Síða 2 af 2

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 14:42
af gissur1
Jájá, ég hef nú alltaf tekið fótbolta fram yfir WOW og stunda hann reglulega með félögunum.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 15:17
af BjarkiB
Spila sjálfur Wow, það var erfitt að fara úr honum í fyrstu en lærði svo að hemja mig. Spila ekki nærrum því á hverjum degi, eða þá bara 30 mín til 1 klst og kannski aðeins meira um helgar. En Wow hefur ekki lengur áhrif á námið, og heldur ekki á íþróttirnar en ég mæti 5 sinnum í viku á MMA.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 15:19
af fannar82
ja, ég skal smella /end thread á þessa wow fíkn umræðu


ég spilaði wow alveg óendalega mikið á miðað við þann frítíma sem ég átti til.

Ég er ss. í vinnu og á konu og börn,


mér fannst ég ekkert spila wow neitt svakalega mikið meina.. þegar kjellinginn fór að horfa á eitthvað álíka leiðinlegt og CSI\LAW & BOREDOM þá smellti ég mér bara alltaf í wow.. svo varð það að frekar default hluti að fara í wow ístaðinn fyrir að setjast fyrir framan imban

en svo auðvitað fór þetta að færast í hún fór að sofa ég ákvað að taka 1klst lengur að klára 10.000stig fyrir næsta pvp hlut eða ná næsta skillpunkt í proffesion eða næsta lvl á alt tooni etc.

og þar sem maður spilaði þetta frekar lengi þá er þetta það sama með 97% af öllum þeim spilurum sem ég þekkti eða kannaðist við þeir voru að logga on\off á svipuðum tíma og þeir sem voru barn\konu lausir logguðu bara 3tímum fyrr og fóru jafnvel seinna en við hinir.

svo kom að því að ég setti mér bara markmið í wow náði því og seldi accountinn

ja.. við skulum bara orða það svona íbúðin hefur aldrei verið hreinni, ég veit ekkert hvað ég á að gera við allann þennan frítíma sem ég á..


wow er ávanabindandi fyrir alla sem detta inn í hann og hann nær alltaf að draga auka klukku stund frá öllum :)

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 15:27
af Daz
fannar82 skrifaði: wow er ávanabindandi fyrir alla sem detta inn í hann og hann nær alltaf að draga auka klukku stund frá öllum :)
Suma daga þarf ég nú að skipa konunni að hætta að glápa á endursýningu af endursýningu á plúsinum og drulla sér í rúmið. Margir eyða allt of miklum tíma (og peningum ) í hluti sem skipta engu máli, hvort sem það er Wow eða eitthvað annað.

edit: Ekki að ég vilji halda fram að sumir tapi sér ekki í Wow, bara að það er ekkert algilt og ekki bundið við Wow.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 15:32
af AntiTrust
gissur1 skrifaði:Er eitthvað skárra að ímynda sér að maður sé að stjórna flugvél, lest eða að selja límónaði heldur en að ímynda sér að maður sé að leysa verkefni útí náttúrunni ?
Uhm.. Já? Simulatorar kenna þér ákveðna hluti, viðbrögð við raunverulegum aðstæðum.

Það er ekkert að ástæðulausu að fólk sem er mjög gott í bílasimulatorum eru yfirleitt mjög góðir í real-life akstri á braut, og nemendum í flugi er sett sú heimavinna að fljúga ákveðin flug í FlightSim.

Ég er ekki að dissa alla tölvuleiki sem eru pure entertainment, ég á það alveg til að grípa í leiki eins og Uncharted, Silent Hill, MGS og flr og finnst gaman að, en að sjálfsögðu er það minni "tímasóun" að spila tölvuleiki/simulatora sem kenna þér á hluti sem gagnast þér í raunveruleikanum. Þú ert engu betri að berjast við dreka eða álfa afþví að þú spilar WoW, þar sem jú - slíkt er ekki til nema í fantasíuheimi.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 19:52
af gissur1
AntiTrust skrifaði:
gissur1 skrifaði:Er eitthvað skárra að ímynda sér að maður sé að stjórna flugvél, lest eða að selja límónaði heldur en að ímynda sér að maður sé að leysa verkefni útí náttúrunni ?
Uhm.. Já? Simulatorar kenna þér ákveðna hluti, viðbrögð við raunverulegum aðstæðum.

Það er ekkert að ástæðulausu að fólk sem er mjög gott í bílasimulatorum eru yfirleitt mjög góðir í real-life akstri á braut, og nemendum í flugi er sett sú heimavinna að fljúga ákveðin flug í FlightSim.

Ég er ekki að dissa alla tölvuleiki sem eru pure entertainment, ég á það alveg til að grípa í leiki eins og Uncharted, Silent Hill, MGS og flr og finnst gaman að, en að sjálfsögðu er það minni "tímasóun" að spila tölvuleiki/simulatora sem kenna þér á hluti sem gagnast þér í raunveruleikanum. Þú ert engu betri að berjast við dreka eða álfa afþví að þú spilar WoW, þar sem jú - slíkt er ekki til nema í fantasíuheimi.
Já heyrðu ég ætla bara að fá mér Flight simulator og sækja svo um vinnu hjá icelandair...

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 19:59
af AntiTrust
gissur1 skrifaði:Já heyrðu ég ætla bara að fá mér Flight simulator og sækja svo um vinnu hjá icelandair...
Gangi þér vel. Vertu viss um að gleyma ekki að setja WoW í áhugamál. Virðist virka hvetjandi á starfsmannastjóra þessa dagana.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:34
af gissur1
AntiTrust skrifaði:
gissur1 skrifaði:Já heyrðu ég ætla bara að fá mér Flight simulator og sækja svo um vinnu hjá icelandair...
Gangi þér vel. Vertu viss um að gleyma ekki að setja WoW í áhugamál. Virðist virka hvetjandi á starfsmannastjóra þessa dagana.
WOW er langt frá því að vera áhugamál hjá mér heldur er það einfaldlega entertainment þegar það býðst ekkert annað til að gera.

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:43
af Hjaltiatla
Það sem mér finnst böggandi við þessa leiki t.d Eve online og Wow er að þessir leikir enda aldrei.
Samt þeir sem komu með hugmyndina á bak við að hafa þessa leiki endalausa eru auðvitað snillingar.
Er samt btw ekki að bögga fólk sem spilar þessa leiki,finnst þetta bara ekki vera minn tebolli.
Eini leikur sem ég hef fest í af eitthverju viti á seinni árum er Gears of War 2 í xbox 360 :sleezyjoe

Re: Cataclysm næturopnun ?

Sent: Þri 07. Des 2010 21:02
af gardar
Ég hélt að verið væri að ræða um ATI Catalyst


Skildi ekki hvað menn ætluðu á næturopnun tengda því #-o :oops: