Síða 2 af 2
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Fös 15. Okt 2010 16:21
af drasl
Gúrú skrifaði:drasl skrifaði:"Förum heim til X og vekjum hann í rúminu til að ræða við hann" ?
Hefurðu heyrt af conceptinu "Public figure"?
Þetta er semí forsætisráðherrann og viðskiptaráðherrann okkar - ekki bara einhver X.
Og nei það er ekki það sem er 'íjað að'.
Viðburðurinn heitir Upp í rúm til Jóhönnu og Steingríms.. Hann hefði getað nefnt þetta betur.
Á tíma þar sem þjóðin hefur fengið sig fullsadda af stjórnmálamönnum og þeirra rugli þá finnst mér ekki skrítið að lögreglan líti í málið. Veit ég ekki hvað menn eru að hneyksla sig svona á þessu, eina sem gerðist var að lögreglan ræddi við gaurinn..
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Fös 15. Okt 2010 16:31
af Gúrú
drasl skrifaði:eina sem gerðist var að lögreglan ræddi við gaurinn..
Nei, fjölskyldufaðir fékk stöðu grunaðs í hugsanlega refsiverðu athæfi.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Fös 15. Okt 2010 16:43
af drasl
Gúrú skrifaði:drasl skrifaði:eina sem gerðist var að lögreglan ræddi við gaurinn..
Nei, fjölskyldufaðir fékk stöðu grunaðs í hugsanlega refsiverðu athæfi.
:-({|= :-({|= :-({|=
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Fös 15. Okt 2010 16:48
af GuðjónR
drasl skrifaði: Viðburðurinn heitir Upp í rúm til Jóhönnu og Steingríms.. Hann hefði getað nefnt þetta betur.
hehehehe, get ekki annað en hlegið af þessum titli, en auðvitað er hægt að setja upp paranjoja gleraugu og lesa hótun úr þessu.
Kannski verið skynsamlegra að orða þetta öðruvísi.
En ég tek þessu sem gríni

og finnst löggan hafa óveríaktað doldið.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 00:37
af rapport
Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Gaurinn kom með flottan slagara sem alveg eins hefði geta komið frá Spaugstofunni.
Ef það er ekki pláss fyrir kímni og vel orðaða (varla tvíræða) slagara þá er búið að setja tjáningafrelsinu svolítið OF þröngar skorður.
Þá er alveg eins hægt að sleppa þessari klausu í stjórnarskránni ef það á ekki að standa við hana.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 00:45
af Gúrú
drasl skrifaði:Gúrú skrifaði:drasl skrifaði:eina sem gerðist var að lögreglan ræddi við gaurinn..
Nei, fjölskyldufaðir fékk stöðu grunaðs í hugsanlega refsiverðu athæfi.
"KaldhæðnisGodfather þemað"
Sorry en mér líkar ekki við það að lögvaldsembætti ógni fólki, þetta var ekkert "svo slæmt" fyrr en að maður fékk svo að vita að þetta væri mótmælandaactivisti,
af hverju er ekki búið að gefa hundruðum manna stöðu grunaðs í 'hugsanlega refsiverðum athæfum' og ógna þeim fyrir FBhópa eins og
"Ef að Ísland tapar úrslitunum ætlum við að sprengja Alþingi" frá 2008?
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 01:52
af rapport
Það er tvískinnungur í þessu kerfi...
Lögin ná ekki til allra sbr. umræðuna um vændisdómana sem er að koma upp í þjóðfélaginu.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það en einn sakborningurinn á að hafa verið maður fyrrverandi ráðherra (það var raunverulega ástæðan að baki afbrigðilegrar málsmeðferðar / lokuðu dómshaldi - þessara mála).
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 06:26
af BjarniTS
Haha heimsku mótmælendur sem eru bara með trefil og nota mac.
Titla sig allir sem "listamenn" í viðtölum.
Afhverju að mótmæla á daginn í stað þess að vinna eða vera í skóla?
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 11:18
af rapport
BjarniTS skrifaði:Haha heimsku mótmælendur sem eru bara með trefil og nota mac.
Titla sig allir sem "listamenn" í viðtölum.
Afhverju að mótmæla á daginn í stað þess að vinna eða vera í skóla?
Ég tel það meiri heimsku að mómæla ekki, ef fólk er í vinnu eða skóla að taka sér smá frí og standa með sjálfu sér og krefjast umbóta.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 19:44
af gardar
rapport skrifaði:Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Mér þykir það þrælmagnað að þú styðjir ritskoðun á internetinu en sért andvígur svona skerðingu á málfrelsi
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 20:38
af rapport
gardar skrifaði:rapport skrifaði:Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Mér þykir það þrælmagnað að þú styðjir ritskoðun á internetinu en sért andvígur svona skerðingu á málfrelsi
Ég styð ekki ritskoðun af neinu tagi...
Mér sárnar að þú haldir að ég geri það, hvaðan fékkstu þá flugu í höfuðið?
Veistu hvað ritskoðun er?
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 20:43
af Gúrú
rapport skrifaði:Veistu hvað ritskoðun er?
Well tbh hefur þú aldrei vitað það.

Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 20:50
af vesley
Gúrú skrifaði:rapport skrifaði:Veistu hvað ritskoðun er?
Well tbh hefur þú aldrei vitað það.

Eina sem þú ert að gera með þessarri setningu er að koma af stað drepleiðinlegu rifrildi.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 20:53
af gardar
rapport skrifaði:gardar skrifaði:rapport skrifaði:Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Mér þykir það þrælmagnað að þú styðjir ritskoðun á internetinu en sért andvígur svona skerðingu á málfrelsi
Ég styð ekki ritskoðun af neinu tagi...
Mér sárnar að þú haldir að ég geri það, hvaðan fékkstu þá flugu í höfuðið?
Veistu hvað ritskoðun er?
Ég veit allt um það, dreg þessar ályktanir mínar út frá svörum þínum sem ég las í þræði hér á vaktinni. Þræði sem fjallar um ólögmædda lokun internet þjónustuaðilla á ákveðna vefi.
Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 20:55
af Gúrú
vesley skrifaði:Eina sem þú ert að gera með þessarri setningu er að koma af stað drepleiðinlegu rifrildi.
Neib, nenni því ekki í þriðja skiptið um
akkúrat sama málefnið, það þyrfti að breytast a.m.k. örlítið

Re: Erum við að vera eins og kína?
Sent: Lau 16. Okt 2010 21:25
af rapport
gardar skrifaði:rapport skrifaði:gardar skrifaði:rapport skrifaði:Ég og Gúrú eru ekki alltaf sammála en þetta atriði er greinilega jafn heilagt hjá okkur báðum.
Mér þykir það þrælmagnað að þú styðjir ritskoðun á internetinu en sért andvígur svona skerðingu á málfrelsi
Ég styð ekki ritskoðun af neinu tagi...
Mér sárnar að þú haldir að ég geri það, hvaðan fékkstu þá flugu í höfuðið?
Veistu hvað ritskoðun er?
Ég veit allt um það, dreg þessar ályktanir mínar út frá svörum þínum sem ég las í þræði hér á vaktinni. Þræði sem fjallar um ólögmædda lokun internet þjónustuaðilla á ákveðna vefi.
Ég ítrekaði oft á þeim þræði að ég styð lokanir á síðum sem vista ólöglegt efni sem brítur gegn grunnréttindum einstaklinga.
Það er ekki ritskoðun heldur réttlæti.
Stjórnarskráin segir m.a. :
"Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríksisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Er þá stjórnarskráin að hvetja til ritskoðunar eða getur verið að þú túlkir skilgreininguna á ritskoðun of vítt?
Að koma í veg fyrir dreifingu á efni sem í eðli sínu er ólöglegt er ekki ritskoðun.
Að koma í veg fyrir dreifingu á efni sem í eðli sínu er löglegt er ritskoðun. Sbr. að koma í veg fyrir dreifingu á tónlist og bíómyndum.
Sbr. kókómjólk og kókaín.
Kókaín er ólöglegt hvar sem er á Íslandi og því getur lögreglan stöðvað dreifingu á kókaíni hvar sem er, efnið er í eðli sínu ólöglegt.
Kókómjólk er í eðli sínu lögleg og því má dreifa henni á Íslandi og ef slík dreifing yrði stöðvuð vegna einhverrar hentisemi þá væri það mjög undrlegt og jafnaðist á við ritskoðun.