Síða 2 af 2

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Mið 24. Nóv 2010 23:42
af Orri
gissur1 skrifaði:Ég var einmitt í vandræðum með að velja hvort ég ætti að fá mér í gær og ég endaði á XBox Slim 250GB.

Valdi XBox afþví að það eru fleiri vinir mínir sem eiga XBox og þarafleiðandi fleiri til að spila með.
Ég horfi aldrei á mynddiska svo mér er alveg sama um Bluray.

Svo hef ég heyrt að online kerfið í PS sé eitthvað skrítið... eeeen veit svosem ekkert um það.

Mæli með ef þú ætlar að spila online að kíkja hvað vinir þínir eru að nota og velja svo.
En ef þú ert að fara að spila offline þá bara kasta upp myntpeningi eða prufa fjarstýringarnar og sjá hvor er þæginlegri :P
Til hamingju með vélina !
Blu-Ray = ekki bara mynddiskar ;)
PlayStation Network er alveg eins og Xbox Live nema frítt og mínus nokkrir fídusar eins og Cross Game Chat, en plús nokkrir fídusar eins og PlayStation Home.

Eina ástæðan afhverju ég myndi einhverntímann fá mér Xbox 360 væri bara ef allir vinir mínir ættu Xbox 360.
Annars finnst mér það helvíti mikill missir að kaupa sér jafn dýra tölvu og PS3 nema með færri fídusum, eldra hardware og þurfa svo að byrja á því að borga fyrir Xbox Live, bara til að getað spilað nokkra leiki með félögunum.

Í sambandi við "Offline leiki" þá myndi ég nú bara skoða Exclusive leikinna hjá PS3 og Xbox 360 og velja eftir því.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Mið 24. Nóv 2010 23:44
af AntiTrust
bixer skrifaði:ég myndi vilja xbox. mér er sama um gæðin í ps3, það yrði bara þægilegt að geta moddað hana þegar maður tímir ekki að kaupa leiki. það gerist alltaf nokkrum árum eftir að maður kaupir leikjavélar.
Komið mod fyrir PS3.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Mið 24. Nóv 2010 23:46
af JohnnyX
bixer skrifaði:ég myndi vilja xbox. mér er sama um gæðin í ps3, það yrði bara þægilegt að geta moddað hana þegar maður tímir ekki að kaupa leiki. það gerist alltaf nokkrum árum eftir að maður kaupir leikjavélar.
er ekki hægt að modda PS3 núna?

Edit: var ekki komið þegar ég skrifaði þetta :oops:

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 01:33
af ManiO
Það er endalaust hægt að rífast um þetta. En fyrir mér var valið einfalt. Leikirnir og fjarstýringin, enda er það tvennt það sem skiptir nánast öllu máli.

Persónulega tók ég PS3 fram yfir X360 þar sem að fleiri leikir heilluðu mig á henni, ásamt því að ég get engan veginn notað xbox fjarstýringuna.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 10:37
af Cascade
Fyrir mér endaði þetta eiginlega á fjarstýringunni, þegar ég var 14 ára í ps2 þá smellpassaði fjarstýringin í hendurnar á mér, núna er hún orðin of lítil. Xbox fjarstýringin er einmitt alveg talsvert stærri og passar miklu betur í hendurnar á mér

Ég er nú engin rosa gamer, langar bara að komast einstaka sinnum í gta4 og fifa, svo allt hitt dótið skiptir mig eiginlega ekki máli

Það var samt freistandi að taka ps3 til að fá blu-ray, en ég er ekkert að fara kaupa neinar blu-ray myndir, svo ég hef ekkert við það að gera, það er líka hægt að nálgast prýðis 1080p myndir á mikið auðveldari hátt

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 10:41
af blitz
Getur einhver sagt mér hvernig PSN er í raun og veru (einhver sem hefur notað Live að ráði).

Mér finnst Xbox fanboys alltaf segja að PSN sé rusl og maður geti aldrei komist í leik á meðan PS fanboys segja að það sé mjög gott en vanti fídusa sem Live hefur?

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 10:54
af ManiO
http://www.gamespot.com/pages/forums/sh ... d=26542009" onclick="window.open(this.href);return false;

Verst er að mest öll umræðan fer fram á mjög biased stöðum.

Persónulega hef ég ENGA reynslu af Xbox live og get því lítið sem ekkert sagt um þá þjónustu. En PSN þykir mér gera allt sem ég hef þörf á. Verslunin virkar (gæti verið betur uppsett), auðvelt að komast í online í flestum leikjum (MGO var eina undantekningin sem ég rakst á), updates á leikjum og firmware virkar mjög fínt. Í raun eina sem fer í taugarnar á mér er region locking á DLC.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 11:01
af GrimurD
AntiTrust skrifaði:
bixer skrifaði:ég myndi vilja xbox. mér er sama um gæðin í ps3, það yrði bara þægilegt að geta moddað hana þegar maður tímir ekki að kaupa leiki. það gerist alltaf nokkrum árum eftir að maður kaupir leikjavélar.
Komið mod fyrir PS3.
Sony voru búnir að patcha það seinast þegar ég vissi.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 11:17
af AntiTrust
GrimurD skrifaði: Sony voru búnir að patcha það seinast þegar ég vissi.
Svo lengi sem þú ert með 3.41 eða neðar er það hægt. Ekki komið mod f. 3.5x.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 15:03
af ZoRzEr
Var lengi að vetla fyrir mér að svara ekki í þessum þræði. Eiga það til að leiða útí rugl, því miður.

Keypti mína fyrstu leikjavél sumarið 2007. Þá var Xbox 360 meira heillandi vegna leikjanna, eins og allt er það persónubundið en á þeim tíma voru ekki margir exclusive leikir á PS3, flestir komu á báðar vélarnar. Fjarstýringin á Xbox er stærri og þægilegri í hendi og gerði það útslagið. Keypti Premium 20gb útgáfuna. Hitnaði eins og motherfucker og var mjög hávær, bæði með leikjum og í idle en hún keyrir enn þann dag í dag af fullum krafti án þess að gera svo mikið sem píp. Uppfærði svo 2008 í Elite vélina með HDMI tengi og munurinn á hita og hávaða var töluverður.

Núna í sumar keypti ég mér svo PS3 slim á tilboði hjá Elko á 45þ. Hef oft notað vélina annars staðar hjá félögum og hafði ágætist reynslu á PSN og fyrirbærinu sem kallast Playstation 3. Langaði að upplifa leiki á borð við Resistance 1 og 2, LBP, Demons Souls og GT5. Hafði fengið að spila Uncharted 2, MGS4, Infamous og Resistance 2 áður á vél sem ég fékk lánaða.

Xbox fjarstýringin er stærri, Dashboard-ið á Xbox er þægilegra (þó að PS3 valmyndin sé oh so pretty), fleiri leikir sem ég fíla og communityið stærra. Persónulega finnst mér allt í lagi að borga fyrir Live árlega einhverja þúsundkalla.

(Roll in the hatin' train) Mér finnst Xbox 360 betri leikjavél. PS3 vélin er núna inní stofu notuð sem DVD/Blu-ray spilun og til að stream-a myndir af PC tölvunni. Auðvitað fær Sony mad respect fyrir að troða gjörsamlega öllum mögulegum fídusum í þetta litla tæki í byrjun. Veðja á Blu-ray (og hafa rétt fyrir sér), bluetooth, innbyggt WIFI, backward compatability, kortalesara, 7 USB tengi. En því miður þurftu þeir að skera það niður á endanum.

Og til að enda þetta keypti ég þriðju Xbox vélina núna í október. Fékk hana senda frá Amazon.co.uk á 175 pund. Slim 250gb með Fifa 11, Crackdown 2 og Fallout New Vegas og aukafjarstýringu. Borgaði í endann rúmlega 41þ fyrir þennan pakka. En auðvitað eins og bent hefur verið á er Xbox samfélagið og stuðningurinn á íslandi sama og enginn. Allar helstu verslanir sem selja tölvuleiki taka eiginlega undantekningarlaust mun meira af PS3 leikjum og vörum.

En eins og ManiO sagði:
ManiO skrifaði:Það er endalaust hægt að rífast um þetta. En fyrir mér var valið einfalt. Leikirnir og fjarstýringin, enda er það tvennt það sem skiptir nánast öllu máli.
Gæti ekki verið meira sammála.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Fim 25. Nóv 2010 16:19
af Jim
Hér fyrir neðan er mjög nákvæmur samanburður á PS3 og Xbox 360

Round 1: http://www.youtube.com/watch?v=fARdxkovMhQ" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 2&3: http://www.youtube.com/watch?v=m_gGAHYB ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 4: http://www.youtube.com/watch?v=zmHY_Vnu ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 5: http://www.youtube.com/watch?v=dEXro9yZ ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 6: http://www.youtube.com/watch?v=4lKSt5Mo ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 7: http://www.youtube.com/watch?v=xyq5yu3_ ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 8: http://www.youtube.com/watch?v=YkP0ejSB ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 9: http://www.youtube.com/watch?v=-pwJ4xv_ ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 10 P1: http://www.youtube.com/watch?v=5-ezdt8d ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 10 P2: http://www.youtube.com/watch?v=P5l4JNYn ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 11: http://www.youtube.com/watch?v=fARdxkov ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 12 P1: http://www.youtube.com/watch?v=3AoYUiCk ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;
Round 12 P2: http://www.youtube.com/watch?v=O43Z9Fof ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;

PS3 Vann

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Lau 04. Des 2010 20:59
af blitz
Gaf sjálfum mér PS3 320gb slim í jólagjöf

40.000kr fyrir nýja vél er vel sloppið!

Endaði á því að ég þekki fleiri sem eru að spila í ps3

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Lau 04. Des 2010 21:04
af Nariur
blitz skrifaði:Gaf sjálfum mér PS3 320gb slim í jólagjöf

40.000kr fyrir nýja vél er vel sloppið!

Endaði á því að ég þekki fleiri sem eru að spila í ps3
40.000?

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Lau 04. Des 2010 21:39
af blitz
eBay.co.uk + christmas voucher + free shipping = win
Og líka það að búa í Bretlandi

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Sun 05. Des 2010 00:50
af svanur
Ég á bæði PS3 og Xbox 360 og tel mig eitthvað geta tjáð mig um þetta mál.

Á næsta ári munu koma fleiri exclusive leikir á PS3 t.d. The Last Guardian, LittleBigPlanet 2 og Killzone 3.
Xbox LIVE fær feitan mínus fyrir að rukka fyrir online spilun (hækkaði 1. nóv), Playstation Network er ekki fullkomin en þó ókeypis (eins og er). Svo eru flestir nýir Arcade leikir settir á $15 [-X Xbox Live Arcade búðin hefur uppá að bjóða exclusive leiki sem PSN búðin hefur ekki t.d. Limbo, Portal: Still Alive, Ikaruga og á næsta ári endurgerð af Radiant Silvergun (gamall Sega Saturn shmup leikur). Oftast betri tilboð í gangi á XBLA en PSN. 360 stýripinninn er þægilegur í skotleikjum og bílaleikjum en leiðinlegur í hack n slash leikjum. D-padinn á 360 stýripinnanum er hræðilega illa hannaður, ekkert hægt að spila 2D platform leiki meðan margir kvarta yfir hversu PS3 stýripinninn sé lítill þá er hann allavega mun hæfari á því sviði. Move og Kinect... vantar alveg ferska leiki þar. Verst er hvað leikjaframleiðendur þora lítið að taka áhættur og halda sig við "öruggu" formúluna. En hey þetta virkar!

En á endanum snýst þetta bara um eitt: Trophies vs Achievements :-({|=

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Sun 05. Des 2010 05:33
af himminn
Frábær úrtekt á xbox 360
http://encyclopediadramatica.com/Xbox_360" onclick="window.open(this.href);return false;

Ps3 sleppur svosem ekkert betur samt
http://encyclopediadramatica.com/Playstation_3" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars hef ég spilað mikið bæði xbox og ps3 og ég finn svo sáralítinn mun á tölvunum þegar ég er kominn inn í harðkjarna spilun, upplifunin er voða svipuð.
Hins vegar er ps3 miklu meiri og skemmtilegri græja en xbox þegar maður er ekki bara að spila leiki.

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Sun 05. Des 2010 07:16
af urban
himminn skrifaði:Frábær úrtekt á xbox 360
http://encyclopediadramatica.com/Xbox_360" onclick="window.open(this.href);return false;

Ps3 sleppur svosem ekkert betur samt
http://encyclopediadramatica.com/Playstation_3" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars hef ég spilað mikið bæði xbox og ps3 og ég finn svo sáralítinn mun á tölvunum þegar ég er kominn inn í harðkjarna spilun, upplifunin er voða svipuð.
Hins vegar er ps3 miklu meiri og skemmtilegri græja en xbox þegar maður er ekki bara að spila leiki.
öhhh ég vona að þú vitir að encylopedia er álíkagóð fréttastofa og sannleikurinn og baggalútur
nú ef að þú veist það, þá held ég þessu hérna fyrir aðra að lesa

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Sun 05. Des 2010 07:53
af Hargo
Ég nota mína PS3 sem miklu meira en bara leikjavél. Þetta er Bluray spilarinn minn, "sjónvarpsflakkarinn minn" (nema ég flakka ekkert mikið með vélina), tónlistarspilari og svo spila ég auðvitað einhverja leiki á henni.

Eru leikjaframleiðendur farnir að nýta sér til fullnustu kraft PS3 vélarinnar? Einhversstaðar heyrði ég að þeir væru ekki enn farnir að nýta sér hana til fullnustu.

Ótrúlegt en satt þá áttu fimm félagar mínir Xbox360 og þeir lentu allir í RROD. Tveir þeirra keyptu sér nýju PS3 slim í kjölfarið, einn keypti sér aðra notaða Xbox tölvu, einn keypti sér notaða PS3 og einn fór í fýlu og keypti sér ekkert í staðinn. Til gamans má geta að þeir voru allir búnir að modda tölvurnar sínar og það var búið að banna þá alla á Xbox live áður en þeir lentu í því að vélarnar biluðu.

Annars er þetta voða persónubundið hvort menn fíla Xbox eða PS3. Ég myndi t.d. aldrei taka sénsinn á að vera bannaður frá netspilun þar sem ég nýti mér það mjög mikið. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég öfundaði gaurana svolítið að geta bara downloadað öllum nýjustu leikjunum og spilað þá í Single player. Ég gat þó ekki annað en brosað út í annað þegar vélarnar hjá þeim fóru að bila hver á fætur annarri...hehe!

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Mán 06. Des 2010 03:36
af himminn
urban skrifaði:
himminn skrifaði:Frábær úrtekt á xbox 360
http://encyclopediadramatica.com/Xbox_360" onclick="window.open(this.href);return false;

Ps3 sleppur svosem ekkert betur samt
http://encyclopediadramatica.com/Playstation_3" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars hef ég spilað mikið bæði xbox og ps3 og ég finn svo sáralítinn mun á tölvunum þegar ég er kominn inn í harðkjarna spilun, upplifunin er voða svipuð.
Hins vegar er ps3 miklu meiri og skemmtilegri græja en xbox þegar maður er ekki bara að spila leiki.
öhhh ég vona að þú vitir að encylopedia er álíkagóð fréttastofa og sannleikurinn og baggalútur
nú ef að þú veist það, þá held ég þessu hérna fyrir aðra að lesa
Geri mér fulla grein fyrir því :megasmile
Engu að síður frábær síða

Re: Klassík.. PS3 vs X360

Sent: Mán 06. Des 2010 17:53
af icup
Þetta er ekki flókið.

PC>PS3>Xbox360

Besta setup sem þú getur fengið(ef þú villt tvær) er ps3 og PC.

Xbox 360 hefur hvað? 1 exlusive á næsta ári sem er ekki með þessari myndavél, fyrir utan það að xbox 360 hefur ekkert í það hversu mun öflugri ps3 er. Leikjaframleiðendur sem setja sér það markmið að gera leiki fyrir ps3 en ekki xbox sýna hversu mun öflugri ps3 getur verið. Fyrir 2-4 árum hefði ég sagt xbox vegna þess að online var mikklu betra þá og fleiri exlusives en núna er xbox að fara afturúr. Alli online 9-12 ára krakkar að öskra "Fagget, fagget" "Die die die" "nigger nigger nigger" and so on. PS3 er í raun besti consoleinn fyrir flesta. Annars fer það eftir þvi á hverju vinir þínir spila eða hvorn controlerinn þú fílar meira.

PS.
Flestir "exlusives" á xbox eru líka á PC.