Síða 2 af 3
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:26
af Voffinn
Nemesis, til í að fletta gumol upp í íslendingabók fyrir mig og athuga hversu mikið þið tveir eruð skyldir
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:44
af gumol
Ég gæti ekki verið meira sammála þér Nemesis. Það vantar bara innbygðan popup blocker og ég myndi henda firefox út endanlega.
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:46
af ICM
gumol afhverju notarðu aftur ekki Avant eða eitthvað?
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:49
af gumol
IceCaveman skrifaði:gumol afhverju notarðu aftur ekki Avant eða eitthvað?
Er það einhver góður popup blocker?
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:53
af ICM
Þessir hérna 2 nota IE render engine... svo þú færð síðurnar upp á skjáin eins og þær voru hannaðar til að vera. Þeir eru að sjálfsögðu með innbyggðum pop-up blocker.
http://www.myie2.com/html_en/home.htm
http://www.avantbrowser.com/
Sent: Fös 16. Apr 2004 23:35
af Nemesis
Persónulega ELSKA ég google bar
Það er frábær popup blocker og svo þarftu ekki að fara á google.com áður en þú leitar lengur
Engin óþægindi, þetta er eina utanaðkomandi viðbótin sem ég hef á IE.
http://toolbar.google.com/
Ef ykkur vantar popup blocker skuliði prófa þetta áður en þið gerið nokkuð annað! Prófiði þetta líka þó ykkur vanti ekki einu sinni popup blocker
Sent: Fös 16. Apr 2004 23:39
af ICM
Nemesis prófaðu "MSN toolbar" þar getur þú smellt á einn takka og færð nokkurskonar thumbnail af allri vefsíðunni og ef þú smellir einhverstaðar þá scrollar það þangað. að öðru leiti er það nánast Google toolbar copy enda vilja þeir hjá MS að fólk kaupi sér MSN Áskrift frekar en að nota IE
Sent: Fös 16. Apr 2004 23:52
af Nemesis
Hmm... Þessi MSN bar er næstum alveg eins!
Skrýtið að auglýsa næstum sömu vöru undir mismunandi formerkjum. [bull]Það mætti líkja þessu við að taka Skáta-klósettpappír, pakka honum inn í aðrar umbúðir og kalla hann Lotus klósettpappír
[/bull]
*viðbót*
Ég held ég haldi mig bara við google bar, vil ekki nota msn.com sem leitarvélina mína (óbreytanlegt).
Sent: Lau 17. Apr 2004 18:59
af ibs
Hvað eruð þið að meina, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með FireFox. Nema fyrst þegar ég installaði FireFox yfir gamla FireBird, það á maður víst ekki að gera eins og stendur á síðunni hjá þeim.
Sent: Lau 17. Apr 2004 19:01
af ICM
það eru mjög margir í vandræðum með firefox, gúgglaðu því upp þá sérðu það. svo þarftu ekki að leita lengra en á malefnin.com til að sjá fólk sem lendir í óstöðugleika með hann.
Sent: Lau 17. Apr 2004 23:16
af okay
Nákvæmlega eins og gríðarfjöldi af fólki lendir í vandræðum með IE, gúgglaðu því bara, þú finnur það án nokkurs vafa..
Sent: Sun 18. Apr 2004 03:07
af Nemesis
okay: Ekki gleyma því að notendur IE eru _örlítið_ fleiri
Sent: Sun 18. Apr 2004 05:12
af ICM
Nemensis OG búnnir að nota það í fleiri ár... og yfirleitt með "minni" tölvuþekkingu... og...
Sent: Sun 18. Apr 2004 13:11
af Pandemic
Enda rændu M$ Explorer
Sent: Sun 18. Apr 2004 14:38
af dadik
Pandemic skrifaði:Enda rændu M$ Explorer
Rangt .. þeir keyptu kóðann af NCSA, þeim aðila sem upphalega þróaði Mosaik, forvera allra browsera.
Sent: Sun 18. Apr 2004 14:40
af dadik
IceCaveman skrifaði:Nemensis OG búnnir að nota það í fleiri ár... og yfirleitt með "minni" tölvuþekkingu... og...
Kúl .. þú ert semsagt að segja að þeir sem noti IE séu yfirleitt með minni tölvuþekkingu en þeir sem nota mozilla/firefox?
Skemmtileg kenning .. ég hallast meiraðsegja að því að hún sé sönn
Sent: Sun 18. Apr 2004 15:43
af gumol
Sammt ekki hægt að nota þetta sem mælihvarða á hvort þú kannst vel á tölvur
Sent: Sun 18. Apr 2004 18:24
af dadik
gumol skrifaði:Sammt ekki hægt að nota þetta sem mælihvarða á hvort þú kannst vel á tölvur
Þú meinar "Samt ekki hægt að nota þetta sem mælikvarða á hvort þú kunnir vel á tölvur
"
Ja, ef þú athugar að þeir sem eru með mozilla/firefox hafa haft fyrir því að kynna sér að það sé til annar browser en IE, ná í hann og nota hann bendir nú til að þarna sé aðeins aktívara lið á ferðinni heldur en þeir sem nota bara það sem kom með stýrikerfinu. Þetta finnst mér amk. benda til hærra þekkingarstigs
- dk
isss
Sent: Sun 18. Apr 2004 18:39
af ICM
Ekki segja mér að þið kannist ekki við þetta?
The NSPR4 DLL is a low-level platform abstraction library which is used by
Mozilla.
Re: isss
Sent: Sun 18. Apr 2004 19:56
af kiddisig
IceCaveman skrifaði:Ekki segja mér að þið kannist ekki við þetta?
The NSPR4 DLL is a low-level platform abstraction library which is used by
Mozilla.
Wow! Hvernig ferðu að því að fokka þessu svona upp? Það er svolítið skrítið ef vafrinn virkar svona vel hjá flestöllum en svo virkar hann illa hjá einhverjum öðrum. Er þetta ekki annað hvort PEBCAK vandamál eða jafnvel vandamál í hardware eða öðru software-i á tölvunni?
Sent: Sun 18. Apr 2004 19:57
af kiddisig
Nemesis skrifaði:okay: Ekki gleyma því að notendur IE eru _örlítið_ fleiri
Væntanlega þar sem IE fylgir með Windows (og reyndar líka með MacOS) og fæstir notendur kunna að setja upp aðra *betri* vafra. Margir notendur eru líka latir og svo eru auðvitað MS fanatics sem vilja ekki sjá neitt annað en IE.
Sent: Sun 18. Apr 2004 20:08
af Nemesis
kiddisig skrifaði:Nemesis skrifaði:okay: Ekki gleyma því að notendur IE eru _örlítið_ fleiri
Væntanlega þar sem IE fylgir með Windows (og reyndar líka með MacOS) og fæstir notendur kunna að setja upp aðra *betri* vafra. Margir notendur eru líka latir og svo eru auðvitað MS fanatics sem vilja ekki sjá neitt annað en IE.
Ég var ekki að segja að notendur IE væru svona miklu fleiri af því vafrinn sé betri (mér finnst hann þó vera betri), okay sagði að gríðarfjöldi væri að lenda í vandræðum með IE og ég var að benda honum á ástæðuna. Miðað við höfðatölu myndi ég veðja á að fleiri væru að lenda í vandræðum með Firefox en IE.
En heldur þú að notendur IE séu miklu fleiri af því að næstum enginn þeirra kann eða nennir að setja upp annan vafra? Ég held að þeir séu fleiri því IE er þægilegur, einfaldur og stenst kröfur langflestra. Þess vegna er engin ástæða til að fara yfir í einhvern annan minna þekktan vafra.
Sent: Sun 18. Apr 2004 20:14
af gumol
dadik skrifaði:gumol skrifaði:Sammt ekki hægt að nota þetta sem mælihvarða á hvort þú kannst vel á tölvur
Þú meinar "Samt ekki hægt að nota þetta sem mælikvarða á hvort þú kunnir vel á tölvur
"
Ja, ef þú athugar að þeir sem eru með mozilla/firefox hafa haft fyrir því að kynna sér að það sé til annar browser en IE, ná í hann og nota hann bendir nú til að þarna sé aðeins aktívara lið á ferðinni heldur en þeir sem nota bara það sem kom með stýrikerfinu. Þetta finnst mér amk. benda til hærra þekkingarstigs
- dk
Þetta átti að vera: Samt ekki hægt að nota þetta sem mælihvarða á hvort þú kannt vel á tölvur.
Er það:
Mælikvarði á hvað þú veist mikið um örgjörfa hvort þú veljir AMD eða Intel?
Mælikvarði á hvað þú veist mikið um netið hvort þú skrifar www á undan slóðinni eða ekki?
Mælikvarði á hvað þú veist mikið um saldgæti hvort þú veljir lakkrís eða súkkulaði?
Þetta er bara góður browser sem er samtvinnaður inn í vinsælasta stýrikerfi heims, það er mjög þægilegt að gera notað sama glugga fyrir netvafur og til að skoða gögn á vélinni.
Þú velur eftir því hvort ÞÉR finnst betra, og ég held við getum allir verið sammála um að sá sem velur súkkulaði í staðin fyrir lakkrís er ekkert heimskari en sá sem velur lakkrísinn.
Sent: Sun 18. Apr 2004 20:20
af Nemesis
Mér finnst súkkulaðihjúpaður lakkrís bestur, þó það tengist myndlíkingunni kannski ekki
Sent: Sun 18. Apr 2004 20:24
af okay
Well, svo ég bendi á það að Firefox er með version númerið 0.8 og er ekki einusinni búinn að ná 1.0. Jafnvel núna eru búnar að koma fram jákvæðar umfjallanir um browserinn, t.d. í Forbes:
http://forbes.com/infoimaging/2004/02/0 ... ntech.html
Hann hefur einnig hlotið mörg verðlaun, t.d. MAXIMUM PC Softy Awards 2004 sem og verðlaun frá LinuxQuestions.org (þó að það sé auðvitað GNU/Linux-tengt).
Infoworld hefur hrósað Mozilla hópnum fyrir vafrann:
http://www.infoworld.com/article/04/03/ ... gic_1.html
..og ég gæti haldið áfram.
Málið er, Firefox er að valda byltingu í netheimum, sífellt fleiri skipta úr Safari/IE yfir í Firefox, og ég held að þetta sé ekkert nema gott. Firefox er þróaður með það í huga að vera góður web browser, ekki file mananger eða eitthvað, heldur web browser. Firefox notar líka rendering vél sem hefur sannað sig. Og ég hlakka gríðarlega til að 1.0 komi út, en það má búast við honum þegar Mozilla 1.7 kemur út innan tíðar (og ef þið skoðið Mozilla bleading edge, þá er hann mjög fljótur að ræsa sig miðað við 1.6..)
Kv,
Ómar K.