Síða 2 af 7
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 01:29
af Sydney
ManiO skrifaði:OO er snilld. Excel hlutinn er reyndar ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en word hlutinn er MJÖG þægilegur. (Og ekki ástfanginn af fokking calibri eins og nýjasti office pakkinn)
Allt þetta office drasl er....drasl. Miklu meira vit í að nota LaTeX.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 18:15
af ManiO
Sydney skrifaði:ManiO skrifaði:OO er snilld. Excel hlutinn er reyndar ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en word hlutinn er MJÖG þægilegur. (Og ekki ástfanginn af fokking calibri eins og nýjasti office pakkinn)
Allt þetta office drasl er....drasl. Miklu meira vit í að nota LaTeX.
Já, hef heyrt góða hluti um TeX. En þú ert ekki að fara að nota það í annað en ritvinnslu, ekki satt? Ásamt því að það er ekki beint user friendly (þá á ég við að hvaða vitleysingur sem er getur ekki byrjað að nota TeX til a ðskrifa texta á fyrstu mínútu).
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 19:11
af urban
Sydney skrifaði:ManiO skrifaði:OO er snilld. Excel hlutinn er reyndar ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en word hlutinn er MJÖG þægilegur. (Og ekki ástfanginn af fokking calibri eins og nýjasti office pakkinn)
Allt þetta office drasl er....drasl. Miklu meira vit í að nota LaTeX.
endilega útskýrðu afhverju office (hvort sem að það sé frá microsoft eða open office) er drasl.
ert þú kannski einn af þeim sem að telur að allt er drasl sem að meiri hluti af heiminum notar ?
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 19:23
af Sydney
urban skrifaði:Sydney skrifaði:ManiO skrifaði:
OO er snilld. Excel hlutinn er reyndar ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en word hlutinn er MJÖG þægilegur. (Og ekki ástfanginn af fokking calibri eins og nýjasti office pakkinn)
Allt þetta office drasl er....drasl. Miklu meira vit í að nota LaTeX.
endilega útskýrðu afhverju office (hvort sem að það sé frá microsoft eða open office) er drasl.
ert þú kannski einn af þeim sem að telur að allt er drasl sem að meiri hluti af heiminum notar ?
Mér finnst bara ógeðslega pirrandi þegar forritið sem þú ert að vinna við sé alltaf að "leiðrétta" þig, og með því er það að gera einhverja tóma steypu. LaTeX er basically eins og forritun, en í stað þess að búa til forrit ert þú að búa til ritgerð, skýrslu eða grein. LaTeX er sérstaklega þægilegt í stærðfræði, því að það þarf ekkert að vesenast við einhver equation uppsetingu, þú setur bara math mode með því að gera $ sitthvoru megin við jöfnuna og þá kemur þetta bara upp fluent í textanum.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 21:03
af Dazy crazy
HAHAHA
Ég var nú í þessum skóla og þú ert að gera ansi mikið mál úr þessu.
Í skólanum eru 3 tölvur þú hefur aðgang að og þær eru með office pakkanum svo notaðu þær bara, skólinn er alltaf opinn til klukkan 10, hefur þarna 6 tíma til að gera ritgerðir eftir skóla og það vinnst miklu betur ef þú ert í skólanum heldur en heima hjá þér.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 22:34
af Daz
Elisvk skrifaði:Daz skrifaði:Ég skil þig vel að kvarta yfir þessari þjónustu ef allt er satt og rétt sem þú segir, þetta er bara gegnumgangandi vandamál á Íslandi að ef maður vill fá "góða" þjónustu þarf maður að nauða og vera með leiðindi.
En ég skil aftur á móti vel að þú fáir hvorki sambærilega tölvu, né að hún sé uppsett með hugbúnaði sem kostar peninga (leyfi). Allar fartölvur eru nógu góðar í skólann og engin skólafartölva þarf Office pakka (nema þar sem einstaklega bilaðir kennarar eru til staðar og þá má lagfæra með einu höfuðhöggi eða svo).
ertu 5 ára? Ég er ekki að fara að skila ritgerðum í menntaskólanum Hraðbraut sem voru unnar í notepad eða eitthvað slíkt. Það þarf að hafa mikið meira en texta sem kemur mas ekki vel út í notepad. Þarf t.d. Header & footer of references.
Ég skila uþb 5 ritgerðum á mánuði ---snipped---
Ert þú 5 ára? Ert þú einfættur? (Mig langaði að fá að taka þátt í undarlegum staðhæfingum líka).
Ef Microsoft Office er eitthvað sem skilur á milli þess að þú getur klárað menntaskóla og fallið, þá ertu að gera eitthvað vitlaust.
Svo skrifa ég 52 ritgerðir á mánuði, þrátt fyrir að vera 5 ára og enþá á leikskóla, ólæs og óskrifandi.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 22:55
af urban
Sydney skrifaði:urban skrifaði:
endilega útskýrðu afhverju office (hvort sem að það sé frá microsoft eða open office) er drasl.
ert þú kannski einn af þeim sem að telur að allt er drasl sem að meiri hluti af heiminum notar ?
Mér finnst bara ógeðslega pirrandi þegar forritið sem þú ert að vinna við sé alltaf að "leiðrétta" þig, og með því er það að gera einhverja tóma steypu. LaTeX er basically eins og forritun, en í stað þess að búa til forrit ert þú að búa til ritgerð, skýrslu eða grein. LaTeX er sérstaklega þægilegt í stærðfræði, því að það þarf ekkert að vesenast við einhver equation uppsetingu, þú setur bara math mode með því að gera $ sitthvoru megin við jöfnuna og þá kemur þetta bara upp fluent í textanum.
já þú ert semsagt einn af þeim sem að þolir ekki user friendly dót.
ekki hef ég orðið neitt sérstaklega var við það að office pakkinn sé að leiðrétta mig með einhverri steypu.
ef að þú átt við stafsetningarleiðréttinguna í wörd, þá er sáraeinfalt að slökkva á henni.
fyrir utan það að hvað er svona slæmt við láta leiðrétta villur hjá sér.
ég persónulega hef aldrei skilið afhverju fólk þolir ekki user friendly stuff og vill bara eitthvað "flóknara" og erfiðara. (þó svo að ég viti að fyrir þig sé þetta Latex ekkert endilega flókara núna (ég hef hreinlega ekki skoðað þetta ég er ekki á móti mainstream og user friendly hlutum bara til að vera á móti þeim))
mér finnst þetta að þola ekki að eitthvað forrit leiðrétti mann vera álíka góð rök einsog að segja að ástæða fyrir því að það eigi að fá sér linux kerfi sé að það séu engir vírusar þar.
maður sem að keyrir linux kerfi án vandamála hefur einfaldla nægt töluvit til þess að halda windows vírushreinu
/rant off
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:11
af Demon
Verð nú að taka undir með flestum hérna og segja að Tölvutek getur engan veginn borið ábyrgð á því hvort office er uppsett á tölvunni þinni eða ekki. Jújú þeir áttu að láta þig fá lánstölvu sem myndi henta fyrir skólann en eins og hefur verið sagt áður hérna þá er það basically nánast hvaða lappi sem var búinn til eftir sirka 2005.
Það er ekki einu sinni þörf á office, open office eða latex einu sinni.
Þú gætir einfaldlega loggað þig inní google.docs og skrifað ritgerðirnar þangað. Exportar svo bara í pdf (nú eða prentar) og skilar þannig.
Möguleikarnir eru margir og þitt er valið. Tölvutek á ekki að vera eitthvað með fingurnar í því hvaða hugbúnað þú notar, lánstölva eða ekki.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:19
af Gunnar
væri svipað ef ég myndi fara með bilaða tölvu og væri lofuð önnur tölva og ég myndi taka framm að ég væri harcore gamer og fengið borgað hálfa millu í næsta móti sem ég þyrfti ventrilo og einhvern tölvuleik installaðann.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:35
af BjarniTS
*
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:37
af Gúrú
BjarniTS skrifaði:Frábær þjónusta við þann sem þú hefðir getað brennt húsið ofan af.
Mjög mikilvægur punktur í þessu máli imo.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:47
af urban
BjarniTS skrifaði:Tölvuleikir og office er ekki sambærilegt.
>90% nota office , auðvitað ætti það að vera uppsett.
Forrit í tölvunni sem þeir eru að ábyrgjast skal lánsvélin hafa einnig , þ.e.a.s þau sem komu með í upphafi.
Annað heitir ekki ábyrgð.
Frábær þjónusta við þann sem þú hefðir getað brennt húsið ofan af.
hvar kemur fram í þræðinum að office hafi komið uppsett á vélinni ?
ég og fólk mér tengt hefur keypt ca 10 - 15 fartölvur á síðustu 4 - 5 árum.
1 skipti sem að ég man eftir því að office pakkinn hafi komið uppsettur og þar var sérstaklega beðið um það og hann verslaður sér.
síðan máttu ekki gleyma því að ef að hann hefur verslað sér office pakka, þá er lítið mál fyrir hann að installa honum á lánsvélina og uninstalla honum þegar að hann skilar vélinni.
það er vélin sjálf sem að er í ábyrgð en ekki hugbúnaður á henni.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:56
af BjarniTS
urban skrifaði:BjarniTS skrifaði:Tölvuleikir og office er ekki sambærilegt.
>90% nota office , auðvitað ætti það að vera uppsett.
Forrit í tölvunni sem þeir eru að ábyrgjast skal lánsvélin hafa einnig , þ.e.a.s þau sem komu með í upphafi.
Annað heitir ekki ábyrgð.
Frábær þjónusta við þann sem þú hefðir getað brennt húsið ofan af.
hvar kemur fram í þræðinum að office hafi komið uppsett á vélinni ?
ég og fólk mér tengt hefur keypt ca 10 - 15 fartölvur á síðustu 4 - 5 árum.
1 skipti sem að ég man eftir því að office pakkinn hafi komið uppsettur og þar var sérstaklega beðið um það og hann verslaður sér.
síðan máttu ekki gleyma því að ef að hann hefur verslað sér office pakka, þá er lítið mál fyrir hann að installa honum á lánsvélina og uninstalla honum þegar að hann skilar vélinni.
það er vélin sjálf sem að er í ábyrgð en ekki hugbúnaður á henni.
Já ég sko trúi ekki öðru en að það hafi komið á henni því að ekki væri hann að velta því fyrir sér ef að hann hefði nálgast það annarsstaðar held ég.
En ég meina afhverju fékk hann vél með windows leyfi ef að svo er?
Er samt í síma og hef ekki þol í að battla langt um þetta.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Sun 21. Feb 2010 23:58
af urban
BjarniTS skrifaði:urban skrifaði:BjarniTS skrifaði:Tölvuleikir og office er ekki sambærilegt.
>90% nota office , auðvitað ætti það að vera uppsett.
Forrit í tölvunni sem þeir eru að ábyrgjast skal lánsvélin hafa einnig , þ.e.a.s þau sem komu með í upphafi.
Annað heitir ekki ábyrgð.
Frábær þjónusta við þann sem þú hefðir getað brennt húsið ofan af.
hvar kemur fram í þræðinum að office hafi komið uppsett á vélinni ?
ég og fólk mér tengt hefur keypt ca 10 - 15 fartölvur á síðustu 4 - 5 árum.
1 skipti sem að ég man eftir því að office pakkinn hafi komið uppsettur og þar var sérstaklega beðið um það og hann verslaður sér.
síðan máttu ekki gleyma því að ef að hann hefur verslað sér office pakka, þá er lítið mál fyrir hann að installa honum á lánsvélina og uninstalla honum þegar að hann skilar vélinni.
það er vélin sjálf sem að er í ábyrgð en ekki hugbúnaður á henni.
Já ég sko trúi ekki öðru en að það hafi komið á henni því að ekki væri hann að velta því fyrir sér ef að hann hefði nálgast það annarsstaðar held ég.
En ég meina afhverju fékk hann vél með windows leyfi ef að svo er?
Er samt í síma og hef ekki þol í að battla langt um þetta.
með réttu, mundi ég segja að windows ætti ekki að vera á lánsvélinni, nema fyrir þá sem að vissulega kaupa windows með sinni vél.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 00:09
af BjarniTS
urban skrifaði: með réttu, mundi ég segja að windows ætti ekki að vera á
lánsvélinni, nema fyrir þá sem að vissulega kaupa windows með sinni vél.
Sammála þér.
Kaupir win með vélinni , færð win á lánsvél.
Fyrir þá sem fá office með sinni vél ætti með sömu rökum að koma office með lánsvél.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 00:17
af Nariur
urban skrifaði:BjarniTS skrifaði:urban skrifaði:
hvar kemur fram í þræðinum að office hafi komið uppsett á vélinni ?
ég og fólk mér tengt hefur keypt ca 10 - 15 fartölvur á síðustu 4 - 5 árum.
1 skipti sem að ég man eftir því að office pakkinn hafi komið uppsettur og þar var sérstaklega beðið um það og hann verslaður sér.
síðan máttu ekki gleyma því að ef að hann hefur verslað sér office pakka, þá er lítið mál fyrir hann að installa honum á lánsvélina og uninstalla honum þegar að hann skilar vélinni.
það er vélin sjálf sem að er í ábyrgð en ekki hugbúnaður á henni.
Já ég sko trúi ekki öðru en að það hafi komið á henni því að ekki væri hann að velta því fyrir sér ef að hann hefði nálgast það annarsstaðar held ég.
En ég meina afhverju fékk hann vél með windows leyfi ef að svo er?
Er samt í síma og hef ekki þol í að battla langt um þetta.
með réttu, mundi ég segja að windows ætti ekki að vera á lánsvélinni, nema fyrir þá sem að vissulega kaupa windows með sinni vél.
sem gildir um allar fartölvur... nema nokkrar útgáfur af Asus eee
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 12:23
af AntiTrust
Hm.
Eina sem ég get lesið útúr þessu er að þeir lofa örlítið upp í ermina á sér. En það að þú hafir fengið lakari tölvu, með öðru stýrikerfi og ekki Office er varla hægt að setja út á - þakkaðu bara fyrir að hafa fengið lánstölvu yfir höfuð, það er alls ekki svo algengt að það sé sjálfsagt mál í dag á verkstæðum - ætti að vita það, búinn að vinna á nokkrum.
Útúr þessu les ég hreinlega bara heimtufrekju frá þér, meira en lélegt þjónustustig hjá þeim. Þetta með að þurfa tölvu í skóla skil ég ósköp vel en þvílíkt og annað eins að mér væri ekki sama þótt að viðskiptavinur hjá mér kæmist ekki á LAN. Búfokking hú, farðu bara út að leika.
Ég hefði skilið þetta ef þetta væri innan við mánaðargömul vél, en 4-5mánaða tölva er bara ekki lengur glæný, og fer því miður bara ekki í forgangsröð.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 12:51
af YourOldBuddy
Það er eðlilegt að tölvur bili og eigandinn á enga kröfu á varavél nema annað sé sérstaklega tekið fram í skilmálum. Eini feillinn þeirra var að koma til móts við svona kvartanir og henda þér ekki út á rassgatinu. Ef þetta hefði verið ég hefði ég ekki hlustað á þetta.
Acer eru alveg ágætis tölvur og hafa staðfastlega komið vel út í könnunum. Ég er ekki hrifinn af þeim sjálfur en þær eru síður en svo bilanagjarnari heldur en aðrar. Þetta er nú fyrir það fyrsta sama drasl í þessu öllu. Sömu HD framleiðendur og móðurborðsframleiðendur í flest öllu þessu dóti og ef þær eru ekki keyrðar endalaust heitar þá bilar alltaf einhver prósenta af þessu.
Þú mættir eiga von á mánaðarbið í mörgum öðrum löndum og þeir myndu ekki vita hvað þú værir að tala um með lánsvél.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 15:27
af ronja
Ég veit ekki með ykkur en ég held bókstaflega sé tölvutek að selja gallaðar vörur því að ég hef farið með flakkarann svo 10 skifti í viðgerð og svo keyfti ég eitt móðurborð sem var svo gallað og endaði á því að ég þrufti að kaupa allt nýtt í hana því að hún var bara öll farinn að hrynja :S og hún var í tipp topp áður en svo kom að því að ég var að stauja tölvuna og fann ekki diskinn fyrir móðurborðið og keyfti nýtt :S
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 15:29
af AntiTrust
Tölvutek er ekki að selja viljandi gallaðar vörur, frekar en flest önnur fyrirtæki.
Tölvuíhlutir og raftæki eru framleidd í milljónaeintökum, að sjálfsögðu kemur e-r prósenta til með að bila eða koma biluð af framleiðslulínunni.
Flestar tölvubúðir hérlendis versla af sömu birgjum erlendis eða frá hvor öðrum, svo ef ein búð væri að selja "gallaðar" vörur væru fleiri að því, svo einfalt er það.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 16:00
af ronja
ég hef verslað oft annars staðar og aldrei lenti í eins veseni og þarna og líka það að ég tala við mann hliðiná mér og hann sagði að hann sjái svo eftir því að hafa keyft tölvu þarna því að þetta væri 3 skiftið sem hann væri að koma með hana!
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Mán 22. Feb 2010 17:24
af Gunnar
er með móðurborð frá tölvutek sem hefur alldrei failað.
svo þeir eru ekkert að selja bara gallaðar vörur.
hljómar bara þannig útaf maður heyrir bara frá því slæma sem þeir gera.
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Fös 26. Feb 2010 14:49
af Elisvk
ég er nú ekkert mikið að pirra mig yfir að office pakkinn kom ekki með en þetta er mjög leiðinlegt þar sem ég fékk office pakkann með tölvunni og fæst hann með flestum tölvum sem þú verslar hjá þeim sem ég veit best.
Svar til þess sem kallaði mig 5 ára og sagðist skila 52 ritgerðum á mán.
Til hamingju, þú ert einn af þeim sem stærir sig af öðrum með eitthverjum bull tölum. Ég þarf að skila 5 ritgerðum 5bls plús og ég er ekki í neinni keppni þetta er bara pirrandi þjónusta sérstaklega þegar ég borgaði 6 þúsund fyrir að þetta myndi skýrast upp á 24 klukkustundum þegar þetta tók rúmlega 5 daga sem inniheldur endalaust röfl og leiðinlegar símhringingar.
Ég er búinn að ná í office pakkann og var þetta ekkert aðal málið. En ég er að skrifa á þessari tölvu núna og þarf ég oftast að restarta henni tvisvar þegar ég kveiki á henni vegna þess að músin komi ekki inn og svo þegar ég fer á netið að leita mér upplýsinga/heimilda/personal use er þetta mjög pirrandi þar sem það kemur svona ljósblátt yfir öllum active buttons t.d. tabs og þetta er bara glatað acer rusl. skal reyna að taka screenshot fyrir ykkur þegar ég er að nota opera. (þetta er svona á öllu sem ég nota).
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Fös 26. Feb 2010 15:03
af Glazier
YourOldBuddy skrifaði:Það er eðlilegt að tölvur bili og eigandinn á enga kröfu á varavél nema annað sé sérstaklega tekið fram í skilmálum. Eini feillinn þeirra var að koma til móts við svona kvartanir og henda þér ekki út á rassgatinu. Ef þetta hefði verið ég hefði ég ekki hlustað á þetta.
Acer eru alveg ágætis tölvur og hafa staðfastlega komið vel út í könnunum. Ég er ekki hrifinn af þeim sjálfur en þær eru síður en svo bilanagjarnari heldur en aðrar. Þetta er nú fyrir það fyrsta sama drasl í þessu öllu. Sömu HD framleiðendur og móðurborðsframleiðendur í flest öllu þessu dóti og ef þær eru ekki keyrðar endalaust heitar þá bilar alltaf einhver prósenta af þessu.
Þú mættir eiga von á mánaðarbið í mörgum öðrum löndum og þeir myndu ekki vita hvað þú værir að tala um með lánsvél.
Bara benda þér á þetta:
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... r-er-verst
Re: Ég er óánægður með Tölvutek
Sent: Fös 26. Feb 2010 15:05
af Elisvk
AntiTrust skrifaði:Hm.
Útúr þessu les ég hreinlega bara heimtufrekju frá þér, meira en lélegt þjónustustig hjá þeim. Þetta með að þurfa tölvu í skóla skil ég ósköp vel en þvílíkt og annað eins að mér væri ekki sama þótt að viðskiptavinur hjá mér kæmist ekki á LAN. Búfokking hú, farðu bara út að leika.
heldur þú að mér sé ekki skít sama hvort ég hafi komist á þetta lan með fartölvuna eða ekki? ég hefði bara tekið borðtölvuna sem er bara meira vesen en ég þurfti ekkert að fara. Hættu þessum stælum og farðu eitthvert annað með þessa skíta pósta. Afhverju tekur fólk bara þetta litla úr textanum eins og lanið og office pakkann? mér er nánast sama um þetta, ég er bara að segja frá alveg eins og er án þess að breyta sögunni til minnar bestu getu.