Síða 2 af 2
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 13:22
af PC__
AntiTrust skrifaði:
Hvað ertu að rugla? Hef oft tekið OEM lykil af vélum og sett upp á aðrar vélar?
Það heitir sem sagt þjófnaður.
Þú villt þá meina bara ef maður getur tekið einhvern hlut og kemst upp með það þá er það í lagi?
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 13:41
af BjarniTS
PC__ skrifaði:Það heitir sem sagt þjófnaður.
Þú villt þá meina bara ef maður getur tekið einhvern hlut og kemst upp með það þá er það í lagi?
Leyfin eru seld með vélunum , þú borgar fyrir þau er það ekki ? Þegar þú kaupir vélar.
Hvaða fasismi er það að þú megir ekki nota það sem þú ert búinn að kaupa á aðra svipaða hluti sem þú átt ?
Þetta er fáránlegt og þessi leyfi eru ekkert gefins vinur.
Alvarlegri glæpir eru framdir . . .
Hvern ert þú að kalla glæpamann í þokkabót ?
Ert þú að gefa
þetta upp til skatts ?
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 20:16
af Hargo
AntiTrust skrifaði:Hvað ertu að rugla? Hef oft tekið OEM lykil af vélum og sett upp á aðrar vélar?
Virkar það?
Það er ekki að ganga upp hjá mér og ég er að nota OEM lykilinn á sömu vél og hann kom með upprunalega...
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 20:30
af AntiTrust
PC__ skrifaði:AntiTrust skrifaði:
Hvað ertu að rugla? Hef oft tekið OEM lykil af vélum og sett upp á aðrar vélar?
Það heitir sem sagt þjófnaður.
Þú villt þá meina bara ef maður getur tekið einhvern hlut og kemst upp með það þá er það í lagi?
A) Þú segir að það sé ekki hægt. Þjófnaður eða ekki, þá er það hægt, í mörgum ef ekki flestum (öllum eftir minni reynslu) tilfellum.
B) Mátt kalla það hvað sem þú vilt, mér er alveg sama hvað EULA segir eða aðrir Microsoft skilmálar. Ef ég kaupi tölvu með OEM leyfi á x mikinn pening, og borga þar með x mikið meira fyrir hana þannig heldur en OS lausa, þá nota ég það leyfi gjörsamlega samviskulaust eftir að líftími þeirrar vélar er lokið, hver sem ástæðan er yfir á aðra vél. Get ekki með nokkru móti séð þjófnaðinn í því, að nota leyfi sem ég er búinn að borga fyrir.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 20:34
af zedro
@AntiTrust: Word!
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 20:52
af AntiTrust
Ert líklega að nota vitlausan disk. Þeas, sumir OEM lyklar ganga ekki á SP2/SP3 ef ég man rétt.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 22:03
af Klemmi
AntiTrust skrifaði:Ert líklega að nota vitlausan disk. Þeas, sumir OEM lyklar ganga ekki á SP2/SP3 ef ég man rétt.
Passar, stundum verðurðu að hafa disk með engum eða SP1 til að þeir taki við kóðanum, getur svo sett upp SP2 og SP3 í kjölfarið
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Fös 23. Apr 2010 23:58
af PC__
BjarniTS skrifaði:Leyfin eru seld með vélunum , þú borgar fyrir þau er það ekki ? Þegar þú kaupir vélar.
Hvaða fasismi er það að þú megir ekki nota það sem þú ert búinn að kaupa á aðra svipaða hluti sem þú átt ?
OEM leyfi eru eingöngu seld á eina vél! Þeir sem vilja kaupa Open License leyfi sem má færa á milli véla gera það auðvitað nema þeir séu með hveiti í kollinum.
BjarniTS skrifaði:Þetta er fáránlegt og þessi leyfi eru ekkert gefins vinur.
Alvarlegri glæpir eru framdir . . .
Hugverk eru sem sagt ekki vinna eða hvað? Rán er rán alveg sama hvernig að því er staðið!
Þú yrðir sem sagt svaka kátur ef einhver stæli af þér skáldsögunni sem þú værir búinn að eyða 4 árum í að semja og gæfi hana svo bara hverjum sem vildi, þannig að þú fengir ekki krónu út úr þessum fjórum árum?
BjarniTS skrifaði:Hvern ert þú að kalla glæpamann í þokkabót ?
Ert þú að gefa
þetta upp til skatts ?
Auðvitað er allt upp á borðinu, ekki vildi ég bera ábyrgð á því að það væri ekki hægt að tjasla þér saman eftir umferðarslys bara af því að einhver auli tímdi ekki að borga skattinn sinn. Þó að þú sért sáttur við að stela þá skaltu ekki gera ráð fyrir að aðrir séu það!
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 00:06
af AntiTrust
PC__ skrifaði:BjarniTS skrifaði:Leyfin eru seld með vélunum , þú borgar fyrir þau er það ekki ? Þegar þú kaupir vélar.
Hvaða fasismi er það að þú megir ekki nota það sem þú ert búinn að kaupa á aðra svipaða hluti sem þú átt ?
OEM leyfi eru eingöngu seld á eina vél! Þeir sem vilja kaupa Open License leyfi sem má færa á milli véla gera það auðvitað nema þeir séu með hveiti í kollinum.
Mhhhm.
S.s. allir sem vilja spara eru með hveiti í kollinum?
Allir sem sækja tónlist, bíómyndir og þætti á netinu með hveiti í kollinum?
Allir sem vinna eða borga svart með hveiti í kollinum?
Allir sem borga of lítið í búðinni, og fara ekki til baka til að leiðrétta mistök afgreiðslumannsins og borga það sem vantaði uppá með hveiti í kollinum?
Þú ert með tunguna svo langt uppí rassgatinu á Bill Gates að ég veit ekki hvar hvar þú endar og hann byrjar.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 00:18
af PC__
Ert líklega að nota vitlausan disk. Þeas, sumir OEM lyklar ganga ekki á SP2/SP3 ef ég man rétt.
Passar, stundum verðurðu að hafa disk með engum eða SP1 til að þeir taki við kóðanum, getur svo sett upp SP2 og SP3 í kjölfarið
Ef OEM lykillinn er ekki að passa þá er það vegna þess að tölvan er frá Compaq eða einhverju svipað stóru fyrirtæki sem er með magnlykla og nota sérstaka diska til að setja upp vélarnar, hef reyndar ekki séð það eftir SP1. Einu diskarnir fyrir utan það sem ekki virka með eldri lyklum er C útgáfan af Windows XP sem kom út þarna rétt í lokinn á XP.
Þetta með lyklana hefur ekkert að gera með þjónustupakkana, sami OEM diskur dugir fyrir allar venjulegar OEM lykla (nema áðurtalda), ef þú ert oft að setja upp OEM þá er tilvalið að splæsa SP3 pakkanum við hann, IE7, media player 11 og svo framvegis (kallað "slip stream") en því miður er ekki hægt að bæta IE8 það er bara víst ekki hægt
Nlite er ágætis forrit til að nota við svoleiðis svo maður þurfi ekki að gera allt sjálfur.
Svo er eitt sem menn verða að forðast og það er að nota forrit til að sækja lykilinn og reyna svo að nota þann lykil til að setja upp af OEM disk því Dell, HP og fleiri stórir nota ekki OEM númerið sem er á miðanum á tölvunni heldur magnlyklana sína, heldur neyðarlegt þegar maður þarf að setja upp fartölvu þar sem miðinn er svo eyddur að ekki er hægt að lesa á hann
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 00:28
af PC__
Mhhhm.
S.s. allir sem vilja spara eru með hveiti í kollinum?
Allir sem sækja tónlist, bíómyndir og þætti á netinu með hveiti í kollinum?
Allir sem vinna eða borga svart með hveiti í kollinum?
Allir sem borga of lítið í búðinni, og fara ekki til baka til að leiðrétta mistök afgreiðslumannsins og borga það sem vantaði uppá með hveiti í kollinum?
Þú ert með tunguna svo langt uppí rassgatinu á Bill Gates að ég veit ekki hvar hvar þú endar og hann byrjar.
Voðalega ertu hrifin af hveiti samlíkingunni, gastu nú ekki virkilega séð að það var nú bara svona létt grín.
Varðandi Bill Gates þá hefur hann líklega gert meira fyrir þig nú þegar, en þú kemur til með að gera fyrir alla sem þú hittir á lífsleiðinni.
Ekki stel ég af lúðanum Steve Jobs er ég þá ekki bara með tunguna upp í rasgatinu á honum líka? Já og svo kaupi ég tónlistina á geisla diskum, fer í leikhús og borga miðann, borga fyrir vörurnar í Bónus sem ég kaupi, borga fyrir bjórinn sem ég þamba á pöbbinum....
Mikið rosalega hlýt ég að vera með margar tungur... eða er þetta bara krapp sem þú ert að rausa?
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 00:40
af Jimmy
Það er ekkert smá sem þér tókst að drepa þennan annars ágæta þráð maður.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 00:44
af AntiTrust
PC__ skrifaði:Voðalega ertu hrifin af hveiti samlíkingunni, gastu nú ekki virkilega séð að það var nú bara svona létt grín.
Varðandi Bill Gates þá hefur hann líklega gert meira fyrir þig nú þegar, en þú kemur til með að gera fyrir alla sem þú hittir á lífsleiðinni.
Ekki stel ég af lúðanum Steve Jobs er ég þá ekki bara með tunguna upp í rasgatinu á honum líka? Já og svo kaupi ég tónlistina á geisla diskum, fer í leikhús og borga miðann, borga fyrir vörurnar í Bónus sem ég kaupi, borga fyrir bjórinn sem ég þamba á pöbbinum....
Mikið rosalega hlýt ég að vera með margar tungur... eða er þetta bara krapp sem þú ert að rausa?
Nei, ég gat ekki séð að það væri létt grín. Þetta með að geta bara notað hvert leyfi á eina vél, þrátt fyrir að vélin sem leyfið var keypt á sé ekki lengur í notkun er fáránlegt. Ef þeir hefðu viljað halda því til haga, hefðu þeir getað læst lyklunum betur við hardware serial, en ekki leyft activation þetta auðveldlega á öðru hardware-i. Þeir selja þetta nánast sem einnota vöru, sem er samt sem áður mjög auðveldlega hægt að nota aftur. Fáránlegt.
Veit ekki hvernig eða hvar ég gaf í skyn að hafa gert meira fyrir fólk en Bill Gates í gegnum tíðina, eða hvernig það kemur málinu við, en ég efast um að hann hafi gert mikið meira fyrir fólk þegar hann var á sama aldri og ég.
Hvort sem þetta siðferði þitt er fake eða genuine, þá er það svo öfgafullt að maður kúgast. Það er í eðli fólks að spara, og eins og Bjarni orðaði það svo elegant hérna f. ofan, þá eru verri glæpir framdir, og það er ágætis understatement. Mér þykir tvennt ólíkt fyrir að stela vöru á þann hátt að varan fer af einum stað yfir á annan, eða stela vöru á þann hátt að hún verður eingöngu til á öðrum stað, án þess að hverfa af hinum fyrri.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 01:01
af Padrone
Jimmy skrifaði:Það er ekkert smá sem þér tókst að drepa þennan annars ágæta þráð maður.
Heyr heyr
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 01:05
af Gúrú
Þetta er bara kjánalegt PC___, ef að ég uppfærði harða diskinn í OEM versluðu vélinni minni, mætti ég þá nota þetta leyfi?
Ef ég uppfærði örgjörvann mætti ég nota þetta?
Ef ég uppfærði skjáinn mætti ég nota þetta?
Ef nei: Það er fáránlegt.
Ef já: Hver ert þú til að reyna að draga mörkin einhversstaðar, af hverju má ég ekki uppfæra alla vélina, aftur, aftur og aftur ef ég vil?
Hversu kjánalegt væri það að selja mér vatn í flösku og banna mér að nota flöskuna í neitt annað en að geyma þetta vatn...
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 01:31
af PC__
Það eru ákveðið mörg stig sem talinn eru gagnvart vélbúnaðinum, að minnsta kosti segir skilgreiningin það frá Microsoft.
Þú getur uppfært örgjörvann, minnið eða bara hvað annað sem þér dettur í hug en einhversstaðar liggja mörkinn þó ég viti ekki nákvæmlega hvar, enda ekki mitt að segja til um það, ég kvitta bara undir EULA samninginn með því að setja inn product lykilinn og svo kemur að því að ég get ekki virkjað vélina lengur því það er ekkert sennilega eftir af upprunalegu vélinni...
OEM leyfin eru seld á tölvuna og hafa ekkert með jaðartækinn að gera t.d: skjár, lyklaborð, mús ......
Ég sé ekki hvernig ég eða einhver annar getur sagt að þetta sé fáránlegt nema bara þá sem eigin skoðun?
þeir sem framleiða búnaðinn ákveða hvernig má nota hann og þannig er það bara.
Varðandi samlíkinguna með vatnið þá myndi ég segja tölvan er flaskan og stýrikerfið er vatnið, þér er fullkomlega frjálst að setja hvaða stýrikerfi sem er á tölvuna, hvort sem það er frítt opið stýrikerfi eða eitthvað sem þú þarft að borga fyrir. þannig að fyrir mér virkar ekki þessi samlíking hjá þér.
Það er ekki ég sem set reglurnar fyrir þetta stuff og er ekki endilega sammála að þær séu sanngjarnar! Ég vildi glaður fá þetta allt frítt en ég vill samt ekki stela.
Það er nefnilega þannig að þegar maður býr til eitthvað nýtt og sniðugt þá verður maður drullu fúll þegar einhver annar stelur því og dreifir í allar áttir vinnunni sem maður er búinn að leggja í það.
Sé maður á móti Bill Gates og Microsoft þá á maður að sniðganga vörurnar þeirra og nota eitthvað annað, bara svo maður þurfi ekki alltaf að vera að pirra sig á þeim.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 01:35
af Páll
off topic much ?
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 03:57
af AntiTrust
PC__ skrifaði:Það eru ákveðið mörg stig sem talinn eru gagnvart vélbúnaðinum, að minnsta kosti segir skilgreiningin það frá Microsoft.
Þú getur uppfært örgjörvann, minnið eða bara hvað annað sem þér dettur í hug en einhversstaðar liggja mörkinn þó ég viti ekki nákvæmlega hvar, enda ekki mitt að segja til um það, ég kvitta bara undir EULA samninginn með því að setja inn product lykilinn og svo kemur að því að ég get ekki virkjað vélina lengur því það er ekkert sennilega eftir af upprunalegu vélinni...
...
Það er ekki ég sem set reglurnar fyrir þetta stuff og er ekki endilega sammála að þær séu sanngjarnar! Ég vildi glaður fá þetta allt frítt en ég vill samt ekki stela.
Það er nefnilega þannig að þegar maður býr til eitthvað nýtt og sniðugt þá verður maður drullu fúll þegar einhver annar stelur því og dreifir í allar áttir vinnunni sem maður er búinn að leggja í það.
Sé maður á móti Bill Gates og Microsoft þá á maður að sniðganga vörurnar þeirra og nota eitthvað annað, bara svo maður þurfi ekki alltaf að vera að pirra sig á þeim.
Það er bara ekki málið, og hefur ekki verið í langan tíma. Ég veit ekki hversu marga OEM lykla ég hef fært á milli véla með lítið sem ekkert sameiginlegt hardware, og activation ekki verið vandamál, í mörg ár núna. Eins og höftunum hafi verið aflétt, eins og þessi ákveðni stigafjöldi hafi verið minnkaður til muna, eða eins og mér sýnist bara vera, fjarlægður.
Og þessir OEM lyklar eru ekki heilagri en svo að ég hugsa ég hafi verslað OEM útgáfur af stýrikerfum af flestum tölvubúðum á landinu at some point.
Það að þú sért einn af afar fáum tölvu"nördum" sem borgar fyrir allan hugbúnað, þýðir ekki að við hinir séum með "hveiti í kollinum". Þú ert undantekningin í þessum hóp, ekki við. Maður kaupir lítil forrit sem gera mikið fyrir mann, sem stakir aðilar eða lítil fyrirtæki standa á bakvið og maður styrkir gjarnan með því að versla hugbúnaðinn af þeim. Það að kaupa ekki stýrikerfi, Office eða margann annan hugbúnað, Microsoft eður ei, kemur ekki við samviskuna í manni þegar þessi fyrirtæki gætu lifað á fyrirtækjasölu einni saman. Ekki var ég að pirrast út í Bill Gates eða Microsoft, lítið annað en fínar vörur frá þeim nýlega .. Bara auðveldara að verða sér úti um það annarsstaðar en út í búð - Og ekki reyna að líkja því saman við að stela physical hlut, því það er á engan hátt sambærilegt, og fjárhagstapið er heldur ekki sambærilegt, nákvæmlega sama dæmi með pirated hugbúnað og pirated media. Að stela af netinu er eins og hvít lygi. Skaðar í rauninni engann, og ef svo er, ekki mikið.
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 06:40
af allividdi
strákar fáið ykkur herbergi
en ef við höldum áfram að tala um diskinn það hlítur einhver að bjóða 100 kall þetta er antík grippur hahaha
Re: til sölu windows xp bara diskurin
Sent: Lau 24. Apr 2010 06:52
af allividdi
...