Síða 2 af 2

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 06. Jan 2011 17:11
af mind
CendenZ skrifaði:
Kristján skrifaði:eru ekki lang flestir skjáir herna á islandi með tn panel?

og hvar gæti maður svo sem farið i betri panel? eins og ips eða eitthvað? og væri það ekki einhverjir 100 kallar?



Venjulegur user / gamer / office hefur 0 þörf fyrir IPS panel, þetta er bara high end notendur, grafísk vinnsla og slíkt.
Ég er reyndar með IPS skjá, en satt best að segja finn ég bara engan mun :oops:


Mér finnst einmitt merkilegt hvað fólk er tilbúið að sætta sig við TN skjá og eina útskýringin sem ég finn er að fólk veit ekki betur.
Ef fólk vill ekki vita og finnst TN panel skjárinn sinn flottur þá bara = frábært.

En það þýðir ekki að það sé ekki til eitthvað mikið mikið betra og IPS væri t.d. eitt af því.

Er með 3x IPS og 2x TN og ég sé muninn strax, sérstaklega þegar þeir eru hlið við hlið.

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 06. Jan 2011 19:08
af Gúrú
mind skrifaði:Mér finnst einmitt merkilegt hvað fólk er tilbúið að sætta sig við TN skjá og eina útskýringin sem ég finn er að fólk veit ekki betur.
Ef fólk vill ekki vita og finnst TN panel skjárinn sinn flottur þá bara = frábært.
En það þýðir ekki að það sé ekki til eitthvað mikið mikið betra og IPS væri t.d. eitt af því.
Er með 3x IPS og 2x TN og ég sé muninn strax, sérstaklega þegar þeir eru hlið við hlið.


Tel það líklegra að þú sért akkúrat með IPS skjái vegna þess að þú sérð mun. :catgotmyballs

Annars sér maður auðvitað mun á litunum á t.d. 27" iMacs sem maður sér allstaðar og á skjánum sínum en ég hef enga þörf fyrir þá.

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 06. Jan 2011 19:20
af Kristján
skil hvað þið eruð að fara með þetta en þar sem ég hef aldrei séð almennilega ips skjá og hef bara verið með CRT og svo TN flatskjá.

en með ips er ekki viðbragðstíminn verri en á TN???

og með þetta VA LED LCD skjái sem eru nuna að koma er til i tölvutækni, er það ekki alveg góð gæði fyrir peninginn ?

svo er 24" ips á 100 þús hjá start.is sem eru 2x 24" VA LED LCD hjá tolvutek

og þessi skjár er notaður mesti i tölvuleiki

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 06. Jan 2011 19:27
af Gúrú
IPS viðbragðstíminn er jú almennt verri en á TN skjáum.

IPS hefur ótrúlega yfirburði á VA LCD skjái, grunar að LED parturinn geri ekki það mikið til að saxa á þann mun.

Ef þú ætlar hinsvegar í tölvuleiki sé ég enga ástæðu til þess að splæsa í IPS skjá einungis til að finna fyrir meira ghosting, farðu bara í ódýrari skjá.

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 06. Jan 2011 19:47
af Kristján
já nákvæmlega, sérstaklega þar sem eg veit ekki muninn og finnst minn AL2216W acer bara alveg nokkuð góður, VA LED er alveg skref upp frá tn allavega ;D en samt ennþá TN bara smá upgrade við lísingu og annað

en samt er 8ms grey to gey á þessum VA LED hjá tölvutek og ekki nema 5 ms á minum en svo er það bara hvað er verið að mæla og svona, þetta er eitthvað nýtt sem maður þarf að spá í.

var að lesa eitthvað um response time og það á að fara að koma einhver staðall á þetta þannig hægt sé að bera skjái betur saman.

Re: 24" vs 27"

Sent: Fös 07. Jan 2011 10:11
af mind
Ég hef nú reyndar ekki orðinn var við ghosting á IPS skjáunum þó maður sé að spila FPS, en það víst mismunandi hvað fólk finnur og/eða segjist finna.

Það er líka svolítið stórt vandamál hversu óstaðlaður svartími er.
Eins og er þá er mælikvarðinn einungis á hversu hratt panelið í skjáinum sjálfum getur uppfært sig en vinnsluhlutanum bakvið það oftast sleppt.

Til að vita raunverulegan svartíma þyrfti formúlan að vera Tími til að vinna mynd + svartími panels

Því gæti t.d. IPS panel + góður myndvinnsluvélbúnaður haft lægri heildar svartíma en TN panel + lélegur myndvinnsluvélbúnaður.

Sem dæmi þá hafa sjónvörp t.d. oft 100-250ms auka svartíma sökum þess að þau vinna myndina alveg svakalega mikið svo litlu skiptir hvort panelið er 2,8 eða 12 ms.

Tölvuskjáir vinna myndina sjálfa lítið eða ekki neitt en ferlið er hið sama svo einhver aukalegur svartími verður til.
Ég hef því ekki fundið marktækan mun á milli t.d. 2ms TN skjás og 8ms IPS skjás hvað ghosting varðar. Útskýringin væri því að heildarsvartími þeirra sé nægilega svipaður eða ég hafi bara ekki augun til að greina muninn. En ég er of latur til að vera taka einhverjar ljósmyndir á svaka hröðum shutter tíma fyrir VGA,DVI og svo líka HDMI tengjunum bara til að geta séð muninn í tölum.

Það sem Gúru segir er samt rétt, það er lítil sem engin ástæða kaupa IPS skjá fyrir tölvuleiki.

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 13. Jan 2011 12:44
af Mr.Big
Kristján skrifaði:ég er bara ekki að gera það mikið i tölvuni að ég þurfi 2x skjái og er aðalega að spila eve og vill spila þannig að allt sé i max i grafík
og að hann sé flottur, þannig mig langar i einn ofur skjá stórann og góðann ;D hef spilað hann i window mode hingað til.


Bara svo þú vitir, þú getur spilað eve á mörgum skjáum, það er geðveikt að spila eve á tveimur skjáum, setur hann í windowed og dregur hann yfir báða, það yrði bara draumur að vera með hann yfir þrjá eins skjái, miklu betra heldur enn bara einn stórann, þá geturu verið með td chat á vinstri skjánum, overviewið á hægri og skipið á miðjunni =)

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 13. Jan 2011 13:17
af Frantic
Ojj ég er alltaf að sjá fleiri og fleiri ástæður til þess að byrja aftur í Eve EN ÞAÐ SKAL EKKI GERAST! :mad
Maður verður alltof háður þessum leik!

Re: 24" vs 27"

Sent: Fim 13. Jan 2011 14:22
af Kristján
JoiKulp skrifaði:Ojj ég er alltaf að sjá fleiri og fleiri ástæður til þess að byrja aftur í Eve EN ÞAÐ SKAL EKKI GERAST! :mad
Maður verður alltof háður þessum leik!


hahaha hugsaðu þér bara að hafa eve á 3 skjáum.

en ég er góður með 1 stórann skjá

Re: 24" vs 27"

Sent: Sun 23. Jan 2011 23:17
af Nördaklessa
færð 24" skjáinn 26þús kr. ódýrari hjá buy.is

Re: 24" vs 27"

Sent: Mán 24. Jan 2011 00:33
af rapport
Plushy skrifaði:http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=23757

Þessir eiga að vera góðir og ódýrir.

er með einn og ætla að fá mér annan.


I just did and I´m loving it...

Semi bilaði 19" Dell skjárinn fer til afa sem er víst enn með túbu