Síða 2 af 2
Sent: Mán 26. Jan 2004 19:16
af Icarus
ég hef nú ekki eyðilaggt neitt enda hef ég alltaf verið góður strákur, það versta sem ég hef gert var þegar ég keypti fyrstu vélina mína og ég var eitthvað að fikta, reif floppy úr sambandi óvart og tengdi það svo vitlaust aftur svo að vélin fór ekki í gang. Hélt að ég væri búinn að eyðileggja allt saman
Svo þegar ég var að láta nýju uppfærsluna mína í núna um helgina þá þegar ég var búinn, voða ánægður ákvað bara að tengja vélina og kveikja, en neinei ekkert gerðist. Ég náttúrulega vissi hvað allt þetta var viðkvæmt og paniccaði og komst síðan að því að ég hafði tengt power takkann vitlaust

Sent: Mán 26. Jan 2004 21:21
af dabb
Ég var einhvað að asnast að prufa einhverja nukera
Og náttlega gleymdi að ég væri á router.
Ég active-aði þennan fína nuker (ætlaði að stríða vini mínum aðeins)
Enn nei routerinn restartaðist og vildi ekki connecta við netið í hálfan annan tíman.
Kannski er það sem skemmdi configið
Enn allvegana.
Mín verstu mistök
Sent: Þri 27. Jan 2004 09:14
af Castrate
Ég hef nú aldrei eyðilagt neitt. Allavega ekkert sem skiptir máli (gamalt módem, gamalt hljóðkort). En eitt skipti spáði ég í því afhverju tölvan fann aldrei hdd. Eyddi alveg dágóðum tíma í að reyna að láta tölvuna detecta diskinn en þá var hann bara aldrei tengdur í rafmagn

Sent: Þri 27. Jan 2004 13:05
af MezzUp
Castrate skrifaði:Eyddi alveg dágóðum tíma í að reyna að láta tölvuna detecta diskinn en þá var hann bara aldrei tengdur í rafmagn

been there, done that

Sent: Þri 27. Jan 2004 20:27
af Icarus
ég gerði nú svipað nema að ég gleymdi bara að tengja diskinn yfirhöfuð. Ég skrúfaði hann í, voða ánægður og síðan kveikti ég á vélinni en ég fann ekki diskinn, prófaði að formatta og allt saman en aldrei fann ég diskinn, svo þegar ég var orðinn hundfúll og ætlaði að rífa diskinn úr og skila honum þá sá ég að ég hafði gleymt að tengja hann

Sent: Þri 27. Jan 2004 20:54
af Zaphod
Það var nú einu sinni þegar ég var að setja í HD fyrir konu . þá stillti ég hann sem Slave eftir leiðbeiningunum sem voru á límmiðanum ofan á disknum ......
En einhverra hluta fékk ég diskinn engann veginn til að virka
eftir klukkustund í algerri örvæntingu og reiði , þá tók ég eftir því að það var annar límmiði inní pokanum sem maður átti setja yfir þann gamla .....
Og þá var slave stillingin orðin allt önnur .....

Sent: Þri 27. Jan 2004 23:21
af Hlynzi
Verstu mistök mín voru að stúta mínu ástsæla Asus A7A266 móðurborði, með skrúfjárni.
Ég tók heatsinkið venjulega af með skrúfjárni og þetta var bara svona venjubundin hreinsun, nema hvað að skrúfajárnið rann af "hitavasknum" og í móðurborðið, og maður þurfti alltaf afl til að yfirvinna spennuna í þessu. Svo ef einhver snillingur hefur laus á því að splæsa saman 4-5 röndum eru þær vel þegnar, ath...þetta er sona 1 cm frá sokketinu.
Og svo eitt annað, ég var með opna tölvu á gólfinu, og var að beygja mig eftir einhverjum vel upphlaðinn stöðurafmagni, og þrykkti lófanum í eitt kortið, sú vél fór ekki í gang aftur. Heldur í ferðalag útá sorpu.
Sent: Þri 27. Jan 2004 23:41
af elv
[quote="Hlynzi"]Verstu mistök mín voru að stúta mínu ástsæla Asus A7A266 móðurborði, með skrúfjárni.
Ég tók heatsinkið venjulega af með skrúfjárni og þetta var bara svona venjubundin hreinsun, nema hvað að skrúfajárnið rann af "hitavasknum" og í móðurborðið, og maður þurfti alltaf afl til að yfirvinna spennuna í þessu. Svo ef einhver snillingur hefur laus á því að splæsa saman 4-5 röndum eru þær vel þegnar, ath...þetta er sona 1 cm frá sokketinu.
quote]
Getur fengið "Leiðandi" penna í miðbæjaradíó
Sent: Þri 27. Jan 2004 23:47
af gumol
Leiðandi penni?
er það einhver svona snildarhugmynd eins og pennar sem geta skrifað í vatni?
Sent: Þri 27. Jan 2004 23:52
af elv
Nei þetta virkar, er notað til að gera við, getur notað svona á AMD örgjörva til að klukka þá
Sent: Fös 30. Jan 2004 13:36
af Icarus
leiðandi pennar ? hvernig virkar það
Sent: Fös 30. Jan 2004 13:39
af elv
Eins og venjulegur penni, bara með ögnum í sem leiða.
