Jafnvel um muninn á nýrri örgjörvum?
Já hvað viltu vita? Northwood vs. Prescott eða Barton vs. clawhammer eða eitthvað annað?
Mér finnst þú sammt vera of hliðhollur AMD
Það er ég pottþétt, og það hefur mikið með þá staðreynd að ódýru örrarnir þeirra eru hörkugóðir yfirklukkarar og standast ágætlega samanburð við dýrari örgjörva. Ég er hins vegar langt frá því að vera á móti Intel, þó mér finnist þeir stundum taka rangar ákvarðanir þá á það líka við um AMD.
Ég hef hinsvegar aldrei falið að ég er 100% Intel maður.
Þannig að það mun frjósa í helvíti áður en þú kaupir annað en Intel? Það þá seint enda er ég viss um að kölski notar Prescott til að kynda upp:)
Þú geturu oft fengið P4 örgjörva sem er að preforma svipað fyrir minna en 3000 kr meira, minni hætta á að þeir eiðileggist ef viftan bilar.
Ekki í námundan við 10.000 kallinn ég þarf að fara nálægt 20.000 kallinum til að fá almennilegann Intel örgjörva.
Mér finnst 2,8 GHz vera fínt val, menn hafa náð honum upp í 3,5 GHz og þá kominn magnaðiri leikjavél
Já og það bara með tvöfalt dýrari örgjörva:)
Það er alveg sangjart að halda að Athlon64 séu bestir núna hvort sem þú ert AMD maður eða ekki. En þegar er verið að tala um örgjörva frá þeim tíma þegar Intel var upp á sitt besta (framhald af þessu fyrir ofan) og mæla með að fólk fái sér AMD örgjörva í staðin finnst mér vera mjög AMD manns legt.
Nei, það er bara góð ráðlegging ef þú þarft endilega að kaupa tölvu núna, þessir örgjörvar eru á sambærilegu verði og því ekkert vitlaust að mæla með öðrum umfram hinn, þvert á móti.
Betri ráðlegging væri: Sleptu því að kaupa þér tölvu og bíddu eftir að Intel komi með nýju steppunina á Prescott og nýja sökkulinn eða að AMD komi með nýja sökkulinn sinn og sjáum þá hvernig staðan er. Það eru of miklar breytingar rétt handan við hornið akkurat núna til að uppfæra nema menn séu desperat.
Hvort sem ég náði að sann mál mitt finnst mér þú eiginlega hafa gert það, ég sagði að þeir hefðu nefnt þá rétt í byrjum. Nýustu XP örrarnir eru alltof hátt skrifaðir.
Þú notaðir bara alhæfingu eins og þetta ætti við um alla AMD örgjörva.
Sammála, en þeir ættu ekki að nota það til að bera vöru hjá sér við vöru hjá samkeppnisaðilanum.
Rétt hjá þér, en það er verulega þörf á þessu svona innbirðis í tölvuverslunum.
ins með centrino. Það voru á markaðnum tölvur með 2.4B og 2.6Celeron örgjörfum. svo kemur intel alltíeinu með örjörfa sem eru 1.3GHz og þeir setja ekkert "Intel Centrino 2400+" til að plata fólk til að kaupa þá í staðin fyrir 2.6Celeron eða amd örgjörfa.
Intel beytir sniðugri aðferðum, þeir borga stórum fyrirtækjum (Dell, HP osfv.) peninga sem fyrirtækin nota síðan í markaðssetningu á örgjörvunum þeirra. Hefurðu aldrei tekið eftir að í flestum centrino auglýsingum er skýrt tekið fram að 1.3GHz centrino sé öflugri en 2.0 pentium, þó það sé dálítið langt seilst þá mega þeir það.
Þetta er ekki alveg eins og þú heldur wICE_man
Nú, hvað held ég? Lestu kanski hugsanir?
Ég útskýrði þetta mjög stutt og illa svo ég er ekki hissa þó að menn hafi misskilið.
Ég hef lært sitthvað um pípanir og meðal annars hannað pípaðann örgjörva í VHDL (harðvöru forritunartungumál). Þetta er ágætis útskýring hjá þér en vandinn við pípun er að BP unit eru aldrei 100%, þau bestu eru kanski 85%, Skilyrtar branch skipanir eru gjarnan tíunda hver skipun í venjulegum kóða það þýðir að fyrir BP með 80% nákvæmni ein af hverjum 50 skipunum er mistekin branch skipun. Þannig er gjörvi með 20 stiga pípun kanski bara með 70-80% nýtingu á pípuninni meðan 10 stiga örgjörvi er með 85-90% nýtingu. Þetta er reyndar flóknara en þetta, það koma alls kyns hlutir inn í heildarmindina, t.d. líkur á því að skipun eða gögn séu í skyndiminni, ef það er ekki þá eykst töfin vegna mistekinnar branch skipunar.
Síðan eru takmörk fyrir því hversu miklum klukkuhraða má ná fram með lengingu pípunar, eins og er eru hröðustu Pentium 4 Northwood eru á 3.4GHz með 20 stiga pípun sem er gott í samanburði við 1.4GHz Pentium III með sín 10 stig en ekki alveg jafn gott (samt þónokkuð nálægt) miðað við 2.2GHz hjá Athlon64 með 12 stigum eða AthlonXP með 10 stiga pípun. Þetta hlutfall er áberandi verra hjá Prescott, 3.2GHz með 30 stiga pípun, ef við skoðum tíman frá því að skipun er fyrst lesin af örgjörvanum þar til niðurstaða er komin þá er það svona:
PIII Tulatin á 1.4GHz: 7,1ns
AthlonXP á 2.2GHz: 4,5ns
Athlon64 á 2.2GHz: 5,5ns
Northwood á 3.4GHz: 5,8ns
Prescott á 3.2GHz: 9,4ns
ATH! Þessar tölur hafa ekkert með afköst að gera heldur eingöngu samanburður á hvernig lenging á pípun hjálpar klukkuhraðanum. Ennfremur er þetta ófullkominn samanburður þar sem ekki er búið að fullkomna steppinguna fyrir prescott auk þess sem aldrei reyndi á hversu Tulatin kjarninn kæmist hátt á fínpússaðri 0.13nm vinnslulínu. en þetta gefur hugmynd um að það eru takmörk fyrir hvað má gera með lengdri pípun.
Þetta er eingan veginn tæmandi umræðuefni, margir snjallari menn en við hafa skeggrætt þessi mál og ekkert eitt er endilega heilagur sannleikur.