Síða 2 af 4

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:19
af Gúrú
Haxdal skrifaði:Það má rífast endalaust um hvort þetta sé siðlegt eða ekki en það bara kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvernig samskipti foreldra eru við sín börn svo fremur sem það brýtur ekki almenn hegningarlög.
Það er enginn að segja að það stríði gegn siðferði að keylogga heldur að gera það án vitneskju.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:24
af urban
það er bara heilmiill munur á því að hafa eftirlit með barni annars vegar og vera með keylogger á vélinni hjá því hinsvegar.

þetta þykir mér vera siðlaust og eiginlega viðbjóður að ætla að fylgjast með því sem barn (já eða unglingur í þessu tilviki) gerir með því að vera með keylogger á vélinni

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:29
af beggi90
Ég veit að foreldrar mínir skoðuðu history hjá mér og mér fannst það allveg eðlilegt en shit hvað maður hefði verið reiður ef þau hefðu verið að brjótast inná mailið mans eða skoða öll msn samskipti.

Á ekki bara að hlera símann þeirra líka?

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:34
af rapport
hvilberg skrifaði:40. gr fjallar um rétt barna þegar þau eru grunuð um ólöglegt athæfi og á ekki við um eftirlit inni á heimili undir eðlilegum kringumstæðum.

Annars er líklega best að hafa samband við umboðsmann barna til þess að fá úr þessu skorið ub@barn.is
Hvernig færðu það út?

40.gr klásúla 4 er sjálfstæð og hangir ekki með öðru þarna í sömu grein.

En reyndar skal ég játa að við þessa aðra skoðun að ákvæðið á ekki við, en þá vegna
... í stað vistunar á stofnunum, til að tryggja að með börn sé farið á þann hátt sem velferð þeirra hæfir og samræmist bæði aðstæðum þeirra og brotin
Eftirfarandi er löglegt:
Við alla rafræna vöktun skal þess gætt að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til miðað við þann tilgang sem að er stefnt. Skal gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra. Við ákvörðun um hvort viðhafa skuli rafræna vöktun skal því ávallt gengið úr skugga um hvort markmiðinu með slíkri vöktun sé unnt að ná með öðrum og vægari raunhæfum úrræðum
Fyrir mér liggur þetta ljóst fyrir, ég er með nokkuð á hreinu hvaða skilyrðum eftirlit með starfsmönnum þarf að uppfylla og get ekki ímyndað mér að það séu strangari reglur milli foreldra og barna.

Það er lika að finna í barnaverndarlögum eftirfarandi:
94. gr. Skyldur foreldra og forráðamanna.
Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivistartíma, þátttöku í sýningum og skemmtunum og fyrirsætu- og fegurðarsamkeppni og virði aldursmörk og annað í því sambandi. Þeim ber jafnframt, eftir því sem í þeirra valdi er, að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því.
Að gefa barni eftirlitslausan aðgang að internetinu væri lika á skjön við 2.mgr 99gr. sömu laga.
Ef maður hvetur barn til lögbrota, lauslætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiðir það með öðrum hætti á glapstigu þá varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.
Engin lög tækla akkúrat þetta svo ég viti til og almennt er reglan í lýðræðisríkjum að það sem er ekki bannað, það er leyft.

Það er í höndum foreldra að ákveða hversu langt þeir telja sig þurfa að ganga í þessum efnum, það er liklega misjafnt en það er skelfilegt að vita til klámsjúkra unglinga sbr. heimildamyndina sem sýnd hefur verið. Það er mun klikkaðra en flest SHI* sem maður hefur séð.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:37
af AntiTrust
Hvaða stráksunglingur er ekki klámsjúkur?

Og nei, ég er ekki að grínast.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:38
af rapport
Gúrú skrifaði:
Haxdal skrifaði:Það má rífast endalaust um hvort þetta sé siðlegt eða ekki en það bara kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvernig samskipti foreldra eru við sín börn svo fremur sem það brýtur ekki almenn hegningarlög.
Það er enginn að segja að það stríði gegn siðferði að keylogga heldur að gera það án vitneskju.


Vöktun með leynd er óheimil nema hún styðjist við lagaheimild eða úrskurð dómara.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:42
af rapport
AntiTrust skrifaði:Hvaða stráksunglingur er ekki klámsjúkur?

Og nei, ég er ekki að grínast.
Þú ert líklega með þess heimildamynd hjá þér eða finnur hana á DC "teenage sexaholics eða addicts" eða e-h álíka.

Sláandi mynd.

Og þeir sem ætla að segja að femínistar dreymi upp skaðsemi kláms... horfið á þessa mynd.

Óharðnaðir krakkar hafa bara ekki góða stjórn á ser og tapa sér í þessu, leiðir jafnvel til svo mikillar brenglunar að þau hafa ekki áhuga á eðlilegu samlífi, allt fer að snúast um einhverjar öfgar.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 14:56
af Gúrú
rapport skrifaði:Óharðnaðir krakkar hafa bara ekki góða stjórn á ser og tapa sér í þessu, leiðir jafnvel til svo mikillar brenglunar að þau hafa ekki áhuga á eðlilegu samlífi, allt fer að snúast um einhverjar öfgar.
Það hringja alltaf sömu bullshit bjöllurnar hjá mér þegar að einhver notar þessa tuggu, þó ég sjái hana oftast um trúleysi.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 15:02
af urban
beggi90 skrifaði:Ég veit að foreldrar mínir skoðuðu history hjá mér og mér fannst það allveg eðlilegt en shit hvað maður hefði verið reiður ef þau hefðu verið að brjótast inná mailið mans eða skoða öll msn samskipti.

Á ekki bara að hlera símann þeirra líka?

mikill munur á þessu akkurat
annað er eftirlit, þó svo að það sé gert eftir á.
hitt er einmitt njósnir.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 15:36
af Haxdal
rapport skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Haxdal skrifaði:Það má rífast endalaust um hvort þetta sé siðlegt eða ekki en það bara kemur okkur nákvæmlega ekkert við hvernig samskipti foreldra eru við sín börn svo fremur sem það brýtur ekki almenn hegningarlög.
Það er enginn að segja að það stríði gegn siðferði að keylogga heldur að gera það án vitneskju.
Vöktun með leynd er óheimil nema hún styðjist við lagaheimild eða úrskurð dómara.
Ertu ekki að rugla saman Lögaðila og barni.

Að mér vitandi er leynileg Vöktun á lögaðila ólögleg án samþykktar eða dómsúrskurðar, en hinsvegar er barn ekki lögaðili og því er það undir foreldrum og/eða forráðamönnum að ákvarða hvort þetta megi og þar sem foreldrar og forráðamenn eru að þessu þá er þetta ekki ólölegt.

Ef ég er að fara með rangt mál þá máttu alveg henda lagagreininni í mig.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 16:10
af AntiTrust
Finnst litlu skipta hvað varðar lagagjöf, mjög ólíklegt hvort sem þetta er löglegt eða ekki að unglingurinn viti afþví og sé að fara með þetta í lögfræðing.

Fyrir mér er þetta svo siðferðislega rangt að ég get ekki lýst því í svarthvítum texta.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 16:30
af Gummzzi
Sem 15 ára strákur finnst mér að ég eigi að fá frið í tölvuni, er nógu mikið böggast í manni annarstaðar ! :mad

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 17:05
af rapport
Ertu ekki að rugla saman Lögaðila og barni.
Börn eru lögaðilar.

Allir og allt með kt. eru lögaðilar/lögpersónur

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 17:37
af Haxdal
rapport skrifaði:
Ertu ekki að rugla saman Lögaðila og barni.
Börn eru lögaðilar.

Allir og allt með kt. eru lögaðilar/lögpersónur
Ég var að nota bandvitlaust orð, Lögráða átti þetta að vera en ekki Lögaðili.
Börn eru ekki lögráða og eru því alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem fara með málefni þess.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 17:48
af rapport
nkl.

Fyrst börnin eru á ábyrgð foreldrana þá er sjálfgefið að börnin sæti eftirliti

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 18:23
af denzi
ef einhver hérna gæti bent mér á góðan keylogger yrði ég mjög þakklátur ég er alveg i vandræðum ég talaði við nokkrar tölvubúðir i dag og þeir vissu ekkert um þetta :-(

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 18:26
af Frantic
download.com -> search -> Keylogger
torrentz.com -> search -> Virus Free Keylogger

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 18:30
af chaplin
JoiKulp skrifaði:download.com -> search -> Keylogger
torrentz.com -> search -> Virus Free Keylogger
Mynd

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 19:02
af denzi
takk fyrir en er löngu búinn að gera þetta án árangurs :-(

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Mán 17. Jan 2011 19:23
af Frantic
Þú getur valið úr lista yfir fullt af keyloggers...
Er ekkert af þeim nógu góðir?

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Þri 18. Jan 2011 01:20
af denzi
getið mælt með einhverjum keylogger refog monitor virkar ekki hjá mér og andramax fékk tölvuna til að krassa hjá mér avast varar bara við trjojan

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Þri 18. Jan 2011 08:53
af Plushy
Mynd

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Þri 18. Jan 2011 09:27
af AntiTrust
denzi skrifaði:getið mælt með einhverjum keylogger refog monitor virkar ekki hjá mér og andramax fékk tölvuna til að krassa hjá mér avast varar bara við trjojan
Ekki óeðlilegt fyrir keyloggera að vera flokkaðir sem trojan.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Þri 18. Jan 2011 09:55
af fannar82
denzi skrifaði:getið mælt með einhverjum keylogger refog monitor virkar ekki hjá mér og andramax fékk tölvuna til að krassa hjá mér avast varar bara við trjojan
Ertu í alvörunu að segja að Avast varar við keylogger?! zomg.


Þetta er samt tricky mál :) og það er hægt að horfa á þetta frá tvem sjónarhólum (myndi ég segja)


NR1. Þú smellir bara síuni sem símafyrirtækin eru að bjóða upp á bombar eldvegg á tölvuna tweekar hann til að loka þeim síðum sem þú villt og gerir svo bara nýjan user fyrir börnin sem er ekki admin þannig að þau geti ekki breytt stillingum.

Talar við þau að því meira sem þau virða reglurnar þínar slakar þú á paranoijinu og ef þau reyna ítrekað að komast framhjá þessu að taka bara af þeim netið í xtíma (þá á ég við eitthvað eins hart og ein vika í senn)


NR2. Þú ert kjáni og ætlar að athuga hvað þú getur treyst börnunum þínum og hendir bara inn keylogger og ert svo í viðbragðsstöðu að bösta þau
eina sem vinnst hér er að börnin þín viðra þig minna þegar þau komast að þessu (ekki halda að þetta kemst ekki upp á endanum) og leyfa sér minna því að þau halda alltaf að þú sért að njósna um þau

getur rétt ýmindað þér af ýmsum karaktersbyggjandi atriðum sem þau missa af, hver væri td til í að vera reyna daðra við einhverja stelpuna í skólanum via facebook\msn\etc vitandi af því að pabbi sé á hinni línuni að hlusta og já langar þig í alvöruni að verða vitni af því?

svo eru alveg milljón önnur atriði sem ég nenni ekki að telja upp

ef að þú ert smeykur um að börnin þín séu að skoða eitthvað óeðlilegt á netinu einsog klám,rotten.com eða eitthvað í þá áttina þá eiga þau alltaf eftir að sjá þetta hjá vinum sínum eða á groundzero eða einhverjum stað sem er ekki með síu á þannig er þetta bara.


eina atriðið sem að ég get ýmindað mér að sé hægt að réttlæta keylogger er að verja börnin gegn parnaperrum en ég myndi frekar segja að þitt hlutverk sem foreldra er að upplýsa barnið um hætturnar.

Re: vandamál varðandi keylogger

Sent: Þri 18. Jan 2011 10:21
af Zpand3x
Skoðaðu bara history og temp folders... gæti verið að krakkinn gleymi að delete-a history e-n tíman.
Og varðandi msn spjall þá er hægt að haka í save my conversations þegar viðkomandi er signed in og maður tekur varla eftir því.. (ekki nema gamall texti geymist í message gluggunum)