Síða 2 af 2

Sent: Mið 10. Mar 2004 13:55
af GuðjónR
Flott :D
Gaman að heyra svona jákvæðar sögur, þetta er dæmi um virkilega góða þjónustu.
Sammála síðasta að þetta er fjöður í hattinn þeirra.

Sent: Mið 10. Mar 2004 15:59
af pyro
já, þetta breytir áliti mínu á tölvulistanum aðeins, þeir eru ekki lengur samansafn af illa þjálfuðum öpum á prósakki.

þeir hafa greinilega fengið einhverja þjálfun nýlega... :lol:

Sent: Mið 10. Mar 2004 19:05
af OverClocker
Ég segi nú bara LOKSINS... þeir eru greinilega farnir að finna fyrir samkeppni frá minni verslunum...

Sent: Mið 10. Mar 2004 19:07
af gumol
Hvaða verslun ert þú með?

Sent: Mið 10. Mar 2004 19:20
af OverClocker
gumol skrifaði:Hvaða verslun ert þú með?
Má nú ekki lengur tjá sig öðruvísi en að vera bendlaður við einhverja verslun?
Það er staðreynd að TL hefur veitt mörgum (ekki öllum) slæma þjónustu í gegnum árin og þarf ekki að leita langt til að sjá sögur um það..
Hinsvegar er gott mál að loksins hafi einhver sparkað í rassinn á þeim, og það hlýtur að vera samkeppnin sem gerir það..

Sent: Mið 10. Mar 2004 19:39
af gumol
OverClocker skrifaði:þeir eru greinilega farnir að finna fyrir samkeppni frá minni verslunum...
Ég las þetta vitlaust :oops: :lol:

Sent: Fim 11. Mar 2004 11:28
af wICE_man
Jæja, þetta var nú bara mín heppni, þegar ég setti upp tölvuna aftur þá fór hún að frjósa svo ótt og títt að ég gat ekki einu sinni klárað að formata diskinn, hún fraus meira að segja í biosnum!!! Ég fór með kassan aftur niður eftir og þeir ætluðu að kíka á þetta.

Synd og skömm ef þetta er nýja móbóið eftir þessa góðu þjónustu.

Sent: Fim 11. Mar 2004 12:14
af gumol
Maður á að demba sér í villugreyninguna sjálfur, ekki senda tölvuna til einhverra sérfræðinga ;)

Sent: Fim 11. Mar 2004 13:20
af wICE_man
Málið er að ég er eiginlega búinn að útiloka allt annað en móðurborðið, ég prófaði allt sem mér datt í hug að gæti verið að, skipti út diskum, minniskubbum, örranum, drifum, skjákortinu, jafnvel kassanum!!!

Ég lét þá hafa kassan eins og hann lagði sig til að þeir gætu séð vandamálið sjálfir.

It's just my luck :(

Sent: Fim 11. Mar 2004 17:35
af Icarus
já, fúlt að fá gallaða tölvuhluti.

Sent: Fim 11. Mar 2004 20:01
af Hlynzi
Ég er ekki alveg að fatta hvað þú átt við með kristal.
Mér datt í hug þétti náttla, en það virðist ekki vera málið..og hvað er enska orðið yfir þennan íhlut ?

Ég á móðurborð, PSU kom með púls í það og rústað (sprengdi nokkra þétta) ég skipti um þá, setti að vísu töluvert stærri þetta í staðinn og á eftir að testkeyra það..svo á einhver 1 GHz Pentium 3 örgjörva, sökkul: PGA370.

Sent: Fim 11. Mar 2004 20:24
af wICE_man
þetta er bara standard kvartskristall, það er held ég bara það sama á ensku.

Sent: Fös 12. Mar 2004 00:31
af Bendill
Ég fór á vegum vinnunar til Tölvulistans á þriðjudaginn seinasta og var að athuga með minni fyrir ákveðna tölvu. Þeir voru mjög liðlegir (samt fámálir) og leystu úr málinu fyrir mig, eða eins mikið og hægt var... :P
Þannig að þessar athugasemdir út í þá sem maður heyrir hafa kannski ekki við nein rök að styðjast, allavega hafa þeir þá bætt sína þjónustu töluvert. :D

Sent: Fös 12. Mar 2004 00:40
af aRnor`
Ég hef aldrei átt í vandræðum með tölvulistann. Sama mál gerðist hjá
mér og hjá Wice_man, og þeir kipptu þessu í gegn fyrir mig á 2 dögum.

Og úthlutuðu mér nýju móðurborði.

Sent: Fös 12. Mar 2004 15:44
af wICE_man
Hvað segirðu, var sprunginn kristall hjá þér?

Sent: Mán 15. Mar 2004 12:57
af wICE_man
Jæja, þá er loks fenginn botn í þess hrakfarasögu mína og starfsmenn tölvulistans hafa verið ekkert nema hjálplegir og eiga hrós skilið.

Ég fékk annað nýtt móðurborð þar sem hitt var eitthvað gallað, þeir töldu reyndar að það hefði skemmst vegna gamla aflgjafans míns en ég gat fært rök fyrir því að það væri ólíklegt, ég get þó ekki útilokað að það sé rétt hjá þeim en þeir allavega létu mig njóta vafans en sögðu að þeir vildu ekki sjá þetta móðurborð með þessum aflgjafa aftur :wink:

Ég skildi það svo sem vel, þetta var 3gja ára no-name aflgjafi svo ég get ekkert ábyrgst um gæði hans, en hann virkar allavega með gamla ASUS A7V jálknum mínum svo hann er ekki ónýtur.

Ég er allavega himinlifandi yfir því að vera loksins kominn með tölvuna í lag, (óttalega er maður fatlaður án hennar) og með nýjan 350W Fortron aflgjafa svo ég á vonandi ekki eftir að lenda í svona veseni aftur (allavega verður ekki hægt að kenna aflgjafanum um).

Sent: Mán 15. Mar 2004 14:48
af so
Topp þjónusta.
Til hamingju með nýju vélina :D

Sent: Mán 15. Mar 2004 15:15
af fallen
Glæsilegt

já magnað maður

Sent: Þri 16. Mar 2004 09:24
af SIKO
Já ég verð að seigja fyrir mina parta að tölvulistinn á akureyri er algjör SNILLD strákarnir eru magnaðir og alltaf þegar ég fer þangað þá eru þeir alltaf standby og koma kurteisislega fram við mann og veita úrvals þjónustu og eru ekki heldur að fela upplýsingar maður getur spurt og ef finnst ekki svar þá hafa þeir leitað með mer á netinu og solleis. og ég man ekki eftir að hafa lent í útistöðum við þá T-listamenn. mx500 músin mín gafst upp alltíeinu og ég for með hana, ekki í kassa ekki nótu ekki neitt bara músina og ég var þar í 3 mín og þá var ég búin að fá nýja mx500 mús. allavega versla ég bara þar nema í sumum tilfellum panta stundum af netinu