Síða 2 af 2

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 19:53
af biturk
flensan skemmdi pizzu stefnumótið okkar guðjóns :cry:


ég, flensa og lítil veik börn erum ekki vinir, sér í lagi þegar mitt barn er veikt :lol:

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 20:08
af intenz
Lýsi á morgnana ftw, þýðir samt ekki að byrja á því þegar þú ert orðinn veikur. Það gerir ekkert.

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 20:47
af Predator
Hef ekki orðið veikur síðan ég var 13 eða 14 ára, 7 ár síðan. Enginn á heimilinu orðið veikur í meira en 2 daga í einu í svipað langan tíma, ásamt því að það verður enginn hérna veikur reglulega þrátt fyrir að mamma vinni á leikskóla. Svo ég get nú ekki sagt að pestirnar hér á landi séu orðnar eitthvað verri en þær hafa áður verið.

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 21:24
af BjarkiB
Er nánast aldrei veikur, að mesta lægi 2svar á ári.
Annars hef ég verið að taka eftir miklri flensu seinustu vikur, voru ég held 24 veikir í einum árgangi í skólanum í dag.

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 21:32
af Frost
BjarkiB skrifaði:Er nánast aldrei veikur, að mesta lægi 2svar á ári.
Annars hef ég verið að taka eftir miklri flensu seinustu vikur, voru ég held 24 veikir í einum árgangi í skólanum í dag.
Það er tvem of mikið! Þetta gengur ekki...

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 21:37
af BjarkiB
Frost skrifaði:
BjarkiB skrifaði:Er nánast aldrei veikur, að mesta lægi 2svar á ári.
Annars hef ég verið að taka eftir miklri flensu seinustu vikur, voru ég held 24 veikir í einum árgangi í skólanum í dag.
Það er tvem of mikið! Þetta gengur ekki...
Mikið rétt, hef þó aldrei verið veikur á þessu ári \:D/ Lýsinu að þakka segi ég!

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Fös 18. Feb 2011 22:31
af Benzmann
er sjálfur með hálsbólgu

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Sun 20. Feb 2011 13:21
af flottur
ég var ekki búin að vera veikur í örugglega 5-6 ár alveg þangað til 23.Jan 2011, ég var alvarlega veikur í viku með svima og verki í líkama og máttleysi og allkonar stöff sem ég var búin að gleyma að maður getur fengið við veikindi og síðan var ég viku að jafna mig og í dag er hálsbólga og hósti að hrjá mig.....helvítis flensan.

Hún eyðilagði fyrir mér seinustu vikunna í jan og hana þurfti ég að nota í að gera fullt af hlutum.

Re: Flensurnar sem eru að ganga

Sent: Mán 21. Feb 2011 15:32
af rapport
Shit... ég er loks að komast á ról aftur í dag, samt er röddin varla komin aftur og augun ætla úr mér ef ég reyni að horfa á sjónvarp...

Smá hósti er eins og að reyna ná upp úr sér rakvélablöðum, hálsinn á mér er svo illa farinn.

Þetta er líklega versta pest sem ég hef fengið.