Síða 2 af 2
Re: Kæru Vaktarar: Tónlistarvinnsluvél...
Sent: Mán 21. Feb 2011 00:17
af tdog
Mac Mini all the way, og Logic ef þú tímir. Ég lofa þér að þú munir ekki sjá eftir því.
Re: Kæru Vaktarar: Tónlistarvinnsluvél...
Sent: Mán 21. Feb 2011 00:31
af dori
tdog skrifaði:Mac Mini all the way, og Logic ef þú tímir. Ég lofa þér að þú munir ekki sjá eftir því.
Það er spurning. Mac mini kostar í Epli 130kall ódýrast sem er bara 2GB vinnsluminni og 2,4ghz c2d (hægt að uppfæra vinnsluminni en ekki örgjörva). Dýrari týpan (ekki geisladrif en 2x hdd) kostar 200kall og er með 2,6ghz c2d og 4GB af vinnsluminni. Í buy.is eru þessar tölvur á 110 og 170 kall.
Þó að þetta sé alveg fallegt, taki lítið pláss og fleira þá er þetta alveg frekar dýrt dót ef þú skoðar það sem hann fær fyrir það. Sér í lagi þar sem þetta er talsvert yfir því verði sem hann var með í huga og mun minna afl en hann hefur verið að skoða. Þetta er auðvitað fyrir utan það að þá þyrfti hann (væntanlega) að kaupa sér ný forrit og þar sem þú nefnir Logic kostar það einmitt 40 kall í epli, veit ekki hvað það kostar annarsstaðar en það mun ekki muna miklu.