var að skoða það en það er víst ekki svo mikið mál að aflæsa símanum, á ekki að vera flóknara en að setja inn unlock code
Þeir eru víst ekki alveg sammála því á droidforums, þarft bæði að aflæsa símanum, og activate-a hann... Þarft að vera með good esn til þess að geta fengið símann activateraðann... og til þess að fá gott esn, þá þarftu að hafa verið góður viðskiptavinur verizon í hálft ár...
Hvort það sé hægt að roota eða flasha síma til að komast framhjá síma sem er læstur útaf bad esn veit ég reyndar ekkert um
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Sun 27. Feb 2011 18:29
af Dári
biturk skrifaði:GuðjónR skrifaði:hauksinick skrifaði:Hvað ætli margir hérna á vaktinni álíta þig drykkjusjúkling Guðjón?

hahahaha örugglega margir, enda er ég ekki viðkvæmur fyrir því sem aðrir halda.
En fæstir vita að ég hef "dottið í það" c.a. 5 sinnum yfir ævina
Þ.e. drukkið eitthvað sterkara en rauðvín og orðið fullur.
Ég fíla ekki að vera fullur, finnst mjööög gott að fá mér 1-3 bjóra á góðu kvöldi eða gott rauðvín með steikinni.
Er búinn að vera með konunni minni í tæp 13 ár og hún hefur aldrei séð mig fullann

ertu leiðinlegur með víni? :beer
Hann er leiðinlegur edrú.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Sun 27. Feb 2011 23:43
af Prags9
Ef maður pre-orderar símann, £510.00 (£612.00Including Value Added Tax (VAT)) hversu dýrt væri það að fá hann heim til Íslands? Hvernig eru skattarnir?
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Sun 27. Feb 2011 23:53
af MarsVolta
Prags9 skrifaði:Ef maður pre-orderar símann, £510.00 (£612.00Including Value Added Tax (VAT)) hversu dýrt væri það að fá hann heim til Íslands? Hvernig eru skattarnir?
Það er einungis 25,5% virðisaukaskattur á símum og enginn tollur, þannig ef síminn kostar 550 pund hingað kominn (sem sagt með sendingarkosntaði, ég veit samt ekkert hvað hann er, segjum að hann sé 40 pund), 510+40=550) þá ætti síminn að kosta hingað kominn um 130 þúsund

.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 01:24
af capteinninn
Þetta Motorola Atrix video er mesta rúnk sem ég hef séð
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 01:30
af pattzi
http://www.play.com/Mobiles/Mobile/4-/1 ... fer=search" onclick="window.open(this.href);return false;
Pre order kemur 31 mars út
annars tæki ég frekar þennan
http://www.play.com/Mobiles/Mobile/4-/1 ... oduct.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 02:39
af Prags9
120 án skatts á play? Full dýrt finnst mér.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 09:26
af Zethic
Hann er helvítis flikki... gætir alveg eins verið með psp bara í vasanum (úff... never again... never...)
En annars lofar Galaxy S 2 ógeðslega góðu, pabbi gamli ætlar að fá sér þannig og þá fæ ég Nexus One-inn hanns

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 09:27
af AndriKarl
hannesstef skrifaði:Þetta Motorola Atrix video er mesta rúnk sem ég hef séð
True dat
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 13:28
af Prags9
Fullorðnir menn eiga ekki að vera með Playstaion síma bro.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 21:37
af GullMoli
Hvernig ætli rafhlöðuendingin sé í þessu tæki?

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mán 28. Feb 2011 22:19
af dori
GullMoli skrifaði:Hvernig ætli rafhlöðuendingin sé í þessu tæki?

Ef þú ert að tala um Samsung Galaxy S II þá myndi ég giska á að hún sé ekki mjög ólík þeirri hjá forveranum. Hann er reyndar kominn með dual core örgjörva en hann er pottþétt nýtnari á rafmagn. Skjárinn er .3" stærri sem er alveg smá pláss en aftur. Kannski eru þeir búnir að ná að kreista aðeins meira útúr hverju mah. Svo er rafhlaðan 150mah stærri en í gamla símanum (+10%).
En já, ég er með fyrstu kynslóðina og ég er að hlaða hann á 2ja daga fresti. Hann er s.s. að biðja um meiri djús eftir 2 daga +/- 4 tíma. Ég nota minn alveg talsvert mikið...
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Þri 01. Mar 2011 00:24
af Steini B
Skjárinn er örlítið stærri, en notar 18% minni orku en hinn...
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Þri 01. Mar 2011 01:07
af dori
Steini B skrifaði:Skjárinn er örlítið stærri, en notar 18% minni orku en hinn...
Ætli það sé ekki svipað með restina af íhlutunum. Kannski hann dugi jafnvel lengur... Það væri virkilega ánægjulegt.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Fim 12. Maí 2011 12:48
af noizer
Jæja fer þessi sími ekki að detta í búðir bráðlega?
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Fim 12. Maí 2011 14:18
af Sveppz
Þessi sími kom út í skandinavíu (mínus ísland) í dag. 10. Maí í Danmörk.

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 14:56
af Sucre
hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 15:34
af Kristján
Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

já sæll
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 15:57
af Sucre
Kristján skrifaði:Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

já sæll
fór niðrí verslun símans og þeir eru ekki komnir með hann en auglýsa hann samt í vefverslun sinni

þeir sögðu að hann kæmi vonandi fyrir helgi
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 17:48
af bAZik
Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

Fokk hvað ég sé eftir að hafa fengið mér iPhone 4 í ágúst

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 18:46
af noizer
Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

Snilld! Hann ætti síðan að koma í búðir Nova fljótlega, vonandi verður hann á sama verði þar.
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 18:55
af halli7
bAZik skrifaði:Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

Fokk hvað ég sé eftir að hafa fengið mér iPhone 4 í ágúst

Iphone 4 er nú samt snilldar sími

Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Mið 18. Maí 2011 22:18
af TechHead
Sucre skrifaði:Kristján skrifaði:Sucre skrifaði:hann er kominn í vefverslun Símans núna á 109.900 bjóst við að hann væri mikið dýrari

já sæll
fór niðrí verslun símans og þeir eru ekki komnir með hann en auglýsa hann samt í vefverslun sinni

þeir sögðu að hann kæmi vonandi fyrir helgi
http://taeknivorur.is/?i=97" onclick="window.open(this.href);return false;
hann er amk ekki kominn inn hjá heildsalanum...
Re: Samsung Galaxy S II
Sent: Fim 19. Maí 2011 00:19
af chaplin
Must, resist! Probably won't be able to!.. Where can I get it?!