Síða 2 af 2
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 01:59
af Gúrú
rapport skrifaði:Þess vegna var ég að spyrja, til að fá álit á hvaða þjónustuþættir skipta vaktara máli...
Til að svara væri það þá verðið+reppið+2 ára ábyrgðin án vesens, sem er að vísu bara reppið.
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 12:50
af biturk
buy.is er besta tölvuverslun landsins
ef þið sjáið dýrari hlut sem þið ætlið að kaupa.....
sendið friðjóni póst og hættið að væla, þetta stendur allt ásíðunni
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 12:52
af rapport
Ábyrgðin er lögbundin, þannig að það er aðallega spurning um hvort fyrirtækið lifi næstu 2-5 ár.
En ef mamma þín væri að fara kaupa sér tölvu, hvaða þjónustu mundir þú halda að hún mudni vilja fá?
Mömmur eru náttúrulega mis tæknivæddar en t.d. fæ líklega 1 símtöl á viku frá mömmu um hvernig á að gera e-h í tölvunni, með hvaða fartölvu ég mæli með fyrir vinkonur hennar, hvernig skjár eða sjónvarp fólk eigi að kaupa sér og ef það er ekki vegna ehimilistækja, þá hringir hún líka vegna draslsins í vinnunni hjá henni.
Fyrir vikið væri GEÐVEIKT að stofna mömmuvæna tölvuverslun þar sem þjónustan yrði úber og öll framsetning á vörumog þjónustu skv. KISS aðferðafræðinni, Keep It Simple Stupid.
Ég mundi líklega borga einhverja þúsundkalla á mánuði bara til að mamma gæti notað einhverskonar HOTLINE hjá þeim.
En svo er líka góður frasi úr hugbúnaðargeiranum "We are allways making the software more and more idiotproof, but natur beats us every time by inventing a better idiot". (eftir minni, man ekki nkl. hvernig þetta var...
Finnst mamma og vinkonur hennar stökkbreytast reglulega eftir þessari kenningu... fæ hroll að hugsa til þess að þurfa að uppfæra þær úr XP í win7 og hvað þá úr Office 2003 í 2010.
djísös, ég er farinn að blogga hingað inn.... Hættur...
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 14:24
af bixer
þið talið um að það sé ekkert vesen að senda firðjóni tölvupóst, ég er búinn að senda honum nokkra pósta sem hafa aldrei verið svaraðir!
ég elska buy.is og versla sjaldan við aðra, en mér finnst ömurlegt að það sé ekki svarað tölvupóstunum sem ég sendi!
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 14:32
af emmi
Sendi honum póst fyrir nokkrum vikum og bað um tilboð í tölvu, hann svaraði því aldrei.
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 16:03
af biturk
verðið að gera ykkur grein fyrir því að hann er einn þarna.
einhver hundruðir af tölvupóstu,m sem hann fær daglega........auðvitað kemur fyrir að einhverjir gleimist
sendið honum bara aftur og áréttið að þið hafið aldre fengið svar.......kurteisilega
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 16:05
af oskar9
hef ekkert nema gott um buy.is að segja, pantaði tölvu fyrir félaga minn í sumar, við sendum tvö mail sem var svarað fljótt og öruglega og íhlutirnir komu á réttum tíma,
fyrir nokkrum dögum pantaði ég íhluti fyrir sjálfan mig og lenti í smá vandræðum með millifærslu seint um kvöldið, sendi friðjóni mail og féll svar korteri seinna, algjör snilld.
ég myndi ekki mæla með buy.is fyrir þá sem vita ekkert hvað þeir eru að gera og þurfa að reiða sig á starfsmenn verslana til að segja þeim hvað á að kaupa, sem er IMO oft mjög misgáfulegt, en buy.is er snilld fyrir þá sem hafa getu til að gera smá research á netinu um hvaða íhluti á að kaupa og geta síðan verslað inn sjálfir án þess að vera hangandi í símanum við buy.is allan daginn og sparað sér fullt af peningum.
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Sun 12. Sep 2010 18:39
af rapport
@oskar9...
Er það ekki málið?
Buy.is er svona meira fyrir okkur nördana?
Re: buy.is - Verðvernd
Sent: Mán 13. Sep 2010 09:55
af oskar9
rapport skrifaði:@oskar9...
Er það ekki málið?
Buy.is er svona meira fyrir okkur nördana?
hehe jú ég held það bara, fyrir menn sem eru með tölvuíhluti á hreinu og geta því sparað sér einhverja aura með lítilli þjónustu ( er samt ekki að segja að það sé lítil þjónusta hjá buy.is af minni reynslu allavegna)