Síða 2 af 3

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:11
af GuðjónR
Pandemic skrifaði:Þið eruð allir amatörar fáið ykkur real american burgers á Búllunni noobs
:pjuke

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:17
af valdij
3.14KA skrifaði:
Tiesto skrifaði:Hamborgarafabrikkan
/thread
Neee....
Veit eiginlega ekki hvað þeir eru að reyna með því að hafa hamborgarana ferkantaða :S Virðist vera svo gervilegt einhvernveginn.
Hamborgarabúlla Tómasar er best. Það sem ég elska við búlluna er hvað hún er ekki að reyna að vera neitt sem hún er ekki. Ég fór þangað um daginn og á meðan ég var að bíða þá kíkti ég í mad magazine frá tíunda áratugnum og það voru teiknimyndir í gangi í sjónvarpinu. Þjónustan er einnig til fyrirmyndar og andrúmsloftið þar inni er mjög þægilegt og afslappað.

Þú áttar þig á því að allt sem þú sérð á Hamborgarabúllunni er copy/paste frá öðrum stað? Þeir segja það meira segja sjálfir, þeas. ef þú spyrð þá að fyrra bragði.

Þetta er beint copy frá staðnum "Burger Joint" í New York sem er á La Meridian hótelinu (lúxus-hótel) rétt hjá Times Square, er þarna falinn á bakvið risastór gluggatjöld og ekkert merktur. Getið googlað þetta betur ef þið viljið, staðurinn varð mjög frægur eftir það birtist grein um hann í new york times 2007 held ég en hann auglýsir sig ekki neitt. Ég fór á þennan stað núna fyrir 4 mánuðum í New York (og vissi þá ekki þetta væri fyrirmyndin af búllunni) og fékk alveg virkilega mikið sjokk þegar ég labbaði þarna inn, þetta var alveg eins og að labba inn á tomma hérna heima.

Allt frá hvað er á hamborgurunum (margar sósur), hvernig brauðið er, hvernig kjötið er eldað/grillað, stærðin, risa "buff-tómaturinn", útlitið á afgreiðslu borðinu, matseðillinn, mjög mikið/allt handskrifað, gamlar dósir, krukkur, víranet.. Held you get the point, þetta var ótrúlegt að labba þarna inn og vera bara mættur á búlluna..

Enda þegar ég kom heim fór ég að spyrjast fyrir og eins og hlaut að vera þá ákvað tommi að taka þessa old-school, friendly hugmynd og láta reyna á hana hérna á Íslandi. Hvort staðurinn úti viti það er staður sem er direct copy af þeim hérna heima er hinsvegar annað mál :)

En persónulega finnst mér hamborgararnir á tomma oft vera svoldið sloppy/blautir. Margar sósur, stór buff-tómator þannig þetta á það til að verða svoldið já... Annars eru Tommi & Hamborgarafabrikkan með lang besta kjöt sem þú getur fengið á borgara hérna. Finnst mér Hamborgafabrikkan þó vera al-besti staður sem þú getur farið á, ekki of dýrt heldur (rétt svo ódýrara held ég en Tommi meira segja?)

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:28
af cocacola123
Ég er að pæla fara á hamborgara fabrikkuna... hvaða borgari er bestur þar ?

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:41
af codec
Olafst skrifaði:American Style líka í Tryggvagötu
Nei nei nei nei!!! ekki american style það er drasl miðað við margt af því eðal stöffi sem er búið að telja upp í þessum þræði.
t.d eru Búllan, Fabrikkan og vitabar alveg solid. Svo er nokkuð ljóst að ég verð að fara að drífa mig að prófa prikið og drekann.

EF þú vilt gera sjálfur skoðaðu þetta yummmmmmy http://www.cheeseandburger.com/
personal faves:
The Farmer John, nr 7 - ’..not for the guy who makes spreadsheets for a living.
The Lumberjack, nr 10 – ‘..it´s breakfast, lunch, dinner and a few snacks all rolled into one’.
The Sheboygan, nr 26 – ‘..If you´re vegan or vegetarian, please cover your ears“.
The Camelot, nr 16 – ‘..treat her right and she´ll return the favor tenfold..’

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:46
af Black
Rosalega góðir hamborgarar á strikinu, akureyri ;o

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:48
af Kobbmeister
cocacola123 skrifaði:Ég er að pæla fara á hamborgara fabrikkuna... hvaða borgari er bestur þar ?
Húsdýragarðurinn :D

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 16:51
af BjarkiB
cocacola123 skrifaði:Ég er að pæla fara á hamborgara fabrikkuna... hvaða borgari er bestur þar ?
Morthens.

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 17:12
af bixer
besti borgarinn á fabrikkunni er klárlega morthens með auka bernes!

en annars eru heimatilbúnir hamborgarar bestir!
ég geri stundum virkilega þykka hamborgara með pepperoni og doritosi, beikon og piparostur með þeim og jafnvel bernes. ég vil hafa þá þykka og medium rare. ég vil alltaf hafa naut medium rare

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 17:29
af Frost
Mynd

Hvað ég varð svangur og langar í hamborgara útaf þessum þræði og ég er að fara að snæða grænmetis súpu eftir smá ](*,)

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 17:32
af gissur1
Takk fyrir svörin, endaði bara inná vitabar. Tvöfaldur ostborgari með frönskum :happy

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 18:23
af Zpand3x
Gunnar skrifaði:
OJ. ég hef farið þangað einusinni með kærustunni, við fórum á eins árs afmælinu okkar.Ég fékk ó-eldaðann hamborgara, brauðið var brunnið og beikonið var ó-eldað líka... fer ekki þangað aftur. :-({|=
þú getur valið um rare, medium rare, medium well og well done .. þú kannt þetta bara ekki, og ert greinilega medium well - well manneskja.. ó-eldaðir hamborgarar eru góðir

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 18:27
af hauksinick
Nei og aftur nei..Endilega smakkiði heavy special bacon borgara á Style-num

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 18:59
af Páll
Er að fara detta í feitan börger hér heima, nammmeeeh! \:D/

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 19:02
af Gunnar
Zpand3x skrifaði:
Gunnar skrifaði:
OJ. ég hef farið þangað einusinni með kærustunni, við fórum á eins árs afmælinu okkar.Ég fékk ó-eldaðann hamborgara, brauðið var brunnið og beikonið var ó-eldað líka... fer ekki þangað aftur. :-({|=
þú getur valið um rare, medium rare, medium well og well done .. þú kannt þetta bara ekki, og ert greinilega medium well - well manneskja.. ó-eldaðir hamborgarar eru góðir
Kann þetta greinilega ekki? ég kann þetta bara víst. og ég bað um well done hamborgara. ekki segja eitthvað svona ef þú hefur ekki hugmynd um hvort það sé satt. ](*,)

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 19:45
af coldcut
Gunnar skrifaði:OJ. ég hef farið þangað einusinni með kærustunni, við fórum á eins árs afmælinu okkar.Ég fékk ó-eldaðann hamborgara, brauðið var brunnið og beikonið var ó-eldað líka... fer ekki þangað aftur. :-({|=
WHAT!? Eins árs afmæli? Hvað eruði eiginlega gömul núna? :wtf

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 19:53
af bixer
WHAT!? Eins árs afmæli? Hvað eruði eiginlega gömul núna? :wtf
haha svona svör sér maður bara á spjallinu!

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 19:56
af Frost
coldcut skrifaði:
Gunnar skrifaði:OJ. ég hef farið þangað einusinni með kærustunni, við fórum á eins árs afmælinu okkar.Ég fékk ó-eldaðann hamborgara, brauðið var brunnið og beikonið var ó-eldað líka... fer ekki þangað aftur. :-({|=
WHAT!? Eins árs afmæli? Hvað eruði eiginlega gömul núna? :wtf
Haha made my day :sleezyjoe

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 20:13
af Gunnar
coldcut skrifaði:
Gunnar skrifaði:OJ. ég hef farið þangað einusinni með kærustunni, við fórum á eins árs afmælinu okkar.Ég fékk ó-eldaðann hamborgara, brauðið var brunnið og beikonið var ó-eldað líka... fer ekki þangað aftur. :-({|=
WHAT!? Eins árs afmæli? Hvað eruði eiginlega gömul núna? :wtf
](*,) ](*,) ](*,) :shooting :dead

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 21:33
af rapport
Vegamót og Hressó eru með góða hádegismatseðla en samt e-h annað en burger.

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 21:58
af Daz
Zpand3x skrifaði: ó-eldaðir hamborgarar eru góðir
Ó eldaðir hamborgarar eru hættulegir. Margir sem átta sig ekki á því að þó að eldrautt nautakjöt sé í fínu lagi, þá er eldrautt nautahakk það ekki.

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 22:28
af intenz
Búllan, klárlega.

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Þri 19. Okt 2010 23:37
af atlih
hvaða gella í drekanum . ætlar enginn að útkýra þetta

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Mið 20. Okt 2010 10:19
af Gúrú
atlih skrifaði:hvaða gella í drekanum . ætlar enginn að útkýra þetta
Einhver tönuð myndarleg afgreiðslukona geri ég ráð fyrir? :)

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Mið 20. Okt 2010 11:48
af ZoRzEr
Neyðarlínan á Fabrikkunni er helvíti góður, Forsetinn ekkert verri.

Búllan hefur verið á niðurleið undanfarið. Fékk mér síðast búlluborgara fyrir svona ári síðan og endaði á dollunni hálfa nóttina.

Er að hugsa um að labba þangað yfir núna og reyna við hann aftur.

Re: Góðir hammarar í miðbæ reykjavíkur ?

Sent: Mið 20. Okt 2010 12:14
af dori
Málið er náttúrulega að fara á Búlluna og fá sér steikarborgara (eða ef maður er svangur skella í tvöfaldan, það er ekki svo dýrt) með bearnaise og sleppa grænmetinu. Þá er þetta bara nautalundir með bearnaise sem maður er að borða :D

Fabrikkan er allt í lagi en sá hérna sem hélt að það væri ódýrara en Búllan er aðeins að misskilja. Ég hef smakkað Morthens, Alíbaba (eða eitthvað) og Neyðarlínuna þar. Allt fínir borgarar og smá tilbreyting en ekkert sérstakir og kókið þeirra er bæði goslaust og óbragð af því.

Vitabarinn er líka æði, tvöfaldur ostborgari með beikoni eða bara beikonborgari. Það klikkar ekki.

Svo eru þessir staðir eins og Hressó, Hvíta perlan, Prikið, Vegamót etc. Það er allt fínt en oftar en ekki frekar dýrt og ekkert rosalega sérstakt. En samt fín tilbreyting frá þessum klassísku stöðum. En ég skil ekki þá sem fíla American Style í drasl, þunnt og ómerkilegt kjöt og sinnepssósa, hvað er málið? Þetta bragðast bara eins og sóma samloka.